Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1994, Page 14
14 MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1994 Svidsljós Það var margt skemmtilegt að sjá á yfirlitssýningu Magnúsar Pálssonar listamanns sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um helgina. Þar gat að líta verk unnin sem málverk, höggmyndir, grafík, teikningu, bókmenntir, hijóðverk eða jafnvel leiklist. Það ftjóa og óvænta við myndlist Magnúsar er að hún skilgreinir sig sjálf upp á nýtt með sérhverju verki. Á mynd- inni sjást gestir á sýningunni vera aö velta fyrir sér einu verkanna. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Lágamýri 6, 2. hæð t.v., þingl. eig. S. Skúlason og Hansson hf., gerðarbeið- andi Jóhann Pétur Margeirsson, 30. september 1994 kl. 11.00. Mjölnisholt 14, 3. hæð, vesturhluti, þingl. eig. Kristinn Brynjólísson, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki Islands, Iðnþróunaisjóður, tollstjórinn í Reykjavík og íslandsbanki hf., 30. september 1994 kl. 14.00. Möðrufell 13, 4. hæð t.h., þingl. eig. Haísteinn P. Sörensen, gerðarbeið- andi Málflutningsstofan sf., 30. sept- ember 1994 kl. 13.30. Njálsgata 79,2. hæð, þingl. eig. Hulda Marísdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyris- sjóður verksmiðjufólks og Ulfúr Kr. Sigmundsson, 30. september 1994 kl. 16.30. Rauðalækur 28, 1. hæð og bílskúr, þingl. eig. Jón Gunnar Baldvinsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 30. september 1994 kl. 16.00.____________________________ Sogavegur 127, þingl. eig. Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands, Gjaldheimt- an í Reykjavík, Kemikalía hf., Kol- beinn Gunnarsson, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður sf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, 30. september 1994 kl. 14.30. Sólvallagata 11, 0201 og 1/2 bílskúr, þingl. eig. Bjami Stefánsson, gerðar- beiðendur Ferðamálasjóður og Tak- mark hf., 30. september 1994 kl. 15.00. Túngata 5, hluti, þingl. eig. Hörður Albert Guðmundsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki Islands, Gjaldheimt- an í Reykjavík, Mortan Hólm og toll- stjórinn í Reykjavík, 30. september 1994 kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK í kvölcl lel. 19:30 á Stöð 2 ogf ld. 20:30 á RÚV köldum við áíram ogf sýnum J^átt númer 2 af NESCAFÉ ástarsögfunni. Nescafé Ur hringiðu helgar- innar Úrshtakvöld í karaokekeppni starfsfólks á leikskólum var haldið á veitingahúsinu Tveimur vinum á föstudagskvöldið. Alls tóku 15 leik- skólar þátt í keppninni og segja má að valinn maður hafi verið í hverju rúmi. Sigurvegari varð Hanna Halldórsdóttir frá Leik- garði, og auk þess að vera valin besti söngvarinn, hlaut hún einnig verðlaun fyrir frumlegustu sviðs- framkomuna. Iðnnemasamband íslands er 50 ára um þessar mundir og hélt af því til- efni afmælisdagskrá i Borgarleikhúsinu sl. laugardag. Skólafélag Iðnskól- ans í Réykjavík færöi afmælisbarninu gjafabréf á púlt sem verið er að smíða í Iðnskólanum og afhentu nokkrir nemendur formanni sambands- ins gjafabréfið í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Atskákmót Reykjavíkur 1994 var haldið í félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur nú um helgina. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi og var umhugsunartími 30 mínútur. Átta efstu menn komust svo áfram í úrslit atskákmótsins í Reykjavík í nóvember. Síðastliðinn laugardag var keppt til úrslita í hjólreiðum 12 ára grunnskóla- barna. Keppnin fór fram við Perluna í Reykjavík og var á vegum Umferö- arráðs, Bindindisfélags ökumanna, lögreglunnar og menntamálaráðu- neytis. Á myndinni sjást keppendurnir ásamt lögreglunni og öðrum aö- standendum keppninnar. Menning Andhverf an og andrúmið - á yfirlitssýningu Magnúsar Pálssonar á Kjarvalsstöðum A sjöunda áratugnum átti sér stað hér á landi ræki- leg uppstokkun á almennu viðhorfi til myndlistar. Sú uppstokkun var í reynd hluti af alþjóðlegri þróun og grundvaUaðist að miklu leyti á „afhelgun" listamanns- ins. Listamaðurinn átti ekki lengur að vera einangrað- ur alvaldur yfir eigin sköpunarverki, heldur átti hug- myndin að ríkja yflr honum og vera jafnvel ofurseld tilviljunarkenndri framsetningu fiölda manna. Hug- myndalist þróaðist hér á landi í kringum SÚM-hópinn þar sem Magnús Pálsson var meðal frumkvöðla. Magnús hefur frá upphafi farið ótroðnar slóðir og engu skeytt um viðtekna fagurfræöi. Hann haföi sinnt kennslu og leikmyndagerð í fiölda ára og áhrifa frá báðum þeim verksviöum hefur ávallt séð stað í list hans. Hið hlutlausa efni Mörg verka Magnúsar voru úr viðkvæmum efnum og hafa jafnvel gufað upp af sjálfu sér. Sem betur fer hefur þó margt þeirra varðveist sem sést best á því að Kjarvalsstaðir eru undirlagðir verkum frá rúmlega þriggja áratuga ferh listamannins. Það er ekki aúðvelt að höndla einhvern rauðan þráð í list Magnúsar, sem í gegnum tiðina hefur falið í sér jafnt leikmyndir, leik- verk og gerninga sem bókverk, konkretljóðlist og radd- skúlptúra, svo fátt eitt sé nefnt. Þó má greina vissar áherslur sem markast af tímabilum á ferh listamanns- ins. Magnús fékk snemma áhuga á gifsi sem efnivið, ekki hvað síst vegna hlutleysis þess í menningarsögu- legum skilningi. En gifsið hefur einmitt þjónað vel markmiðum Magnúsar um að fanga í senn andhverfu hlutanna og andrúm kringumstæðna. Andhverfur og minnisvarðar Útgangspunkturinn er sá að hlutur sé ekki til nema hann eigi sér andstæðu. Af þeirri hugmynd eru sprott- in gifsverk Magnúsar á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, s.s. hiö magnaða verk „Flæðarmál" frá 1975, þar sem fiöru, hafi og himni er teflt saman þann- ig að áhorfandinn situr uppi með spurninguna um það hvort það sé tilvist eða tilvistarleysi hlutar sem bygg- ist á því að hann hafi andhverfu. Önnur hliö andhverf- unnar í gifsverkum Magnúsar frá áttunda áratugnum er aöferð hans til að sýna fram á rökleysu og/eða rök Myndlist Ólafur J. Engilbertsson talna og orða, þannig að hlutir fá ýmist aðra merkingu eða halda henni séu þeir speglaðir. Þarna hófst þróun listar Magnúsar yfir á svið bókmennta. Sú þróun hélt áfram með „minnisvörðum" um Njálsbrennu og Bakkabræður árið 1977. Minnismerkið um Njáls- brennu er tvímælalaust með athygliverðari skúlptúr- verkum íslensks hstamanns á seinni árum og hefur víðtækar bókmenntalegar skírskotanir. Hljóð og iykt Hið bókmenntalega þróaðist á næstu árum yfir í hljóðljóð hjá Magnúsi og síðar leikverk og raddskúlp- túra. Á sýningunni gefur aö líta upptöku frá sýningu Alþýðuleikhússins og Þjóðleikhússins á verki Magnús- ar, „Sprengdri hljóöhimnu vinstra megin“. Nýjasta verkið er svo endurgerð „rjóðurs" eftir Magnús frá 1992, þar sem lykt er orðin stefnumarkandi þáttur í. hst hans. Þá tefldi Magnús saman neftóbaki og gömlum munnmælasögum með tilheyrandi búkhljóðum valin- kunnra leikara og annars sómafólks. Ekki sér enn fyrir endann á lyktartilraunum Magnúsar því síöastl- iðinn vetur sýndi hann lyktarmikiö sápuverk í Nýlista- safninu. Hér hafa verið tahn th atriði sem gefa innsýn í myndheim eins einstaks hstamanns en shk upptaln- ing dugar skammt þar sem Magnús Pálsson er. Otahn er hugmynd hans um kennslu sem listgrein og þann samvinnugrundvöh hstamanna sem Mob shop var. Fróölegt hefði verið að sjá þá þætti í ferh Magnúsar fléttaða inn í þessa annars ágætu sýningu. Þar með hefði þáttur hugmyndarinnar a.m.k. náð að ríkja betur á sýningunni á kostnað persónu hstamannins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.