Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994
Fréttir
Kirkjan lánar syni sóknamefndarformannsins á Bildudal hús:
Fær að búa leigu-
frítt á prestssetrinu
- sóknarpresturinn hefur verið í leyfi 1 þrjú ár
„Prestsbústaðir hvarvetna á land-
inu eru ekki í umsjón sóknarnefnda.
Til skamms tíma voru þeir á vegum
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
en ég held að nú sé búið að færa
þetta undir biskupsembættið. Þetta
er því algjörlega sóknamefndunum
óviðkomandi. Hvort sem um er að
ræða son minn eða systurson," segir
Snæbjöm Ámason, sóknamefndar-
formaður á Bíldudal, en athygli hef-
ur vakið að sonur hans býr í embætt-
isbústað prestsins á staðnum án þess
að greiða leigu fyrir. Sonurinn greið-
ir þó hita og rafmagn.
Þar á undan hafði systursonur
sóknamefndarformannsins búið i
húsinu um hríð, einnig án þess að
greiða leigu á sömu kjörum. Snæ-
björn segist ekkert hafa með þessi
mál aö gera að öðm leyti en því að
hafa lyklavöld að húsinu þegar eng-
inn búi þar.
„Þetta er mál milli leigusala og
leigutaka og ég hef ekkert með það
að gera á neinn hátt. Ég hef ekki
umsjón með þessu húsi nema þegar
enginn er í því. Þá hefur konan mín
séð um að fylgjast með húsinu,“ seg-
ir Snæbjörn.
„Kona sóknamefndarformannsins
hafði samband við okkur í vor og
óskaði eftir að sonur hennar fengi
að vera í húsinu sem þá stóð autt.
Við samþykktum það enda ipjög dýrt
að reka svona hús á þessum slóð-
um,“ segir Guðmundur Þór Guð-
mundsson, formaður prestssetra-
sjóðs sem hefur með umsýslu prests-
setra að gera.
Guðmundur segir að ekki hafi ver-
ið hægt að ráðstafa húsinu í leigu til
lengri tíma þar sem presturinn á
Bíldudal sé í leyfi sem að vísu hafi
nú staðið í þrjú ár.
„Leyfi prestsins er orðið lengra nú
en stóð til. Við erum bundnir af þvi
aö skila honum húsinu þegar hann
kemur til starfa aftur,“ segir Guð-
mundur.
Félagsdómur komst aö þeirri niðurstöðu í gær að boðað verkfall FIA gegn Atlanta-flugfélaginu væri löglegt en
einnig að Frjálsa flugmannafélagið væri fullgilt stéttarfélag en í þvi eru allir starfandi flugmenn Atlanta. Verkfall
FÍA hófst á hádegi i gær en það mun ekki raska starfsemi Atlanta nema önnur verkalýðsfélög gripi til samúðar-
verkfalia. Á myndinni eru þeir Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atianta, og Hreinn Loftsson, lögmaður flugfélags-
ins, að skoða dóminn. Til athugunar hefur verið að flytja starfsemi Atlanta úr landi ef verkfallsaðgerðir raska starf-
seminni. DV-mynd BG
Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotapilti:
NHján brot ekki
nægileg ástæða
- RLR gerði ekki grein fyrir fleiri málum til meðferðar
Stuttar fréttir
Borgarspitalinn
ívanda
Niöurskuröur blasir við á Borg-
arspítalanum verðifjárlagafrum-
varp rikisstjórnarinnar sam-
þykkt óbreytt. Framkvæmda-
stjóri spítalans hefur ritað þing-
mönnum bréf þessa efnis.
Skólabílarí
Mosfellsbæ
Akstur skólabíla hefst væntan-
iega í Mosfellsbæ um næstu mán-
aðamót. Samkvæmt Tímanum er
núverandi meirihluti aö efna
kosningaloforö sitt frá því í vor
með þessu.
Dýrferðalög
Árleg útgjöld ríkisins vegna
feröalaga og risnu nema um 2
milijörðum króna. Vísbending
greindi frá þessu.
Jökulláhlaupum
Tungnaáijökull hleypur dag-
lega fram um 2 metra, en hlaup
hófst í jöklinum fyrir skömmu.
Mbl. segir hklegt að jökulhnn
muni leggja undir sig nókkurra
kilómetra svæöi áður en hlaupið
stöðvast.
Hagnaður í Eyjum
Vinnslustöðin í Vestmannaeyj-
um hefur lækkaö skuldir sínar
um 700 milfjónir frá því I fyrra-
sumar. Heildarhagnaöurinn á
tímabfiinu nam 215 milfjónum
króna. Mbl. greindi frá þessu.
Aðildarumsókn strax
Jón Baldvin Hannibalsson vill
að ísland sæki strax á næsta ári
um aðild að Evrópusambandinu.
Sjónvarpið hafði þetta eftir hon-
um í tilefni ESB-þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í Finnlandi.
Vanmetinlauna-
hækkun
Úrskurður kjaranefndar um
laun presta í nóvember færöi
þeim helmingi meiri launahækk-
anir en gert var ráö fyrir. í
fjáraukalagafrumvarpinu er far-
ið frara á 30 milfjóna króna auka-
fjárveitingu vegna þessa.
Háirvextirá
húsbréfum
Vextir á húsbréfum voru 5,65%
í gær og hafa ekki verið hærri í
ár. Sjónvarpið greindi frá þessu.
Hæstiréttur telur nítján fyrri af-
brot ekki nægileg efni til að sam-
þykkja gæsluvarðhaldsúrskurö yfir
19 ára síbrotapilti á þeim forsendum
að hætta þyki á að viðkomandi haldi
brotum sínum áfram. Þetta kemur
fram í dómi frá 7. október. Gæslu-
varðhaldsúrskurður var þá felldur
úr gildi vegna innbrota í 22 fyrir-
tæki. Ástæðan var einnig sú að
Rannsóknarlögregla ríkisins hafði
ekki „gert grein fyrir“ að hún hefði
fleiri mál til meðferöar á hendur
honum.
Eins og fram kom í DV í gær eru
fjölmargir lögreglumenn ósáttir við
viðbrögð Hæstaréttar sem hefur fellt
úr gildi gæsluvaröhaldsúrskm-ði yfir
svoköUuðum síbrotamönnum.
í maí var umræddur piltur dæmd-
ur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm
skilorðsbundið, fyrir 19 innbrot og
þjófnaði á tímabilinu frá desember
1993 til mars 1994. Hann fór ekki í
afplánun. Aöfaranótt 29. september
síöasthöinn var pilturinn handtek-
inn. Hann var grunaður um aðild að
þjófnaði, þjófnaðartilraun og inn-
brotum í 22 verslanir, veitingahús,
skrofstofunúsnæði og fleiri fyrirtæki
í Reykjavík um nóttina. Farið var
fram á gæsluvarðhald á þeim for-
sendum að ætla mætti að pilturinn
héldi „áfram brotum sínum á meðan
máli hans væri ekki lokið“. Þetta
féllst héraðsdómur á en Hæstiréttur
felldi úrskurðinn úr gildi. Forsend-
urnar voru þær að rannsókn málsins
varðaði ferðir mannsins eina nótt en
RLR hefði ekki gert grein fyrir því
aö önnur mál væru á hendur honum,
fjórir mánuðir væru liðnir frá því aö
gæsluvarðhaldi lauk í tengslum viö
að fyrri brotahrinu lauk. „Sam-
kvæmt framansögöu og þegar htið
er til sakarferils varnaraðila þykir
ekki nægilegt tilefni til gæsluvarð-
halds hans,“ á þeim grundvelh aö
ætla megi aö hann haldi brotum
áfram á meðan máh hans er ekki
lokið.
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn hjá RLR, sagði við DV í gær
að þegar dómstólar viðurkenndu að
„stoppa þyrfti menn af‘ þar sem
þyrfti að klára mál á hendur þeim
úr kerfinu væri gjaman falhst á
30-40 daga gæsluvarðhald. Þetta
væri þó háð mati hverju sinni.
„Við erum að reyna að stoppa
menn af. Það er stöðugt að bætast
við mál á hendur þeim sem ekki
næst aö klára. Héraðsdómur feUst
oftast á kröfurnar. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem Hæstiréttur fellir
úr gildi,“ sagði Hörður.
VantrauststUlagan:
Fjarvera ráð-
herra kemur
ívegfyrir
umræður
Nokkur umræöa varð á Alþingi
í gær utan dagskrár þegar Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, spuröi forseta
Álþingis hvenær taka ætti fyrir
og ræða framkomna vantrausts-
thlögu. Hann sagði vantrauststil-
lögu eiga að hafa forgang í þing-
inu. Hann sagði því boriö við aö
nokkrir ráðherrar væru erlendis.
Þess vegna væri ekki hægt aö
segja til um hvenær hægt yrði að
taka tihöguna tíl umræðu. Hann
sagði að það myndu þyhja tíðindi
í lýðræðisríkjum ef ráðherrar
teldu sig hafa mikilvægari erind-
um að gegna erlendis en að ræða
vantraust á sig heima íyrir.
Salome Þorkelsdóttir, forseti
Alþíngis, benti á að venjan væri
sú aö ná samkomulagi miUi þing-
flokka hvenær umræða um van-
trauststiUögu fer fram. Hún benti
líka á að, eins og fram hefði kom-
ið, ráðherrar væru fjarverandi.
Væntanlega yrði Davíð Oddsson
kominn heim á miðvikudag.
Nokkrir fleiri tóku til máls og
meðal annars upplýsti Friörik
Sophusson, fjármálaráðherra og
sitjandi forsætisráöherra, að
Davíð Oddsson forsætisráðherra
væri erlendis í einkaerindum.
Rannveig Guömundsdóttir, þing-
flokksformaður Alþýðuflokksins,
upplýsti að Guðmundur Árni
Stefánsson félagsmálaráðherra
og Össur Skarphéðinsson um-
hverfisráðherra væru staddir á
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Sjálfstæöisflokkurinn:
Norðurlandi
eystra
„Það var auglýst eftir fóUti sem
vUdi gefa kost á sér á framboös-
listann en það komu engir sem
sóttust eftir efstu sætunum. Það
var því ekki talin ástæða til að
efna til prófkjörs heldur var list-
inn vahnn af tvöfóldu kjördæmis-
ráði,“ sagði HaUdór Blöndal,
samgöngu- og landbúnaðarráð-
herra, en hann skipar 1. sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins í Norð-
urlandskiördæmi eystra sem
ákveðinn var um síðustu helgi.
Efstu sex sætin á listanum
skipa: l. Halldór Blöndal sam-
göngu- og landbúnaðarráöherra.
2. Tómas Ingi Olrich alþingis-
maður, Akureyri. 3. Svanhildur
Arnadóttir bæjarfulltrúi, DalvUc,
4. Jón Helgi Björnsson líffræðing-
ur, Laxamýri. 5. Anna Fr. Blönd-
al tækniteiknari, Akureyri. 6.
Gunnlaugur J. Magnússon raf-
virki, Ólafsfiröi.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Listinn á
Austurlandi
Framboðshsti Sjálfstæðis-
flokksins í Austurlandskjördæmi
fyrir komandi alþingiskosningar
hefur verið ákveöinn. Efstu sæti
listans skipast samkvæmt úrsht-
um í prófkjöri fyrr í þessum mán-
uði. Fimm efstu sæti hstans
skipa: 1. EgiU Jónsson alþingis-
maöur, SeljavöUum. 2. Ambjörg
Sveinsdóttir fjármálasfjóri, Seyö-
isfirði. 3. Kristinn Pétursson fisk-
verkandi,. Bakkaflröi. 4. Sigurð-
ur Eyraundsson umdæmisstjóri,
Egilsstöðum. 5. Ólafur Áki Ragn-
arsson sveitarstjóri, Djúpavogi.