Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTOBER 1994 5 Prófkjör hjá Alþýðuflokkniun á Vesturlandi: Búist við fjörugum slag um efsta sætið - Gísli Einarsson alþingismaður hefur þegar tilkynnt um þátttöku Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Vesturlandskjördæmi ákvað á fundi um síðustu helgi að prófkjör skuli fara fram 19. nóvember næstkom- andi um niðurröðun á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. „Gísli Einarsson alþingismaður er sá eini sem hefur tilkynnt opinber- lega um þátttöku í prófkjörinu. Ég tel hins vegar öruggt að það muni fleiri keppa um efsta sætið á fistán- um og að prófkjörið verði fjörugt," sagði Sigurjón Hannesson, formaður prófkjörsnefndar, við DV. Enda þótt Gísli sé sá eini sem til- kynnt hefur um þátttöku er nær ör- uggt að þeir Sveinn Hálfdánarson í Borgarnesi og Sveinn Elenbergsson í Ólafsvík muni gefa kost á sér og keppa um efsta sætið. Þá eru hkur á að Helgi Daníelsson rannsóknarlög- reglumaður gefi kost á sér í 2. sæti listans. Nafn Finns Torfa Stefánssonar tón- listarmanns hefur verið nefnt í sam- bandi við prófkjörið. Finnur Torfi býr í kjördæminu, að Tungufelfi í Lundarreykjadaf. Finnur er bróðir þingmannanna Gunnlaugs og Guð- mundar Árna Stefánssona. Hann var kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1978 en sat aðeins það stutta þing. Engin kona hefur verið nefnd til sögunnar enn sem komið er en þung áhersla verður lögð á að fá konur til að gefa kost á sér. Gísh Einarsson hefur ákveðið for- skot sem þingmaður en hann kom inn á þing sem varamaður Eiðs Guðnasonar. Gísh nýtur vinsælda á Akranesi sem er stærsti byggða- kjarni kjördæmisins. Sveinn Hálfdánarson er fæddur og uppalinn á Akranesi og er af gróinni krataætt þar. Hann hefur búið í Borgamesi í yfir 20 og verið þar í forystusveit Alþýðuflokksins. Sveinn Elenbergsson er foringi krata í Ólafsvík og situr þar í bæjarstjórn fyrir flokkinn. Hann sækir fylgi fyrst og fremst á Snæfellsnesið. Þingvallahátíðin: Kostnaðurinn fór 110 prósent fram úr áætlun Beinn kostnaður ríkisins við þjóð- hátíðina á Þingvöllum í sumar var hátt í 170 milljónir króna. í fjárlögum var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um 80 milljónir. Miðað við for- sendur fjárlaga fór kostnaðurinn því 110 prósent fram úr áætlun. í frum- varpi fjármálaráðherra til íjárauká- laga er óskað eftir heimild til að sópa þennan vanda upp. Smíði þingpalla á Þingvöllum, leiga á hátalarakerfi, gestamóttaka og annað sem laut að fundi þingmanna á lýðveldisafmælinu kallar nú á 15,5 mihjóna króna aukafjárveitingu til Alþingis. Þá kostaði móttaka er- lendra gesti 19 milljónir sem auka- fjárveitingu þarf einnig fyrir. Útgjöld forsætisráðueytisins fóm einnig langt fram úr áætlunum í tengslum við afmælisfagnaðinn á Þingvöllum. Samkvæmt fjárlögum áranna 1993 og 1994 gat ráðuneytið ráöstafað 80 milljónum króna 111 há- tíöahaldanna í ár. Þegar upp var staðið kom í ljós að kostnaðurinn hafði aukist um 53 milljónir. Ástæð- an var meðal annars aukinn kostn- aður vegna mannvirkjagerðar á svæðinu, hreinlætisaðstöðunnar, veitinga og löggæslu. Loðnuaíli í september: Samdráttur um 95 þúsund tonn Það veiddust 7500 tonn af loðnu und tonn skv. bráðabirgöatölum í september miðað við 102 þúsund Fiskistofu. tonn í september í fyrra sem þýðir Enn er ekki fundin loðna í veið- samdrátt í veiðunum upp á 95 þús- anlegu standi. Lagfæringar hafa átt sér stað í mötuneyti nokkurra ríkisstofnana við Borgar- tún 7 en mötuneytinu hefur litið verið haldið við síðustu 30 árin. Ákveðið hefur verið að kaupa matarborð af islensku fyrirtæki og stóla frá ítölskum framleiðanda gegnum danskt fyrirtæki þar sem ítalirnir fengust ekki til að afgreiða stólana á tilteknu verði. DV-mynd BG Breytingar á mötuneyti ríkisins viö Borgartún: ítalskir stólar keyptir gegnum danskt fyrirtæki Ákveðið hefur verið að kaupa 80 ítalska stóla úr forspenntum viði í mötuneyti ríkisstofnana við Borgar- tún 7 í Reykjavík gegnum danskt fyrirtæki þar sem ekki hefur tekist að ná samkomulagi um kaupin gegn- um íslensk fyrirtæki. Óskað var eftir tilboðum í stólana í sumar og var GKS hf. með lægsta tilboðið upp á 700 þúsund krónur. HG Vending hf., sem jafnframt er umboðsaðih stólanna, var næstlægst með eina milljón. Þriðja fyrirtækið bauð annars konar stóla á 1,2 millj- ónir króna. Ekki tókst að fá ítalska framleiðandann til að afgreiða GKS Bíró og var því ákveðið að kaupa stólana frá Danmörku. „Þetta lenti í veseni hjá ítalska framleiðandanum því að þegar til kastanna kom vildu þeir ekki af- greiða GKS með stólana og við vild- um ekki sætta okkur við verðmun upp á 300 þúsund krónur á lægsta og næstlægsta tilboöi. Við höfðum fengið tilboð í aðra stóla upp á 1,2 milljónir og var verömunurinn þá 500 þúsund sem við töldum ekki á- sættanlegt. Að sjálfsögðu reyndum við til þrautar að ná samkomulagi við íslensku fyrirtækin," segir Júhus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkis- kaupa. „Mér flnnst furðulegt að Ríkiskaup skuh kaupa þessa stóla frá Dan- mörku. Þegar ég fékk tilkynningu um að hætt hefði verið við að kaupa stólana kom flatt upp á okkur að til- boð heíði komið frá öðrum aðila í nákvæmlega sama stól frá sama framleiðanda. Við erum umboðsaðih fyrir þetta ítalska fyrirtæki og þess vegna hringdi ég í framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og spurði hann um þetta,“ segir Gunnar Guðsveins- son, framkvæmdastjóri HG Vending- ar. „Ég vil ekki gagnrýna þessa af- greiðslu Ríkiskaupa því að þetta er ekki dæmigert fyrir þeirra vinnu. Við erum ahs ekki hlynntir því að stólar séu keyptir gegnum erlend fyrirtæki en þetta var eitt einstakt og sérstakt mál sem var leyst á þenn- an hátt,“ segir Rafn Rafnsson, fram- kvæmdastjóri GKS hf. Ekki er hægt að framleiða stóla úr forspenntum viði hér á landi. Fréttir Guðfiimux Fmnbogason, DV, Hólmavflc Tveir framboðslistar komu fram í hinum nýja Súðavíkur- hreppi sem eru sameinuð sveitar- félög Reykjafjarðar-, Ögur- og Súðavíkurhrepps og nær frá botni ísafjarðar að Súðavikur- hlið. Kosiö verður 12. nóvember. Á F-lista umbótasinna eru 1. Valsteinn Heiðar Guðbrandsson. 2. Sigm'jón Samúelsson. 3. Kristj- án Garðarsson. 4. Jón Ragnars- son og 5. Jón H. Karisson. Á S- lista - sameiningarlista - eru 1. Sigríður H. Elíasdóttir. 2. Sig- mundur Sigmundsson. 3. Frið- gerður Baldvinsdóttir 4. Salvar Baldursson. 5. Guömundur Hall- dórsson. Vesturland: Skoðana- könnun hjá Framsókn Framsóknarmenn á Vestur- landi funduðu um helgina um framboðsmálin. Liggur ljóst fyrir að viðhöfð verður skoðanakönn- un í flokknum vegna næstu al- þingiskosninga. Dagsetning hef- ur ekki verið ákveðin en líkiegt er að könnunin verði fram- kvæmd um miðjan nóvember. Vestfiröir: Margir í próf kjör hjá Framsókn Ákveðið var á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum að haldið yrði prófkjör í byrjun desember. Pétur Bjarnason varaþingmað- ur hefur einn lýst því yfir að hann stefni að framboöi en þrír hafa lýst áhuga á þátttöku í prófkjöri. Að sögn Hahdórs Karls Her- mannssonar, formanns kjördæ- misráðsins, eru það Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmda- stjóri, Sigmar B. Hauksson og Sigurður Kristjánsson, fyTrum kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Rækjuveið- in byrjar glæsilega í ■ ■ m mm m Hunafloa Guðfirmur Finhbogason, DV, Hólinavík; Veiöar á innfjarðarrækju í j Húnaflóa hófust i síöustu viku. Á veiðitímabihnu, sem í hönd fer, verður heimilt að veiða 70% meira magn en á sfðasta ári eða 1700 tonn á móti 1000 tonnum þá. Meira rækjumagn kom strax fram i veiði bátanna nu ög ér dæmi að bátur liafi fengið um 8 tonn í veíðiferð sem stendur í hálfan sólarhring eða styttri tima og er slíkt næsta fátítt. Verksmiðjumar á Húnaflóa- svæðinu eíga nú ekki lengur skil- yrðislausan rétt til jiess afla sem nú má veiða eins og verið hefur frá upphafi rækiuveiðanna vegna nálægðar við veiðisvæðið. Líklegt þó að þær fái til vinnslu megin- hluta sem veiða má - aö minnsta kosti til aö byrja með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.