Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1994 Merming Salon 1994 í Galleríi Greip Á síðustu árum hefur einfaldleikinn verið áber- andi á myndlistarsýningum. Naumhyggja og innsetn- ingar í anda nýgeómetríu hafa verið vegvísar mynd- Ustarmanna í átt að sífellt einfaldari og meinlætalegri sýningu. Svo rammt hefur jafnvel kveðið að slíkum uppstilUngum að skoöandinn hefur þurft að leita log- andi ljósi að því sem hefur verið til sýnis. í GaUeríi Greip á homi Vitastíg og Hverfisgötu hefur undanfar- iö staðið yfir markverð sýning sem hefur farið hljótt. í uppsetningu þeirrar sýningar er leitast við að skora einfaldleikann á hólm og tefla fram þéttri og fjölskrúð- ugri uppstilUngu verka eftir marga ólíka Ustamenn. Á Salon-sýningunum frægu í París í kringum aldamótin síðustu tíðkuðust slíkar uppstíllingar þar sem reynt var að hrauka sem flestum verkum inn í sýningarsal- inn enda fremur Utið tU hins einstaka verks en heild- arsamræmis. Portrett og landslag af gamla skólanum Samsýningunni í GaUeríi Greip virðist ætlað að vitna tU þessara sýninga enda ber hún titiUnn Salon 1994. Alls eiga 25 listamenn 75 verk á sýningunni sem þó er öU í Utlum sal upp á tuttugu fermetra eða svo. Sér- staka athygU undirritaðs vöktu tvö málverk eftir Jón- as Sen tónUstarmann, stór og kraftmikUl portrett af annarsheims verum. Georg Guðni á einnig óvenjulegt portrett á sýningunni, tjáningarríka sjálfsmynd dregna upp í mörgum lögum Ukt og landslagsmyndir Ustamannsins. Helgi ÞorgUs á hér landslagsmyndir sem eru óvenju einfaldar miðað við önnur verk hans og engar fígúrur á stjái. Ekki fylgir hvort hér sé um ný eða gömul verk að ræða en óneitanlega minna þau á landslagsmyndir fyrri tíma, t.d. verk Jóns Stefáns- sonar frá þriðja og fjórða áratugnum. Húbert Nói og Hallgrímur Helgason sýna hér einnig landslagsmynd- ir, en tækni þeirra, hvors um sig, er meira í ætt viö myndþróun seinni tima. Blönduð tækni og myndasögulíki Þeir Kristján Guðmundsson og Jón Óskar eiga sér- stök verk á sýninguni sem sameina eiginleika ljós- myndar og málverks. Kristinn E. Hrafnsson á hér teikningar sem viröast við fyrstu sýn af teikniborði landmæUngamanns en þgar nánar er að gáð kemur í ljós að listamaðurinn er að tefla saman yfirUtskortum af ólíkum stöðum og færir þannig Þingvallavatn til Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Reykjavíkur, svo nokkuð sé nefnt. Kristján Steingrím- ur á verk á sýningunni sem er í ætt við það sem hann hefur gert undanfarin ár; lágmynd úr áli þar sem sand- blástur og málverk faUa í ljúfa löð. Að þessu sinni nær Kristján betur en oft áður að skapa sjóngUdruáferð á álfletinum þannig að hann minnir á við. Arna Valsdótt- ir á eitt málverk og nokkrar teikningar á sýningunni. Teikningamar vöktu sérstaka athygU undirritaös vegna frásagnarlegs inntaks í ætt við myndasögur. Hið sama gUdir um nokkur verk eftir Steingrím Ey- fjörð sem jafnframt mun hafa skipulagt sýninguna. Skipulag í ólestri Hvað skipulagiö varöar má segja að yfirbragð sýn- ingarinnar sé óvenjulegt og að meira mætti gera að slíku. Þó skortir talsvert á að framkvæmdin sé eins og vert hefði verið. T.a.m. mun hafa staðiö tfl að gefa út sýningarskrá sem mun að líkindum aldrei koma út og um síöustu helgi var sýningarsalurinn lokaður og sú er ástæðan tU þess að umsögn um sýninguna birtist ekki fyrr en nú. Sýningin Salon 1994 fer úr Galleríi Greip norður á Akureyri og verður sett þar upp, í Deiglunni. Fróðlegt verður að sjá hvort úr verð- ur snjóbolti sem rúUar áfram og bætir utan á sig. Sýn- ingunni í Greip lýkur á miðvikudag, 19. október. Háskólabíó - Næturvörðurinn: ★★★ Náriðlar í líkhúsinu Danskir leikstjórar hafa sýnt það og sannað á und- anfomum ámm, með óskarsverðlaunahafann BUle August í broddi fylkingar, að þeir era engir eftirbátar starfsbræðra sinna annars staöar í Evrópu og í Amer- íku. Nú er óhætt að bæta einu nafninu enn í sarpinn, Ole Bornedal, höfundi og leikstjóra Næturvarðarins. Kvikmynd þessi ku vera einhver sú vinsælasta á Norðurlöndum i langan tíma, nokkuð sem kemur manni ekkert á óvart, svo vel heppnuð er hún. Söguhetjumar era laganemamir Martin (Waldau) og Jens (Bodnia). Martin er hinn samviskusami sem fær sér vinnu sem næturvörður í Ukhúsi þar sem eitt sinn gerðust hrikalegir atburðir en Jens er sá rótlausi sem vUl mUdu heldur sprella. Hann skorar þvi á Mart- in að koma í leik þar sem markmiðið er að fara yfir strikið. Sá sem tapar verður svo að ganga í hjónaband meö kæmstunni. í hinum hættulega leUí sínum komast þeir í tæri við undirheima Kaupmannahafnar og fyrr en varir em þeir miðpunkturinn í rannsókn hroðalegra morðmála þar sem náriðlar ríða húsum á vinnustað Martins og þar sem hetjumar vita ekki hvort þær em sekar eða saklausar. Bomedal brúkar öU tUtæk meðul tU að halda áhorf- andanum föngnum, á stundum lafhræddum; dularfuU hljóö sem magnast í þögn líkhússins, dimm skúma- skot, myndavél sem læðist um gangana, dularfullar persónur, dúndrandi áhrifstónhst. Og yfirleitt tekst honum alveg ágætlega upp, að minnsta kosti stendur maður sig oft að því að iða sér í sætinu og gjóa jafn- vel útundan sér. Handrit Bomedals er líka vel skrifað, hæfileg blanda af gæsahúöarvaldandi augnablikum og léttari nótum. Persónumar eru lifandi og skemmtUegar, persónur sem hægt er að trúa á, bara ósköp venjulegt fólk sem leikaramir túlka af miklu öryggi. Það er líka þess vegna sem ævintýri þeirra verða mun meira ógnvekj- andi fyrir bragðiö. Næturvörðurinn er kjörin mynd fyrir þá sem hafa gaman af að láta sér renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Næturvöröurinn (Nattevagten). Kvikmyndataka: Dan Laustsen. Tónlist: Joachim Holbek. Kim Bodnia I hlutverki Jens i Næturverðinum horfir í gegnum blóði drifna rúöu í líkhúsinu. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Handrit og leikstjórn: Oie Bornedal. Leikendur: Nikolaj Coster Waldau, Sofie Grábol, Kim Bodnia, Lotte Andersen, Ulf Pilgaard, Rikke Louise Andersson. Jökull Jakobsson var fyrsta fullgilda leikritaskáld íslendinga. Vönduð útgáfa á leikritum Jökuls Annað leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, skipti sköpum fyrir höf- undinn. Fljótlega eftir fmmsýninguna í Iðnó áriö 1962 var ljóst að hann hafði slegið eftirminnilega í gegn sem leikskáld. Gagnrýnendur tóku verk- inu vel og almenningur frábærlega: leikritið var ahs sýnt 205 sinnum. En það getur hka verið erfitt að slá í gegn í byijun skáldferils. Enda fór það svo að næstu leikrit Jökuls voru gjarnan borin saman við Hart í bak og sum þeirra á stundum gagnrýnd óvægilega. Samt hélt Jökull ótrauður áfram að semja leikrit fyrir svið, útvarp og síðar sjónvarp. Og afköst hans vom mikh, ekki síst þegar htið er th þess að hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 1978. Bókmenntir Elías Snæland Jónsson Vandasamt verk Leikritum Jökuls hefur nú loksins verið safnað saman og þau gefln út í tveimur bindum. Hér era tíu sviðsverk í fullri lengd: Pókók, Hart í bak, Sjóleiðin th Bagdad, Sumariö ’37, Dómínó (sem margir telja reyndar besta verk Jökuls), Kertalog, Klukkustrengir, Herbergi 213 eöa Pétur Mandólín, Sonur skóarans og dóttir bakarans eða Söngurinn _________________________________ frá My Lai og i öruggri borg. Einn- ig átta einþáttungar og útvarpsleikrit og fjögur sjónvarpsleikrit. Jón Við- ar Jónsson haföi umsjón með útgáfunni og ritar annars vegar formála en hins vegar eftirmála um aðföng útgáfunnar og ritstjóm. Jökuh skhdi sjaldan eftir sig endanlegt handrit verka sinna, enda tóku þau miklum breytingum eftir að æfingar hófust og jafnvel fram yflr frum- sýningardag. Leikhúsin gættu þess heldur ekki að láta hreinrita handrit- ið og aðeins þrjú verkanna hafa verið gefin út áður. Við slíkar aðstæður er augljóst að oft hefur reynst erfitt að finna „rétta" útgáfu einstakra leikrita. Jón Viðar hefur unnið það vandasama verk af mikhh kostgæfni og alúö, enda er útgáfan öhum sem að henni standa til sóma. Fyrsta fullgilda leikskáldið Eins og Jón Viðar segir réttilega í stuttum formála var Jökuh Jakobs- son „fyrsta fuhghda leikritaskáld" íslendinga. Hann helgaði leikhúsinu starfskrafta sína, oft á tíðum með frábærum árangri, og skhdi eftir sig skáldskaparsjóð sem satt best að segja hefur verið alltof htið sinnt síð- ustu áratugina. Þegar leikrit Jökuls em öll komin með þessum hætti á einn stað má glögglega sjá ríkt samhengi í viðfangsefnum hans og úrvinnslu. Eftir Hart í bak er hann stöðugt að þróa ný thbrigði við grunnhugmyndir sínar. Jafnframt fetar hann fimlega einstigið milli dramatískrar alvöm og farsa- kennds fáránleika. í sumum bestu leikritanna, svo sem Sumrinu 37 og Dómínó, er dapurleiki og thgangsleysi thvemnnar í fyrirrúmi. í öðmm verkum, til dæmis Klukkustrengjum, nær hann aftur á móti sterkum áhrifum með farsakenndum atvikum og hlíföarlausu háði. Vonandi veröur þessi útgáfa á leikritum Jökuls ekki aðeins th þess aö margir lesi þau og kanni nánar, heldur einnig hins að leikhús og leikfé- lög sýni verkum hans meiri áhuga en verið hefur hin síðari ár. Mörg þeirra eiga svo sannarlega skihð að fá að lifna á ný á leiksviði. Lelkrlt I og II (958 bls.). Hölundur: Jökull Jakobsson. Umsjón meó útgáfu: Jón Viðar Jónsson. Útgefandl: Hart f bak, 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.