Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 13 Merming Ný könnun sýnlr að ríkið stórgræðir á íslenskri kvikmyndgerð: Um 700 milljónir í laun og vörukaup - afþessumpeningumfærríkið245milIjóniríformiskatta Heildarkostnaður við gerð 13 ís- lenskra kvikmynda síðastliðin þrjú ár nam rúmum eitt þúsund mUljón- um króna. í þessar 13 kvikmyndir setti Kvikmyndasjóður 206 milljónir en 598 milljónir komu frá erlendum aðilum. Um 200 milljónir komu síðan frá framleiöendum myndanna eða innlendum aðilum. Af öllum þessum peningum fóru um 700 miUjónir í laun og til kaupa á vöru og þjónustu á íslandi. Af þeim peningum er áætl- að að 245 milljónir hafi runnið beint í ríkiskassann í formi skatta. Þessar upplýsingar koma úr könn- un sem Félag kvikmyndaframleið- enda og Félag kvikmyndaleikstjóra stóðu nýlega fyrir og kynnt verður í vikunni. Könnuð var fjármögnun 13 leikinna íslenskra kvikmynda og hversu miklum peningum þær skila Sjóminjasafnið meðsýningu íSvíþjóð ísland og hafið heitir sýning á vegum Sjóminjasafns íslands sem opnuð var í Lénsminjasafn- inu í Jönköping í Svíþjóö á dög- unum. Er þetta í fyrsta sinn sem Sjóminjasafnið setur upp sýn- ingu erlendis. Jón Allansson safnvörður og BjörnG. Björnsson hönnuður völdu muni og myndir, sömdu texta og settu sýninguna upp. Sýningin segir sögu sjósókn- ar og siglinga á íslandi í stórum dráttum frá landnámi til okkar daga og skiptist í 23 efnisflokka. Meðal muna á sýningunni eru gömul hákarlaveiðarfæri, tog- víraklippur frá Landhelgisgæsl- unni, hvalskutull, átta líkön af bátum og skipum og fleira. Hugmyndina aö sýningunni átti Jakob S. Björnsson leikiistar- fræðingur sem hefur verið bú- settur í Svíþjóð um árabil og starfar að menningarmálum í Jönköping. Þjóöleikhúsiö: Snasdrottningin frumsýnd bamaieikritiö Snædrottningín, sem Evgeni Schwartz skrifaöi eft- ir ævintýri H. C. Andersens, verður frumsýnt í Þjóðleikhús- inu á miðvikudaginn i næstu viku. Fiallar leikritið um Gerðu litlu sem heldur út í heim, með hjartahlýjuna eina að vopni, til að leita að Kára vini sínum sem Snædrottningin lokkaði til sín. Meö aðalhlutverk fara Álfrún Örnólfsdóttir og Gunnlaugur Eg- ilsson en Hilmir Snær Guðnason er sögumaður. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Fjölmenni hefur séðídeiglunni Mikil aösókn hefur verið að sýningunni í deiglunni 1930-1945 - frá alþingishátið til lýðveldis- stofhunar, sem sýnd hefur verið í Listasafni íslands frá því i sum- ar. Undanfarið hafa um 2000 skólanemendur séð sýninguna enda siöustu forvöð þar sem henni lýkur um næstu helgi. beint eða óbeint til þjóðfélagsins. í könnuninni er aðeins tekið mið af fjármagni sem fer í framleiðslu kvik- myndanna, ekki tekjum af sölu sýn- ingarréttar eða myndbandadreif- ingu. „Tilgangurinn með könnuninni er að sýna svart á hvítu að fjármunum sem renna til kvikmyndagerðar sé vel varið og skili sér margfalt til baka. Engin önnur Ustgrein getur státað af þessu. Í ljósi þessa er niður- skurður Kvikmyndasjóðs hreint fár- ánlegur. Það er verið að éta útsæð- ið,“ sagði heimildarmaður DV úr kvikmyndaiðnaðinum. Fyrirhugaður niðurskurður á fjár- framlögum til Kvikmyndasjóðs hef- ur mælst mjög illa fyrir meðal kvik- myndagerðarmanna sem segja hann hafa rýrnað um 33 prósent á tveimur „Rekstur skóla sem nú bjóða hst- menntun á háskólastigi er allur lam- aður vegna þess að ekki er vitað hvert stefnir. Það er biðstaða sem gerir það að verkum að listaskólam- ir sinna sínum verkefnum í hálf- gerðu skötulíki. Þaö er þvi mjög nauðsynlegt fyrir okkur, sérstaklega með breyttum aðstæðum í Evrópu, að við vitum sem fyrst hvert stefnir í menntunarmálum listamanna," sagði Hjálmar H. Ragnarsson, for- maður Bandalags íslenskra hsta- manna. í bandalaginu eiga sæti for- menn helstu hstgreinasambanda á íslandi. Með frumvarpi um Listaháskóla, sem staðsettur verður j fyrrum hús- eign Sláturfélags Suðurlands í Laug- amesi, verður lögð fram skipulags- skrá þar sem skipulag skólans verð- ur tíundað nákvæmlega. Er skipu- lagsskrá þessi þungamiðja frum- ámm. Leiknar kvikmyndir hirða um 55 prósent af framlögum Kvik- myndasjóðs íslands. Að jafnaði koma 19 prósent þess fjármagns sem þarf til framleiðslu leikinna kvikmynda frá Kvikmyndasjóði. Afgang fram- leiðlsufjármagnsins útvegar fram- leiðandinn, innlendir aðhar og loks erlendir aðhar. Þar eru sjóðir Euri- mage og Norræni kvikmyndasjóður- inn fyrirferðarmikhr. Fáum 1440 prósentum meira en við borgum í viðtölum við kvikmyndgerðar- menn hefur komið fram að niður- skurður á kvikmyndasjóði hefur víö- tæk áhrif. Þannig er íjármögnun er- lendis frá, úr sjóði Eurimage og Norræna kvikmyndasjóðnum, háð þvi að fjármögnun hafi þegar fengist varpsins sem ráðherra mun leggja fyrir Alþingi. Fulltrúar bandalags listamanna áttu fund með menntamálaráðherra í síðustu viku. Minntu listamenn á það loforð ráðherra að frumvarp um Listaháksóla færi í gegn á yfirstand- andi þing. Mun ráðherra hafa gefið vfiyrði fyrir því að máhnu yrði fylgt eftir. Full samstaða meðal listamanna JÞegar skólastjórar listaskólanna og formenn ýmissa listgreinasambanda hittust í vor til að ræða um form væntanlegs listaháskóla varð fuh samstaða um að slíkur skóh yrði rek- inn sem sjálfseignarstofnun en ekki ríkisskóh. Verður gerður samningur milh ríkisins og félags sem enn er óstofnað en mun standa á bak við skólann. Bandalag hstamanna í heimalandinu. Sé slíkt ekki fyrir hendi heima fyrir kemur fiármögnun úr þessum sjóðum ekki til greina. „Við borgum mjög lítið í þessa sjóði, fáum 1440 prósentum meira úr þeim heldur en við látum í þá. Stjórn- endur sjóðanna eru velviljaðir ís- lenskri kvikmyndgerð en þar er farið að gæta pirrings vegna síminnkandi framlaga af hálfu íslenskra aðila. ís- lendingar virðast ætla að hfa alveg á sníkjum úr erlendum sjóðum," sagði viðmælandi DV meðal kvikmynda- manna. Auk ofangreindra upplýsinga hgg- ur fyrir að mikið fjármagn kemur til landsins vegna framleiðslu útlendra kvikmynda hér. Á þann hátt bárust 185 mihjónir til landsins í fyrra og skattgreiöslur vegna þeirra peninga nema um 80 mihjónum. hyggst hafa forgöngu um stofnun fé- lagsins. Miðað við sundurlyndi hsta- manna í ýmsum málum þykir heim- hdarmönnum DV meðal listamanna í raun einstætt að samhugur skyldi verða um þetta mál meðal lista- manna. Hjálmar segir að jafnframt frum- varpinu þurfi að gera áætlun um innréttingu listaháskólahússins í Laugamesi. 15 milljónir fara th húss- ins á fjárlögum þessa árs en í fjár- lagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 10 milljóna króna framlagi. „Áætlun um innréttingar hggur ekki fyrir en því hefur verið heitið að innréttingamar verði eins konar tannfé th skólans. Enda getur skól- inn ekki starfað eðhlega nema að hafa eitt sameiginlegt húsnæði," sagði Hjálmar. Islenskaóperan: Leikbrúður bulla í barnaóperu Barnaóperan Sónata verður frumsýnd í íslensku óperunni næstkomandi þriðjudag. Fjahar óperan um Trompett sem óskar þess af öllu hjarta aö dúkkan hans, Sónata, lifni við. Sýningin er ætluð 4-8 ára börnum og verða skipulagðar sýningar fyrir hópa. Meðal aöstandenda sýningarinn- ar eru Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Messíana Tómasdóttir, lcikmyndahöfundur og leikstjóri, Nanna Ólafsdóttir danshöfundur og 10 dansarar 12-15 ára dansara úr Listdansskóla íslands. Leik- brúður verða notaðar í sýning- unni en þær munu tala hver sitt buhumál. Við gerð bullmálsins hefur verið tekið mið af Ihjóö- fræöirannsóknum Margrétar Pálsdóttur málfræöings. Hörðursýnir íVirginiu Hörður Karlsson, list- málari og fyrr- um forstöðu- maður mynd- smíðadehdar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Washington, opnaði sýningu á verkum sínum i gaileríinu Fireside Framing & Gallery í Arhngton, Virginíu, um helgina. Á sýningunni sýnir Hörður akrýl- og oiíumálverk. Hörður hefur haidið fjölda einka- sýninga, bæði hér heima og er- lendis. BorgarleiMiúsið: Helmingi leik- arasagtupp „Verið er að fylgja þeirri reglu að þegar leikhússtjóraskipti verða sé borðið hreinsað. En stöð- urnar verða auglýstar og ég vænti þess aö flestir ef ekki ahir þessir leikarar sæki um,“ sagöi Sigurður Hróarsson, núverandi og verðandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, viö DV. Samningum 10 leikara í hópi 22 íástráðinna hjá LR hefur verið sagt upp. Einn fastráðinn í hópi eldii leikara, Kjartan Ragnars- son, sagði upp sjálfur. Fastráönir leikarar sem nú eru lausráönir eru: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Theodór Júhus- son, Guðmundur Ólafsson, Árni Pétur Guðjónsson, Magnús Jóns- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Ehsabet Ólafsdóttir og Ellert Ingimundarson. Ljóðsagaeftir 82ára rithöfund Þú, sem komst heitir ljóðsaga sem komin er út á íslensku eftír Þorstein Stefánsson rithöfund. Þorsteinn, sem er 82 ára gamall, hefur iengi verið búsettur í Dan- mörku og hlotið verðlaun og við- urkenningar fyrir verk sín, þar á meðal fyrir bókina Þu, sem komst. Hafa bækur hans verið gefnar út í mörgum löndum. Þú, sem komst er persónusaga höfundar og besta vinar hans í þessu lífi, Rigmor Birgitte Hövr- ing, sem lést um aldur fram. Hún var bókasafnsfræöingur og stofri- aði útgáfuna Birgitte Hövrings Bibhoteksforiag 1975, í þágu ís- ienskra bókmennta í Danmörku. Hefur forlagiö gefið út á þriöja tug íslenskra bóka í þýöingum og eru þær fáanlegar á bókasöfnum um alla Danraörku. Hvað um Leonardo? heitir leikrit sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudags- kvöld. Þetta er nýtt leikrit frá Slóveníu sem gerist á heimili fyrir fólk með taugatruflanir; allir hafa orðið fyrir heila- skemmdum af ýmsu tagi og einkennin eru sérkennileg. Myndin var tekin á æfingu. Lagt að Ólafi G. að leggja fram frumvarp um Listaháskóla: Rekstur listaskóla á háskólastigi er lamaður - segir Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Bandalags listamanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.