Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÖBER 1994
15
Félagshyggju
Kjallariim
Finnur Ingóifsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins i Reykjavík
„Ef marka má afstöðu Björns til sam-
starfs og samvinnu okkar íslendinga
innan NATO er alveg ljóst af þeim við-
horfum að Björn er einn mesti félags-
hyggjumaður á íslandi í dag.“
-Björn
geta réttlætt samstarfið við kommana," segir Finnur m.a. í greininni.
Á undanfómum vikum hefur
Bjöm Bjarnason alþingismaður
hrópað á aðstoð við að fræðast um
félagshyggjuna. Hann hefur óskaö
Uðsinnis míns og margra annarra
í þeim efnum. Ástæðan fyrir því
að hann kallar mig til er sú að í
byrjun septemher skrifaði ég kjall-
aragrein í DV sem bar yfirskriftina
Brú íhalds og komma. Efni þeirrar
greinar byggði ég á upplýsingum
úr Morgunblaðinu um væntanlegt
ríkisstjórnarscimstarf Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubandalagsins. í
grein minni hélt ég því fram að
þetta samstarf -væri líklegt og
margt hefur síðan komið fram sem
bendir til þess að svo sé, einkum
það sem fram hefur komið í grein-
um Bjöms. Það er einkum þrennt
sem þar stendur upp úr.
Hvað er félagshyggja?
í fyrsta lagi; hann afneitar ekki
samningum við Ólaf Ragnar
Grímsson sl. sumar um myndun
ríkisstjórnar Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks að afloknum
kosningum sem Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlaði að láta fara fram á
þessu hausti. Björn telur þó að
Morgunblaðsgreinin sé misskiln-
ingur þar sem hún er byggð á göml-
um hugmyndum hans frá þeim
tíma er hann var á Morgunblaðinu.
í öðru lagi ver hann formann
Alþýðubandalagsins sem algjöran
hreinlífismann í samskiptum við
sovétkommanna. En kennir öðrum
væntanlegum samstarfsmönnum í
Alþýðubandalaginu um þjónkun
við sovétkommanna. Hreinlífis-
vottorð Björrís fyrir Ólaf á að duga
sjálfstæðismönnum til að geta rétt-
lætt samstarfið við kommana.
í þriðja lagi iðar þingmaðurinn í
skinninu yfir því að vita hvað fé-
lagshyggja sé. Það kemur hins veg-
ar á óvart að þeir félagar skuli ekki
hafa verið lengra komnir en svo í
brúarsmíði íhalds og komma að
formaður Alþýðubandalagsins hafi
ekki fengið tækifæri til að skýra
hugtakið félagshyggja fyrir Birni.
Það þarf ekki að fara í langar né
flóknar útskýringar á því hvað sé
félagshyggja því hún er ekki annað
en jákvæð viðhorf til samvinnu við
aðra. í sjálfu sér hefði Björn getað
farið í orðabók Menningarsjóðs og
fengið þessa sömu skýringu.
Mesti félagshyggjumaður
á íslandi I dag
Nú ætla ég ekki að leggja mat á
hversu jákvæð viðhorf Björn
Bjarnason hefur til samvinnu við
aðra. Hins vegar sýnist mér og það
marka ég af störfum hans á Al-
þingi að Björn sé samvinnumaður
og um margt jákvæður. Nokkur
dæmi um það gæti ég nefnt en tek
hér til tvö.
Við framsóknarmenn fluttum til-
lögu til þingsályktunar um að taka
upp viðræður viö Evrópusamband-
ið um að breyta EES-samningnum
í tvíhliða viðskiptasamning, þegar
hinar EFTA-þjóðirnar væru famar
inn í Evrópusambandið. Þessari til-
lögu var vísað til utanríkismála-
nefndar þar sem Björn er formað-
ur. Björn hafði jákvæð viðhorf til
samvinnu við aðra um þá samstöðu
sem náðist í nefndinni um málið.
Með þessu sýndi Björn hversu mik-
ill félagshyggjumaður hann er.
Ef marka má afstööu Björns til
samstarfs og samvinnu okkar ís-
lendinga innan NATO er alveg ljóst
af þeim viðhorfum að Björn er einn
mesti félagshyggjumaður á íslandi
í dag.
Ég vona að þessar útskýringar á
félagshyggjunni nægi af minni
hálfu þó ekki væri nema til þess
að Björn sé betur í stakk búinn í
brúarsmíðum með Ólafi Ragnari.
Finnur Ingólfsson
Að kjafta niður um sig
Flokkurinn minn er að braggast;
kominn með 19% fylgi samkvæmt
skoðanakönnun DV. Þegar lesið er
í töflu um niðurstöður samsvar-
andi kannana undangengin miss-
eri verður ljóst að fylgi flokksins
er jafnan mest þegar formaður
hans er erlendis meðan könnun er
gerð og hafði þagað nokkra daga
áður en hann hélt úr landi, en
minnst þegar honum hefur tekist
að troða sér inn í fjölmiðla meðan
á könnun stendur; það er engu lík-
ara en hann tali fylgi af flokknum,
maðurinn.
Siðferðisþögn
Fyrir þessa síðustu könnun hafði
formaðurinn, af skiljanlegum
ástæðum, ekki lagt eitt einasta orð
í belg siðvæðingarumræðunnar
sem átt hefur sér stað að undan-
fornu, ekki sagt orð um kjaramál
og ekki reynt að bjarga lífi Natós
með því að leita því nýrra verk-
efna. Hann var erlendis, félags-
hyggjumaðurinn, að kynna sér
uppbyggingu auðhyggjunar í mið-
stjórnar-Kína framsóknarmennsk-
unnar og skrípiskommúnismans.
Og áður en hann hélt í Kínafór
var það á allra vitorði að hann
væri að hætta formennsku og þess
vegna ómarktækur leiðtogi flokks-
ins míns í komandi kosningum, og
komnar fram einlægar óskir þess
efnis að hann viki úr forystusveit
sem allra fyrst. Þjóðin sá fram á
tvöfalda gleðitíð á nýju ári; aðra
ríkisstjóm og Alþýðubandalag án
Ólafs Ragnars, felldi stjórnina í
KjaUarinn
Úlfar Þormóðsson
rithöfundur
könnuninni og veitti flokknum
minum fylgi sitt fyrir vikið.
Ólafur endurborinn
Það ku vera fallegt í Kína og það
fannst Ólafi líka. Hann var yfir sig
hrifinn. Hans innri maður, fram-
sóknarmaður frjálshyggjunar,
losnaði úr viðjum þar eystra; hon-
um varð þegar ljóst hvað hafði
vantað upp á fegurð kínverskrar
náttúm frá örófi alda og hvers kín-
versk þjóð þyrfti frekast við sér til
lífs.
í viðtali við Morgunblaðið þann
11. október sl. jafnar hann fegurð
og framförum þar viö að verið sé
að „byggja 50 Manhattan." Skýja-
kljúfar þjóta allt upp í fjörutíu
hæðir. Þeir sem byggja era „úrval
stórfyrirtækja heimsins." Stjórn-
völd „skaffa fólkið" til starfa fyrir
þessa vini flokksræðisins; aðeins
spurt: „Hvers konar eiginleika og
menntun viljiö þið?“- „Slíkt stenst
auðvitað ekkert ríki í Evrópu eöa
Bandaríkjunum," segir hinn end-
urborni.
Hin ákveðna velvild
Það var ekki aðeins sá bældi innri
maður Ólafur sem naut góðs af
ferðinni. Um árangur hennar segir
hann orðrétt: „Við gátum opnað
ákveðna velvild gagnvart fram-
haldinu"!
Nú veit ég ekki hvað þessi setning
merkir. Hinn fomkínverski spek-
ingur Laó Tse hefði líklega tahð að
slíkt tungutak væri orðfæri hins
óhæfa og fláráða stjómanda. Það
er að sjálfsögðu helber vitleysa eins
og best sést af glæstri sigurgöngu
Ólafs í hérvistinni.
í þrjósku minni er ég að reyna
að skilja þessa dulmögnuðu setn-
ingu og herma merkingu hennar
upp á „framhaldið" hér heima, því
orð spekinganna takmarkast ekki
við landamæri. Helst hallast ég að
þeirri skoðun að Ólafur æth sér að
„opna ákveðna velvild gagnvart
framhaldinu" með því að beita sér
fyrir „hröðun“ landsfundar flokks-
ins svo hægt sé að skipta um for-
mann fyrir kosningarnar í vor.
Loks muni hann sýna af sér um-
framvelvild, draga sig út úr þrasi
sijórnmála, hætta að kjafta niður
um sig fylgi flokksins míns og setj-
ast við skriftir og söfnun spekiorða
sem hann hefur auðgað tungu feðr-
anna með og sáldrað umhverfis sig
á giftusamlegri starfsævi.
Sannarlega yrði það fogur og
„ákveðin velvild gagnvart fram-
haldinu."
Úlfar Þormóðsson
„Fyrir þessa síðustu könnun hafði
formaðurinn, af skiljanlegum ástæð-
um, ekki lagt eitt einasta orð í belg sið-
væðingarumræðunnar sem átt hefur
sér stað að undanförnu, ekki sagt orð
um kjaramál og ekki reynt að bjarga
lífiNatós ... “
Yngvi Harðarson hag-
frædingur.
Hækkun skammtímavaxta
Aukinlánsfjár-
eftirspurn
„Ég tel
fimmóstæður
hækkunar
skammtíma-
vaxta á verð-
bréfamark-
aði: 1. Aukin
innlend eftir-
spurn og
væntanleg
lánsfjáreftir-
spurn á
skammtímamarkaði. Eftirspurn
fyrii’tækja eftir lánsfé verður
meira áberandi á verðbréfamark-
aði.
2. Vaxtamunur miöað viö út-
lönd er krónunni i óhag frá sjón-
arhóli fjárfesta. Meiru munar eft-
ir því sem um er að ræða
skemmri binditíma. Viöeigandi
samanburður við útlönd er
marktækastur ef nafnávöxtun er
vegin miðað viö samsetnmgu
gengisvísitölu krónunnar, þ.e.
76% ECU, 18% dohar og 6% jen.
Erlend gengisáliætta er lágmörk-
uð þegar fjárfest er i þessum hlut-
fóllmn.
3. Um áramótin verða skamm-
tímahreyfingar fiármagns til og
frá landinu frjálsar eftir árattiga
haftaskeiö. Opnunin út á við gæti
reynt á gengi krónmmar. Það
hefur sigið innan fráviksmarka
Seðlabankans að undanfórnu og
er nú 0,75% ofan við neðri frá-
viksmörk. Við slíkar aðstæöur er
ekki óeðlilegt að áhættuþóknun
sé tekin inn í innlendu vextina.
4. Bent hefur verið á að gjald-
eyrisþóknun lnndri fiármagns-
hreyfmgar. Á móti þarf að taka
viðskiptakostnað á innlendum
veröbréfamarkaði meö í reikn-
inginn. Hann getur verið allt að
0,25%.
5. Óhóflegrar bjartsýni hefur
yfirleitt gætt um opinbera láns-
fiáreftirspurn. Svo kann einnig
að vera nú.“
Ekki lægri hér
„Útláns-
vextir banka-
kerfisins eru
: nú mjög háir
og hafa ekki
lækkaðneittí
líkingu viðþá
lækkun sem
orðið hefur á |
ríkisvixlum. ÞóríurMagnússon,
p^ssir vextlr hamkvstj. Ijármálaavíðs
eru jafnvel E,msklp,!'
það háir í dag að hætta er á því
að útlánastarfsemi bankanna
færist í örrnur útlánaform utan
bankakerfisins ef ekkert er að
gert. Því er líklegt aö raunvextir
víxil- og yfirdráttarlána fari
lækkandi, enþeirerunúuml2%,
Ekki veröur fallist á þá fullyrð-
ingu aö raunvextir ríkisvixla séu
lægx'i hér en í nágraimalöndun-
um. Hér eru raunvextir þriggja
mónaða ríkísvíxla nú um 4,5 pró-
sent. í Bandaríkjunum og Þýska-
landi eru þeir um 2 prósent.
Þá er ekki líklegt að heimild til
fiárfestinga í skammtimaverð-
bréfum, sem leyfð verður frá
næstuáramótum, hali mikil áhrif
þar sem viðskiptakostnaður með
gjaideyi-i er hár hér á landi en
það dregur úr viöskiptnm með
erlend skammtímaverðbróf.
Jafnframt er ramigengi krón-
unnar í sögulegu lágmarki.
í stuttu máli eru frekar rök
gegn hækkun skammtímavaxta
htil fiárþörf ríkisins á marltaöi,
lítil þensla, lítil fiárfesting, mikiö
jöfhuöur.“