Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMl: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: iSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Litlu sætu löggurnar Lögreglumenn í Reykjavík hafa kært fegurðardrottn- ingu heimsins fyrir að vera vonda við þá. Þeir kæra nafngreinda konu fyrir að misþyrma sér á lögreglustöð- inni í Reykjavík. Þennan brandara segja þeii í skjóli nafnleysis sem hverjir aðrir embættismenn upp úr Kafka. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram, að hér er ekki hægt að segja allan sannleikann um lögreglu- menn, af því að félag þeirra hleypur umsvifalaust á bak við úrelt lög um virðingu embættismanna, sem eru frá þeim tíma, er embættismenn voru merkari en annað fólk. Oft hefur komið fram, að sumir lögreglumenn eiga í erfiðleikum með að umgangast fólk. Kringumstæður, sem reynast flestum þeirra eðlilegur hluti starfsins, verða að versta klúðri hjá sumum þeirra. Tilgangslaust er að tala um þetta, því að þessir menn eru vemdaðir. Lögreglumenn vemda hiklaust hver annan og þeir em vemdaðir af yfirboðurum sínum. í stað þess að nota uppákomur til að laga ástandið em þær notaðar til að þjappa mönnum saman gegn áreiti utan úr bæ. Þannig venjast menn því að þurfa ekki að kunna mannasiði. Það era auðvitað engir mannasiðir að láta menn úti í bæ siga sér á blásaklaust fólk út af máh af því tagi, sem lögreglan nennir annars tæpast að sinna. Fegurðar- drottningin var í fuUum siðferðilegum rétti til að reið- ast. Lögreglumenn höfðu gefið ærið tilefni til þess. Það em auðvitað engir mannasiðir að lenda í slíkum átökum við fallegar konur, að þær þurfi síðan að fara á Slysadeild. Svona gera menn ekki, var nýlega sagt. Þau fleygu orð hæfa vel nýjustu uppákomunni í samskipta- örðugleikum lögreglunnar við borgara landsins. Og fara síðan að klaga konuna fyrir að hafa verið vonda við htlu sætu löggumar, er bara lélegur brand- ari. Svona hlutum halda menn ekki fram. Erlendis reyna lögreglustjórar að stöðva slík frumhlaup undirmanna, áður en þau leita útrásar sem formleg kæra á pappír. Því miður er ekki von á góðu við meðferð Rannsóknar- lögreglu ríkisins á málinu. Hún mun vemda starfsbræð- ur sína. Þeir munu svo siga lögmanni stéttarfélagsins á fegurðardrottninguna og fá hana dæmda fyrir meiðyrði við embættismann. Slíkur er hetjuskapurinn á þeim bæ. Rannsóknarlögregla ríkisins er raunar aumasta stofn- un landsins. Hún klúðrar hverri rannsókninni á fætur annarri, þannig að stórmál eyðast fyrir dómi. Hún var nokkra mánuði að afgreiða Gýmismáhð, þótt það hafi verið upplýst, áður en hún fékk það í hendur í sumar. í flestum stéttum þjóðfélagsins er til fólk, sem ekki kann til verka. í fyrirtækjum úti í bæ er reynt að kenna þessu fólki efdr föngum og það síðan látið hætta, ef hvorki gengur né rekur. Hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík er ekki um neitt slíkt að ræða. Hann vemdar sína. Af þessari ástæðu lagast mál ekla hjá honum, þótt þau lagist hjá flestum öðrum forstjórum í landinu. Hin sjálf- virka og samvirka vöm lögreglukerfisins gegn öhu utan- aðkomandi áreiti veldur því, að hvað efdr annað koma þar upp ofbeldismál, sem em eins og úr þriðja heiminum. Lögreglustjórinn mundi strax ná árangri, ef hann léti Sæma rokk halda námskeið fyrir lögreglumenn í almenn- um mannasiðum, svo að þeir slökustu fái tækifæri th að kynna sér helztu lágmarksatriði í mannlegum sam- skiptum, sem flestir borgarar þjóðfélagsins kunna. Þótt lögreglumenn þurfi lögum samkvæmt ekki að kunna mannasiði, er hart fyrir embættið, að htlu sætu löggumar skuh vera hafðar í fhmtingum úti í bæ. Jónas Kristjánsson „Sérstaða Kvennalistans er horfin, alveg eins og fylgi hans í skoðanakönnunum," segir m.a. i grein Einars. - Frá landsfundi Kvennalistans. Sérstaðan er horf in Það er enginn vaíi á því að Kvennalistinn hefur haft mikla sérstöðu í íslenskum stjórnmálum. Stofnun hans var fyrsta atlagan að því mynstri fjögurra stjómmála- flokka, sem tókst til einhverrar frambúðar. í öndverðu lögðu tals- menn listans ofuráherslu á þá sér- stöðu að hann ræddi ekki um póli- tík á forsendum karla. Þess vegna höfnuðu þingkonur hans því að þurfa að taka afstöðu til vem varn- arliðsins eða aðildarinnar að Nató, svo dæmi séu tekin. Nú er af sú tíð. Sérstaða Kvenna- hstans er horfm, alveg eins og fylgi hans í skoðanakönnunum. Kvennalistinn er orðinn eins og aðrir stjórnmálaflokkar að flestu leyti. - „Þetta sem helst nú varast vann / varð þó að koma yfir hann.“ Hin fölnaða ásýnd Einn af homsteinum Kvennalist- ans var útskiptarreglan. Sumsé sú hugmynd að fulltrúar listans sætu afar tímabundiö á þingi og í trúnað- arstöðum. Fyrir margt löngu fóru konur innan Kvennalistans, eink- um þær sem þessi regla bitnaði á, að tala úm nauðsyn þess að hverfa frá þessu vandræðalega fyrir- komulagi. Þær umræður hafa sennilega aldrei verið háværari en einmitt nú. Hin tæra ásýnd femínismans, sem öllum var ljós í upphafi, hefur fyrir löngu daprast innan Kvenna- listans. Þar á bæ hefur afstaðan til málefna dagsins mótast af öðrum þáttum mestan part. R-lista samkrullið Sú ákvörðun Kvennalistans að ganga til samkrullsins um R-list- ann í Reykjavík var kannski síð- asti kaflinn á þessari vegferð. Þar með var endanlega innsiglað að hin gamla sérstaða gilti ekki lengur. Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum Kvennalistinn var farinn að vinna á splunkunýjum forsendum póli- tískrar samfylkingar, sem hug- myndafræði hins afmarkaða fem- ínisma náði alls ekki yfir. Og í ljósi síðustu atburða blasir það við kristalklárt að foringi R- listans og fyrrum þingmaður Kvennahstans telur R-hstann vera sjálfstætt póhtískt afl. Ekki fram- lengdan arm þeirra fjögurra flokka og framboðshsta sem að honum stóðu, heldur nýja stjómmála- hreyfmgu, með eigin félagslega uppbyggingu og sjálfstæða hug- myndafræði, sem rúmar þar með alls ekki hina margrómuðu sér- stöðu Kvennahstans. Rökrétt tillaga Þess vegna var það mjög rökrétt að fram kæmi tihaga á landsfundi frá þingmanni Kvennahstans að óska eftir búseturétti í hinu nýja léni Jóhönnu Sigurðardóttur. Sér- staða hstans er hvort sem er horf- in. Stjómmálabarátta hans fer nú fram á þeim almennu forsendum sem gilda í landinu. Kvennahstinn er orðinn eins og hvur annar stjómmálaflokkur, sem sker sig ekki úr að öðm leyti en því að kall- ast listi en ekki flokkur. Talsmenn hans kenna sig nú helst við hugtök eins og félagshyggju og vinstri stefnu. Hinn margrómaði reynslu- heimur kvenna er sumsé orðinn póhtísk afgangsstærð. Nú er þaö semsagt greinhegt að þaö er ekki lengur hin hátimbraða hugsjón kvenfrelsisins sem ræður för, heldur óttinn við póhtískt gæfuleysi. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að efna í nýtt og breytt hræðslubandalag. Einar K. Guðfinnsson „Kvennalistinn er orðinn eins og hvur annar stjórnmálaflokkur, sem sker sig ekki úr að öðru leyti en því að kallast listi en ekki flokkur. Talsmenn hans kenna sig nú helst við hugtök eins og félagshyggju og vinstri stefnu.“ Skodanir annarra Ekki herfang ráðherra „Ráðuneyti og opinberar stofnanir era ekki her- fang ráðherra og þeirra aðha sem taka á sig þá ábyrgð að veita þeim forstöðu. Kunningjagreiðar og póhtískar fyrirgreiðslur era ekki á verksviði stjóm- sýslunnar. Hér hijóta ráðherrar og yfirmenn ráðu- neyta og ríkisstofnana að reka af sér slyðruorðið, því án vel starfhæfs embættismannakerfis og skU- virkrar stjómsýslu fær nútíma þjóðskipulag vart staðist." ÚrforystugréinTímansl6. nóv. „Þetta gera menn ekki. „Einn mesti drengskaparmaður íslenskra sljórn- mála er Friðrik Sophusson. Á viðkvæmri stimdu mátti hann þola að vera niðurlægður af forsætisráð- herra. Samkvæmt stjómarskránni er það Alþingis að setja landinu lög. Hvorki fjármálaráðherra né forsætisráðherra hafa heimUd tíl þess að gUdandi lögum að undanskUja blaðsöluböm greiðslu opin- berra gjalda... Það er ómaklegt að snupra ráðherra sinn við skyldustörf. Þetta gera menn ekki, forsætis- ráðherra." Ragnar Tómasson lögmaður í Mbl. 16. nóv. Flothylki Kvennalistans „Einangrunarhyggja Kvennahstans mun dæma hann innan tíðar úr leik. Fylgi hans á landsbyggð- inni er falhð í vart mælanlegt lágmark, og einu táfest- una er að flnna í þéttbýlinu, einkum í Reykjavík. Hann hríðtapar fylgi meðal yngri kvenna, og nýtur einskis stuðnings verkakvenna. í höfuðborginni halda honum tvö flothylki frá drukknun. Annars vegar er þar að finna drjúgan stabba háskólakvenna sem jafnan hefur reynst Kvennahstanum fijór jarð- vegur, og hins vegar er það árangur Ingibjargar Sólrúnar sem enn er merkt hstanum.“ Úr forystugrein Alþbl. 16. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.