Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 33 Menning „Það er þessi harmur í brjóstinu“ Mottóið fyrir fyrri hluta nýrrar ljóðabókar Nínu Bjarkar, Engill í snjónum, er tekið úr „En liden is- landsk vise“ eftir Jóhann Sigurjónsson: .. men ingen havde 0jne som den farende Svend“, Það ljóð er um konu sem elskar karlmanninn sem yfirgaf hana og getur ekki gleymt honum, en í nokkrum ljóðum þessa bókarhluta Nínu Bjarkar eru það karlmenn sem elska of mikið. Fyrsta ljóðið, „Svartir skór í grasi", segir frá konu sem flúði elskhuga sinn af því að ást hans var henni of stór. Þessi atburður rifjast upp fyrir henni aftur og aftur þegar hún horflr á skóna sem hún flúði í og henni sýnast blóðstorknir. Ef til vill eru glæpir faldir bak við orðin. Önnur kona býr í „Einsemdaræv- intýrahöll“ hjá fossbúanum sem heillaði hana til sín, lokaði hana inni og lætur ást sína í ljósi með blóð- regni niður fossinn. Nína Björk yrkir um tilfinningar og sýnir sveiflur þeirra vel, til dæmis í „Stefi“ þar sem hún svífur „létt- um hlæjandi skrefum / yfir allar / útgrátnar slóðir". Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Lengi hefur hún líka ghmt við óttann, stundum í eftir- minnilegum ljóðum. Hér vonast ljóðmælandi til að losna við hann í ljóði samnefndu bókinni: Engill í snjónum Og ef til vill flýgur hann með ótta minn lengst inn í jökulheima Annars er meirihluti ljóða fyrri hlutans tileinkaður ákveðnum einstaklingum eða ortur í minningu þeirra, og eru mörg helst til einkaleg og væmin; best þykir mér „í minningu Steinars Sigurjónssonar". Það gefur skýra svipmynd af manni, viðbrögðum hans við öðrum og viðbrögðum annarra við honum. í lok fyrri hluta bókarinnar rís hin sterka samlíðun með smælingjum sem lengi hefur verið einkenni á ljóðabókum og leikritum Nínu Bjarkar, og ljóð ort í orðastað annarra eða um annað fólk fylla allan seinni hlutann. Þetta er fólk sem ræður ekki við angistina, gleypir pillur til að frysta óttann, ástlaust, einmana. Skáldið samsamar sig þessu þjáða hversdagsfólki, miðaldra húsmóðurinni sem er orðin barnlaus, drengnum sem missti móður sína, konunni sem græt- ur á kvöldin af kvíða fyrir gráti næsta morguns og segir til skýringar: „Það er þessi harmur í brjóstinu"; konunni sem lenti á geðdeildaflakki eftir sjálfsmorðst- ilraun en hefur ekki þrek í aðra tilraun þótt hún þrái kolgrænan sjóinn. „Hvert einstakt líf, það kallar á samhjálp þína,“ segir annað skáld, og það er stein- hjarta sem ekki finnur samúð Nínu Bjarkar. Þetta eru sérkennilega heillandi ljóð, einlæg og heit þrátt fyrir ísmeygilega tvöfeldni sem dregur úr tilfinn- ingasemi og gerir þau launfyndin. Hámarkið er langa prósaljóðið í lokin, „Ég fékk að vera“, eintal konu sem býr við óþolandi aðstæður en umber þær vegna hlýju sem hún hefur eitt sinn notið. Þetta er furðulega yfir- gripsmikil örlagasaga sjö persóna í samþjöppuðum texta þar sem hvert orð vegur þungt og persónusköpun er frábær. Nina Björk Árnadóttir: Engill í snjónum. Iðunn 1994. Tapað fundið Eyrnalokkur tapaðist þriöjudaginn 15. nóvember. Eymalokk- urinn er sporöskjulagaöur meö perlum og demöntum. Finnandi hafl samband í síma 687752. Fundarlaun. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Mömmumorgunn fimmtudaga kl. 10-12. Áskirkja: Opiö hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Jobsbók lesin og skýrö. Breiðholtskirkja: Ten-Sing i kvöld kl. 20. Mömmumorgunn fóstudag kl. 10-12. Fulltrúi frá ÍSÍ kemur í heimsókn og fjall- ar um efniö: Hreyfing til frambúðar. Bústaðasókn: Mömmumorgunn kl. 10. Digraneskirkja: Kirkjufélagsfundur í kvöld kl. 20.30. Fella- og Hólakirkja: 11-12 ára starf í dag kl. 17. Grafarvogskirkja: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Umsjón: Sveinn og Hafdís. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.15. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja: Kvöldsöngur meö Taizé- tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumær- ing. Allir hjartanlega velkomnir. ^IPJI alfiiMi 9 9 • 1 7*00 Verð aöeins 39,90 mín. lj Vikutilboð stórmarkaðanna [2] Uppskriftir Hjallakirkja: Fyrirlestur í fyrirlestraröð um tjölskylduna í nútímanum í kvöld kl. 20.30. Dr. Sigvujón Ámi Eyjólfsson hér- aösprestur talar um hjónbandiö í kristn- um skilningi. Allir velkomnir. Kópavogskirkja: Starf meö eldri borgur- um í safnaöarheimilinu kl. 14-16.30 í dag. Samvera Æskulýðsfélagsins í kvöld kl. 20-22. Langholtskirkj a: Vinafundur kl. 14.00- 15.30. Samvera þar sem aldraöir ræða trú og líf. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir, framkvstj. Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma. Aftansöngur kl. 18. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stimdinni lokinni. TTT-starf kl. 17.30. Tilkyimingar Ferðafélag íslands Föstudaginn 18. nóv. kl. 20: Kvöldferð á fullu tungli - Vífilsstaðahlíð. Stutt og skemmtileg kvöldganga m.a. um skógar- stiga. Brottför frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Sunnudag§ferð 20. nóv. kl. 13: Litlaból - Vörðunes. Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er komið út. Almanakiö er jafnframt happdrættismiði og vinningarnir eru 49 grafíkverk eftir íslenska listamenn en þar á meðal eru listaverk eftir Erró. Dreg- ið er í hverjum mánuöi um þrjá til fimm vinninga. Almanakið fæst á skrifstofu Þroskahjálpar að Suðurlandsbraut 22 í Rvík en einnig má panta það í síma 91- 889390. Trúbadorakvöld Tónabæjar Þann 17. nóv. verður gerð frumraun á nýjum Uð í starfsemi Tónabæjar en það er Trúbadorakvöld Tónabæjar. Verðlaun verða veitt fyrir besta trúbadorinn en þaö eru 15 hljóðverstímar hjá Stúdíó FeUa- helU sem er mjög fullkomið hljóðver. Trúbadorar á aldrinum 13-15 ára sem vilja spUa geta hringt í Tónabæ fyrir fimmtudagskvöldið 17. nóv. og skráð sig hjá Hilmari eða Margréti í síma 35935. Dagskráin hefst kl. 21. Eyfirðingafélagið er með félagsvist á Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20.30 og er hún öUum opin. Félagsstarf aldraðra Gerðubergi Á morgun, fóstudag, kl. 9: Hárgreiösla, fótaaðgerðir og vinna samkvæmt dag- skrá. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Bridgekeppni, tvímenningur kl. 13 í dag í Risinu. Jólakortin afgreidd á skrifstofu félagsins. Mánud. 21. nóv. kl. 17, fundur í Risinu. Félag eldri borgara „Efri árin“, 7. árg. 1994, málgagn Félags eldri borgara í Rvík og nágrenni og Landssambands aldraðra, er komið út. Jólakort Félags eldri borgara í Rvík og nágrenni eru komin út. VatnsUtamynd eftir Bjarna Þór Bjarnason. Kortin hafa verið send til styrktaraðUa félagsins og eru einnig til sölu á skrifstofunni. Ágóða af sölunni er varið til félagsstarfa. Kúrekakvöld í Naustkjallaranum í kvöld verður kántríið aUsráðandi í NaustkjaUaranum. Hljómsveitin Kúrek- anúr mun reka hjörðina í tryUtum dansi og svita. Það er valiö fólk i hvetju rúmi Kúrekanna, en þar er aö finna eftirtalda; Viðar Jónsson, Þóri Úlfarsson, Dan Cassidy og drottningu íslenskra kúreka, Önnu VUhjálms. Þegar gestir mæta verð- ur öllum fært kúahland (eplasnafs). Það verður stigið á bak kl. 18. Flóamarkaðsbúð Hjálpræðis- hersins ílytur í nýtt húsnæði. Er svo komið að húsnæðið að Garðastræti 2 er orðið of Utið. Nú hefur Hjálpræðisherinn eignast stærra húsnæði í Garðastræti 6. Fyrsti söludagur þar er fimmtud. 17. nóv. frá kl. 13-18, og mun búðin framvegis vera opin aUa þriðjud., fimmtud. og fóstud. á þessum tíma. Það skal tekið fram að þeir sem vUja gefa hreinan og nothæfan fatn- að geta komiö honum til skUa í Garða- stræti 6 á afgreiðslutíma eða i Herkastal- anum virka daga og kvöld. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 18/11. Laugard. 19/11, fáein sæti laus. Föstud. 25/11. Laugard. 26/11. Stórasviðkl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 18/11, örfá sæti laus, laugard. 26/11, fáeln sætl laus, laugard. 3/12. Stóra svið kl. 20. HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Fiisar. Fimmtud. 17/11, laugard. 19/11, föstud. 25/11 ogföstud. 2/12. Ath. fáar sýningar eftir. Litla svið kl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Fimmtud. 17/11, uppselt, sunnud. 20/11, örfá sæti laus, miðvikud. 23/11, uppselt. Stóra sviðkl.20: Svöluleikhúsið sýnir i samvinnu við ísienska dansflokkinn: JÖRFAGLEÐI Höfundar Auður Bjarnadóttir og Hákon Lelfsson Danshöfundur: Auður Bjarnadóttir Tónlist: Hákon Leifsson Þriðjud. 22/11, fimmtud. 24/11. Síðustu sýningar. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir i sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Jólakort Thorvaidsens- félagsins Thorvaldsensfélagið gefur út fallegt jóla- kort með mynd af glerlistaverkinu Kristnitakan eftir Nínu Tryggvadóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið stendur að útgáfu jólakorta og væntir það góðra undirtekta þeirra sem styðja vilja við starf Thorvaldsensfélagsins. Jólakortið kostar kr. 60 og fæst á Thorvaldsensbas- amum, Austurstræti 4, og hjá félagskon- um. Allur ágóði af sölu jólakortanna rennur til líknarstarfa. 9 9*17*00 Verð aðeins 39,90 mín. lj Lottó 21 Víkingalottó 31 Getraunir Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviöiðkl. 20.00 GAURAGANGUR eftlr Ólaf Hauk Simonarson Á morgun, uppselt, föd. 18/11, uppselt, fid. 24/11, uppselt, mvd. 30/11, laus sæti, Id. 3/12. Ath. fáar sýnlngar eftlr. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Ld. 19/11, örfá sætl laus, Id. 26/11, fid. 1 /12. VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Föd. 25/11, örfá sæti laus, sud. 27/11, uppselt, þrd. 29/11, nokkur sæti laus, föd. 2/12, uppselt, sud. 4/12, nokkursæti laus, þrd. 6/12, laus sætl, fid. 8/12, nokkur sæti laus, Id. 10/12, uppselt. Ósóttar pantanfr seldar daglega. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 20/11 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 27/11 kl. 13.00 (ath. sýningartima), nokkur sæti laus, sud. 4/12 kl. 13.00. Litla sviðið kl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Föd. 18/11, sud. 20/11, föd. 25/11, Id. 26/11. Ath. sýningum lýkur i desember. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar Ld. 19/11, uppselt, sud. 20/11, nokkur sæti laus, föd. 25/11, Id. 26/11. Mlðasala Þjóóleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýnlngu sýningardaga. Tekið á mótl simapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna Iínan9961 60. Bréfsiml611200. Sími 1 12 00 -Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Akureyrar BAR PAR Tveggja manna kabarettinn sem sló i gegn á síðasta leikári! Sýnt i Þorpinu, Höfðahlíð 1 Föstud. 18. nóv. kl. 20.30. Laugard. 19. nóv. kl. 20.30. Næstsiðasta sýningarhelgi. SALA AÐGANGSKORTA STENDUR YFIR! Miðasala i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Greiðslukortaþjónusta. Sinfóníuhljómsveit Islands sími 622255 Rauðir tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 17. nóvembei; kl. 20.00 Hljómsvéitarstjóri: Takuo Yuasa Einleikari: Hans Rudolf Stalder Efnisskrá Þorkell Sigurbjörnsson: Haflög W. A. Mozart: Klarínettukonsert Sergej Rakhmaninov: Sinfónía nr. 3 Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.