Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 11 pv______________Menning Vandaður dúett 3ja daga tilbod! Kuldastígvél á dömur og herra Út er komin geislaplata á vegum Jap- is, (Jap 94L4-2), með leik þeirra Bryndísar Höllu Gylfadóttur selló- leikara og Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara. Á þessari geislaplötu eru fimm verk sem öll voru tekin upp í Víði- staðakirkju í febrúar síðastliðnum. Fyrsta verkið er eftir Beethoven: Sjö tilbrigði fyrir píanó og selló í Es-dúr, um stef úr „Töfraflautunni" eftir Mozart: „Bei Mannern, welche Liebe fuhlen“. Bryndís og Steinunn leika þessi tilbrigði bæði af róman- tískum ákafa og klassískri höfgi, eins og við á um höfundana, en í næsta verki, Fantasiestucke Op. 73 eftir Robert Schumann leika tilfmning- arnar stærra hlutverk og er túlkun þeirra á því einkar fögur og streym- andi. Tvær hugljúfar melódíur eftir Gabriel Fauré fylgja í kjölfarið, „Aprés un Réve, op. 7, no. 1 og Elegie op. 24. Samstilling þeirra Bryndísar og Steinunnar í tón, tónmyndun, styrk og túlkun er aðdáunarverð í þessum verkum, þótt deila megi um hvort náðst hefði meira ris í Eleg- íunni, ef byrjað hefði verið enn veik- ar og með mýkri tón. Síðasta verkið og það umfangsmesta á plötunni er Sónata fyrir selló og píanó í d-moll, op. 40 eftir Dimitri Shostakovich. Þetta er átakamikið verk, hlaðið sterkum tilfmningum og reynir til Kraftmiklar hug- myndir í ágætri kennslubók Undanfarin ár hefur af og til komið upp umræða um að ekki sé nægi- lega vel vandað til barnabókaútgáfu og metnaði á því sviði sé ábótavant. Þessi umræða hefur vissulega átt rétt á sér en barnabókaútgáfan hefur sem betur fer smám saman tekið breytingum og eru bækur systkinanna Þórarins og Sigrúnar Eldjárn góð dæmi um metnaðarfullar og skemmti- legar bækur sem höfða til barna á öllum aldri. Þau systkinin eru löngu orðin landsfræg fyrir ritstörf sín, Sigrún Eld- jám meðal annars fyrir myndir sínar og bækumar um Bétvo Bétvo og Kugg og vini hans og Þórarinn fyrir ýmsar bækur, meðal annars Litarím, Óðfluga og Heimskringlu. Sigrún og Þórarinn hafa nú sent frá sér nýja barnabók, Talnakver. Nýja bókin er nokkurs konar kennslubók í tölum og reikningi fyrir litla námshesta og svo náttúrlega skemmtilesning fyrir þá sem hafa gaman af fallegum myndum og glettni í rímuðum ljóðum. Metnaðarfullar og skemmtilegar í Talnakver halda Sigrún og Þórarinn áfram með hugmyndina í Lita- rími frá 1992 og Stafrófskveri sem kom út í fyrra þar sem börnin læra litina og bókstafina í vísum og afmyndum á léttan og skemmtilegan hátt. Þannig kynnast bömin vönduðum og skýrum myndum um leið og þau Bókmenntir Guðrún Helga Sigurðardóttir kynnast ríminu. í Talnakveri er myndmáli gert jafn hátt undir höfði og í fyrri bókum með upplýsandi og fallegum myndum í skýrum htum fyrir yngstu kynslóðina. Þórarinn Eldjám ljóðskreytti stafakverið sem kom út í fyrra og einnig talnakverið sem komið hefur út fyrir þessi jól. í ljóðum sínum leikur hann sér að orðum og kraftmiklar hugmyndirnar um hið skondna í tilver- unni brjótast á eðlilegan hátt fram í ríminu. Hann útskýrir tölustafina og hvað þeir standa fyrir á mjög auðskiljanlegan hátt. Þannig ættu allir að geta skihö þá einfoldu staðreynd að núh er ekki neitt og að þrisvar þrír menn em níu eða einum færri en tíu. Þannig skýtur reiknings- kennsla upp kolhnum öðm hvoru. Nýja talnakverið er vönduð bók þar sem mikil vinna hefur verið lögð í myndir og ljóðskreytingu. Eini gallinn við bókina er ef til vih textinn því að rímið virkar stundum stirt í upplestri fyrir óvana, eitthvað truflar í lestri fyrir líth böm: Hún Vika fæddi fimm plús tvo/ fannst þá vænkast hagur./ Valdi hún nöfn á syni svo:/ Sjö voru skírðir DAGUR. Talnakver er tæpast ætlað fyrir ahra yngstu lesenduma þó að jafnvel krakkar á aldrinum eins til þriggja ára hafi gaman af stuttum textanum og fahegum myndunum. Talnakver Sigrún Eldjárn Þórarinn Eldjárn Ijóðskreytti Forlagið 1994 Tónlist Áskell Másson hins ýtrasta á flytjenduma, varðandi samræmda túlkun. Þær Bryndís og Steinunn hafa, eftir langt samstarf, náð frábærri samstihingu og skha hér vönduðum flutningi á þessu mjög svo krefjandi verki. Undirritaður hefur heyrt upptökur af þessari Sónötu þar sem lagt er meir upp úr andstæðum verksins en hér er gert, t.d. í litun tóns og andakt Largo-þáttarins, en hér er um smekksatriði að ræða og er túlkun verksins á þessari plötu bæði vönd- uð, eins og áður segir, og ahtaf fylh- lega sannfærandi. Hljómur plötunnar og útht gerir þeim ágætu hstakonum sem hér um ræðir þann sóma sem þær eiga skil- inn en tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarnason og forsíðumyndin „Dúó“ er hstaverk eftir Rannveigu Magnús- dóttur. Afmælis- pottur Fálkans Yikutilb0^ prósenta afmælisafsláttur á: Gönguskom, þrektækjum, frystikistum, vatnshita- blásurum, bóni og , •« c í e f n u m b r e i n s 1e 1 20Á9A Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 Tilboð 4.990 Áður 6.990 ROOTS Teg. 107/108 Litur: svartur og brúnn St. 36-46 Loðfódruð kuldastígvél úr ekta leðri. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! yujJEROAR 3.990 4.590 St. 28-35 Brúnt og svart ledur 100% ullar- fódur i kuldaskóm St. 28-35 A Kringlan 8-12 • Sinii 68 60 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.