Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 13 Konur, hvað nú? Nýlega er lokið prófkjöri sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum. Þar sitja karlar í 4 efstu sætum. í próf- kjöri Sjálfstæðisílokksins í Reykja- vík urðu einnig karlar í 4 efstu sætum. Á Reykjanesi verður nú ein kona af sjö í efstu sætum Sjálfstæð- isflokkslistans. Sama er að gerast í flestum öðrum stjómmálaílokk- um í öðrum landshlutum. Kónur virðast enn eiga mjög erfitt með að komast ofarlega á lista stjórnmála- flokkanna eða í örugg þingsæti, þrátt fyrir það að þær standi jafn- fætis körlum í menntun, reynslu eða áhuga á stjómmálum. Mörgum konum er ljóst að bregðast þarf við. Eða hvers vegna stofnuðu alþýðu- bandalagskonur kvennasamtök á sl. vetri? Hvers vegna eru til svo mörg sjálfstæðiskvennafélög? Hvers vegna eru ungar konur sem Kjallariim Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingkona kvennalistans á Vestfjörðum „Ef konur hafa frelsi til þátttöku 1 stjórnmálum á sínum forsendum og eru þar metnar að verðleikum, þá eru þær um leið orðnar sjálfstæðar.“ „Hvers vegna eru ungar konur sem skilgreina sig hægrisinnaðar nú farnar að ræða kvennabaráttu?" spyr greinarhöf. - Frá nýafstaðinni ráðstefnu ungra sjálfstæðiskvenna um sjálfstæðar konur og kvennapóli- tík. skilgreina sig hægrisinnaðar nú farnar að ræða kvennabaráttu? Þriðja vídd stjórnmálamanna Undanfarið hafa konur í^Sjálf- stæðisflokknum veriö að' ræða kvennabáráttuna og segjast þar ósáttar við Kvennalistann og að- ferðafræði hans. í mínum huga varð Kvennalistinn til vegna þess að þeim konum sem stofnuðu hann var nóg boðið. Þær vildu sjá fleiri konur í framboði til stjórnunar- starfa í sveitarstjórnum og á Al- þingi. Þær vildu sjá fleiri konur í ríkisstjórn. Þær vildu verða ógnun við karlaveldi gömlu stjórnmála- flokkanna. Og þær fóru af stað með hug- myndafræði um frelsi kvenna til að velja sér stað, frelsi til að mynda 3ju víddina í stjórnmálum. Kvennalistinn skilgreinir sig HVORKI sem vinstri eða hægri stjórnmálasamtök og er orðinn við- urkenndur sem slíkur. Hins vegar hlýtur Kvennalistinn að setja sam- ábyrgð, valddreifingu, og jöfnuð lífskjara í öndvegi í stefnu sinni. Að rembast við að flokka það sem vinstri eða hægri stefnu er merki um staðnaðan hugsunarhátt. Það er einfaldlega sýn flestra kvenna vegna þess að við viljum betra og réttlátara samfélag sem byggist á friði í heiminum, verndun um- hverfisins, jöfnuð lífskjara og vel- ferð fjölskyldunnar. En við sjáum ekki fyrir okkur að ná þessu markmiði nema að konur með þessi sjónarmið að leiðarljósi ráöi förinni til jafns við karla. Frelsi og sjálfstæði Ef konur í öðrum stjórnmála- flokkum vilja frekar skilgreina frelsi kvenna sem sjálfstæði kvenna gera þær það auðvitað. Ég tel hins vegar að hér sé verið að tala um grein á sama meiöi. Ef konur hafa frelsi til þátttöku í stjórnmálum á sínum forsendum og eru þar metnar að verðleikum, þá eru þær um leið orðnar sjálf- stæðar. En meðan sá flokkur sem kennir sig við sjálfstæði hefur í 26 manna þingflokki aðeins '4 konur, þá hafa konur þar ekki það eftir- sóknarverða frelsi sem þarf til sjálfstæðis. - Hugmyndafræðilcgar vangaveltur alls kyns „fræðinga" breyta þar engu um. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Stökkbreyting stiórnmálaflokks Tilvistarkreppa Alþýðubanda- lagsins tekur á sig margs konar myndir. Flokkurinn flaggar alls konar hugmyndum sem mögulega geta komið í stað hinna gömlu. Og nú allt í einu telur flokkurinn sig vera orðinn jafnaðarmannaflokk og feimnislaust flaggar hann stefnu sem hann barðist hvað hatramleg- ast á móti fyrir nokkrum árum eða áratugum. Gömlu sósarnir segja á Alþingi: „Við jafnaðarmenn... “ Þeir eru hættir að berjast á móti Nató og hemum. Markaður er ekki lengur verkfæri vondu kapítalistanna sem berja á öreigunum. Meira að segja hugtök hægrimanna eins og vald- dreifing er nú komin inn á stefnu- skrána. Miðstýringarhugtakinu hefur verið fleygt á öskuhaugana ásamt heilmörgu öðru sem ein- kenndi þröngsýnan sósíalistaflokk sem barðist á móti Nató, Búrfells- virkjun, álverksmiðjunni, Efta og EES svo eitthvað sé nefnt. „Ljósið I vestri“ Og Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, hefur meira að segja komið auga á „Ljósið í vestri“ en svo nefnist grein sem hann skrifaði hér í blaðið þann 24. október síðastiiðinn. Einar ræðir um bandaríska há- skólamenn sem ritað hafa um „samfélagsstefnu" og nefnir þá Kjallaiiim Sigurður Sigurðarson skrifstofumaður „samfélagssinna". Hann segir þetta vera hápólitíska hreyfingu setta upp til mótvægis einhverri frjáls- hyggju. En svona farsar eru að sjálfsögðu innihaldslausir í stjóm- málum því hvaða flokkur er ekki samfélagssinnaður ef út í þá sálma er farið. Síðan kommúnisminn hmndi og sósíalisminn missti tilganginn hef- ur hvorki gengið né rekið hjá Al- þýðubandalaginu fyrr en þeim datt í hug að láta eins og fortíðin væri ekki til. En þannig geta ekki hlut- irnir gengið. Sinnaskipti Alþýðu- bandalagsins eru ekki trúverðug einfaldlega vegna þess að stökk- breyting stjórnmálaflokks er ekki traustvekjandi. Stjórnmálaflokkur er dæmdur af verkum sínum, af stefnu sinni í fortíð og nútið. Stjómmálaflokkur getur ekki einn daginn verið „málsvari sósíalisma og sameignarstefnu" og þann næsta stutt fijálsan markaðsbú- skap, einstaklingshyggju og kristna trú. Að fela fortíðina Framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins reynir í grein sinni að telja lesendum sínum trú um aö einhvers konar nútíma „sameign- arstefna" sé „öflugt andsvar“ gegn fijálshyggjumönnum og hún hafi „fest í sessi nýtt rannsóknarviðmið í stjórnmála-, félags- og hagfræði." í staðinn fyrir sósíalismann sem Alþýðubandalagiö hefur hingað til ástundað hefur nú verið fundin upp á vísindalegan hátt einhver stjórnmálastefna. í gerilsneyddu umhverfi rannsóknarstofa hefur víst verið fundin upp „samfélags-. stefna". Þetta er stórkostlegur mál- flutningur og af trúmennsku sinni segir Einar að stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins sé undir sterkum áhrifum frá þessari samfélags- stefnu. Það getur vel verið að Alþýðu- bandalagið vilji taka upp nýja sljórnmálastefnu. Fortíðin mun þó halda áfram að þvælast fyrir jafn- vel þó flokksmennirnir nái því að sameinast um þetta bull um sósíal- isma í nýjum umbúðum sem beri stimpilinn - Made in USA -. Stökkbreyting hefur orðið á stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Hversu lengi þarf að bíða eftir þeirri næstu? Sigurður Sigurðarson „Stjórnmálaflokkur getur ekki einn daginn verið „málsvari sósíalisma og sameignarstefnu“ og þann næsta stutt frjálsan markaðsbúskap, einstaklings- hyggju og kristna trú.“ Skerðing lífeyrisréttar flugmanna Nauðsyn- „Það var nauðsynlegt að skerða greiðslur tíl styrkþega og þaðvarmarg- bent á þaö af trygginga- fræðingum sjóðsins að ef T,»aavi eaidursson, ekkertyrðiað ,orma6urFIA' gert þá myndi sjóðurínn ekki geh skuldbindingum sinum í framtíð- inni. Hann var reiknaður niður þannig að iðgjöld og skuldbind- ingar stæðust, Það sem gert var í viðbót gagnvart eldri mönnun- um var það að lagður var til veru- legur tekjustofn upp á yfir 40 milljónir til að minnka áfall þeirra. Málið snýst auðvitaö um jiað aö þegar sjóðurinn var stofn- aöur þá eru svo gífurlegar vænt- ingar og menn héldu að þeir fengju 60 prósent verötryggt af síðustu launum. Þetta gat ekki staðist og það er ekki vegna óábyrgrar stjórnunar sjóðsins, heldur var þetta bara tíðarandinn eins og hann var hjá flestum. Það sem núverandi flugmenn gerðu viö síðustu reglugerðarbreytingu og hefur verið vitnað í var það að fyrir lá að það þurfti að skerða gömlu stigin hjá þessum mönn- um um 93 prósent ef kaldur veru- leikinn hefði verið látinn ráöa. í staðinn var fundinn tekjustofn sem tryggði þeim það að þeir eru með verulega hærri eftirlaun og eraðeins fyrir þessa elstu menn.“ Jafntyfir alla „Við stofn- uöum í fyrst- . unni lífeyris- sjóð sem síð- an var breytt i eftirlauna- sjóð. Þá feng- um við að velja hvort við tækjum Magnus Gudmundsson, okkarinneign ,yrrverandi iiugaijúri. í lífeyrssjóðn- um eða settum peningana okkar i eftirlaunasjóðinn og vera þar með stofnendur. Við tókum þann kostinn að leggja inn þessa pen- inga og þess vegna teljum við að við eigum auðvitað rétt á lífeyri. Ef sjóðurinn er í einhverjum vandræðum eins og þeir eru aö halda fram þá á það að ganga jafnt yfir alla komi til skerðingar. Það hlýtur að vera gullvæg regla í eftirlaunasjóði að ef til þess kemur að þurfi að..§kerða lífeyri þá sé það látið ganga yflr alla. Því er haldið fram að á fyrstu árum sjóðsins hafi verið tekin lán sem verðbólgan liafi síðan étið upp. Þess vegna hafi okkar peningar orðiö að engu. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það út af fyrir sig en það er þó ljóst að þetta var bara ástand þjóðfélagsins sem við réðumekkert við. Eftirlaunasjóð- urinn var ekki verðtryggður við stofnun 1974 heldur gerðist þaö 1979. Á því tímabili sem hann var ótryggður fengu margfr ómældar íjárhaeðir að láni úr sjóönum. Þessir rnenn hafa þar af leiðandi vérið að hagnast á verðbólgunni á sama hátt og þeir sem tóku lán I tíð gamla sjóðsins. Við höfum margofl beðið um að þetta verði skoðaö en þaö virðist ekki hægt og menn Ijá ekki einu sinni máls á því."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.