Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Page 2
Fréttir____________________________________________
Forathugun á smkverksmiðju á íslandi:
Niðurstöðurnar ekki
nógu afdráttarlausar
- verksmiðja „virðist“ samkeppnishæf
„Menn áttu von á afdráttarlausari
og viöameiri niðurstöðum. Þetta
viröist vera hagkvæmur kostur í
samanburði við aðrar tegundir af
sinkverksmiðjum. Hins vegar er það
spuming hve sinkið er arðbær at-
vinnurekstur nákvæmlega um þess-
ar mundir því heimsmarkaðsverð á
sinki er lágt um þessar mundir. Stað-
an er þannig að núna setjast menn
yfir niöurstöðurnar og ákveða hvort
farið veröur í næsta skref sem er að
hefja forhönnun og fjármögnun,"
sagði_ Benedikt Jóhannesson, ráð-
gjafi Áburöarverksmiðjunnar, í sam-
tali við DV en forráðamenn Zink
Corporation of America, ZCA, og
fulltrúar bandarísks Qármögnunar-
fyrirtækis kynntu í gær niðurstöður
forathugunar á því að reisa og reka
sinkverksmiðju á íslandi.
Athugunin var gerð samkvæmt
samkomulagi á milli Áburðarverk-
smiðjunnar, markaösskrifstofu iðn-
aöarráöuneytisins-og Landsvirkjun-
ar. Að mati ZCA er hagkvæmasti
kosturinn að reisa 100 þúsund tonna
rafhitunarverksmiðju og um 25 þús-
und tonna sinkoxíðverksmiðju-á ís-
landi. Einnig er reiknað með að reisa
verksmiðju sem sæi aö mestu um
forvinnslu á hráefni fyrir sinkverk-
smiðjuna.
Athugunin gerir ráð fyrir að verk-
smiðjan hefji ekki framleiðslu fyrr
en árið 1998 og kemst ZCA að þeirri
niðurstööu að íslensk sinkverk-
smiðja „virðist“ samkeppnishæf.
í fréttatilkynningu frá Áburöar-
verksmiðjunni um niðurstöður ZCA
segir að því sé spáð að framleiðslu-
geta á sinki verði of lítil næstu tvö
til þijú árin þar sem engar nýjar
sinkverksmiðjur hafi tekið til starfa
undanfarin ár. Áætlaður vöxtur í
sinknotkun krefjist þess að ný verk-
smiðja taki til starfa á eins og hálfs
til tveggja ára fresti. Heildarkostnað-
ur vegna tækja og mannvirkja, sam-
kvæmt athuguninni, er áætlaður um
150 milljónir Bandaríkjadala eða um
10,2 milljarðar íslenskra króna:
Leigusali skipti um skrá og úthýsti leigjendum:
Annar leigjenda á
stuttbuxum í kulda og
trekk og kettir inni
„Hann kom til okkar í gærkvöld
fyrst og hótaði að henda okkur út
vegna hávaöa. Síðan óð hann þrisvar
inn á okkur í nótt og hótaði okkur
öllu illu. Hann hvorki bankaði né lét
vita af sér heldur var með eigin lykil
og opnaði. Þegar við vöknuðum í
morgun var búið að klippa á síma-
snúruna og þegar Þorsteinn fór út í
sjoppu áðan að kaupa kók þá skipti
hann um læsingar og neitar að
hleypa okkur inn,“ segir Guðrún
Fossdal, leigjandi íbúðar við Freyju-
götu, við DV í gær.
Guðrún leigir íbúðina með Þor-
steini Friðrikssyni og hefur leigusali
þeirra verið að reyna að koma þeim
út úr íbúðinni, að þeirra sögn. Þau
hafa búið þár frá því í október og eru
með fullgildan leigusamning til 31.
maí. Hins vegar sagði leigusali þeirra
þeim upp leigunni 1. desember síð-
astliðinn með mánaðarfyrirvara en
lætur það ekki nægja heldur vill
hann að þau fari út strax. Guðrún
viöurkennir að leiga desembermán-
aðar sé ekki að fullu greidd en leigu-
salinn hafi neitað að taka við hluta
hennar. Svo flatt kom þetta upp á þau
í gær að Þorsteinn var á stuttbuxum
fyrir utan íbúðina og kettirnir þeirra
í íbúðinni.
Guðrún segir það fjarstæðu að
ónæði hafi veriö af þeim í hús-
næðinu. Vissulega komi fólk í heim-
sókn og teiti hafi verið haldin en tón-
hst sé ekki spiluð hátt né stafi há-
reysti frá gestunum. í fyrrakvöld
hafi svo fíkniefnalögreglunni verið
sigað á þau en það eina sem hún
hafi fundið hafi verið kódímagnýl-
glas sem vinkona hennar hafi átt.
Hún segist hafa óskað aðstoðar lög-
reglu til að komast aftur í íbúð sína
en verið neitað um aöstoð.
Jón Kjartansson frá Pálmholti,
formaður leigjendasamtakanna,
sagði í samtah við DV að framferði
leigusalans væri klárt brot á lögum.
Réttarstaða leigjenda væri sú að
leigusah mætti ekki fara inn á heim-
ih leigjenda án leyfis þeirra. Ef leigu-
sali telji sig þurfa að rifta samningi
eigi hann að gera það með sannanleg-
um hætti og þurfi útburðarúrskurð
héraðsdóms í málum sem þessum.
Hann sagðist hafa verið í sambandi
við lögmann samtakanna vegna
þessa máls í gær og hann hefði óskað
aðstoðar lögreglu til að Guðrún og
Þorsteinn næðu fram rétti sínum en
lögreglan hefði neitað þeim um að-
stoð nema að th kæmi beiðni um shkt
frá sýslumanni.
Guðrún segir að leigusahnn, sem
DV tókst ekki að ná sambandi við,
verði kærður að öllu óbreyttu.
Guðrún og Þorsteinn fyrir utan íbúð sína i gær. Inni voru kettirnir og eigur
þeirra en úti voru þau og Þorsteinn á stuttbuxunum en hann hafði hlaupið út
í sjoppu en eigandinn skipt um skrá á meðan. DV-mynd Sveinn
Hugmyndafluginu lítil takmörk sett í veðsvikamálum:
Forsvarsmenn Itfeyrissjóða
betur á varðbergi en áður
„Við höfum ekki lent í mörgum
málum af þessu tagi en nokkrum
fólsunarmálum. Það er hins vegar
ljóst að menn eru að þessu og eitt-
hyað þarf að gera til að koma í veg
fyrir þetta," segir Árni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
sjómanna.
Eins og greint var frá í DV í gær
hefur RLR upplýst flársvik þriggja
manna sem stunduðu þau meðal
annars að kaupa lánsrétt annarra í
lífeyrissjóðum og setja verðhtlar
fasteignir fyrir veðunum. Rétt er að
taka fram að aðeins eitt af þeim lán-
um sem fjallað var um í DV í gær
var tekið hjá Lífeyrissjóði sjómanna.
í fyrmefndu málunum lá fyrir fast-
eignamat sem gaf til kynna að fast-
eignirnar væru talsvert verðmætari
en þær í raun voru og segir Árni
þetta til baga.
„Þess vegna er þaö svo að viö erum
farin að kanna, í næstum öllum til-
vikum á stöðum úti á landi þar sem
við þekkjum ekki til, hvort hús séu
yfirleitt uppistandandi. Það er hugs-
anlegt að menn framvísi pappírum
þar sem allt virðist í lagi en eignin
er fyrirfram vonlaus. í mínum huga
er það lykilatriði að menn kanni í
hvaða ásigkpmulagi eignin er því
fasteignamat getur staðið óbreytt
þótt eignin verði verðlaus,“ segir
Ámi.
Samkvæmt upplýsingum frá RLR
er ekki mikið um veðsvik hjá lífeyris-
sjóöum en þó koma mál alltaf upp
og eru hugmyndaflugi manna htil
takmörk sett í þeim efnum.
Nýlega var til dæmis greint frá því
í DV að maður hefði boðið öðrum
manni, sem átti lánsrétt í lífeyris-
sjóði, veð í fasteign sem hann sagðist
eiga. Fór hann á fasteignasölu og
fékk söluyfirht fasteignar sem var
þar til sölu og nýtti sér allar þær
upplýsingar sem þar komu fram og
útbjó veðleyfi með fólsuðum upplýs-
ingum og undirskriftum. Lífeyris-
sjóðurinn sem í hlut átti greiddi út
lánið en eigandi fasteignarinnar sem
hafði veriö veðsett komst að þessu
fyrir thvhjun þegar hann þurfti á
veðbókarvottorði að halda og sá veð
í eigninni sem hann kannaðist ekki
við.
Eftir að hafa rætt við forsvarsmenn
nokkurra lífeyrissjóöa virðist vera
aö menn séu almennt famir að
kanna ítarlegar þá pappíra sem þeim
berast frá lánþegum til að koma í veg
fyrir að atvik eins og þau sem rakin
vom hér komi upp.
Ámi tekur fram að lántakendur,
hvort sem þeir eru að selja lánsrétt
sinn eða ekki, em áfram ábyrgir
gagnvart kröfuhöfum, jafnvel þótt
upprunalegt veð standi ekki lengur
að baki láninu.
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
Barnaskatturinn:
TiHallandi
tekjurekki
Frumvarp um breytingu á lög-
um um tekju- og eignaskatt kom
til umræöu á Alþingi í gær. Sam-
kvæmt þvi verða tekjur barna og
ungmenna ekki skathagðar séu
þær undir 75 þúsund krónum á
ári. Tekjutap ríkissjóös vegna i
þessa er áætlað um 30 milljónir
króna.
í greinargerö með frumvarpinu
kemur frarn að thfallandi tekjur
bama og ungmenna, th dæmis
við merkja- og blaðasölu, ungl-
ingavinnu og önnur störf myndi
ekki stofn til álagningar tekju-
skatts upp á 4 prósent. Þá er boð-
uð lagabreyting um að tekurund-
ir 75 þtísund krónúm verði einnig
undanþegnar tveggja prósenta
útsvari. -kaa
Alþingi:
Jólafrí í augsýn
„Komi ekkert óvænt upp ætti
að þingið að geta lokið störfum
um miöja næstu viku. Ég sé fyrir
mér góðar og málefnalegar um-
ræður,“ segir Salome Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis.
í gær lauk fyrstu umræðu um
frumvörp ríkisstjórnarinnar um
tékju- og eignaskatt næsta árs. Á
næstu dögum er ráðgert að Ijúka
umræðum um og afgreiöa Qár-
lagafrumvarpiö og tengd frum-
vörp, þar á meðal framkomin
skattalagafrumvörp auk frum-
varpa til lánsfjárlaga og Qárauka-
laga. -kaa
Stuttar fréttir
Elstl hrafninn dauður
Elsti íslenski hrafninn féll á
Jökuldal í vikunni, 13 vetra gam-
all. RÚV greindi frá þessu.
Kostnaðurviðátak
Kostnaður Reykjavíkurborgar
af átaksverkefnum verður um 670
milljónir á árinu. Skv. Mbl. hafa
1294 veriö ráðnir í átaksverkefni,
þar af 366 konur og 928 karlar.
ípróf eftirbarnsburð
Ung kona þreytti nýveríð próf
í Háskóla íslands aðeins 10
klukkustundum eftir barnsburð.
StÖð tvö skýrði frá þessu.
Umdeildgjaldtaka
Holræsagjaldið var samþykkt i
borgarstjórn í gærkvöldi. Mirrni-
lhuti sjálfstæöismanna greiddi
atkvæði gegn álagningmini.
Afslátturáskatti
í skattalagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir aö
húsaleigutekjur upp að 375 þús-
und krónum beri einungis 20%
tekjuskatt. Tekjur yfir það bera
fullan tekjuskatt. :
Boeing-þota seld
Flugleiðir seldu í gær Boeing •
737-400 þotu fyrirtækisins fyrir
300 mihjónir króna. Önnur slík
vél veröur seld eftir áramót. Skv.
RUV komu báðar vélarnar hing-
aö til lands 1989 og eru þær elstu
í flughota félagsins.
Félagi í Flugbjörgunarsveitinni
öklabrotnaði viö ísklifur í Esj-
unni í gær. Erfiðleikum var háö
að sækja manninn vegna ófærðar
en björgun gekk vel.
Ver kfallsheimilda aflað
Sjómannasambandið hefur
beint því th aðhdarfélaga sínna
að þau afli sér verkfallsheimhdar
á næstu vikum. Sjónvarpiö
; greindi frá þessu. -kaa