Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 Fréttir Stórpólitísk átök í atvinnulífi á Patreksfirði: Ekki staðid upp fyir en einhver liggur í valnum - segir áhrifamaður í Vesturbyggð um hörkuna 1 átökunum Frá Patreksfiröi: Þar loga nú ófriðareldar sem aldrei fyrr. Stærstu fyrirtækin á staðnum reyna að ná yfirráðum hvor yfir öðrum. Ekki er enn séð fyrir endann á átökunum sem að mati margra mun ekki linna nema með því að annar bíði fullan ósigur. „Það hafa verið Rér átök á milli forsvarsmanna þessara stærstu fyr- irtækja á Patreksfirði um árabil. Nú er einfaldlega komið að skuldaskil- um og það er alveg ljóst að það verð- ur ekki staðið upp frá þessu máli fyrr en það liggur einhver í valn- um,“ segir áhrifamaður í Vestur- byggð vegna þeirra átaka sem nú eru í atvinnulífi Patreksfiröinga. Stríðsöxinni kastað Tekist er á um stærsta fyrirtækið á Patreksfirði, Odda hf. Stríðsöxinni var kastað þegar eigendur Straum- ness, Guðfmnur Pálsson og Ólafur Steingrímsson, gerðu tilboð í 44 pró- senta hlut Þróunarsjóðs í Odda hf. Þrátt fyrir að það hggi fyrir að ekki verður af þessum kaupum að sinni heldur stríðið áfram. Næsta skref í málinu var að Oddi hf. bauð 85 mihj- ónir í vélbátinn Látravík BA. „Við buðum í skipiö og því tilboði var tekið á lögformlegan hátt. Nú er beðið eftir samþykki veðhafa," segir Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda hf. Oddi hefur gert kaupsamning um kaup á bátnum af Utgerðarfélagi Patreksfjarðar hf. Það sem gerir máhð þó snúiö er að Oddi hf. á Út- gerðarfélag Patreksfjarðar ásamt Straumnesi. Reyndar hefur Straum- nes aldrei greitt inn hlutafjárloforð sitt upp á 42 mihjónir í félaginu. Pat- rekshreppur tók lán fyrir þeirri upp- hæð sem er áhvílandi á bátnum og að auki með ábyrgðum hreppsins. Allt útht er fyrir að ábyrgðirnar falh á Vesturbyggð því ábyrgðin á bátn- um er einskisnýt þar sem hún er aft- ast. Þá eru samkvæmt heimildum DV litlar líkur á því að Straumnes geti reitt af hendi þá fjármuni sem um er að ræða. Þaö er gagnrýnt að stjórnarform- aður í Útgerðarfélagi Patreksflarðar er Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Odda. Það er því mat andstæðinga hans að hann sitji báöum megin við borðið hvað varðar þessa sölu bátsins. Vettvangur átakanna Þegar þessi staða er komin upp hggur Ijóst fyrir að vettvangur átak- anna er Útgerðarfélag Patreksfjarð- ar. Með þessu tilboði Sigurðar taka átökin á sig nýja og skýrari mynd og póhtíkin kemur inn í máhð. Gísli Ólafsson, oddviti sjálfstæöismanna í hæjarstjórn Vesturbyggðar, afhenti stjórnarformanni Útgerðarfélagsins bréf sl. þriðjudagskvöld undirritað af honum og Ólafi Arnfjörð bæjar- stjóra þar sem hann tilkynnir að Vesturbyggð muni gerast eignaraöih að útgerðarfélaginu samkvæmt sam- komulagi sem Patrekshreppur geröi við eigendur félagsins um hlutafjár- kaup. Samkomulagiö sem var gert 19. ágúst 1992 felur í sér að hreppur- inn muni leggja fram hlutafé að and- virði 42 milljónir. Þetta er þó einung- is fólgið í því að hreppurinn tekur yfir skuld Straumness og skilyrðið er það að hlutafé verði fært niöur. Þar með væri bæjarfélagið ásamt Straumnesi komið með meirihluta í útgerðarfélaginu. Þetta hefur enn ekki verið tekið fyrir í bæjarstjóm hins nýja sameinaða félags enda tel- ur Gísli samþykktina vera enn í fuhu gildi. Pólitískar línur í bréfinu er lýst þeim vilja forsvars- manna Byggðastofnunar að fella nið- ur víkjandi lán á Látravík BA aö upphæð 23,5 milljónir. Þaö bendir til Fréttaljós Reynir Traustason þess að innan stjórnar Byggðastofn- unar séu menn með í ráðum og þá er helst bent á stjórnarformanninn Matthías Bjarnason, samflokks- mann Gísla. Annað erindi hggur fyr- ir stjóm stofnunarinnar og það er frá Odda hf. Þar er stjórnin beðin að samþykkja kaup Odda á Látravík. Stjómin tók ekki afstöðu til þess. Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda, er framsóknarmaður og var lengi oddviti flokksins á Patreks- firði. Það hefur því verið tilhneiging til að kenna fyrirtækið við flokk hans. Menn þykjast sjá í því pólitísk- ar línur að nú sé barist um þetta síð- asta vígi framsóknarmanna í vest- firskum sjávarútvegi. Guðfmnur Pálsson hefur aftur á móti verið kenndur við Alþýðuflokkinn en nýt- ur velvilja Matthíasar Bjarnasonar sem hefur á honum mikið áht. Eignaraðildin í Odda hf. skiptist þannig að stærsti hluthafinn er Þró- unarsjóður sjávarútvegsins með 44 prósent. Næstur kemur Jón Magnús- son og Sigurður Viggósson ásamt fleirum sem fara með 25 prósenta hlut. Þá kemur bæjarfélagið meö 15 prósenta hlut, Olís fer með 10 prósent og Tryggingamiðstöðin fer með 5 prósent. Fari svo að bæjarfélagið nái að eignast hlut í Útgerðarfélagi Patreks- fjarðar þá hggur fyrir að þar geta menn myndað meirihluta með hvor- um sem er, Straumnesi eða Háanesi sem er dótturfélag Straumness. Sam- kvæmt heimildum DV er hugmyndin sú að bæjarfélagið undir forystu Gísla gangi til samstarfs við Straum- nes og nái þannig yfirráðum í félag- inu. Þar sem þannig væru þessi tvö félög sannfærandi eining yrði enn á ný reynt aö fá fjársterka aðila th að bakka upp kaup á hlut Þróunarsjóðs í Odda. Þegar og ef það gengi eftir þá yrðu Oddi, Straumnes og Útgerð- arfélagið sameinuð og leitað eftir sameiningu við Hraðfrystihús Tálknafjarðar. Þar með yrði komið á koppinn geysiöflugt sjávarútvegsfyr- irtæki á sunnanverðum Vestfjörð- um. Vestfirsk sápuópera En sagan er ekki öll í þessari vest- firsku sápuóperu því Jón Magnússon hefur lagt fram tilboð í 15 prósenta hlut hreppsins upp á 10 milljónir og það erindi býður nú afgreiðslu bæj- arstjórnar. Fari svo að hlutur bæjar- félagsins verði seldur með þessum hætti þá hggur fyrir að öll plön Straumness og Gísla Ólafssonar hrynja. DV hefur heimildir fyrir því að Jón Magnússon og félagar hafl þegar ákveðið að neyta forkaupsrétt- ar að hlutabréfunum í Odda komi til þess að Guðfinni og félögum takist að útvega íjármagn til kaupanna. Þá mun það vera ætlun þeirra að ganga að hlutafjárloforði Straumness í Út- gerðarfélagi Patreksfjarðar sem gæti orðið th að hrinda Straumnesi út í gjaldþrot. Sérekki fyrir endann á átökunum Það virðist því á hreinu að ekki sé enn séö fyrir endann á átökunum á . Patró. Það er nokkuð ljóst.að þarna -- munu þessir fornu íjendur takast á þar til yfir lýkur. Raunverulega er eina spumingin sú hver herkostnað- urinn verði og hvemig th takist við að lenda málum eftir stríðið. Gísli Ólafsson vhl ekki samþykkja að hann sé hönnuður sameiningar- áforma Straumnessmanna. Hann viðurkennir þó að hann hafi hönd í bagga með málum. „Okkur í sveitarstjóminni ber að standa þannig að málum að úr þessu verði sameining sem leiði það af sér að það komi ljármunir inn í sveitar- félagið. Þeir tjármunir eiga að gera okkur kleift að ná andanum í ein- hvem tíma,“ segir Gísh Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð. Prófessor Þorkeli Jóhannessyni þykir sér misboðið 1 gagnrýni aðstandenda Gýmis á rannsókn hans: Mun gefa eigin hrossum lyf og sanna rannsóknina „Ég er ekki vanur því að fólk sé að troða mér um tær. Mér mislíkar þessi gagnrýni. Hún er ekki á rökum reist. Ég læt fagmennskuna ghda. Ég stend viö að Gými var geflð stað- deyfilyfið lítókaine innan við tólf tímum áður en hann keppti á lands- mótinu. Ég mun taka af öh tvímæli um að rannsókn mín var rétt,“ sagði Þorkeh Jóhaimesson, prófessor við rannsóknarstofu Háskólans í lyfja- fræði, í samtali við DV. Þorkell ætlar að nota fjögur af eigin hrossum th að sýna vísindalega fram á að rannsókn hans á sýnum úr gæð- ingnum Gými hafi sýnt fram á að hrossinu hafi verið gefið staðdeyfilyf innan viö tólf klukkustundum fyrir keppni á landsmótinu í sumar þegar fella þurfti hrossið. Þetta kemur fram í nýútkomnu hefti tímaritsins Hestsins okkar. Eins og fram hefur komið í DV gagnrýndu aðstandendur hrossins rannsóknina og drógu mjög í efa það sem hún sýndi fram á - sérstaklega eftir að Rannsóknarlögregla ríkisins staðfesti niðurstöðurnar. Þorkeh ætlar að taka öll tvímæh af um aö rannsókn hans hafi verið rétt. Hann ætlar að fá dýralækni og lyfjafræðing sér til fulltingis á meðan rannsóknin á fjórum af hans eigin hrossum fer fram. Rannsóknin verður framkvæmd á næstunni og er talsvert viðamikil. Hvað varðar lögreglurannsóknina er það mál enn hjá RLR eftir að því var vísað þangað á ný frá ríkissaksókn- ara. Þorkell sagði að það væri ekki einungis það að honum þætti sér misboðið í gagnrýni aöstandenda Gýmis, sem fengi hann til aö rann- saka eigin hross, heldur vísindalegur áhugi hans á sýnarannsóknum. „En það er mjög óvanalegt að menn veitist að mér opinberlega út af rann- sóknarniðurstöðum," sagði Þorkell. Ætlun hans er aö fá rannsóknarnið- urstöðurnar birtar í virtu bresku tímariti fyrir áhugamenn um hesta. í Hestinum okkar segist Þorkeh hlynntur reglugerð LH um lyíjaeftir- Ut. Varðandi kynbótahross segir Þor- keh: „Ég er þeirrar skoðunar að meðal þeirra komi sterar sérstaklega við sögu, þ.e.a.s. svokallaðir bolster- ar (anabólskir sterar). Rannsóknir á slíku lyfjamisferh eru réttilega dýrar og erfiðar að því leyti að þar þarf að notast við þvagsýni og blóðsýni því að þau síðarnefndu ein eru ekki nægjanleg til þess að rannsóknarnið- urstöður verði marktækar." -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.