Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1994, Side 24
32 . FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 Menning Agrip af merkri sögu Tveir menn standa einkum upp úr fjöldanum þegar litiö er til sögu neysluvöruverslunar á íslandi síö- ustu ár og áratugi: Pálmi Jónsson í Hagkaupi og Jóhannes Jónsson í Bónusi. Báöir hafa þeir orðið til þess aö gjörbreyta verslunarhátt- um til hagsbóta fyrir íslenska neyt- endur - og um leið náö að byggja upp stórveldi í íslensku viðskipta- lífi. Pálmi Jónsson lést fyrir þremur árum. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sem sjálfur hafði kynni af þessum helsta frumkvöðli nútímaverslunar á íslandi, ritaði grein í tímaritið Andvara í fyrra um ævi og störf Pálma. í þessari bók er að finna endurskoðaða og aukna útgáfu af tímaritsgreininni. Hér er meginatriðum í sögu Pálma Jónssonar vel haldið til haga: fjallað skilmerkilega um ætt og uppruna, minnst á helstu skref- in á viðskiptaferlinum allt frá því að fyrsta póstverslun Hagkaups var opnuð í fiósinu í Eskihlíð í Fossvogsdal þar til Kringlan lagði þjóðina að fótum sér. Einnig segir stuttlega frá fiölskyldu Pálma og afkomendum. Hannes rekur hér stríð Pálma við Pálmi Jónsson í Hagkaupi tekur við viðurkenningunni maður árs- ins úr hendi Ellerts B. Schram, rit- stjóra DV. kerfið, heildsala, aðra kaupmenn, hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnmálamenn sem reyndu að setja honum stólinn fyrir dyrnar þegar hann vildi innleiða nútíma- legri vinnubrögð. Allar breytingar kostuðu mikil átök við þá sem sáu hagsmunum sínum ógnað. Þannig Altalandi, sem kennir bædi < stafsetningu og framburd ! EIVISKU KEIVIIVIARIIMIM RAFHLÖÐUR FYLCIA! LAUGAVEG115 - SÍMI 23011 var harkalega tekist á um jafn ólíka hluti og innflutning á ódýrari mat- vöru, sölu á bókum og gleraugum, júgúrt frá Húsavík og innfluttu grænmeti, svo tekin séu nokkur dæmi sem kunn eru vegna mikillar fiölmiðlaumræðu á sínum tima. Svo fór yfirleitt að lokum að Pálmi stóð uppi sem sigurvegari enda yf- irleitt með almenningsálitið að baki sér. Bókmenntir Elías Snæland Jónsson í þessari stuttu, vel skrifuðu bók er þannig stiklað á stærstu steinum á þeirri merkilegu leið sem Pálmi markaði með lífsstarfi sínu; þetta er ágrip af mikilli sögu sem er svo sannarlega þess virði að vera sögð í mun ítarlegri ævisögu síðar. PÁLMI í HAGKAUP. (108 BLS.) Höfundur: Hannes Hólmsteinn Gissur- arson. Framtíöarsýn, 1994. Bíóhöllin - Kraftaverk á jólum: ★ ★ Jólasveinninn sem börnin trúðu Kraftaverk á jólum (Miracle on 34th Street) er endur- gerð einhverrar bestu jólamyndar sem gerð hefur ver- ið og hefur sú mynd alla tíð verið eitt besta meðal til að fá börnin til að halda áfram að trúa á jólasveininn, enda má kannski segja að boðskapur myndarinnar sé að það er ekki hægt að sanna að jólasveinninn sé ekki til. Það hefur færst í vöxt í Hollywood eftir því sem hugmyndaleysið eykst að endurgera myndir og margt vitlausara hefur verið gert en að endurgera Krafta- verk á jólum. Það er bara skrýtið að ekki skuli vera búið að gera það fyrr (að vísu leit sjónvarpsútgáfa af myndinni dagsins ljós fyrir nokkrum árum en hún þótti ekki standa undir nafni). Nýja útgáfan, sem er nánast eins og sú gamla, aðeins staðfærö, hefur sjálfan Sir Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Og satt best að segja er myndin jólaleg upp á gamla móðinn og tilvalin fiöl9kylduskemmtun rétt fyrir og um jólin. Jólastemningin er fyrir hendi, Attenborough er alveg eins og jólasveinar eiga að vera og passlega væmið melódrama fylhr svo upp í götin. Sögusviðið er New York í jólaösinni. Kris Kringle, öðru nafni jólasveinninn, er ekki ánægður með þá sem apa eftir honum í borginni og þegar honum býðst starf í stórverslun einni þiggur hann starfið með þökkum. Og það þarf ekki að taka það fram að krakkarnir eru fljótir að sjá að þetta er hinn eini sanni jólasveinn. Meira að segja hin unga Susan Walker, dóttir deildar- stjóra í versluninni, fær trúna á jólasveininn aftur en móðir hennar haföi leitt hana í allan sannleika um málið. Ekki eru samt allir sáttir við störf Kris Kringle, sér- staklega eru þeir óánægðir sem sáu í hendi sér að hægt væri að kaupa verslunina ódýrt þar sem rekstur- Richard Attenborough leikur trúverðugan jólasvein. inn gekk illa. Þeir hinir sömu leggja því gildru fyrir jólasveininn og ákæra hann fyrir að þykjast vera eitt- hvað sem hann er ekki. Svo er það bara spurninginn hver á að sanna að jólasveinninn sé ekki sá sem hann segist vera. Það sem háir helst Kraftaverki á jólum er að þrátt fyrir einlægni og einfaldleika þá vantar eitthvað óvænt í handritið. Það er alltaf hægt að sjá fyrir hvað gerist og það liggur við að hægt sé að leggja persónum orð í munn áður en orðin eru sögð. En þetta er minnihátt- ar galli sem sú kynslóð sem ánægðust er með myndina tekur ekki eftir. Kraftaverk á jólum (Miracle on 34th Street) Leikstjóri: Les Mayfield Aöalhlutverk: Richard Attenborough, Mara Wilson og Eliza- beth Perkins Guðlaugur Bergmann verslunarmaður: ...ég fylgist með Tímanum. hin hliðin á málunum Sími 63 16 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.