Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 9 Díana verðlaunaði í gær tvo menn sem hjálpuðu henni að bjarga gömlum róna frá drukknun í fyrra. Síðan heim- sótti hún rónann. Þannig gersigraði hún Kalla prins í athyglisstriðinu sem þau heyja þessa dagana. Prinsinn er einn óvinsælasti maður Bretlands um þessar mundir. Símamynd Reuter Skilaboð Díönu til CamiIIu, verst klæddu hjákonu heims: Haltu þig frá sonum mínum - Díana gersigrar í athyglisstríðinu og Karl einn óvinsælasti maður Bretlands Díana prinsessa af Wales hafnar því með öllu að Camilla Parker- Bowles, gamla hjákonan hans Kalla, fái að koma nærri sonum hennar tveimur. Díana hefur miklar áhyggj- ur af því aö Camilla verði eins konar „varamamma" drengjanna í framtíð- inni. Hún telur Camillu ekki heppi- lega stjúpmóður drengjanna. Díana óttast það mjög að bæði barnfóstrur drengjanna og vinkonur Karls nái að vinna hylli þeirra og færi athygl- ina þar með frá henni sjálfri. Díana sá meðal annars ástæðu til að minna Tiggy Legge-Bourke, bamfóstru þeirra, á að hún væri nú enn móðir þeirra. Díana hefur hins vegar miklu minni áhyggjur af fórnarlambi hinna konunglegu kossa Karls í skíða- brekkunni, bamfóstrunni Tiggy, heldur en hjákonunni Camillu. Hún hefur ávallt verið mjög öfundsjúk út í Camillu og aldrei skilið dálæti Karls á henni. Díana kallar Camillu jafnan „Rottweilerhundinn“. Prinsessan hefur þegar bannaö að drengirnir fái að eyöa helgi með Karli og Camillu. Camilla var valin verst klædda kona heims sl. þriðjudag og það hitt- ist svo á að akkúrat þennan sama dag tilkynntu hún og Andrew Park- er-Bowles, eiginmaður hennar, skilnað eftir 21 árs hjónaband. Þegar tilkynnt var um valið birtu aðstand- endumir mynd af Camillu bora í nefið. Strax eftir að tilkynnt var um skilnaðinn hófust vangaveltur um hvort Karl mundi fylgja á eftir og sækja um skilnaö við Díönu. Karl og Díana sinntu bæði góðgerð- armálum í gær og reyndu að láta lita svo út sem allt væri í stakasta lagi þótt fréttir úr einkalífi þeirra væru á forsíðum nánast hvers einasta blaðs í Bretlandi. Greinilegt er að þau heyja mikið athyghsstríð og hafði Díana fullan sigur í gær þrátt fyrir að fjölmiðlar væru æstir í að heyra hvað Karl hefði að segja um skilnað Camillu. Prinsinn sinnti hins vegar bara skyldum sínum með bros á vör og minntist ekki einu orði á Camillu. Talsmenn hans segja að hahn hafi ekki í hyggju aö skilja á næstunni. Staða Karls versnar sífellt. Á dög- unum sýndi skoöanakönnun að að- eins 16% Breta vildu Kalla sem kóng. í gær valdi tískutímaritið Cosmo- pohtan óvinsælustu menn Bretlands. Lenti Kalh í einu af efstu sætunum. Flugslysið í Kólumbíu: Stúlkanóhugg- andieftirdauða foreidranna Erika Delgado, 9 ára stúlkan sem lifði af flugslysið í Kólumbíu í íyrrakvöld, var óhuggandí á sjúkrahúsi í borginni Cartagena í gær þar sem hún grét látna for- eldra sína og bróður sem fórust í slysinu. „Hún sagði mér að hún ætlaði ekki aftur í skólann af því að for- eldrar hennar væru dánir,“ sagði Diana Carohna Hincapie, skóla- systir Eriku, þegar hún kom úr heimsókn til hennar á sjúkrahús- ið í gær. Erika og 5 ölskylda hennar voru á heimleið til Cartagena úr tveggja vikna fríi hjá frændfólki í höfuðborginni Bogota þegar flugvélin sem þau voru í sprakk í loft upp á flugi yfir norðurhluta Kólumbíu. Erika lenti í þykkum hitabeltisgróðri og varð það henni til lífs. Reuter Þingflokksformaður demókrata: Krefst rannsóknar á bókasamningi Gingrich David Bonior, þingflokksformaður demókrata í fuhtrúadehd Banda- ríkjaþings, hefur enn krafist þess að skipaður verði sérstakur rannsókn- ardómari til að kanna samning sem Newt Gingrich, forseti fulltrúadeild- arinnar, gerði við bókaútgáfu fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murdochs. Gingrich viðurkenndi í gær að hann hefði átt fund meö Murdoch í Was- hington nokkrum vikum áður en gengið var frá samningnum. HarperColhns útgáfan bauö Gingrich rúmlega 300 milljónir króna í fyrirframgreiðslu fyrir tvær bækur. Gingrich afsalaði sér henni nokkru síðar vegna mikihar gagn- rýni frá félögum hans í Repúbhkana- flokknum. Howard Rubenstein, talsmaður Murdochs, sagði að þeir hefðu hist 28. nóvember, áður en umdeildur útgáfusamningurinn varð heyrum kunnur, þegar Murdoch var í Was- hington þar sem hann hitti ýmsa framámenn, þar á meðal demókrata. Rubenstein sagði í yfirlýsingu að bókasamningurinn hefði aldrei kom- ið til umræðu. Gingrich sagði síðan í viðtah við sjónvarpsstöðina CNN í gær að hann hefði ekki haft hugmynd um að Murdoch ætti HarperCollins útgáf- una. Davdd Bonior velti því upp hvort það væri tilviljun að repúbhkanar ætluðu að afnema takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á sjónvarps- stöðvum í Bandaríkjunum, nokkuð sem Murdoch mundi líklega hagnast á. „Bandaríska þjóðin á heimtingu á að vdta hvort Gingrich hefur notað opinbera stöðu sína sér th persónu- legs ávinnings eða ekki,“ sagði Boni- or. Reuter TRYGGINGASTOFNUN K& RlKISINS Lífeyrisréttindi á Norðurlöndum • Ertu með ríkisborgararétt á Norðurlöndum? • Hefurðu búið eða starfað annars staðar á Norður- löndum í þrjú ár eða meira? • Færðu lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins? Svarir þú þessum spurningum játandi gæti Norður- landasamningurinn um almannatryggingar haft þýð- ingu fyrir þig. Þú getur fengið lífeyri þinn rejknaðan að nýju og fengið hlutfallsgreiðslurfrá hverju þeirra Norðurlanda sem þú hefur búið eða starfað í. Þetta gæti í einhverjum tilvikum gefið hærri lífeyris- greiðslur í heild en þú færð nú og það er öruggt að greiðslur til þín munu ekki lækka. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, Reykjavík, í síma 560 - 4573. Tryggingastofnun ríkisins JEPPADEKK Ný Radial* Mudder * Mýkri og betri hiiðar hafa verið hannaðar fyrir Radial Mudder Dekk sem framleidd eru eftir 42. viku ’94. BFGoodrich ——^^—**—^mmmmmmmammmmmmmm dekk Missið ekki af BF Goodrich dekkjaleiknum. Dregið 25. febrúar. 5 gangar verða endurgreiddir ásamt aukavinningum. Leitið upplýsinga á flestum hjólbarðaverkstæðum. Verðmæti vinninga allt að 550.000 kr. S. 587-0-587 Vagnhöfða 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.