Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 íþróttir unglinga__________________________________ Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga: Það væri toppurinn að keppa á ólympíuleikum sagöi Hanna Kristín, IFH, sem náði besta afreki mótsins og hlaut sjómannabikarinn Hanna Kristín Jónsdóttir, ÍFH, varð sigurvegari í nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga. Hún sigr- aði í 50 metra baksundi, fékk tímann 40,17 sekúndur sem gefur 756 stig. í 2. sæti varð Hjördís Anna Haralds- dóttir, ÍFH, synti 50 m baksund á 40,66 sekúndum sem gefur 729 stig. í 3. sæti varð Heiðdís Dögg Eiríksdótt- ir, ÍFH, sem sigraði í 50 m skriðsundi á tímanum 32,11 sekúndum sem gef-'- ur 690 stig. Heiðursgestur mótsins var Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Umsjón Halldór Halldórsson og sá hún um afhendingu verðlauna. Eftirtalin sex íþróttafélög tóku þátt í mótinu: íþróttafélagið Fjörður í Hafnaríirði, íþróttafélag fatlaðra frá Reykjavík (ÍFR), íþróttafélag heyrn- arlausra (ÍFH), íþróttafélagið Ösp frá Reykjavík, íþróttafélagið Þjótur frá Akranesi. Sigurinn kom nokkuð á óvart Hanna Kristín Jónsdóttir, ÍFH, sem er 14 ára, sagði í samtali við DV að sigurinn hefði komið sér nokkuð á óvart. „Sundið var mjög erfitt því Hjördís og Heiðdís eru mjög sterkar. Ég er mjög ánægð með tímann. Það sem nú er fram undan er að æfa af fullum krafti því ég á mér þann draum að keppa fyrir ísland á ólympíuleikum. Það væri toppurinn. Eg byrjaði að æfa fyrir þremur og hálfu ári og finnst mér sundið frábær íþrótt,“ sagði Hanna Kristín. Stórkostlegt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri var heiðursgestur mótsins. „Mér finnst alveg stórkostlegt að sjá hversu börnin eru dugleg í þess- ari erfíðu íþróttagrein - og keppnis- skapið er í góðu lagi,“ sagði Ingibjörg Sólrún, sem hafði greinilega mikla ánægju af að fylgjast með keppni krakkanna. Ný kynslóð „Margir af okkar bestu afreksmönn- um j sundi hafa keppt á þessu móti. Að þessu sinni er ný kynslóð komin fram á sviðið, krakkar sem lofa mjög góðu,“ sagði Ólafur Jensson, formað- ur ÍF. Bara ánægja Anna Reynisdóttir sat með dóttur sinni, Eddu Sigrúnu Jónsdóttur, íþróttafélagi fatlaðra. Þær voru að undirbúa 50 metra bringusundið hjá stúlkunni. „Mér finnst mjög gaman að þessu því aðalatriðið er að vera meö en sig- ur skiptir minna máli - engin spenna, bara ánægja. Þetta er reynd- ar í fyrsta sinn sem Edda er með í nýárssundmótinu og lífið hefur síð- ustu dagana algjörlega snúist um þetta," sagði Anna. Mjög spennandi Steinunn Unnsteinsdóttir er móðir Níelsar Sigurðssonar sem er 7 ára en hann keppir fyrir Fjörð frá Hafn- arfirði. „Þetta er í fyrsta skipti sem Níels keppir í sundmóti og er þetta mjög spennandi hjá honum. Mót sem þetta verkar mjög hvetjandi á krakkana - og það er mikill metnaður í Níels og nýtur hann sín mjög vel hérna í Sundhöllinni," sagði Steinunn. Snorri Karlsson, ’80, Firði, kemur fyrstur i mark i 50 metra skriðsundi pilta. . - ■ Ingibjörg Sólrún borgarstjóri afhendir bikarhafanum, Hönnu Kristínu Jóns- dóttur, verðlaunin. í miðju er Hjördís Anna Haraldsdóttir sem varð í 2. sæti. Hressir krakkar. Til vinstri, Einar Sigurðsson og Kristjana Björnsdóttir. Þau keppa fyrir Þjót frá Akranesi. Anna Reynisdóttir með dóttur sinni, Eddu Sigrúnu Jonsdottur, en hun var að keppa í sundi í fyrsta sinn. Steinunn Unnsteinsdóttir með soninn Níels Sigurðsson, 7 ára. Hann átti að fara að keppa í 50 m bringusundi. DV-myndir Hson Nýárssundið: Úrslif Hér á eftir bírtast úrslitin í hin- um ýmsu greinum nýárssund- móts fatlaðra bama og unglinga sem fór fram síðastliöinn sunnu- dag, 8. janúar. 50 m baksund stúlkna: Hanna K. Jónsd., ’80, ÍFH.40,17 (Besti árangur mótsins: 756 stig) Hjördís Haraldsd., ’81, ÍFH....40,66 (Annar besti árangurinn: 729 stig) Heiödís Eiríksdóttir, ’80, ÍFH 42,18 Harpa Þráinsd., ’78, Þjóti.51,14 EvaÞórsdóttir, ’82,ÍFR.....53,26 Emma Björnsdóttir, Þjóti......56,69 Erla Grétarsdóttir, ’79, Ösp...59,28 50 m baksund pilta: SnorriKarlsson, ’80, Firði.44,84 Jakoblngimarsson, ’82, Ösp .49,88 Gunnar Ö. ÓLafss., ’84, Ösp ..59,70 Haraldur Haraldss., ’83, ÍFR .59,74 50 m bringusund stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, ’80, ÍFH 41,15 Hjördís Haraldsd., ’81, ÍFH....44,90 Hanna K. Jónsdóttir, ’80, ÍFH45,48 EvaD. Ebenezerd., ’82, ÍFR ...56,06 Anna Kristjánsd., ’81, Óðni 1:02,18 Erla Grétarsdóttir, ’79, Ösp 1:03,34 Edda S. Jónsdóttir, ÍFR.......1:40,22 Arna Andrésdóttir, ’83, Ösp...(óg.) Kristjana Bjömsd., ’80, Þjóti..(óg.) Rut Ottósdóttir, ’82, Ösp..(óg.) HildurSigurðard., ’82,Ósp ....(óg.) 50 m bringusund piita: Snorri Karlsson, ’80, Firði „1:01,29 Sveinn Sigm-björnss., ’80, Þjóti ........................1:02,01 Einar Jónsson, ’79, Firði.1:02,94 LindbergScott, '82, Þjóti.....l:03,49 Haraldur Haraldss.,’83. ÍFR 1:08,84 Anton Kristjánss., ’83, Ösp .1:08,90 Bjarki Birgisson, ’82, ÍFR....1:22,08 Einar Sigurðsson, ’80, Þjóti....(óg.) 50 m skriðsund stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, '80, ÍFH 32,11 (Þriðji besti árangurinn: 690 stig) Ilanna K. Jónsdóttir, ’80, ÍFH32.18 Hjördís Haraldsd., '81, ÍFH....34.50 Harpa S. Þráinsd., ’78, Þjóti...38,71 EvaÞ. Ebenezerd., ’82, ÍFR....43,77 Erla Grétarsdóttir, ’79, Ösp...51,18 Emma Björnsdóttir, Þjóti..57,83 Kristjana Björnsd., ’80, Þjóti ........................1:11,49 50 m skriðsund pilta: SnorriKarisson, ’80, Firði.....39,64 Jakoblngimundars., '82, Ösp45,57 Haraldur Haraldsson, ’83, ÍFR Einar Sigurösson, ’80, Þjóti...52,71 Gunnar Ö. Ólafsson, ’84, Ösp 53,05 Bjarki Birgisson, ’82, ÍFR....1:06,47 50 m fiugsund stúlkna: HeiðdísEiríksdóttir, ’80, ÍFH 38,79 HannaK. Jónsdóttir, '80, ÍFH42.93 Hjördís A. Haraldsd., ’81, ÍFH ....................... 48,45 Erla Grétarsdóttir, Ösp.1:13,29 50 m flugsund pilta: Snorri Karlsson, ’80, Firði.... .55,62 Borðtennis: Lýsismótið 1995 Lýsismótiö var haldið f íþrótta- sal borðtennisdeildar KR í gamla Hampiðjuhúsinu laugardaginn 7.-8. janúar. Keppendur voru 58 frá 7 félögum. Guðmundur Stephennsen, Vík- ingi, sigraöi í meistaraflokki. Önnur úrslit urðu þessi. Byrjendaflokkur: 1. ívar Hólm Hróðmarsson...KR 2. Marteinn Rey nisson.....HK (úrslit: 21-17, 23-21) 3. -4. Þorvaldur Árnason...Víkingi 3.-4. Ólafur Ólafsson.......,.HK 2. flokkur karla: 1. AxelSæland..............HSK 2. Smári Einarsson..Sfjörnunni (úrslit: 21-13, 21-13) 3. -4. Árni Ehmann..Stjörnunni 3.-4. Guðni Páll Sæland....HSK 1. flokkur karla: 1. AlbrechtEhmann....Stjörnunni 2. Guðmundur Maríusson......KR (úrslit: 24-22, 21-11) 3. -4. Ingimar Ari Jensson.HSK 3.-4. GuðniPáll Sæland.....HSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.