Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 15 Byggið á Reykja- víkurflugvelli Oft hefur veriö á þaö bent hve frámunalega illa fer á því að hafa flugvöll í miðri Reykjavík. Hann kann að hafa verið vel staðsettur .fyrir hálfri öld en nú er hann löngu farinn að hamla vexti borgarinnar upp á við: Einnig teygist óeðlilega úr byggð meðfram flugvellinum en því fylgir mikil samþjöppun á um- ferð á Hringbraut og Skúlagötu. Auk þess er stórhaettulegt að hafa flugvöll þarna við miðborgina, eins og hvað eftir annað hefur sýnt sig. Er þess skemmst að minnast þegar sekúndum munaði aö flugvél ræk- ist á strætisvagn. Hraðlesttil Keflavíkur Af einhverjum ástæðum stóð íhaldsmeirihlutinn alltaf gegn því að færa innanlandsflugið til Kefla- víkurflugvallar en það ætti ekki að binda hendur núverandi borgar- stjórnar. Raunar minnist ég þess að framsóknarmenn lögðu til að gera hraðlest frá Mjóddinni til Keflavíkurflugvallar og höfðu reiknað út að það borgaði sig. Var þannig svarað einu rökunum sem ég hefi séð fyrir því að halda flugvellinum áfram á sama stað. En þau voru að flugi út á land væri oft frestað vegna veðurs og KjaUaiinn Örn Ólafsson lektor væri þá langt fyrir farþega að fara heim til Reykjavíkur frá Keflavík- urflugvelli. Þetta var raunar sagt þegar Reykjavíkurbyggð var enn umhverfis flugvöllinn. Nú horfir máhð allt öðruvísi við. Það sem áður var á útjöðrum borg- arinnar varð að víkja þegar hún þandist út, t.d. Melavöllurinn og Loftskeytastöðin, það er löngu tímabært að flugvöllurinn víki líka. „Hvort sem lóöirnar yrðu leigðar eða seldar yrðu þær Reykjavíkurborg því- lík auðsuppspretta um mörg ókomin ár að ekki er neina viðlíka tekjulind að sjá. Þetta yrðu eftirsóttustu lóðir sem boðist hafa áratugum saman.“ Reykjavik er óþarflega lágreist og hefur flugvellinum jafnan verið kennt im,“ segir Örn m.a. í grein sinni. Spennandi verkefni Reykjavík er óþarflega lágreist og hefur flugvellinum jafnan verið kennt um. Ef blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis risi á Reykja- víkurflugvelli lægi beint við að leggja mikla umferöargötu sunnan Öskjuhlíðar og flugvallarsvæðisins út að Ægissíðu, fyrir nú utan götur í framhaldi af Sóleyjargötu, Njarð- argötu, Snorrabraut o.fl. Þannig dreifðist sú umferð sem nú þjapp- ast á Skúlagötu og Hringbraut. En hvar á að taka peningana? Er ekki Reykjavíkurborg of blönk til að ráðast í svona framkvæmdir? Svarið er einfalt, peningana má taka upp úr flugvallarsvæðinu sjálfu. Hvort sem lóðirnar yrðu leigðar eða seldar yrðu þær Reykjavíkurborg þvílík auðsupp- spretta um mörg ókomin ár að ekki er neina viðlíka tekjulind að sjá. Þetta yrðu eftirsóttustu lóðir sem boðist hafa áratugum saman. Og ekki vantar aðlaðandi garða eða útivistarsvæði allt í kring, þar er Hljómskálagarðurinn, Vatns- mýrin, Skerjafjörður og Öskjuhlíð. Það yrði mjög spennandi verkefni að tengja borgarhverfi sem nú eru sundruð. Þyrfti samkeppni um skipulag hverfisins. Nú er lag til að stórbæta borgina, grípið þaö. Örn Ólafsson Konur í öngstræti að hafa afl ef viljann vantar til þess að beita því. Annar og betri árangur Kvennalistinn varð því ekki sá vendipunktur sem vænta mátti í kvennabaráttu. Hann auðveldaði þó konum aðgang að Alþingi og um leið ýtti hann við gömlu flokkunum en hins vegar breytti hann því ekki að konur voru enn fangar síns hug- unga og menntaða kvenfólkið sem líklegast hefði verið til þess að ná frama innan gömlu flokkanna. Brotthvarf stórs hóps kvenna úr gömlu flokkunum varð til þess að karlmenn urðu mikilvægari fyrir kjörfylgi þeirra en konur, konur dæmdu sig því í pólitíska útlegð innan þeirra. Að framansögðu tel ég að ætla megi að árangur kvenna hefði orðið annar og betri í jafnrétt- „Brotthvarf stórs hóps kvenna úr gömlu flokkunum varð til þess að karl- menn urðu mikilvægari fyrir kjörfylgi þeirra en konur. Konur dæmdu sig því í pólitíska útlegð innan þeirra.“ Það hefur á tíðum hvarflað að mér hvort kvennabarátta síðustu tveggja áratuga hafi ekki lent í öng- stræti þegar litið er á launakjör kvenna. Mér er því spurn; hvað hefur farið úrskeiðis í kvennabar- áttunni? Að sjálfsögðu er hér ekk- ert einhlítt svar en að vel athuguðu máh tel ég stærstu mistökin hggja í póhtískum baráttuaðferðum kvenna. Hin póhtíska kvennabar- átta hefur að stórum hluta verið háð á grundvelli aðskilnaðar kynj- anna sem í raun gengur þvert á jafnréttishugtakið þar sem jafnrétti er ætlað að sameina alla hópa und- ir einni reglu og einum rétti. Þessi aðskilnaðarstefna hefur og orðið þess valdandi að konur hafa ein- angrast innan póhtíska kerfisins og um leið hafa þær orðið þess van- megnugar að hafa áhrif á ákvarð- anatöku innan þess. Ekki vendipunktur Áhrifaleysi kvenna innan póli- tíska kerfisins veldur því að konur hafa ekki náð skjótum árangri í launabaráttu. Helgast þetta af því að kjör kvenna koma ekki til með að breytast neðan frá nema á mjög löngum tíma þar sem styrkur hvers einstaklings til þess að breyta kjör- um sínum er mjög htih. Ef staða kvenna í launamálum á að breytast með hraði þá verður sú breyting að koma ofan frá, frá pólitíska framkvæmdavaldinu. Þegar kynjaaðskilnaður hófst í KjaUarinn Guðmundur S. Johnsen stjórnmálafræðingur stjórnmálum, með tilkomu Kvennahstans, voru konur mjög firrtar vegna lítils framgangs innan flokkanna. Þeim farinst sem eina leiðin væri að hverfa inn í sjálfa sig til þess að skapa sér sinn eigin vettvang á sínum eigin forsendum. Tekin voru í notkun hugtökin karla- og kvennapóhtík er grund- vöhuðu aðskilnaðinn. Kvennalistinn skapaði konum ákveðna stöðu í stjórnmálum er sýndi að þær hefðu afl til þess að vera með og komast á þing. Kvennahstinn viröist þó ekki vera sér þess meðvitandi að ekki er nóg arfars. Staða kvennalistakvenna var því htið betri en staða þeirra kvenna sem í gömlu flokkunum voru þar sem Kvennalistinn gleymdi því að konur eiga að vera í pólitík til þess að stjórna og hafa áhrif en ekki til þess eins að fjölga konum á Alþingi. Tilkoma Kvenna- listans kom af stað mikilli umræðu um hlut kvenna og varð þannig gott innleg í baráttu þeirra í stjórn- málum. Hinu má þó ekki gleyma að tilkomá Kvennalistans varð þess valdandi að staða kvenna innan gömlu flokkanna veiktist til muna þar sem Kvennahstinn tók til sín is- og launamálum hefðu konur einbeitt sér að því að ná gömlu flokkunum undir sig og breytt stöðu sinni í launamálum og á vinnumarkaði í gegnum þá. Við skulum muna að konur eru meiri- hlutahópur í þjóðfélagi okkar og sem slíkur ætti hann að geta ráðið því sem hann vih. Hann á þvi ekki þurfa að hegða sér eins og minni- hlutahópur hkt og hann gerir nú í dag. Guðmundur S. Johnsen UaA AM Nieoog ámóti Endurtekiö forval Kvennalistans á Reykjanesi Vilji mikils meirihluta „Það olh mörgum von- brigöum hversu fáar konur gáfu kost á sér i forvali í Reykjanes- kjördæmi, Á félagsfundi í nÓVember Var Bryndis GuðmundadóBir mikið rætt kvennall9lakona' um að fá fleiri konur í hópinn, þar á meðal Kristínu Hahdórs- dóttur. Þar sem forvalið var hafið var ákveðið að bíða eftir niður- stööum þess. Samþykkt hafði verið að þær yrðu. bindandi ef þátttakan yrði 50%. Á jólafundi var upplýst að þátt- akan hefði aðeins verið 30% en engu að síður lögð fram tillaga um bindandi niðurstöðu varð- andi 3 efstu sætin. í fundarboði kom ekki fram að slík tillaga kæmi til umræðu og afgreiðslu. Ekki var gefið upp hvernig at- kvæði féhu; þaö vissi aðeins upp- stihinganefnd. Helmingur fund- arkvenna, á fámennum fundi, samþykkti tíllöguna. Margar voru ósáttar við slíka niöurstöðu enda htið lýöræði fólgið í því að fara eftir samþykkt mjög fárra. Á fjölsóttum félagsfundi 5. jan- úar var samþykkt aö endurtaka forvahð. Þá fyrst er hægt að tala um afskræmingu á lýðræði ef ekki er tekið tihit til vhja mikhs meirihluta sem óskar eför endur- skoðun ákvörðunar tiltölulega fárra.“ Stórhættulegt kúgunartæki „Endur- tekningin á forvalinu á Reykjanesi er ekki aðeins brot á starfs- reglum Kvennalist- ans hcldur einnig and- stætt Viður- Helga SigurjónsdttHr kenndum kvennalislaknna. hefðum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það er ekki lengur hægt að treysta því að orð standi. Sam- þykkt löglegs félagsfundar frá því í desember var gerð ómerk en hún kvað á um að niðurstöður forvalsins skyldu standa hvað varðar efstu þrjú sætin. Þessu var rift á félagsfundi í siðustu viku með þeim orðum að forsendur heíðu breyst Með breyttum forsendum er skírskotað til undirskriftasöfn- unar th stuðnings einum fram- bjóöanda, Kristínu Hahdórsdótt- ur. i þessu sambandi ber að líta til þess að undirskriftasöfnunin fór af stað eftir að forvalið var um garð gengið og eftir að félags- fundur, sem fer með æösta vald- ið, var búinn að ákveða að niður- stöðurnar skyldu standa. Haldi svona vinnubrögð áfram hrnan Kvennalistans hlýtur hann að hða undir lok. En það er ekki þar með sagt að konúð sé að leið- arlokum fyrir kvennabaráttu í landinu. Það er ljóst að Kvenna- listinn þarf að taka sjálfan sig til gagngerrar endurskoðunar. Grasrótarlýðræðið svokallaða virðist vera stórhættulegt og far- ið að virka sem kúgunartæki í stað þess að tryggja frelsi og jafn- rétti." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.