Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 31 Fréttir Sjávarútvegsráðherra Kanada 1 opinberri heimsókn: Höfum átt samleið með íslendingum sagði Tobin við komuna - móttöku hjá forseta Islands aflýst „Forsetínn féllst á þaö í morgun aö ósk sjávarútvegsráöuneytisins aö taka á mótí Tobin. Síðan óskaöi ég eftir því áö þetta yrði fært út af dag- skránni vegna þess aö ég vildi ekki blanda forseta íslands inn í þessar deilur. Þetta var gert að mínu frum- kvæði,“ sagöi Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra vegna þess aö aflýst var heimsókn Brians Tobins, sjávarútvegsráðherra Kanada, tíl forseta íslands. Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær í boöi Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra. Flugvél ráðherrans lenti á Reykjavíkurflug- velli síödegis þar sem Þorsteinn Páls- son tók á móti honum. Hann lagði áherslu á að hann vildi ekki blanda sér í pólitískar deilur. „Samkomulagið við Norðmenn var ekki gert með það fyrir augum að auka á missætti milli íslands og Nor- egs. Við vorum að leggja áherslu á rétt strandríkja og þetta var aðeins samkomulag um gagnkvæmt eftirlit. Utanríkisráðherra Islands talar að sjálfsögðu fyrir sjálfan sig. Við kom- um hér sem vinir og við höfum ætíð átt samleið með íslendingum í fisk- veiðimálum og ég vona að það verði þannig áfram. Eg vil fá að heyra hvaö Jón Baldvin hefur að segja áður en ég tjái mig frekar,“ sagði Tobin. Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlaði að sitja ráðstefnuna þar sem Tobin mun flytja erindi. Hann hefur nú horfiö frá þeirri ætlan sinni þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að setja sig ekki upp á móti heimsókn- inni. „Ég sé ekki að aðgerðir ráöherr- ans í Noregi gefi tilefni til neins kurt- eisisauka. Jafnvel þó heimsókn hans hérlendis fari frain eins og áætlað var,“ segir Eyjólfur Sveinsson, aö- stoðarmaður forsætisráðherra. -rt Ólafur Ragnar Grímsson: Frá blaðamannafundi þar sem aukavinningur Happdrættis Háskóla íslands var kynntur. Á myndinni er Sverrir Sigfússon, forstjóri Heklu, umboðssala álbílsins, og dr. Ragnar Ingimarsson, forstjóri HHÍ. DV-mynd Sveinn Happdrætti Háskóla íslands: Býður upp á Plús-vinning „Það sem vakir fyrir okkur er það að bæta viö ásjálegum hlut í vinn- ingaskrá okkar. Við fundum þennan bíl sem er fyrsti færibandaframleiddi bíllinn úr hreinu áli og afar sérstak- ur. Við munum fara með bílinn um allt land í sumar og sýna hann,“ seg- ir dr. Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands sem býður upp á svokallaðan Plús-vinn- ing á nýju happdrættisári. í desemb- er verður dreginn út bíll af gerðinni Audi A8 með öllum búnaöi. Ragnar leggur áherslu á að þessi vinningur sé ofan á það 70 prósenta vinningshlutfall sem HHÍ hefur haft. Þá segir hann að dregið veröi úr öll- um seldum miöum. Ef um tromp- miða sé að ræöa fari sá miði fimm sinnum í útdrátt. -rt Vanrækt að kynna Kanada- mönnum okkar sjónarmið „Málið sýnir að utanríkisráðherra íslands hefur vanrækt á undanförn- um mánuðum að kynna sjónarmið íslands fyrir ríkisstjórn Kanada. Ég hélt að það væri hlutverk hans að kynna okkar sjónarmið fyrir ríkis- stjórnum landa við norðanvert Atl- antshaf. Það kemur í ljós að ríkis- stjórn Kanada kannast ekki við að hafa fengiö lýsingu á okkar viðhorf- um. Það máttu allir vita að Norð- menn myndu kappkosta við sína hagsmunagæslu. Eg veit ekki hvað utanríkisráðuneytið hefur verið að gera síðan í ágúst, segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Hann segist ætía aö sitja kvöld- verðarboðsem haldið verður til heið- urs kanadíska sjávarútvegsráðherr- anum í kvöld. „Það eru rétt viðbrögð hjá Þorsteini Pálssyni að veita Kanadamönnum móttöku og kynna þeim okkar sjón- armið. Hann er þar með aö vinna þau verk sem Jón Baldvin átti að vinna. Ég mun á sömu forsendum þekkjast boð um aö sitja þetta kvöldverðar- boð. Menn verða að leggjast á eitt til aö vinna þau verk sem utanríkisráð- herra átti aö vinna á síðasta ári, seg- ir Ólafur Ragnar. -rt Leigðu flugvél fyrir meira en hálfa milljón: Tekin með kíló af hassi Rannsóknarmenn Tollgæslu ís- lands í samvinnu viö fíkniefnalög- reglumenn fundu í fyrrinótt um kíló af hassi á karli og konu við komuna til landsins. Parið hafði leigt sér flugvél við þriðja mann og haldið til Amsterdam á þriðjudag. Þar keypti parið kíló af hassi og hélt ásamt þriöja manninum heim á ný á miðvikudag. Ætlunin var aö halda heim degi fyrr en þau töfðust vegna veðurs. Við tollskoðun á Reykjavíkurflugvelli fundust sín 500 grömmin af hassi á hvoru, karlin- um og konunni sem eru á fertugs- aldri, en ekkert fannst á þriðja mann- inum. Þau voru öll ölvuö og er parið í vörslu lögreglu en þriðja mannin- um hefur verið sleppt. Hann er ekki talinn viðriðinn fíkniefnainnflutn- inginn og er sömu sögu að segja um flugmenn vélarinnar. Leiga á flugvél af því tagi sem fólk- ið ferðaðist með, 12 sæta flugvél, kostar yfir hálfamilljón króna og var leitað ítarlega í henni við komuna til landsins. Ætla má að innkaupsverð fíkniefnanna sé á annað hundrað þúsund krónur. -PP ______________________Meiming Töfraheimur prakkarans Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík efndi til óperusýningar í húsi Islensku óperunnar s.l. þriðju- dagskvöld. Flutt var óperan L’Enfant et les Sortiléges, eöa Töfraheimur prakkarans eftir franska tónskáldið Maurice Ravel. Söguþráður óperunnar er í grófum dráttum þannig (úr efnisskrá): Drengurinn (prakkarinn) er óþekkur við móður sína. Hann vill ekki læra, brýtur allt og bramlar í kringum sig: leikföngin, húsgögnin, skólabækurnar jafnt sem dýrin og trén úti í náttúr- unni. En umhverfiö lifnar allt í einu við og gerir uppreisn gegn prakkaranum. Hann flýr út í garð en trén og dýrin taka honum illa. Viðhorf dýranna breytist þó er hann gerir að sári í loppu íkorna sem hafði slasast í öllum látunum. En drengurinn slasast einnig og dýrin sameinast í aö hjálpa honum og kalla öll á mömmu til hjálpar. Drengurinn breiðir faðminn mót henni sem dýrin kölluðu til - „mamma" og allir eru sáttir. Verkið er hugsað sem óperu-ballett frá höfundarins hendi en á þessari sýningu fór að vísu ekki mikið fyr- ir ballettinum. Þetta skemmtilega og hugljúfa verk leið þó lítið fyrir það og er þessi sýning nemenda- óperunnar um flest ágætlega unnin. Þýðing textans, sem Guömundur Jónsson sá um, er frábær, búningar eru einfaldir en skemmtilegir og förðun er mjög góð í höndum Svanhvítar Valgeirsdóttur. Leikstjórn, eða leikræn framsetning Halldórs E. Laxness er bæði vel og skemmtilega af hendi leyst og píanóleikur og stjóm- Tónlist Áskell Másson un er í góðum höndum hjá þeim Iwonu Jagla og Garð- ari Cortes. Persónur þessa óperuævintýris eru margar og hóps- enur einnig og gerir það verkið upplagt til skóla- uppfærslu sem þessarar. Tónmál verksins er aðeins lauslega tóntegundabundið og verkið því ágæt viðbót við „standand“-verk eldri höfunda óperusögunnar. Hér verða nöfn þeirra átján nemenda sem þátt tóku í sýningunni ekki talin upp, nægir að nefna, aö rík ástæða er til að ætla að sumir þeirra eigi eftir að geta orðið góðir söngvarar í framtíðinni. Þetta er ánægjuleg sýning. Söngskólanum er óskað til hamingju með nemendur sína og fólk hvatt til að sjá sýninguna. í' Nýi ökuskólinn hf. ^ Klettagörðum 11 (við Sundahöfn, ET húsið) Meirapróf Nám til aukinna ökuréttinda VÖRUBÍLL - RÚTA - LEIGUBÍLL Næsta námskeið hefst 16. janúar. Innritun stendur yfir. Allar upplýsingar í síma 884500. 1 Ll iMcDonalds í L E 11 K U IRI N N 9 9 • 1 7 • 5 O Verð kr. 39,90 mín. McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV í dag. DREGIÐ DAGLEGA ÚR POTTINUM! Daglega frá fóstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir. '"W:r ■ : •LifÉWIlÍt 1 Suöurlandsbraut 56. Sími 581-1414 Opið daglega frá 10-23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.