Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 Fréttir___________________________________________________________________________pv Kanadíski þorskstofninn hruninn - veiðibann fram á næstu öld: Orsakir hrunsins taldar ofveiði og umhverf isslys 900.000 veidd tonn 800.000 Hrun kanadíska þorskstofnsins 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 509.209 '63 810.014 '68 þorskafli frá 1963 til 1995 - kf Labrador Wír ' { Island 354.509 232.345 '73 138.559 '78 '83 Hrun í þyngd BiÍH -6 ára þorsks við Labrador 268.677 '88 11.000 a —....^ ^ '93 /*95 riOT=d „Mín skoðun er sú að þarna hafl fisk- ur dáið úr hor og þetta hafi ekkert með ofveiði að gera. Miklar veiðar hefðu kannski getað dregið úr þess- um áhrifum. AUavega heföu þær skilað á land þeim fiski sem hefði dáið hvort eð var,“ segir Jón Krist- jánsson fiskifræðingur sem hefur kynnt sér rækilega ástæður þess að þorskstofninn við Kanada er gjör- samlega hruninn. Kanadíski sjávarútvegsráðherr- ann, Brian Tobin, er nú staddur hér á landi í boði Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Kanadíski ráöherrann mun í heimsókn sinni flytja erindi á ráðstefnu um endur- reisn íslenska þorskstofnsins. Það mun eflaust verða athyglisvert enda stendur hann nú á rústum hins kanadíska þorskstofns. Allar þorsk- veiðar hafa verið bannaðar í rúmt ár. Það gildir um öll veiðarfæri, allt frá handfærum og upp í botnvörpur. Ástandið er svo alvarlegt að ekki er reiknað með veiðum á þorski fyrr en á næstu öld. Jón Kristjánsson segir að það sé ekkert sem styðji þá kenningu sem haldið hefur verið á lofti að ofveiði hafi ráðið þessum örlögum kana- díska þorskstofnsins. Þvert á móti sýni öU gögn fram á að þarna hafi orðið það sem kanadískir vísinda- menn hafa kallað dauða af völdum umhverfisstreitu. Þarna sé einfald- lega um að ræða umhverfisáhrif sem oUu horfelU þorsksins. Slæm lífsskilyrði „Það urðu einfaldlega breytingar á umhverfisþáttum og fæðuframboði. Þetta á viö um kaldan sjó ásamt minnkandi fæðu. Það er athyglisvert að aflabresturinn við Grænland varð 1969 og ári síðar endurtók sagan sig við Labrador. Þama hafa menn kennt um köldum pólstraumum sem myndað hafi kuldapolla með slæm- um lífsskUyrðum fyrir þorskinn," segir Jón. I skýrslum kanadísku hafrann- sóknastofnunarinnar kemur fram að mælingar úr togararalli sýna að 6 ára þorskur á Labradorsvæðinu var að meðaltaU 1,9 kg 1978 og einnig 1983. Árið 1989 var jafngamall þorskur kominn niður í 1,4 kg sem út af fyrir sig ætti að vera mikið áhyggjuefni. Þetta var þó aðeins byrjunin á þyngdartapi þorsksins því árið 1992 sýna mælingar algjört þyngdarhrun þegar hann mæhst aðeins 860 grömm og hefur meðalþyngdin því falUð um meira en helming. Þarna þarf þó að taka með í reikninginn að um er að ræða nyrstu fiskimiðin þar sem sjáv- arkuldinn er mest afgerandi. Því er ekki hægt að heimfæra þessar niður- stöður upp á aUan þorsk. Ofmat á þorskstofninum „Fall í þyngd og ofveiði fara aldrei saman. Það sem er athyglisverðast er að það er stóri þorskurinn sem tapar mestri þyngd. Þetta er eínmitt sá fiskur sem er með mestu fæöu- þörfina," segir Jón. Ástæður þess hve illa er komið fyr- ir Kanadaþorskinum eru nokkuð á reiki. Meðal íslenskra fiskifræðinga er talað um ofmat kanadískra starfs- bræðra þeirra á þorskstofninum. Hnignun vegna afráns sela og að hugsanlega hafi orðið umhverfisslys eru meðal þeirra þátta sem eru nefndir. Einn viðmælenda DV tók undir með Jóni Kristjánssyni að það hefði komið kaldur sjór yfir svæðið og þorskurinn af einhverjum ástæð- um lokast af inni í kuldapollum og drepist úr hungri. Umhverfisáhrif og ofveiði „Þetta er að mínu mati sambland af tvennu; annars vegar ofveiði og hins vegar umhverfisáhrifum. Nýlið- unartölurnar voru of háar í upphafi þannig að kvótar urðu of háir. Þá er það nýjasta að selurinn hafi hugsan- lega haft áhrif á þetta en það skorti á selarannsóknir hjá þeim. Þetta ástand hjá Kanadamönnum hlýtur að kenna okkur að fara varlega," segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem sat ráðstefnu ásamt 50 öðrum vísinda- mönnum með Kanadamönnum fyrir tveimur árum þar sem leitað var skýringa á hruni þorskstofnsins við . Kanada. -rt Ráðstefna um viðreisn þorskstofnsins: Tillaga um fasta nýtingarstefnu „Áherslan hlýtur að liggja í sam- blandi þess hve erfitt er að skera niður og vissunnar um að stofninn fari upp í stað þess að halda áfram niður á við. Það kemur inn í svokall- aða hrunhættu á móti líkunum á uppbyggingu,“ segir Gunnar Stef- ' ánsson, tölfræðingur Hafrannsókna- stofnunar og formaður veiðiráðgjaf- amefndar stofnunarinnar. í dag er ráðstefna á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins þar sem lagt verður til grundvaUar umræðum álit vinnuhóps á vegum Hafrannsókna- stofnunar og Þjóðhagsstofnunar sem leggur til að tekin verði upp ákveðin nýtingarstefna varðandi veiðar úr þorskstofninum. Hópurinn vill aö ákveðið verði að veiða 22 prósent úr veiðistofninum árlega í stað þess að ákveða veiðina fyrir hvert fiskveiði- ár í senn. Með þessu móti verði hægt að ná hrygningarstofninum úr 200 þúsund tonnum í 700 til 800 þúsund tonn. „Við leggjum til þessa nýtingar- stefnu en það liggur auðvitað fyrir að það er hægt að nýta stofninn öðru- vísi og ég hef gmn um að það verði aðalumræðuefnið á fundinum,“ segir Gunnar. Afli í hlutfalli við stofnstærð und- anfarin ár hefur farið langt fram úr þeirri viðmiðun sem nú er lögð til. Þorskaflinn frá 1988 hefur farið fram úr þessum mörkum 120 til 150 þús- und tonn árlega. Undanskilið er síð- asta ár þar sem aflinn fer næst þess- um mörkum, eða aöeins 45 þúsund tonn fram úr. Veiðistofninn var sam- kvæmt mati Hafró 1062 þúsund tonn árið 1988. Nú er hann kominn niður í tæp 600 þúsund tonn. Frá því farið var að takmarka þorskveiðar með kvóta hefur aflinn yfirleitt farið langt fram úr ráðgjöf Stofnstærð og veiði - á þorski frá '88 til '94 - '90 '91 '92 '93 -94 ov fiskifræðinga. Stjórnvöld hafa haft það fyrir reglu að ákvarða kvóta sem er talsvert yfir ráðgjöf fiskifræöing- anna. Veiðin sjálf hefur svo farið fram úr því aflamarki sem stjórnvöld hafa ákvarðað. „Það er nauðsynlegt fyrir alla þá sem koma að ráðgjöf og ákvörðun um veiðarnar aö mörkuð sé skýr stefna varðandi það á hvaða grunni skuh byggja ráðgjöfina," segir Gunn- ar. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.