Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGTJR 13. JANÚAR 1995 11 Fréttir Skokkklúbbur Námsflokka Reykjavíkur: Aldrei of seint „Aldrei of seint“ nefnist skokk- klúbburinn sem Námsflokkar Reykjavíkur starfrækja í Miðbæjar- skólanum. Klúbburinn verður þriggja ára gamall í vor en meðlimir hans eru fólk á aldinum 25-50 ára. Jakob Bragi Hannesson, þjálfari skokkhópsins, átti hugmyndina að að hleypa þessum skokkklúbbi af stokkunum og tók Guðrún Halidórs- dóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, vel í hugmynd hans og hefur stutt vel við bakið á hlaupur- unum. Hópurinn, sem í eru um 40 manns, kemur saman þrisvar í viku. Hitað er upp í leikfimisal Miðbæjarskólans og Jakob þjálfari leggur á ráðin um vegalengdina í hvert skipti, hvort eigi að taka erfiðan dag eða léttari. Ekki hlaupa allir jafn langt enda hópurinn á misjöfnu stigi. Eftir hlaupin eru síðan gerðar teygju- og slökunaræfingar. Meðlimir í skokk- klúbbnum hafa verið duglegir við að taka þátt í almenningshlaupum og á sumrin sleppur varla úr helgi hjá þessu fólki enda haldin mörg götu- hlaup á sumrin. Elsti meðlimur skokkhópsins er 56 ára en margir eru á bilinu 40-50 ára. „Þetta er alveg ótrúlega skemmti- legur hópur og það er mjög gaman að taka þátt í þessu. Það er misjafnt hvað fólk hleypur í hvert sinn. Þeir sem hlaupa skemmst eru að fara um 7 kílómetra en þeir sem eru í besta forminu eru að hlaupa allt að 20 kíló- metra í hvert sinn,“ segir Þórunn Guðnadóttir, einn meðlimur skokk- hópsins „Aldrei of seint“. Léttist um 11 kg án þess að breyta um mataræði „Eftir aö ég byijaði í klúbbnum Meðlimir skokkklúbbsins „Aldrei of seint" með bros á vör enda rétt að leggja i hann eftir upphitunaræfingarnar í leikfimisal Miðbæjarskólans. DV-mynd Brynjar Gauti fyrir tveimur árum hef ég fundiö mikla breytingu á mér. Án þess að breyta um mataræði léttist ég um 11 kg fyrstu 11 mánuðina og margir hafa svipaða sögu að segja. Þó ég haldi ekki áfram aö léttast þá styrk- ist ég öll í skrokknum og öll líðan er miklu betri. Þetta lyftir manni svo andlega að hittast og fara svona út. Þó maður sé þreyttur og í leiðu skapi þegar maður fer af stað þá er það allt fokið út í veður og vind þegar æfingunni lýkur.“ Þórunn segir að fólkiö sem er í hópnum hafi flest byrjað að hreyfa sig þegar klúbburinn var stofnaöur en sumir hafi þó verið að hlaupa ein- ir. Því fólki finnst miklu skemmti- legra að hafa félagsskap og það slepp- ur síður úr æfingu, segir hún. Ómissandi þáttur „Það gerist afar sjaldan eða kannski einu sinni á vetri að við sleppum því að hlaupa vegna veöurs en það er svo einkennilegt að þegar maður er komin af stað er aldrei vont veður. Þessar æfingar eru orðn- ar fastur liður í lífi manns og ómiss- andi þáttur." Leirböðin í Laugardal: Gagnleg fyrir marga aðila Leirböðin í Laugardalslaug voru tekin í notkun snemma á síðasta ári. DV lék forvitni á að vita eitthvað meira um þessi leirböð, hvort þau væru heilsubætandi og hvernig með- ferðin færi fram. „Fólk kaupir sig inn í afgreiðslu laugarinnar og mætir inn til okkar á sundfótum. Fólk fer síðan úr sund- fótunum og kemur sér fyrir í karinu. Síðan er mokað heitum leir einkan- lega á háls og herðar á því og borin andhtsleir á það. Fólk er í 15-20 mín- útur ofan í baðkarinu og það er fylgst vandlega með því og mokað á það eftir þörfum. Eftir það stígur það úr karinu og þvær sér með handsturtu. Síðan fer það í sundfótunum í sturtu og er í eimbaði í nokkrar minútur til að hreinsa úr svitaholunum. Síðasti hlutinn í þessu ferh er að leggjast fyrir í hvíldarherbergi, hvíla sig í um 30 mínútur og í lokin berum við raka- krem á andht og líkama," segir Ás- geir Leifsson sem rekur leirböðin. Ásgeir segir að leirbaðið hafi tvö- falda virkni. Hitinn í leirnum virki mýkjandi og slakandi á spennta og stífa vöðva í herðum og í mjóbaki og örvi blóörásina. Þá er það efnavirkn- in en leirinn virkar mýkjandi og hreinsandi á húðina. Hann segir aö í dag séu konur 60-70% þeirra sem stunda leirbööin, konur sem vilji Leirböðin í Laugardal örva blóðrás- ins og hitinn í leirnum virkar slak- andi og mýkjandi á spennta vööva. gera eitthvað fyrir sig, líða betur og líta betur út. Ásgeir segir að leirböð- in séu gagnleg fyrir ýmsa gigtar- sjúklinga og þá sem eru slæmir í baki. Hann segir að fólk sé almennt mjög ánægt meö meðferðina enda finni það árangurinn strax eftir eitt skipti. BETRAL ,ÍF ÁN TÓBAKS! TÓBAKSVARNANEFND tenms • Innritun á námskeið fyrip bypjendup og lengpa komna • Mopgunnámskeið - bapnagæsla á staðnum • Símar: 564 4050 & 564 4051 DalsmáPi 9-11 Kópavogi Á nýju ári er rétt að hrista af sér slenið og byggja sig upp með hreyfingu, hollum mat og góðum bætiefnum. Þúsundir íslendinga viðhalda heilbrigði sínu með Gericomplex. Regluleg neysla þess bætir starfsþrekið og eykur viðnám gegn sleni og slappleika. Gericomplex inniheldur valin vítamín, steinefni og lesitín og það er eina fjölvítamínið sem inniheldur Ginsana G115. Úhei cilsuhúsið Kringlunni sími 639266 Skólavðrðustíg simi 22966 GEHICOMI'LIX MEST SELDA n/ETIEFNI A ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.