Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Tvöfalt siðgæði Hafnarfj arðarharmleikurinn heldur áfram. Þungar sakir eru bomar fram og látum þaö vera hvaö mönnum sýnist um póhtíska leiki og afleiki. Þaö sem stendur hins vegar eftir em ásakanir um spihingu, lögbrot og misnotk- un á almannafé. Það er jú alvara málsins, því endalaust má deha um það hver eigi að starfa meö hverjum og hvaða fugl er fegurstur í þeim efnum. En hver er þá spillingin? Fyrrverandi meirihluti Al- þýðuílokksins og Jóhann G. Bergþórsson hafa verið sak- aðir um að hafa farið frjálslega með fé bæjarsjóðs að því leyti að fyrirtæki Jóhanns, Hagvirki-Klettur, fékk á sín- um tíma bakábyrgð hjá bænum og fyrirframgreiðslur vegna verka sem Hagvirki-Klettur sinnti á vegum Hafn- arh arðarkaupstaðar. Löggiltir endurskoðendur hafa skilað skýrslu um þessi viðskipti bæjar og fyrirtækis og mun það koma fram í skýrslu endurskoðendanna að þau viðskipti standist ekki lög. í framhaldinu hafa sjálfstæðismenn og bæjarfuhtrúi Alþýðubandalagsins lagt inn kæm og óskað er rannsókn- ar félagsmálaráðuneytisins með hliðsjón af sveitarstjórn- arlögum. Hér verður auðvitað ekki lagður neinn dómur á rétt- mæti þessara ásakana. Það getur enginn varið það ef sveitarstjómarmenn misnota aðstöðu sína til eigin fram- dráttar og bregðast trúnaði og hehdarhagsmunum bæj- arbúa, hvort heldur í Hafnarfirði eða annars staðar. Ef það hefur verið gert. Rannsókn mun væntanlega leiða sannleikann í ljós. En ef menn hafa brotið af sér í Hafnarfirði, hvað þá með öh önnur sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn sem hafa í gegnum tíðina hagað sér með sama hætti, hringinn í kringum landið? Landsmenn þekkja og muna hvert mál- ið á fætur öðm þar sem sveitarstjórar og sveitarstjómir hafa tekið ábyrgð á fyrirtækjum og starfsemi sem hefur verið mikhvæg fyrir viðkomandi byggðarlag. Nefna má Akranes, þar sem bærinn hefur veitt margs konar fyrir- greiðslu af sama tagi th fjskvinnslufyrirtækja og skipa- smíðastöðva. Nefna má Ólafsvík, Patreksfjörð og fleiri sveitarfélög á Vestfiörðum. Frægasta dæmið þar vestra er framganga bæjarstjórans í Bolungarvík þegar fyrir- tæki Einars Guðfinnssonar fóm undir hamarinn. Hvað hafa menn ekki gert á Siglufirði, Akureyri, Neskaupstað, í Vestmannaeyjum eða Reykjavík ef því er að skipta? í flestum þessum kaupstöðum hafa sveitarsfiómar- menn gengið fram í því að bjarga atvinnufyrirtækjum og atvinnumálum sem í flestum thvikum hafa verið í eigu einkaaðha. Ef Jóhann Bergþórsson og kratamir í Hafnarfirði em skúrkar fyrir þá sök að hafa haft uppi tilburði th að halda Hagvirki-Kletti gangandi, þar sem hundmð Hafn- firðinga vom á launaskrá, þá em flestir sveitarstjómar- menn landsins undir sömu sök seldir. Þá er meirihluti sjálfstæðismanna og Alþýðubandalags í Hafnarfirði sömuleiðis sekur, vegna þess að upplýst er að rúmar fiór- ar mhljónir króna vom greiddar út úr bæjarsjóði í þrotabú Hagvirkis í enn einni viðleitninni th að greiða götu fyrirtækisins. Það eina sem gerir hafnfirsku episóduna frábrugðna er seta forstjóra Hagvirkis í bæjarstjóm og þau hags- munatengsl sem þar myndast og hann getur hafa nýtt sér. Að öðm leyti verða menn að skoða mál Hafnarfiarðar og Hagvirkis í þvi almenna ljósi að „spillingin“ í Hafhar- firði er afsprengi annarra og löngu viðurkenndra vinnu- bragða. Að öðrum kosti er siðgæðið tvöfalt og gegnsætt. Ehert B. Schram „Jeltsin er enginn lýðræðissinni og hefur aldrei verið," segir Gunnar m.a. i greininni. Nýi gamli tíminn Hin nýja ásýnd mála í Evrópu eftir lok kalda stríösins er smám saman að koma í ljós - og hún lík- ist æ meira því sem var fyrir 1914. í staö tveggja blokka austurs og vesturs, sem drápu allt í dróma eft- ir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem aö nafninu til lauk 1918 en í rauninni ekki fyrr en 1945, er nú, eftir hrun kommúnismans í Aust- ur-Evrópu og upplausn Sovétríkj- anna, allt aö færast í fyrra horf. Þaö er hin gamla, hefðbundna tog- streita evrópskra valdablokka, að vísu með nokkuð breyttum áhersl- um. Frakkar líta enn á Rússa sem bandamenn sína í að hafa hemil á Þjóöverjum, Rússar eru allt að því orönir formlegir bandamenn Serb- íu. Þjóöverjar eru í nánustum tengsium viö utanríkisstefnu Bandaríkjanna, bæði í málum Rússlands og Balkanskaga en svo virðist sem Bretar séu aö fjarlægj- ast Bandaríkin en Frakkar aftur aö leita eftir nánari samstöðu meö Bretum. L’Entente Cordiale var þessi upp- stilling í Vestur-Evrópu kölluð árið 1914 þegar fyrri heimsstyjöldin hófst vegna stuönings Frakka og Rússa við Serbíu í deilunni viö Austurríki - Ungverjaland og þýska keisaradæmið. Króatía og Bosnía eru leifar Austurríkis - Ungverjalands, Þýskaland er sem fyrr helsti verndari Króatíu. Ágreiningur Sú samstaða sem á tímabili ríkti meðal stórveldanna innan öryggis- ráðs Sameinuðu þjóöanna er að hverfa. Frakkar og Rússar vilja fara að aflétta viðskiptabanni á Ir- ak, þvert á vilja Breta og Banda- ríkjamanna. Rússar hafa tvisvar beitt neitunarvaldi til að fella til- lögur um að framlengja viðskipta- bann á Serbíu. Sameinuðu þjóðirn- ar og Nato hafa sett niður svo mjög KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður vegna Bosníu, að ekki sé talað um RÖSE, að vandséð er að þessar stofnanir muni hafa mikil áhrif á irmbyrðis hagsmunatogstreitu í hefðbundnum stfl. Nato hefur ekkert skýrt hlutverk lengur og þar með ekki Bandaríkin heldur innan Evrópu. En þó er grundvallarmunur á þessu og því sem var fyrir 80 árum: hætta á styrjaldarátökum stórveldanna er ekki fyrir hendi, svo er nánum samskiptum og viðskiptatengslum fyrir að þakka innan Vestur-Evr- ópu. Rússland verður of veikburða um langa framtíð til að vera alvar- leg ógnun við aðra en einhverja hinna 85 þjóðernishópa sem þaö byggja, svo sem Tsjetsjena, auk fyrrum sovétlýövelda, svo sem Ukraínu eða Tadjikistan. Tsjetsjenía Stríðið í Tsjetsjeníu hefur endur- vakiö upp kærkomna Rússagrýlu sums staðar, t.d. hjá nýja meiri- hlutanum á Bandaríkjaþingi, og skotið nágrönnum Rússa skelk í bringu en kalda stríðið er ekki að hefjast á ný. Það sem er að gerast er að Rússar hegða sér heima fyrir eins og þeir hafa alltaf gert. Menn hamast við að skamma Jeltsín fyrir keisaíatilburði en þær skammir byggjast á misskilningi. Jeltsín er enginn lýðræðissinni og hefur aldrei verið. Vinsældir hans byggðust á þjóðerniskennd Rússa, honum var ætlað að byggja upp Rússland til fyrri vegs og virð- ingar og færa Rússum sjálfsvirð- ingu sína á ný. Einn þátturinn í því er að árétta sjálfstæði Rússlands gagnvart Vesturlöndum. Stríðið í Tsjetsjeníu og stuðning- ur við Serba er hluti af þessari þjóð- ernisstefnu og allt talið um að Jelts- ín sé að grafa sér sína eigin gröf í Tsjetsjeníu verður að skoða i ljósi stórveldisdrauma Rússa. Hin nýja ásýnd Evrópu er að koma í ljós og við blasa þau gömlu sannindi að því meira sem hlutirnir breytast því minna breytast þeir í raun og veru: „Plus ca change, plus c’est la meme chose.“ Gunnar Eyþórsson „Hin nýja ásýnd Evrópu er að koma 1 ljós og við blasa þau gömlu sannindi að J)ví meira sem hlutirnir breytast, þvi minna breytast þeir í raun og veru.“ Skoðanir axmarra Veðsetning fiskimiða „Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar lögum sam- kvæmt, og þau á enginn að gera veðsett, nema ef vera skyldi þjóðin sjálf. Sjálfsagt er ekkert hinni ís- lensku þjóð flarlægari kostur en að setja eigin til- verugrundvöll að veði í bönkum og lánastofnunum. Auk þess er aldrei á vísan að róa þegar afli er sóttur á miðin. Hvað ef hið veðsetta bregst nú með öllu og þeir sem hafa lánað standa uppi með ónýt veð af þeim sökum?” Úr forystugrein Mbl. 12. jan. Formaðurinn líður fyrir „Það er orðið neyðarlegt að horfa upp á hvemig formaður Alþýðuflokksins sem verður aö teljast af- burða stjómmálamaður á margan hátt á íslandi, líð- ur fyrir endalausar misgjörðir flokkssystkina si'nna. Það er eðlilegt að Jón Baldvin lýsi því yfir aö hann hafi verið feginn að losna við hina einsýnu Jóhönnu Sigurðardótur, en spurningin er hvort kratar í Hafn- arfirði ætla ekki að verða honum enn þyngri í skauti. Foringi þeirra og núverandi varaformaður flokksins hefur þegar valdið flokknum þungum búsifjum og sér ekki fyrir endann á þeirri atburðarás.” Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 11. jan. Stærsta Árbæjarsafn heims? „Við íslendingar þurfum að velja. ÆÖum við að dunda hér næstu öldina yfir hverfulum fiski og kenj- óttum rollum og ætlast til að það færi okkur lífskjör á við aðrar þjóðir, eða ætium við að taka þátt í mót- un nýrrar aldar upplýsinga og tækni?... Ætium við að vera fuUgildir þátttakendur í Evrópu framtíðar- innar eða stefna markvisst að þvi að verða stærsta Árbæjarsafn heims? Um þetta verður meðal annars kosið í vor.“ Vilhjálmur Þorsteinsson kerfisfr. í Alþbl. 12. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.