Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJÚDAGUR 17. JANÚAR 1995 Neytendur Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Neytendavemd er á lágu stigi hér á landi - skortir skilning stjómmálamanna, segja Neytendasamtökin Sighvatur segir aö íslenskir neytendur geti að hluta til kennt sjálfum sér um hvernig komið er í neytendamálum þar sem neytendasjónarmið hefur að hans mati vantað í hugsunarhátt íslendinga. DV-mynd „Það hefur vantað neytendasjón- armið í hugsunarhátt íslendinga. Það sem við erum að gera til úrbóta í neytendamálum núna er fyrst og fremst tilkomið vegna þess að við erum að gerast aðilar að fjölþjóðleg- um samtökum eins og EES og GATT þar sem gerðar eru mjög strangar kröfur um neytendavernd. Flest önn- ur lönd eru löngu búin að taka það upp hjá sér en við höfum látið liggja í láginni. Upphefð íslendinga kemur því að utan,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra, í samtali við DV. Sighvatur sagði neytendavemd hafa veriö á mjög lágu stigi hér á landi, langt á eftir öðrum þjóðum, og að hluta til gætu íslenskir neytendur kennt sjálfum sér um hvemig komið væri. „Við höfum núna verið að leiða í okkar lög ákvæði um neytendavemd í löngum bunum vegna EES-samn- ingsins en ekki vegna þrýstings að heiman," sagði Sighvatur. Nógu gott í þá Aðspurður sagði Sighvatur að lengi mætti deila um hvaðan frumkvæði að slíku ætti að verða til. „Oft er það vegna þrýstings í samfélaginu, fólk vill fá einhverjar tilteknar lagasetn- ingar fram. Hér á íslandi hefur verið ákaflega lítifl skilningur á neytenda- málum og neytendavernd. Lengi vel mótuðust verslunarhættir af því að „þetta væri nú nógu gott í þá.“ Það eru t.d. ekki mörg ár síðan neytendur fengu kost á því að velja sér kjöt úr kjötborði. Áður valdi afgreiðslufólk- ið einfaldlega og það var tekið mjög óstinnt upp ef neytandinn vildi hafa einhver áhrif á þaö,“ sagði hann. Sighvatur sagði að öll íslensk land- búnaðarpólitík gengi út frá hags- munum framleiðenda en ekki neyt- enda. „Og samtök eins og verkalýðs- hreyfmgin, sem ætti að hafa neyt- endasjónarmið fyrir augum, hafa t.d. stutt sjónarmið framleiðendanna en ekki neytendanna í landbúnaðar- pólitíkinni." Aðspurður taldi hann Neytenda- samtökin hafa staðið sig ágætlega, þau væru öflug samtök. „Hins vegar njóta þau hvorki sama stuðnings stjórnvalda, löggjafans né almenn- ingsálits eins og víðast hvar í kring- um okkur. Það er verið að ráða bót á því núna með lagasetningum." Stjórnmálamenn skortir áhuga „Upphefðin kemur utan frá varð- andi löggjöf þegar íslenskir stjórn- málamenn hafa ekki áhuga á neyt- endalöggjöf. Þau lög sem hafa komið hingað í kjölfar EES-samningsins eru lög sem Neytendasamtökin hafa um árabil óskað eftir. Áhugaleysi stjórnmálamanna hefur verið þvilíkt að það hefur þurft EES-samning til og mér finnst það segja allt um stjórnmálamenn þegar „upphefðin" kemur utan frá,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Hann sagðist vera sammála. Sig- hvati í því að Neytendasamtökin nytu ekki sama stuðnings stjórn- valda og lögggjafans og sams konar samtök í nágrannalöndunum. „Stjórnvöld hafa ekki sýnt Neyt- endasamtökunum neinn áhuga og ekki metiö neytendastarf eins og gert er annars staðar. Við tölum reglu- bundið við þessa aðila en okkur hef- ur hins vegar lítið orðið ágengt vegna algjörs áhugaleysis af þeirra hálfu.“ Algjör skortur á skilningi Jóhannes sagði Sighvat hins vegar segja mjög rangt til um áhuga al- mennings á þessum málum. „Ef við miðum við íbúafjölda hér á landi eru Neytendasamtökin fjölmennustu neytendasamtök í heiminum. Við bara búum í svo fámennu þjóðfélagi. Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa tal- ið sig þurfa aö leggja mjög mikið íjár- magn í neytendamál vegna fámennis í þeim löndum. Samt erum við marg- falt færri hér á landi sem sýnir aftur algjöran skort á skilningi þessara aðila,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist vonast til aö ljós rynni upp fyrir stjórnmálamönnum, að þeir færu að meta hagsmuni neyt- enda í stað þess að sjá einungis þrönga hagsmuni framleiðenda. „Að sjálfsögðu vildum við geta staðið okkur miklu betur en starfsemin tak- markast að sjálfsögðu af því fjár- magni sem viö höfum. Á meðan Neytendasamtökin eru styrkt um 13 krónur á hvem íbúa hér verja stjórn- völd annars staðar á Norðurlöndum allt að 130 krónum á íbúa til neyt- endastarfs. Við erum of fámenn þjóð til að neytendur geti staðið einir und- ir rekstrinum," sagði Jóhannes. Daglegar reykingar 12-16 ára grunnskólanema 9% 8 7 6 5 4 3 2 1 0 IPV Kínverskur pottréttur með spergli Það ætti enginn að fá samviskubit yfir því að borða þennan girnilega pottrétt því í honum eru einungis 660 hitaeiningar, eða 165 í hverjum skammti. Rétturinn er fyrir fjóra og hann er mjög einfaldur í alla staði. 500 g magurt nautakjöt 2 msk. soyasósa 1 msk. mysa 1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn V* msk. kanill % msk. engifer 1 tsk. karrí 1 dós sperglar (aspas) 1 bolli nautakjötskraftur maisenamjöl eða sósujafnari Skerið kjötið í þunna strimla. Bland- ið kryddi, soyasósu og mysu saman og helliö yfir kjötiö. Látið bíða í 6 klst. í ísskáp. Brúnið kjötið. Hellið kryddleginum á pönnuna ásamt kjöt- krafti og sperglum og sjóðið í u.þ.b. 1 mínútu. Þykkið með maisenamjöh eða sósujafnara ef vill. Boriö fram með hrísgrjónum ('A b. soðin hrís- gijón = 112 he.). Hreinsielnin eru seld í 140 ml brúsum. Allirblettirá brott „Við bjóðum fimm tegundir af hreinsiefnum sem ætluð eru til að hreinsa bletti úr fötum, teppum, áklæðum og öðrum efn- um. Hreinsiefnin eru númeruð frá 1-5 og eiga hvert fyrir sig við ákveðnar tegundir bletta, s.s. blóðbletti, kaffibletti, kúlupenna- bletti o.s.frv.," sagði Ólafur Egg- ertsson en eiginkona hans, Kristjana Gísladóttir, er eigandi fyrirtækisins K.G. í Njarövík sem markaðssetur hreinsiefnin. „Hreinsiefnin eru þýsk og voru upphaflega framleidd fyrir efna- laugar. Það þarf sáralítið af þeim og þau eru auðveld í notkun. Eft- ir að efnið hefur verið sett á blett- inn er það látið vinna í nokkrar mínútur og síðan er flíkin þvegin eða teppið þrifið með volgu sápu- vatni,“ sagði Ólafur. Hreinsiefiiin fást í flestum stórmörkuðum og kosta á bihnu 2-100 krónur stykkiö út úr búð. Ódýr líkams- Víðar Guðjohnsen í Heilsu- ræktinni, Hótel Mörk, hafði sam- band við okkur og var ósáttur við aö hafa ekki veriö með í verð- könnun DV á líkamsræktar- stöðvum sem birt var í blaðinu í síðustu viku. Viðar, sem býður upp á tækjasal en enga þol- fimi/leikfimi, sagðist bjóða lægsta verðið, bæði fyrir mánaðarkort og 3ja mánaða kort, „eins og allt- af‘. Mánuöurinn kostar 2.900 kr. hjá Viðari og þrír mánuðir kosta 6.800 kr. húsinu Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, vildi einnig koma sínu verði aö en einn mánuður í Baðhúsinu kostar 4.990 kr. og þrir mánuðir 13.500 kr. „Við bjóð- um bæði upp á þolfimi/leikfimi og tækjasal en einnig jóga- kennslu sem er innifalin í verð- inu. Svo fá konurnar ókeypis handklæði, slopp, sjampó og hár- næringu þegar þær koma og 10% afslátt af nuddi og snyrtingu," sagði Linda. Ódýrari Einnig haföi Agústa Johnson í Stúdíói Ágústu og Hrafns sam- band og var ósátt við aö einungis væri tekið niöur verð á eins og 3ja mánaöa kortum en þau voru dýrust hjá henni. „Víð leggjum enga sérstaka áherslu á þau kort og bjóðum upp á marga ódýrari möguleika. Atta tíma kortin kosta t.d. bara 4.200 kr. og 12 tíma kortin 4.600 kr. Einnig erum við með bónusklúbb í gangi þar sem mánuðurinn kostar bara 3.300 kr. ef fólk er með 12 mánaða kort og 3.890 kr. ef það er með 6 mánaða kort. Mér finnst verðkönnunin því ekki gefa rétta mynd, við er- um ekki dýrust þegar upp er stað- iö,“ sagði Ágústa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.