Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 17 Knicks ' í nótt i stöðvuð af Dallas son 30, Drexler 30. San Antonio tapaöi fyrir Dallas á heimavelli á sunnudagskvöldið. Leikur- inn var æsispennandi og úrslit ekki ráð- in fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti ósigur San Antonio á heimavelli síðan 8. desember, Brown gerði sigurkörfuna úr hraðaupphlaupi Dee Brown tryggði Boston Celtics sigur- inn gegn Sacramento úr hraöaupp- hlaupi. Þetta er þriðji sigur liðsins í fjór- um leikjum. Seattle vann sinn 12. sigur í 14 leikjum þegar liðið mætti Portland tórsvig: i keyrði autinni - Nú náðir þú mjög góðum árangri á opna hollenska meistaramótinu í risa- svigi á dögunum og sigraðir þar heims- þekkta Svía. Kemur þú til með að ein- beita þér meira að risasviginu í framtíð- inni en hingað til? „Ég hef ekki lagt mikla áherslu á risa- svigið hingað til og árangurinn á opna hollenska mótinu var mjög ánægjulegur. Það er aldrei að vita nema maður fari að taka risasvigið fastari tökum. Ég á eitthvað inni og get náð góðum árangri ef ég hitti á þetta,“ sagði Kristinn. Svíarnir, sem Kristinn skaut ref fyrir rass á dögunum, eru þeir Nyberg og Hellmann. Til marks um góðan árangur Kristins á opna hollenska mótinu má geta þess að hinn heimsþekkti Nyberg varö í fjórða saeti i gær í keppní heims- bikarsins í risasvigi. r samdi Jjmmy Jackson sækir að körfu San Antonio. Hann skoraði 37 stig fyrir Dallas í góðum útisigri í fyrrinótt en David Robinson (50) skoraði 43 stig fyrir San Antonio og Vinny Del Negro (15) skoraði 20. rtepptur á Akureyri að ganga frá samningnum fyrir hönd fé- lagsins. Guðmundur Benediktsson úr Þór á Ak- ureyri átti að koma til æfmga hjá úrvals- deildarliðinu AIK í Stokkhólmi í gær. Hann var hins vegar veðurtepptur heima á Akureyri en vonast er til þess að hann komist utan í dag. Guðmundur mun æfa með AIK út þessa viku. Heimsmet í Kópavogi Heimsmet í maraþontennis var sett í tennishöllinni í Kópavogi í gærkvöldi. Þá höfðu 26 börn á aldrinum 8-16 ára leikið sam- fleytt í 57 klukkustundir, eða frá því klukkan 13.30 á laugardaginn, en gamla heimsmetið, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, var 54 klukkustundir. Börnin skiptust á um að hvíla sig og tíu þeirra fóru ekki úr húsi allan tímann. Með þessu söfnuðu þau fé til styrkar Iþróttafélagi fatlaðra. Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsriðill: OrlandoMagic...........29 7 80,6% New York Knicks.......20 13 60,6% Boston Celtics.........15 20 42,9% New Jersey Nets.......15 23 39,5% Miami Heat.............11 23 32,4% Philadelphia 76’ers...10 24 29,4% Washington Bullets.....7 26 21,2% Miðriðill: Cleveland Cavaliers...23 11 67,6% Charlotte Hornets.....22 12 64,7% Indiana Pacers........20 14 58,8% Chicago Bulls.........18 17 51,4% AtlantaHawks..........15 20 42,9% Milwaukee Bucks.......12 23 34,3% Detroit Pistons.......10 22 31,3% Miðvesturriðill: UtahJazz..............25 10 71,4% Houston Rockets.......22 11 66,7% San Antonio Spurs.....20 12 62,5% Denver Nuggets........18 16 52,9% Dallas Mavericks......16 17 48,5% MinnesotaT’wolves......7 27 20,6% Kyrrahafsriðill: PhoenixSuns...........27 8 77,1% Seattle Supersonics...24 9 72,7% LALakers..............21 11 65,6% Sacramento Kings......19 15 55,9% PortlandT’blazers.....18 15 54,5% GoldenStateWarrios....10 23 30,3% LAClippers.............5 30 14,3% im félagaskipti ð Tryggva, Ljubicic og Bibercic um þau félagaskipti og þeim lyktaði með því að KR þurfti að borga ÍBV meira en félagaskiptagjaldi hans nam fyrir að fara skki að settum reglum. Tryggvi er kominn aftur til Eyja en aú vilja KR-ingar fá meira fyrir hann m Eyjamenn eru tilbúnir að greiða. Mikið ber í milli, samkvæmt félagaskipt- istuðli KSÍ er Tryggvi metinn á 250 þús- und krónur en KR-ingar telja að þeir íigi að fá mun meira. Zoran Ljubicic fór frá HK til ÍBV fyrir ári og gerði þá tveggja ára samning við Eyjamenn. ÍBV og HK komust að sam- komulagi um greiðslu fyrir Ljubicic og ný vilja Eyjamenn fá sömu upphæð fyr- ir hann frá Grindvíkingum, sem telja sig ekki eiga að borga neitt. Horfur eru á að málið komi til kasta KSÍ en sam- kvæmt heimildum DV eru Eyjamenn tilbúnir að fara í hart til að fá sitt fram. Skagamenn og KR-ingar hafa ekki komist að samkomulagi varðandi Bi- bercic, en það mál virðist þó líklegast af þessum þremur til að leysast án mik- illa átaka. Það mun væntanlega verða afgreitt af KSÍ. ÞORRABLÓT Þorrablót Þróttar verður haldið í veitingahúsinu Glæsibæ laugardaginn 28. janúar 1995. Húsið opnað kl. 19.00 (borðhald kl. 19.30). Matur við allra hæfi. Þróttardansleikur á eftir borðhaldi, opnað kl. 23.00. Miðapantanir og afgreiðsla í íþróttaheimilinu sími 812817. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðalstjórn Þróttar _______________íþróttir MarkmenníVíkmg Víkingar, sem leika í 2. deild- inni í knattspyrnu, hafa fengið tvo markverði til sín fyrir næsta tímabil. Þaö eru Sveinbjörn AIl- ansson frá Þrótti í Neskaupstað og Ragnar Bogi Petersen úr Völs- ungi. Adolftil HK Þriðji markvörðurinn sem er á faraldsfæti er Adolf Óskarsson, fyrrum markvörður ÍBV og Sel- foss. Hann hefur tekið fram hanskana á ný eftir tveggja ára hlé og er genginn til liðs við 2. deildar liö HK. GuðjóníÍR Guðjón Þorvarðarson, einn helsti markaskorari Selfyssinga í knattspyrnunni undanfarin ár, hefur ákveðið að leika með ÍR i 2. deildinni í sumar. Mersonermættur Enski knattspyrnumaðurinn Paul Merson mætti á sína fyrstu æfingu hjá Arsenal í gærmorgun eftir að hafa verið útskrifaður af meðferðarstofhun fyrir eitur- lyfjaneytendur. Merson viður- kenndi sem kunnugt er kókaín- neyslu seint á síðasta ári. Spilaðifótbrotinn Julian Joachim, sóknarmaður úr úrvalsdeildarhði Leicester, leikur ekki meira í vetur. í gær kom í ljós að hann er með brotið bein í fæti, og hefur liklega spilað þannig síðan í október! Bickeltil Japans Thomas Bickel, sem skoraði sigurmark Sviss gegn íslandi í Evrópukeppninni í knattspyrnu í nóvember, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við japanska 2. deildar félagið Vissel Kobe. Bic- kel, sem er fyrirliði Grasshopp- ers, vildi ekki segja annað um kjör sín f Japan en að þau væru „mjög áhugaverð". MótmælifráRoma italska knattspyrnufélagið Roma mun senda inn formleg mótmæli vegna frammistöðu dómarans i leik liðsins við Ju- ventus í 1. deildinni á sunnudag- inn. Tveir leikmanna Roma voru reknir af velli og tvö marka Ju- ventus í 3-0 sigri voru mjög um- deild. Sér i lagi fyrsta markið þegar Brasilíumaðurinn Aldair var að taka innkast og rakst á línuvörðinn, og nánast missti boltann fyrir fætur Ravanellis sem skoraði! Batistuta rændur Gabriel Batistuta frá Argent- ínu, markahæsti leikmaður ít- ölsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu, var rændur skartgripum að verðmæti um 2,5 milljánir króna í síöustu viku. Batistuta var þá að leika með Argentínu i álfukeppninni i Sádi-Arabíu og eiginkona hans dvaldi í Argent- ínu. Á meðan brutust þjófar inn á heimiU þeirra í Flórens og létu greipar sópa. Raksexútaf Mexikanski knattspyrnudóm- arinn Alfonso Manzo er einhver umtalaðasti maður í heimalandi sínu eftir að hann rak 6 leik- menn, þrjá úr hvoru Iiði, af velli í i. deildar leik Monterrcy og Tampico-Madero um helgina. Gleymdur Rússi Þegar Romario var floginn til Brasilíu og Stoichkov í banni fékk gleymdur leikmaður í herbúðum Barcelona loksins tækifæri til að njóta sín í 1. deildar leiknum við Logrones í fyrradag. Rússneski landsliðsmaðurinn ígor Kornejev nýtti sér það vel og lagöí upp tvö mörk í 3-0 sigri Barcelona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.