Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 3 Fréttir Um 250 metra breitt snjóflóð féll á Súðavík snemma I gærmorgun. Lagði það I rúst kjarnann í þorpinu við Túngötu og Nesveg. Fióðið féll á svæði sem hingað til hefur að mestu verið talið utan hættumarka en alls lentu 26 manns í flóðinu og var fimm manns enn saknað í morgun. Ætla má að hundruð þús- unda tonna af snjó hafi ruðst yfir bæinn og mikil höggbylgja, sem fór á undan flóðinu, valdið þvi að þau 11 hús sem mest skemmdust hreinlega sprungu við höggkraftinn. Annað flóð féll á bæinn úr Traðargili á milli klukkan 20 og 21 í gærkvöld. Það var um 100 metra breitt og stórskemmdi nokkur hús til viðbótar. Mannskæðasta snjóflóð á íslandi í tvo áratugi: Kjarninn í Súðavík í rúst - örvænting greip um sig - flóðin féllu á svæði sem talin voru utan hættumarka Tvö snjóflóð féllu á Súöavík í gær. Fyrra flóðið lagði í rúst kjarnann í þorpinu við Túngötu og Nesveg. Flóðið féll á svæði sem hingað til hefur að mestu verið taliö utan hættumarka. Alls lentu 26 manns í flóðinu og greip mikil örvænting um sig meðal þorpsbúa. Flóðið, sem féll klukkan 6.25 í gær- morgun, féll úr Súðavíkurhlíð norð- an Traðargils og var um 250 metra breitt. Þykkt þess við Pósthúsið, sem varð í vegi flóðsins, er um hálfur annar metri en mikið þykkara efst í bænum. Ætla má að hundruð þús- unda tonna af snjó hafi ruðst yfir bæinn. Um var að ræða blöndu af fleka- og kófflóði en að sögn kunn- ugra myndast mikil höggbylgja á undan slíkum flóðum þannig að ekki er ólíklegt aö þau 11 hús sem mest skemmdust haii hreinlega sprungið við höggkraftinn. Annað flóð féll á bæinn úr Traöar- gili á milli klukkan 20 og 21 í gær- kvöld. Það var um 100 metra breitt og samkvæmt upplýsingum al- mannavamanefndar á ísafirði urðu menn þess ekki varir þegar flóðið féll á kauptúnið. Flóðið féll við kaup- félagið á staðnum og stórskemmdi -nokkur hús til viðbótar en olli ekki mannskaða. í morgun, þegar 5 var enn saknað, er ljóst að um er að ræða mannskæð- asta snjóflóð á íslandi í tvo áratugi en 20. desember 1974 létu 12 manns lffiö í tveimur snjóflóðum sem féllu á Neskaupstað. Skipulögð byggð á snjóflóðasvæði Súðavik er kauptún við vestan- verðan Álftafjörð. íbúar eru um 230 og sjávarútvegur meö áherslu á rækjuveiðar og -vinnslu aðalat- vinnuvegur. í bókinni Landið þitt ísland segir að í Súðavík hafi tekið að myndast þéttbýli er Norðmenn hófu mikla útgerð á Langeyri, þar sem bryggjur og fiskverkunarhús eru nú, og víðar við fjörðinn. Það þéttbýli hefur ekki verið laust við snjóflóð en á seinasta áratug hafa tvö snjóflóð fallið á skipulögð svæöi í Súðavík. -pp Fyrstu tilraunir til leitar að fólki: Þegar búið var að moka frá kom í Ijós barn á Irfi - segir Heiðar Guðbrandsson 1 Súðavik „Það ríkti algjör ringulreið fyrst eftir að flóðið féll og á meðan fólkiö var að ná því hvað hafði gerst. Þegar mesta ringulreiðin var afstaðin þá hóaði ég saman nokkrum mönnum inn í frystihús og sýndi þeim hvernig ætti aö nota stikur til leitar. Við fór- um svo upp eftir og menn byrjuðu að stinga niður þar sem þeir töldu að eitthvað væri undir. Það var svo fljótlega að menn sáu í beran fót. Þaö var kallað á skóflumenn og þegar búið var að moka frá kom í ljós að þarna var barn á lífi,“ segir Heiðar Guðbrandsson, eftirhtsmaður Súða- víkurhrepps með snjóalögum, þar sem hann var staddur í Súðavík í nótt. Heiðar lýsir því þarna þegar leit að fólki hófst í rústunum í gær- morgun. „Þegar baminu hafði verið bjargað voru björgunarmenn komnir á vett- vang með leitarhunda. Þá fórum við neðar í plássið, þar sem leitað var með sama hætti, og þar fundum viö einstakling sem var látinn,“ segir Heiðar. Hann segir að það hafi veriö ljóst um nóttina aö það væri veruleg snjó- flóðahætta að myndast á staðnum. „Ég hafði sterka tilfinningu fyrir því að það væri hættuástand að skap- ast. Það var búið að nefna það um kvöldið að fólk við ofanverða Tún- götu myndi rýma hús sín. Við vorum orðnir sammála um það, ég og menn á snjóflóðadeild Veðurstofunnar, að það væri hættuástand hér klukkan þrjú um nóttina. Þá höfðu allir verstu hlutir sem gátu gerst orðið og öll þau teikn á lofti að hætta væri orðin á snjóflóði," segir Heiðar Guðbrands- son í Súðavík í nótt. -rt Fagrane&r (stjórnstöi Snjoflooio i Suða 200 metrar Fyrra snjóflóöiö féll kl. 6.25 aö morgni þess 16. janúar Siöara snjo- flóðið féll um kl. 21.00 þann 16. janúar Hus gjoreyðilogð eða skemmd 1. Barnaheimili 2. Stjórnsýsla 3. Póstur og sími 4. Frystihús 5. Heilsugæsla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.