Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: S63 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- QG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995. Níu látnir og fimm enn leitað í Súðavik: mm| x m wm m m mmm Með lifsmarki eftir sólarhring í snjónum Unglingspiltur fannst með lífs- marki i Súðavík í morgun eftir að hafa verið undir snjófargi í um einn sólarhring. Þegar DV fór i prentun var hann í mikilli lífshættu. Fjór- tán ára stúlka fannst einnig á lífi i gærkvöldi eftir að hafa verið undir snjó í um 15 klukkustundir. Sam- kvæmt upplýsingum DV í morgun hafði stúlkan orðið fyrir mikilli of- kælingu en líðan hennar var eigi aö siður nokkuð góð. Niu hafa fundist látnir en firnm var saknað samkvæmt síðustu fréttum. Að sögn Friðnýar Jóhann- björgunarmenn 1 Súðavík þrekaðir en liðsauki á leiðinni esdóttur, læknis á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði, dvöldu átta af fórnarlömbum snjóflóðanna þar í nótt. Líðan þeirra var góö eftir atvikum. Leitarskilyrði mjög erfið Þrir fundust látnir um svipað leyti í gærkvöldi og stúlkan fannst á lifi. Skömmu síðar féll annað snjóflóð yfir þorpið og skemmdi meðal annars kaupfélagshúsið. Leitarstörf hafa verið mjög erfið frá þvi að fyrra snjóflóðið féll og var þrek leitarmanna á þrotum í morg- í stjórnstöö Almannavarna i Reykjavík þar sem fylgst er með framvindu mála í Súðavík. un eftir gifúrlega erfiða og krefj- andi vinnu, andlega sem líkamlega. Varðskip og togarinn Júlíus Geir- mundsson voru væntanleg til Súöavlkur með mikinn íjölda þjörgunarsveitarmanna og sérút- búnað til að ley sa af á annað hundr- aö björgunarsveitarmenn sem staðið hafa vaktir í kauptúninu frá því snemma í gær. Ferð Engeyjar og Múlafoss, sem flytja samtals um eitt hundrað björgunarsveitar- menn til Súðavíkur, sóttist mjög seint í nótt og í morgun vegna stór- viðris. í Súðavík hefur að mestu verið rafmagns- og símasambandslaust í nótt. Menn á snjóplóg voru á leið frá ísafirði út á Arnames i morgun til að gera við varaaflstöö til. að hægt yrði að koma á því símasam- bandi sem hafði verið óvirkt. Ein- göngu var hægt að ná sam.bandi við Súðavik í gegnum talstöð. Veöur gekk niður á tímabili i morgun. Mikil áhersla var lögð á aö nýta þann tíma eins og framast væri unnt því veður átti að versna afturundirkvöld. -pp/Ótt/rt Sættir í Hafnarfirði Sættir hafa náðst innan Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfiröi og verður meirihluti Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks því áfram við völd í bænum. Árni Grétar Finnsson, fyrrum odd- viti flokksins, og Þórarinn Jón Magn- ússon, formaður fulltrúaráðsins, staðfestu þetta í morgun. Gert er ráð fyrir að deiluaðilar hitt- ist í dag til að ganga formlega frá sáttum en samkvæmt áreiöanlegum heimildum DV mun Jóhann G. Berg- þórsson, fyrrverandi oddviti Sjálf- stæðisflokksins, draga sig í hlé í nokkra mánuði. Samkomulag þessa efnis mun hafa veriö handsalað á skrifstofu forsætisráðherra í gær. Prófkjör Framsóknar: Kosiðtil kl. 15ídag Kjörstaðir í prófkjöri framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra verða opnir til klukkan þrjú í dag, að ósk íbúa á Hvammstanga, vegna veðurs á Hvammstanga í gær. Óákveðið er hvenær talning atkvæða hefst þar sem ófært er milli staða fyrir norðan og veðurspá ekki góð. LOKI Nú hljóta þeir að gera Jóa Begg að landsverkfræðingi! Mjög hvöss norðan- og norðaustanátt verður áfram ríkjandi á Vestfjörðum í dag með snjókomu og éljagangi. Reyndar dregur eilítið úr vindi og ofankoman minnkar svo að von er á að rofi til inni á milli. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur situr hér yfir veðurkorti sem sýnir stöðuna klukkan sex í morgun; stíf norðan- og norðaustanátt. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Rokeða ofsaveður Á morgun verður norðlæg átt, allhvöss á Austurlandi en víða stormur, rok eða jafnvel ofsaveö- ur annars staðar. Snjókoma víöa um land, síst þó sunnanlands og skafrenningur víðast hvar. Áfram talsvert frost, eða á bilinu 2 til 10 stig, mildast suðaustan- lands. Veðrið í dag er á bls. 28 Neskaupstaður: Fjórum bjargað um borð í Skúm Skúmur ÍS kom fjórum björgunar- sveitarmönnum í Neskaupstað til hjálpar sem ætluðu að lóðsa erlent tankskip til hafnar í fyrrinótt. Veður var slæmt á Norðfirði þegar þetta gerðist. Björgunarsveitarmennina sakaði ekki. Björgunarsveitarmennirnir skutu neyöarblysi á loft, tankskipið fór að lóðsbátnum en sneri skyndilega frá. Skúmur var nærstaddur og þegar skipverjar sáu að tankskipið sneri frá lóðsinum fóru þeir til hjálpar og komu björgunarsveitarmönnum í land. Hættuástandá Patreksfirði Almannavarnanefnd Patreksíjarð- ar lýsti enn yfir snjóflóðahættu á staönum eftir fund um níuleytið í morgun. Meta átti stöðuna aftur í hádeginu í dag. Veður var orðið skap- legt í morgun, að sögn lögreglu. Patreksfirðingum var ráðlagt að halda sér innan dyra. Búið var að rýma 100 hús í bænum og hélt fólk til hjá ættingjum og vinum. Flexello Vagn- og húsgagnahjól Suöuriandsbraut 10. S. 686499. K I N G L#TY# alltaf á Miövikudögxun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.