Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 11 Fréttir Mokveiði af norsk-íslenskri síld í innQörðum Norður-Noregs: Þetta er allt norsk sfld og tilheyrir okkar kvóta - segir deildarstjóri hjá norska sjávarútvegsráðuneytinu Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þetta er allt norsk síld, tekin af norskum kvóta,“ segir Eilif Sund, deildarstjóri og eftirlitsmaður með sddveiðum hjá norska sjávarútvegs- ráðuneytinu, í samtali við DV. Und- anfama daga hafa norskir síldveiöi- bátar mokveitt síld í Lófótfirði og Týsfirði, tveimur innfjörðum inn af Lofoten í Norður-Noregi. Síldin er úr norsk-íslenska síldarstofninum sem hefur vetursetu á þessum slóðum. Að sögn Odds-Gunnars Olaisen, hjá norsku síldareinkasölunni í Harstad, er aflinn nú mun meiri en undanfar- in ár. Þegar séu komin á land um 50 þúsund tonn. „Það eru mun fleiri bátar við þess- ar veiðar en áður. Einnig virðist vera mun meira um sUd en við eigum að venjast," segir Odd-Gunnar. Aflinn fer að stórum hluta til Sjúkraliðar: Samið um allt land „Það hefur verið samið við sjúkra- liða um allt land. Því verki var lokiö fljótlega eftir að skrifað var undir aðalsamninginn fyrir áramótin." sagði Birna Ólafsdóttir hjá Sjúkra- liðafélaginu í samtali við DV. Enda þótt Sjúkraliðafélag íslands sé landsfélag eru kjarasamningar sjúkraliða ekki eins um allt land, þar koma ýmiss konar sérsamningar til, en sem fyrr segir er allri samnings- gerö lokið. Jón eða Kristján í ef sta sætið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kjördæmissamband Alþýðuflokks- ins á Norðurlandi vestra mun á næstunni ganga frá skipan í sæti á framboðslista flokksins vegna kosn- inganna tU Alþingis í vor. Horfið var frá því að halda prófkjör í kjördæminu og mun kjördæmis- sambandið því velja á milli Jóns F. Hjartarsonar, skólameistara á Sauð- árkróki, og Kristjáns Möllers, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar, en þeir tveir hafa gefið kost á sér í efsta sæti listans, og einnig verður raðað í önnur sæti listans. Alþýðuflokkur- inn fékk ekki mann kjörinn í kosn- ingunum til Alþingis 1991, því flokk- urinn tapaði þá þingsætinu sem hann átti þar til Sjálfstæðisflokksins. Snorri Sturluson inn ílandhelginaáný „Við höfum ákveðið að taka Snorra Sturluson inn í landhelgina aftur. Það er svo áformað að hann fari í miklar endurbætur í haust þar sem skipt verður um aðalvél og spU,“ segir Sig- urbjöm Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda hf„ vegna frystitogarans Snorra Sturlusonar sem stimdaði út- hefsveiðar á síðasta ári en fer nú tíl veiða á kvótabundnum tegundum. Hann segir ekki ljóst hvort skipiö verði lengt í leiöinni en það sé í at- hugun. Engey RE, sem stundað hefur karfaveiðar og siglt með aflann, verður nú lagt tímabundið að sögn Sigurbjöms. -rt neyslu. Verð er gott að sögn Odds- Gunnars en hann segir aflann hafa verið svo mikinn undanfarna daga að það hafi orðið að senda fimmtung hans í bræðslu. Hann segist skilja áhyggjur íslend- inga vegna sUdveiða Norðmanna. A það bæri þó að líta að þetta væri síld sem héldi til við Noreg allt árið - í það minnsta enn um sinn - og að Norðmenn gættu þess að taka ekki of mikið úr stofninum. fyrstu tvær bækurnar komnar! Miðaldamunkurinn ógleymanlegi er þegar kominn í flokk sígildra sögupersóna og höfundinum, Ellis Peters, er skipað á bekk með snillingum spennusögunnar eins og Agöthu Christie og Arthur Conan Doyle. ITV sjónvarpið breska hefur gert sjónvarpskvikmyndir eftir fjórum bókanna með Sir Derek Jacobi í aðalhlutverki. Vinsœldirnar eru þvíiíkar að 6 í viðbót eru í undirbúningi! Fyrsta sjónvarpskvikmyndin verður sýnd í Sjónvarpinu hér 20. janúar. Bróðir Cadfael 1: Líki ofaukið BróðirCadfael'2: Bláhjálmur Aðeins 895 krónur bókin - eða sérstakt kynningarboð: Báðar saman í pakka á 1.340! / A næsta sölustað SiSSífSSiÖSi í - .4-. FRJÁLS R 1 FJÖLMIÐLUN HF. 11 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.