Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUÐAjGUR 17. JANÚAR 1995 ;)7 Fréttir Loðnufrysting á komandi vertíð: Utlit fyrir verðlækkun „Það er alveg ljóst að það er útlit fyrir verðlækkun á frystri loðnu. Það getur farið svo að framleiðendur verði að framleiða meira og minna án samninga. Hvað verður skýrist ekki fyrr en nær dregur, þessar loðnuvertíðar eru eins duttlungafull- ar og hægt er að hugsa sér. Það er engin vertíð eins,“ segir Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri hjá Granda hf„ vegna frystingar á loðnu - segir Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf. sem hefst væntanlega í febrúarbyij- un. Hann spáir verðlækkun á Jap- ansmarkaði verði framleiðslan í takt við getuna. Mikil ijárfesting hefur átt sér stað í flokkunartækjum vegna komandi loðnuvertíðar og virðist svo sem margir ætli sér stóra hluti á vertíð- inni. Svavar segir að framleiðslugeta á frystri loðnu hafi tvöfaldast. „Ef það verður treg veiði þá horfir þetta öðruvísi við. Ef veiðin verður hins vegar eðlileg og menn taka þetta með trompi, þá er hætt við að það verði ekki aðeins verðlækkun heldur líka birgðasöfnun í landinu. Það sem ég hef frétt af varðandi vinnsluget- una bendir til þess að hún hafi tvö- faldast," segir Svavar. -rt. Póstbíll fauk í iðulausri stórhríð Garðar Guðjónsson, DV, Akranesú Olgeir H. Ragnarsson, DV, Borgarbyggð: Póstbíll á leið norður yfir Holta- vörðuheiði fauk á hliðina um tvöleyt- ið aðfaranótt mánudags. Iðulaus stórhríð var þar og í Borgarnesi þeg- ar DV ræddi við Þórð Sigurðsson yfirlögregluþjón í gærmorgun. Tveir lögreglumenn fóru til aðstoð- ar mönnunum á póstbílnum og tók þá 210 tíma að komast til þeirra en þeir sem sjá um póstflutninga mega ekki yflrgefa póstinn. Krani var kominn að póstbílnum um hádegi í gær og reisti hann við. Þá voru þar 8 vindstig og fór veður heldur versnandi, aö sögn Ólafs Jó- hannessonar lögregluþjóns. Ekkert var að póstmönnunum þegar komið var til þeirra en kalt var þeim. Snjómoksturstæki Vegagerðarinnar vonyöst norðan heiðar, í Hrútafirði. Akranes: Sorpið sent til Sorpu? Bæjarráð Akraness gerir ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kann- aðir verði möguleikar á samvinnu bæjarins og Sorpu í Reykjavík um' eyðingu sorps. Greinargerð um máhð á að hggja fyrir ekki síðar en í mars svo mögu- legt veröi að taka upp nýtt fyrir- komulag í sorpeyðingu síðari hluta ársins ef það þykir álitlegt. Hugsan- legt er að tekin verði upp flokkun sorps í bænum og því ekið til Reykja- víkur en látið af urðun í bæjarland- inu. Noröurland vestra: flokkur kom ekki saman listanum Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Ekki tókst að ljúka röðun á lista hjá Sjálfstæöisflokknum á Norður- landi vestra á fundi í Varmahlíð um helgina. Málið strandaði á Siglfirð- ingum. Runólfur Birgisson neitaði að taka sjötta sætið, sem hann fékk í prófkjöri, og voru Siglfirðingar óánægðir með það. Til tals hefur komið að breyta röð- un til að koma til móts við Siglfirð- inga og á það að gerast á næstu 10 dögum. Þeir sem leggja bílum sínum í bílahúsum þurfa ekki að hafa áhyggjur af hrími á rúðum og frosnum læsingum. Þeir ganga að bíinum þurrum og snjólausum og eru mun öruggari í umferðinni fyrir vikið. Einfalt og þægilegt - ekki satt! BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastceöi fyrir alla Mundu eftir smámyntinni - það margborgar sig. Bílahúsin eru á eftirfarandi stöðum: • Traðarkoti við Hverfisgötu • Kolaportinu • Vitatorgi • Vesturgötu • Ráðhúsinu • Bergstöðum við Bergstaðastræti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.