Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR V]. JANÚAR 1995 Afmæli Jón Albert Sigurbjörnsson, húsa- smiður og formaður Hestaíþrótta- sambands íslands, til heimilis að Vesturási 17a, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Jón Albert fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám í húsasmíði, lauk sveinsprófi í þeirri grein og prófum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1978. Jón Albert hefur síðan lengst af starfað við húsasmíði og verktaka- rekstur auk þess sem hann var framk væmdastj óri Reiðhallarinnar í Reykjavík 1990-92. Jón Albert starfaði að æskulýðs- málum fyrir Hestamannafélagið Fák 1987-89, sat í æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga 1989, var varamaður í stjórn íþrótta- deildar Féks 1989, formaöur íþrótta- deildar Fáks 1990-93, var gjaldkeri Hestaíþróttasambands íslands 1993 pg formaður Hestaíþróttasambands íslands frá 1994. Þá hefur hann gegnt Qölda trúnaðarstarfa fyrir Hestamannafélagið Fák og Lands- samband hestamannafélaga. Fjölskylda Jón Albert kvæntist 14.10.1978 Láru Guðmundsdóttur, f. 2.10.1955, húsmóður. Hún er dóttir Guömund- ar Lárussonar rafsuðumanns, sem nú er látinn, og Guðbjargar Rósu Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Jóns Alberts og Láru eru Daníel Jónsson, f. 30.7.1976, tamn- ingamaður; Hulda Jónsdóttir, f. 8.3. 1979, nemi; Lilja Jónsdóttir, f. 8.3. 1979. Systkini Jóns Alberts, sammæðra, eru Ómar Jóhannesson, f. 11.12. 1958, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Ingu H. Hannesdóttur og eiga þau tvö börn og eitt fósturbarn; Guðrún Jóhannesdóttir, f. 31.8.1961, lækna- ritari á Akureyri en maður hennar er Óli Þorsteinsson og eiga þau þrj ú börn; Kristín Jóhannesdóttir, f. 31.8. 1961, húsmóðir í Reykjavík en mað- ur hennar er Magnús R. Magnússon og eiga þau fimm börn; Gunnlaugur Jóhannesson, f. 30.1.1965, pípulagn- ingarmeistari á Kjalarnesi, en kona hans er Elín Pétursdóttir og á hann eitt barn og tvö fósturbörn. Systkini Jóns Alberts, samfeðra, eru Kristín Sigurbjörnsdóttir, f. 7.6. 1960, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Jens P. Atlasyni og eiga þau þrjú böm; Bjarni Sigurbjörnsson, f. 21.12. 1962, ráðsmaður í Viðey, kvæntur Guðrúnu Arnórsdóttur og eiga þau eitt barn; Sigríður D. Sigurbjörns- dóttir, f. 5.4.1982, nemi í Hafnarfirði. Foreldrar Jóns Alberts eru Sigur- björn H. Sigurbjörnsson, f. 25.4. 1935, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Hulda Þórðardóttir, f. 29.6.1935, Jón Albert Sigurbjörnsson. húsmóðir í Reykjavík. Fósturfaðir Jóns Alberts er Jóhannes Gunnars son, f. 15.12.1929, vélstjóri í Reykja- vík. Jón Albert tekur á móti gestum í félagsheimili Fáks, laugardaginn 21.1. milli kl. 17.00 og 20.00. Til hamingju með afmælið 17. janúar 80 ára Þórarinn Ásmundsson, Vífilsstöðum, Tunguhreppi. Arnþrúður Sigurðardóttir, Frostafold 10, Reykjavík. 70 ára Theódór Halldórsson garðyrkju- fræðingur, Trönuhjalla 1, Kópavogi. Hann er aö heiman. Steingrímur Gíslason, fyrrv. auglýsingastjóri Tímans, Lyngheiðí 22, Kópavogi. Eiginkona hans er Ingibjörg Helga- dóttir. Þau eru stödd á Hótel Melia Tamar- indos Sanagustín á Canari. 60 ára Ásta Þorleif Jónsdóttir, Uppsölum, Eiðahreppi. Gestur Gestsson, Nýlendu, Gerðahreppi. Guðmundur Jónasson, Hringbraut 111, Reykjavík. Sofie Bye, Hagamel 48, Reykjavík. Valur Kristinsson, Garðbraut 67, Gerðahreppi. Trenna Ann Mulligan, Strandgötu 34, Neskaupstað. 50ára Ragnar V. Sigurðsson, Lágholtsvegi 9, Reykjavík. Snorri Jóhannsson, Smáratúni 15, Bessastaðahreppi. Vaigerður Jónsdóttir, Ægisgrund 14, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Jónas Lúð- víksson. Þau taka á móti gestum í Sljörnu- heimilinu í Garðabæ 20.1. kl. 19.00- 22.00. 40 ára Grettir Sveinbjömsson, Skerseyrai-vegi 3B, Hafnarfirði. Valdimar Þ. Friðgeirsson, Reykjasíðu 13, Akureyri. Guðný Björnsdóttir, Faxabraut 32 C, Keflavík. Anna Margrét Valvesdóttir, Hábrekku 18, Snæfellsbæ. Jónina Stefania Sigurðardóttir, Hraunbæ 170, Reykjavik. Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir, Grýtubakka 22, Reykjavík. Ólöf Þórarinsdóttir, Heiðarhrauni 54, Grindavík. Inga Bergmann Árnadóttir, Fannafold 146, Reykjavík. Andlát Valdimar Indriðason Valdimar Indriðason, fram- kvæmdastjóri og alþm., Höfðagrund 21, Akranesi, lést að heimili sinu að morgni 9/1. sl. Hann verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag, þriðjudaginnl7.1.kl. 14. * Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Starfsferill Valdimar fæddist á Akranesi 9.9. 1925 og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1942, lauk vélvirkjanámi hjá Þorgeiri og Ellert 1946 og prófi frá Rafmagns- deild Vélskóla íslands 1949. Valdimar var vélstjóri á togurun- um Bjarna Ólafssyni o'g Akurey 1949-56, verksmiðjustjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. 1956-60, síðan framkvæmdastjóri þess fyrirtækis og frá 1971 jafnframt framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar hf. og Heimaskaga hf., bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi 1962-86, forseti bæjarstjórnar 1977- 84, í bæjarráði 1970-74 og 1978- 83 og varaalþm. Vesturlands- kjördæmis 1979-83 og alþm. 1983-87. Valdimar sat í fjölda nefnda á veg- um Akranesbæjar s.s. í stjórn Menningarsjóðs Akraness frá stofn- un, í fræðsluráði um skeið og skóla- nefnd Iðnskóla Akraness, í nokkur ár í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, í stjóm Grundartanga- hafnar, formaður stjórnar verka- mannbústaða frá 1978, formaður Félags íslenskra botnvörpuskipa- eigenda 1971-76, í stjórn LÍÚ frá 1970, í stjórn Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda 1968-83, stjórn- arformaður Skallagríms hf. 1977-78 og lengst af frá 1984, í stjórn Lífeyris- sjóðs Vesturlands frá stofnun, for- maður Slysavarnadeildarinnar Hj álpin á Akranesi í nokkur ár, formaður prófanefndar vélvirkja á Akranesi 1962-72, í stjórn Sögufé- lags Borgaríjarðar frá stofnun og formaðurfrá 1985, sat í ritnefnd Sögu Akraness sem nýlega er komin út, sat í bankaráði Útvegsbankans og var formaður bankaráðs um skeið. Fjölskylda Valdimar kvæntist 3.7.1948 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, f. 19.7.1925, húsmóður. Hún er dóttir Ólafs B. Björnssonar, ritstjóra á Akranesi, sem er látinn, og Ásu Ó. Finsen sem nú dvelur á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Börn Valdimars og Ingibjargar eru Indriði, f. 22.12.1948, prent- smiðjustjóri á Akranesi, kvæntur Sigurlaugu Guðmundsdóttur kenn- ara og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Ása María, f. 6.7.1950, kennari við MR, búsett í Hafnar- firði, var gift Svavari Haraldssyni húsasmið og eiga þau tvo syni; Ing- Valdimar Indriðason. veldur, f. 4.2.1954, d. 11.12.1991, úti- bússtjóri íslandsbanka á Akranesi en eftirlifandi eiginmaður hennar er Lúðvík Ibsen Helgason húsvörð- ur og eru börn þeirra þrjú. Albróðir Valdimars er Óskar Ind- riðason, f. 9.9.1930, vagnstjóri hjá SVR. Hálfsystir Valdimars, sammæðra, er Sigríður Kristjánsdóttir, f. 7.1. 1939, röngentæknir, búsett í Garðabæ. Foreldrar Valdimars voru Indriði Jónsson, f. 2.2.1899, d. 20.1.1933, vélstjóri á Akranesi, og k.h. Vilborg Þjóðbjarnardóttir, f. 2.1.1903, d. 12.7. 1984, varabæjarfulltrúi og formaður kvennadeildar SVFÍ á Akranesi. Andlát Guðmundur Ölafsson Guðmundur Ólafsson, skipstjóri og gjaldheimustjóri Hafnarfjarðar, Ás- búðartröð 15, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum2.1. sl. Útfór hans fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firðiídagkl. 13.30. Starfsferill Guðmundur fæddist á Flateyri við Önundarfiörð 7.11.1921 og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskóla íslands 1947 en hann hafði stundað sjómennsku frá ungl- ingsárunum á bátum frá Flateyri og við Faxaflóa. Frá 1947-60 var hann á togurum og síðan á bátum við síld-, loðnu- og togveiðar þar til hann fór í land í lok árs 1970. Guð- mundur var m.a. stýrimaður á Röðli og Guðmundi Þórðarsyni og skip- stjóriáGróttu. Er Guðmundur kom í land réðst hann til starfa hjá bæjarsjóði Hafn- arfiarðar. Hann var gjaldheimtu- sfióri í Hafnarfirði 1985-91 er gjald- heimtan var lögð niður og verkefni hennar færð annað. Guðmundur var gjaldkeri í Skip- sfióra- og stýrimannafélaginu Kára í Hafnarfirði og sat fyrir hönd þess í Sjómannadagsráði. Þá átti hann sæti í hafnarsfiórn Hafnarfiarðar. Fjölskylda Eftirlifandi kona Guðmundar er Arnfríður Arnórsdóttir, f. 23.12. 1923, húsmóðir. Hún er dóttir Am- órs Kr. Arnórssonar og Margrétar Guðmundsdóttur en þau bjuggu að Villingadal á Ingjaldssandi í Önund- arfirði. Sonur Guðmundar frá því fyrir hjónaband með Mörtu Sæmunds- dóttur er Grétar, f. 3.12.1944, lækn- ir, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ásdísi H. Hafstað bókasafnsfræð- ingi og eiga þau tvö börn, Áslaugu Sölku og Tinnu, auk þess sem dóttir Grétars frá því áður er Árndís. Börn Guðmundar og Arnfríðar em Valgerður María, f. 14.7.1947, kaupmaður og bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði, gift Ásgeiri Sumarhðasyni vörubifreiðarstjóra og eiga þau þrjú börn, Guömund, Val og Hildi Dögg; Ólafur Guömundur, f. 20.12.1948, pípulagningameistari í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur gangastúlku en þau eiga þrjú börn, Sigríði Dóra, Fríðu Björk og Guð- mund; Arnór Kristján, f. 30.5.1950, offsetprentari í Hafnarfirði, kvænt- ur Helgu Jónsdóttur en þau eiga þrjú böm, Harald, Amfríði Kristínu og Sonju; Magnús, f. 14.10.1951, pípulagningameistari í Hafnarfirði, kvæntur Hrefnu Halldórsdóttur eldhústækni en þau eiga þrjú börn, Halldór Óskar, Kolbrúnu og Thelmu; Guðmundur, f. 22.6.1953, fisktæknir í Hafnarfirði, kvæntur Bergrúnu Bjarnadóttur setjara en þau eiga tvo syni, Bjarna og Davíð Þór; Sigurborg Margrét, f. 19.1.1958, kaupkona í Kópavogi, gift Jóni Jens- syni rafeindavirkja en þau eiga þrjá syni, Jens, Hlyn og Bjarka, en dóttir Jóns frá því áður er Vigdís. Langafaböm Guðmundar eru nú sex talsins. Systkini Guðmundar: Sigurðurf. 6.9.1918, d. 13.3.1985, skólastjóri, kona hans var Guðrún Hansen kennari, þau eignuðust fiög- urbörn; Guðrún, f. 8.8.1920, d. 22.5. 1978, ljósmóðir, hennar maður var Magnús Þ. Ágústsson bifreiðar- stjóri, látinn, þau eignuðust tvö böm; Ehn, f. 21.8.1923, maki Jón Strandberg tollvörður, þau eiga tvær dætur; Guðjón, f. 1.11.1925, d. 3.7.1976, kaupfélagsstjóri, kona hans var Auður Þórðardóttir, þau eignuðust sex börn; Ásdís, f. 8.12. 1932, maki Ingimundur Guðmunds- son vélfræðingur, þau eiga fimm börn. Hálfbróðir Guðmundar, samfeðra, var Þorsteinn, f. 1.12.1916, d. 16.9. 1984, vélvirki, kona hans var Vigdís Jónsdóttir, þau eignuðust tvö börn. Guðmundur Ólafsson. Foreldrar Guðmundar: Ólafur Guðmundur Sigurðsson, f. 31.8. 1879, d. 7.5.1948, hreppstjóri og Val- gerður Guðmundsdóttir, f. 26.9.1893, d. 1.11.1968.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.