Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 Stuttar fréttir Utlönd Fjórum sinnum í viku Ný bók um Camillu, hjá- konu Karls Bretaprins, er væntanleg. Þar er því haldið fram að þau hafi átt ástar- fundi fjórum sinnum í viku í himinsæhg Cam- illu á sveitasetri hennar. Lamberto Dini vonast til að geta myndaö 54. stjórn Ítalíu frá stríðslokum í dag og endað þann- ig þriggja vikna stjórnarkreppu. Vopnahléíhættu Sameinuöu þjóðirnar saka Bos- níustjórn og Bosníu-Serba um að tefla vopnahléinu í hættu. Rússarbjóðafríð Harðir götubardagar geisa enn í Grosní. Rússar hafa boðlð frið- arv iðræðut Lögfræðingardeila Illdeilur milli tveggja af lög- fræðingum O.J. Simpson magn- ast enn. Tveir þeirra ræðast ekki lengur við þremur dögum fyrir opnunarreeður í málinu. Konafærliflátsdóm Susan Smith, bandaríska kon- an sem drekkti tveimur sonum sínum sl. október á, von á að fá líflátsdóm. Geislavirkni í Eistlandi Geislávirkir málmar fundust i vegfyliingu í Eistlandi um síðustu helgi. Friðrik með nýja Friðrik, krónprins Dana, kom heim með nýja kærustu í gær eft- ír ferð til Kyrrahafseyja. % NýstefnaMajors John Mfjjor vili endurskoöa stefnumál íhaldsftokks- ins. Það er talið fyrstu merki kosningaundir- búnings en flokkurinn og Major hafa aldrei verið óvinsælli. Reutei Níu hundruð létu lifið 1 öflugum jarðskjálfta 1 miðhluta Japans í gærkvöldi: Var eins og ég kast- aðist niður í helvíti - sagði kona sem slapp með skrekklnn í smábæ nærri borginni Kobe Gífurlega öflugur jarðskjálfti reið yfir miðhluta Japans í gærkvöldi að íslenskum tíma og varð að minnsta kosti 867 manns að bana. Rúmlega tvö þúsund urðu sárir og hundruð bygginga, hraðbrautir og járnbraut- arteinar hrundu eins og spilaborgir. Lögreglan sagöi að á sjötta hundrað manns væri saknað í þessum versta skjálfta sem komiö hefur á þessum slóðum á öldinni. Hafnarborgin Kobe á vesturströnd Japans varð verst úti en þar létu að minnsta kosti 194 lífiö og þúsundir slösuðust, að sögn talsmanns lögregl- unnar. Talið er að flestir þeirra sem sakn- að er séu í eyðilögðum byggingum í Kobe, einhverri fallegustu borg Jap- ans. Skjálftinn, sem mældist 7,2 stig Tæplega 900 manns létust og þúsundir slös- / uðust í hræðilegum ^ jarðskjálfta sem varð í miðhluta Jap- ans í gærkvöldi Kyoto Kobe Shikoku "W ' V Kyushu ® Tokyo Osaka 200 km / Kl. 20.46 á mánudag: Jarðskjálfti sem mældist 7,2 stig, upptök 20 km undir Awajishima-eyju REUTER Hluti Hanshin-hraðbrautarinnar í Kobe hrundi á götuna fyrir neðan í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Tugir bíla óku fram af hraðbrautinni þar sem hún brotnaði og létust nokkrir ökumenn en aðrir slösuðust. Símamynd Reuter hvar hraðbrautin milli Osaka og Kobe hafði hrunið, með þeim afleið- ingum að fimmtíu bílar þeyttust fram af. Lögreglan sagði að tveir aö minnsta kosti hefðu látist og tugir slasast þegar bílarnir féllu fram af hengifluginu. Tomiichi Murayama, forsætisráð- herra Japans, kallaði saman neyðar- fund björgunarsveita. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að rétta fram hjálparhönd,“ sagði for- sætisráðherrann í yfirlýsingu sem hannsendifrásér. Reuter á Richter, átti upptök sín undir Awaj- ishima-eyju sem er í um 30 kílómetra tjarlægð frá Kobe. Hann olh skemmdum og manntjóni í allt að hundrað kílómetra radíus. Áhrifa hans gætti m.a. í Osaka, næststærstu borg landsins og hinni fornu höfuð- borg Kyoto. íbúi í Nishinomiya, bæ nærri Kobe, sagði Reuters aö hún hefði hrokkið upp af svefni í íbúð sinni sem er uppi á þriðju hæð. „Það varð mikill hristingur. Mér fannst eins og ég kastaðist ofan í mikið hyldýpi eins og helvíti. Þaö var svo stórt. Þetta var hræðilegur hrist- ingur. Fólk sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður,“ sagði konan. Slökkviliðsmenn í Kobe, Osaka og Kyoto börðust við elda sem komu upp þegar gasleiðslur rofnuðu. Læknar og hjúkrunarfólk á frívakt var kallað í vinnu til að sinna hinum særðu. Sjónvarpið sýndi í beinni útsend- ingu hvar tugir íbúa Kobe ráfuðu í örvilnan sinni um götur borgarinnar á náttfötunum einum klæða. Þá sást íslensku útgerðirnar dæmdar til þyngstu refsingar 1 Tromsö: Þetta er pólitískur dómur hjá Norðmönnunum - segir Valdimar Bragason, útgerðarstjóri togarans Björgúlfs 24 milljónir í sektir: íslendingar tapa aldrei á áfrýjun GáU Kristjánssan, DV, Ósló: „Ég er mjög ósáttur víð þessa niðurstöðu. Rétturinn hér í Tromsö virðist telja að ákvæði Svalbarðasamkomulagsins um jafna stöðu allra, sé einskis virði," sagði Brynjar Östgaard, lögmaður útgerðar togarans Björgúlfs, í samtali viö DV í gær. Það er mat Brynjars aö dórnn- um beri að áfrýja. Hann er reiðu- búinn að fylgja málinu eftir. Ljóst sé að rétturinn túlkí lögin afar frjálslega. „Við verðum aö fá úrskurð Hæstaréttar i þessu máli. Hér er einfaldlega um ranga túlkun á norskum lögum aö ræða. Ég fæ ekki séð að íslendingarnir muni nokkru sinni tapa á áfrýjun," sagði Brynjar. Hann sagði að það væru mikil vonbrigði að rétturinn skyldi leggja hald á afla ög veíðarfæri að andvirðl 10 milljónir íslenskra króna hjá hvorri útgerð, Þá væru sektir að jafnvirði 24 milljóna ís- lenskra króna fáheyrðar í málum sem þessum. Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þetta er pólitískur dómur hjá Norðmönnunum. Við erum dæmdir út frá hagsmunum í milhríkjadeilu en ekki eftir lagaheimildum,“ segir Valdimar Bragason, útgerðarstjóri togarans Björgúlfs frá Dalvík, í sam- tah við DV. Héraðsrétturinn í Norður-Troms- fylki felldi í gær dóm sinn í málum útgerða og skipstjóra togaranna Björgúlfs og Óttars Birtings vegna veiða þeirra á vemdarsvæði Norð- manna við Svalbarða þann 24. sept- ember í haust. Togaramir vora þá færðir til hafnar í Tromsö. Dómamir em í öllum aðalatriðum í samræmi við kröfu saksóknara. Útgerð Björgúlfs og Sigurður Har- aldsson skipstjóri verða að greiða samtals ríflega 12 milljónir íslenskra króna í sektir. Þar af nemur upptaka veiöarfæra 10 milljónum króna. Sig- urður Haraldsson skipstjóri á að greiða 750 íslenskar krónur í sektir og útgerðin 1,5 milljónir. Sektir í málum útgerðar og skip- stjóra Óttars Birtings eru nokkru lægri eöa 11,8 milljónir íslenskra króna. Skipstjórinn Jan Nolsö Olsen verður að greiða 600 þúsund ís- lenskra króna og útgerðin tapar veiö- arfæmm að verömæti 10 milljónir króna. Útgerðin á að greiða eina milljón og 250 þúsund. Þetta er skelfilegt „Þetta er skelfilegt, miklu verra en við áttum von á. Við byggðum vörn- ina á að það vantaði heimildir til upptöku veiöarfæra í Antonsreglu- gerðina svokölluðu frá í sumar. Dómurinn tekur ekkert tillit til þessa,“ sagði Valdimar. Hann sagði og að dómurinn væri miklu þyngri en almennt gerðist í hhðstæðum málum í Noregi. „Við höfum enga ákvörðun tekið enn um áfrýjun í málinu. Það veltur m.a. á hvort við þurfum að greiða sakarkostnaðinn fyrir hæstarétti. Við sleppum viö það í héraðsréttin- um. Það virðist hins vegar ekki mik- il áhætta fólgin í aö áfrýja því sekt- imar verða vart hærri,“ sagði Valdi- mar. Héraðsdómararnir þrír í Tromsö tóku í engu tillit til raka veijenda útgerða og skipstjóra togaranna Björgúlfs og Óttars Birtings. Óll vafa- mál féllu útgerðunum í óhag, þar á meðal vafinn sem leikur á um mörk- in milh verndarsvæöisins við Sval- barða og Smugunnar. Ekki tekið tillit til ófull- kominnar reglugerðar Þá var ekki tekið tillit til að í nýj- ustu reglugerðina um verndarsvæð- ið, Antons-reglugerðina svokölluðu, vantar ákvæði um upptöku veiðar- færa. Útgeröirnar voru einnig dæmdar í sektir þótt fyrir lægi yfir- lýsingar um að skipstjórar togar- anna heföu ekki farið að þeirra ósk inn á verndarsvæðið þann 24. sept- ember. Dómurinn er byggður á lögum um efnahagslögsögu Noregs og reglu- gerðum um verndarsvæðið við Sval- barða frá 1977 og 1994 og kom ekki til áhta í dómnum að vafi leikur á um alþjóðlegt gildi reglugerðanna. Þj óðréttarfræðingur: Giali Kristjánsson, DV, Ósló: „Dómurinn í Tromsö er í sam- ræmi við mat okkar á gildi Sval- barðasamningsins,'1 segir Carl August Fleischer, þjóðréttar- fræðingur við Óslóarháskóla, og ráðgjafi norsku ríkisstjórn- arinnar í alþjóðarétti. Hann segir aö dómurinn stað- festi þá skoðun að Norðmenn geti sett reglur um veiðar við Svalbarða og úthlutað kvótum þar á grundvelli samningsins frá 1920 og síðari reglugerða. Reglugeröirnar frá 1977 og 1994 um verndarsvæðið séu því í samræmi við alþjóðalög. Fleischer segir að eðhlegt sé að hafa sektirnar svo háar vegna náttúruverndarsjónar- miða, Ekki gangi aö útgerðir togara hagnist á áhættunni við að veiða á vernduðu svæöi vegna hugsanlegrar réttaró- vissu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.