Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 7 Sandkom Fréttir Bandalagið Kjarasamn- ingaviðrædur stmida núna scm ltæst. Þær faraframi skuggaverk- fallsboðunar kcnnarai næ.stuvikting aldreiaðvita nemaaðraftðn- aðarraenn boði líkaverkfall. Þrýstingur eykst á ríkis valdið um að semja enda háværar kröfur uppi um alvörukjarabætur. Eittafþeim „fyr- irbærum“ sem koma að kjaraviðræð- unum er Flóabandalagið s vokallaða, sem er samflot Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, Dagsbrúnar og Hlifar i Hafnarfirði. Þarna eru engir aukvisar á ferð; Jakinn, Sigurð- ur T. og Kristján Gunnarsson. Jakinn og Kristján eru miklir um sig og hafa gárungar talað um Flóðhestabanda- lagið og enn aðrir Flónabandalagið! Ekkert grín Hann Örn Ámasonleik- arikomstað þviádögunum ; aðþaðerekk- ertgrínaðvera grínisti. Örn varþááferðá Akureyri og bráséráveit- ingahösásarat kúnningjum sínura. Hann settist við borð og pantaði sér af mat- seðlinum. Hann ák vað að fá sér súpu í forrétt og fljótlega kom hún á borð- iö. Þá kallaði Öm á nærstaddan þjón: „Þjónn, þaðerflugai súpunni.“ Þjónninn, sem kannaðist að sjálf- sögðu við Öm, brosti kurteislega en hvarf á braut. Aftur kallaði Öm hátt og skýrt „Þjónn, það er fluga í súp- unni.“ Salurinn heyrði þetta greini- iega ogallirfónt aðhlæja og þjónninn líka. En þegar Öm gerðist iUur á svip og öskraði „það er fluga í súpunni" fór þjónninn skömmustulegur að kanna málið. Og viti menn, það var fluga 1 súpunni eftir allt saman! Stam í banka Bankavið- skipti taka stöðugum tæknibreyting- umþessimiss- erin, Núgeta menn hringt í símanúmerog hngljúfenvél- vædd rðdd gef- uruppstöðuna ábankareikn- ingnum.Sagan segir af manni sem nýlega tók út af reikningi sínum með því að fara í hraðbanka. Daginn eflir datt honum í hug að kanna stöðuna og hringdi í upplýsingasíma bankanna. Þar svar- aði „röddin" en stamaði þá upphæð sem síðast var tekín út og sagði: „Fimmþúsundkrónur... fimmþús- und krónur." Maðurinn varð auðvit- að dauðhræddur um að upphæðin yrði tvítekin af reikningnum! Allt rey na fj... bankamir en þelr eru vist að reyna aö finna lausn á stam- ínu! Hvað kostar nóttin? ! í Víkurfrétt- um í Koflavík :; tnáttiádógun- umlesa skemmtiiegar málfarshug- leiðingarhjá ónefndum spaugaraþari bæ. Hann byrj- aráþvíaðtala umfyrirbærið „fljúgandi hálku' ‘. Þrátt fyrir ítrekaðar tiiraunir hefur hann ekki komið auga á Itana eftir gón upp í loftiö og telur hana þvi annaðhvort vængbrotna eða steindauða þar sem hún liggi öll á jörðinni! Spaugarinn tekur lika dæmi um auglýsingar sem megi taka bók- staflega, eins og skilti raeð oröunum „blaðasala - bertsinsala - nætur- sala“. Síðan megi ganga til af- greíðsiustúlku viðkomandi sjoppu og spytja; Hvað kostar nóttin? Þetta kallast að misskilja hlutina vitlaust eða að skilja hiutina misvitlaust! Eru tilbúnir til átaka - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaöur Árvakurs á Eskifirði „Staðan er einfaldlega þannig að við höfum engin marktæk svör feng- ið frá eigendum Hraðfrystihúss Eski- fjarðar og loðnubræðslunnar. Ég ætlaði á formannafundinn hjá Verkamannasambandinu en starfs- mennimir í loðnubræðslunni settu mér bara stólinn fyrir dyrnar. Þeir sögðu mér aö vera heima og gera það sem gera þyrfti þar, það er að afla félaginu verkfallsheimildar. Það er alveg ljóst að karlarnir í loðnu- bræðslunni eru tilbúnir að taka slag- inn ef á þarf aö halda. Þeir hafa gert mér það ljóst að ef ég er ekki til í slaginn, ef á þarf að halda, verði mér hreinléga hent út,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Árvakurs á Eskifirði, við DV. Hrafnkell sagði að verkafólk væri orðið mjög reitt vegna þess hroka í garð þess sem alltaf gætti í málflutn- ingi talsmanna vinnuveitenda. „Ég heyri það æ oftar hjá fólki að það sé tími til kominn að sýna þess- um hrokafullu mönnum hverjir það eru sem í raun hafa völdin þegar um er að ræða samninga um kaup og kjör,“ sagði Hrafnkell. Staðan á Eskifirði er þannig að Arvakur hefur samið við eitt fyrir- tæki um 10 prósenta launahækkun. Hraðfrystihús Eskifjaröar og loðnu- bræðslan, sem eru stærsti vinnu- staðurinn á Eskifirði og í eigu Alla ríka, hafa ekki ljáð máls á beinum viðræðum við samningamenn Ár- vakurs. Þeir kalla til menn frá Vinnuveitendasambandinu til við- ræðna við verkalýðsfélagið. „Það eina sem þeir VSÍ-menn eru til viðtals um er að leiðrétta prent- villur í gamla samningnum. Ég er hins vegar handviss um að þá hjá Hraðfrystihúsinu og loðnubræðsl- unni dauðlangar í beinar viðræður við okkur og losna undan átökum. Svo ég tali nú ekki um ef það fer að veiðast loðna. Þeir eru hins vegar bundnir í báða skó. Bæði vegna VSÍ og baknanna," sagði Hrafnkell. Hann sagðist nú þegar hafa óskað eftir samningafundi með Alla ríka og hans menn án þátttöku samninga- manna VSÍ. „Við öflum okkur verkfallsheim- ildar og það fer svo eftir atvikum hvort og þá hvenær við notum hana,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs í Búnaðarbankanum Láttu næsta skref verda spor í rétta átt m 10.febrúar er innlausnardagur spariskírteina ríkissjóðs. Þú getur innleyst spariskírteinin í útibúum Búnaðar- bankans um land allt og greiðir ekkert innlausnargjald. Hringdu í þjónusturáðgjafa í næsta útibúi eða aðalbanka. Nokkur dæmi um góðar sparnaðarleiðir fyrir þá sem viija ávaxta fé sitt áfram. • Ný sparískírteini ríkissjóðs - með skiptikjörum, 5,3% raunvöxtum - binditími 4 eða 9 ár. Stjörnubók / 30 mánaða Stjörnubók /12 mánaða Stjörnubók Æskulínu Bankavíxlar Bankabréf - binditími 3 1/2 ár. Innlend og erlend verðbréf Verðbréfavarsla ^ Hæsta ávöxtun sérkjarareikninga. Stjörnubók Búnaðarbankans bar hæstu ávöxtun allra sérkjarareikninga síðastliðið ár, miðað við sambærilegan binditíma, 6,18% sem jafngildir 4,86% raunávöxtun. Spariáskrift á Stjörnubók er kjörin leið fyrir þá sem vilja hafa binditímann skamman og njóta jafnframt hámarksávöxtunar. BUNAÐARBANKINN - Tmustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.