Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 Útlönd Stuttar fréttir dv Fyrsti kvöldverður Sonju Noregsdrottningar án höfuðdjásnanna: Drottningin skartlaus og Gro var lystarlaus Gisli Kristjánsson, DV, Osló. Höfuö Sonju Noregsdrottningar vakti óvenjumikla athygli þegar hún settist til borðs í konungshöllinni í gærkvöldi ásamt Haraldi manni sín- um og flestu öðru fyrirfólki í stjórn- málalífi Noregs. Gestir veltu því fyrir sér hvernig hún liti út án höfuðdjásn- anna sem stolið var í Lundúnum á dögunum. Nú var hún bara með mjó- an borða í hárinu. Ekkert hefur spurst til skartsins frá því um helgina þegar ókunnir Kviðdómandií Simpson-máli látinnfara Lance Ito, dómari í málinu gegn ruöningshetjunni O.J. Simpson, hefur leyst einn kviðdómandann, 63 ára gamla hvíta konu, frá störfum og tekið varamann i staðinn, 54 ára gamlan blökku- mann. Ástæðan fyrir þessu er sú aö konan, Jerrianne Hayslett, hefur sama heimiiislækní og Simpson. Líklegt er taliö að læknirinn verði kallaður til að bera vitni fyrir verjendurna. Þá herma fréttir aö verið sé að kanna hvort annar kviðdómandi hafi brotið af sér. Götukort af Los Angeles og Chicago fundust í fór- um hans en Simpson ílaug til Chicago kvöldið sem fyrrum eig- inkona hans, Nicole, og vinur hennar, Ronald Goldman, voru myrtíLosAngeles. Reuter ránsmenn komu höndum yfir það. Flestir hallast að því að djásnið komi aldrei í leitirnar og það hafni á svarta markaðinum fyrir stolna dýrgripi. Tjón konungshjónanna er metið á 20 til 30 milljónir íslenskra króna. Skað- inn er þó sýnu tilfmnanlegri að um var að ræða erfðagóss sem Maud, drottning af ættum Bernadotta í Sví- þjóð, hafði með sér til Noregs og Noregsdrottningar hafa borið æ síð- an. Krúnudjásnið fræga var þó ekki það eina sem saknað var í veislunni Sonja með höfuðdjásnið góða. i gærkvöldi. Menn söknuðu góðrar matarlystar Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra. Hún er nú á ströngum megrunarkúr og var að sjá alveg lystarlaus í veislunni. Gro þakkaði þó fyrir matinn að veislulokum og hvað hann góðan. Athugulir menn gátu þó upplýst að þakkarræðan hafði verið skrifuð áð- ur en sest var að borðum. Ólíklegt er því aö Gro hafi talaö af sannfær- ingu þegar hún hældi gestgjöfum og hirðkokki fyrir veitingarnar. ii'ÍÍHÍÍÍ'ÍÍÍ SMÁA UGL YSBNGJ\ þriðjudagurinn 7. febrúar SteinarÞ. Þorfmnsson, Logalandi 23, 108 R. (Fataúttekt frá Levis-búðinni) Elínborg Halldórsdóttir, Miðvangi 41,220 Hafnarf. (Aiwa vasadiskó m/útvarpi) Verkvík, Bíldshöfða 14, 112 R. (Telefunken útvarpsvekjaraklukka) Benedikt Jónsson, Hverafold 16, 112 R. (Equador bakpoki) Runólfur Sigtryggsson, Jórufelli 10, 111 R. Hermaður frá Ekvador liggur í skotgröf og hefur auga með svæðinu við landamæri Perú sem þjóðirnar tvær deila nú svo hart um. Að minnsta kosti 50 hafa látist i bardögunum. Simamynd Reuter Norðmenn bjóðast til að gæta landamæra ESB Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þaö er mikilvægt fyrir Noreg að tryggja fullt ferðafrelsi til Svíþjóðar og Danmerkur. Því tel ég eðlilegt að við myndum ytri landamæri ESB í norðri þótt við séum ekki aðilar," sagði Grete Faremo, dómsmálaráð- herra Noregs, eftir fund meö norr- ænum starfsbræðrum sínum í gær, meðal annarra Þorsteini Pálssyni. Tilboð Norðmanna felur í sér að þeir verða í raun að gangast undir ákvæöi Maastricht-samningsins um sameiginleg ytri landamæri ríkja ESB þótt þeir hafi hafnað aðild. Vandræði þessi stafa af því aö ESB getur ekki sætt sig viö að vegabréf séu ekki skoðuð viö ytri landamæri þess. Norðurlandaþjóðimar hafa hins vegar um áratugaskeið ekki sinnt slíku eftirliti sín á milli en full- ur vilji er fyrir því að halda því áfram. Nú er hins vegar svo komið að 2.600 kílómetrar af landamærum ESB eru landamærin milli Noregs og Svíþjóð- ar. Nær ógerlegt er að halda uppi eftirliti milli ríkjanna. Því er ESB akkur í að færa þessi landamæri út að strönd Noregs og fela Norðmönn- um gæsluna. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið og niðurstaða fundar- ins í gær var að skipa nefnd til að kahna vegabréfamálin til hlítar. Að óbreyttu þurfa því íslendingar og Norðmenn aö sýna vegabréf við komu til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands frá 26. mars. Clinton meðsínum Bill Clinton Bandaríkjaforseti stendur fast við umdeilda tilnefn- ingtt sina til landlækmsembætt- isins. BeferaESB Ný framkvæmdastjórn ESB ætlar að skapa fleiri störf, styrkja efnaltaginn og stjórna samband- inu betur. Blafrkallaðurkjáni Tony Blair, formaöur breska Verka- mannatlokks- ins, fékk það óþvegið: frá John Majór for- sætisráðherra í gærsem kallaöi hann kjána og sýndi á sér nýja og harðari hlið. Leikstjóri særður Bókstafstrúarmenn í Alsír skutu og særðu þekktan kvik- myndaleikstjóra, Djamel Fezzaz, í gær. . FunduvopnlRA Lögregla á írlandi hefur fundið stórt vopnabúr írska lýðveldis- hersins. Frökkum fjölgar Frakkar eru nú orðnir 58 millj- ónir og fer áfram fjölgandi. Ráðherrafrá Breskur aðstoðarráðherra sagði af sér í gær eftir að hann skakaði haka í deilum við and- stæðinga vegaframkvæmda. Pawlak rekinn Ríkisstjórnarflokkarnir í Pól- landi létu undan þrýstingi Wa- lesa forseta og ráku Pawlak for- sætisráðherra og vilja Jozef Ole- sky i staðinn. Kjarnorkuvopnaleysi Tillaga um að Norðurlönd veröi kjarnorkuvopnalaust svæði verður borin fram á fundi Norð- urlandaráðs í Reykjavík. NýrhjáCIA Clinton Bandaríkjaforseti hefur valið Michael Cams, fyrrum hershöfðingja í flughernum, til að stjórna CIA. Ráðherra gagnrýndur Niels Helveg Petersen, utan- ríkisráöherra Danmerkur, vísaði á bug gagnrýni fyrir að hafa tekið á móti aðstoðar- utanrikisráð- herra írans og sagöi betra að ræða við írani en einangra þá. Norski herinn hefur keypt ónothæfar vélbyssur frá Tyrk- landi fyrir 860 milljónir íslenskra króna. Hlífriðarviðræður Forseti Bosníu segist tilbúinn að ræða við óvini sína til að þyrma lífi óbreyttra borgara. Reuter, Ritzau, NTB € Ertu ekki búinn að tryggja þér númer í Happdrættinu? f f t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.