Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 Spumingin Eru íslendingar þjóð- ernissinnar? Herdís Arnórsdóttir dagmóðjr: Já, meirihlutinn er ábyggilega þjóðern- issinnar. Kristinn Sæmundsson nemi: Ég veit það ekki en ég er allavega ekki þjóð- ernissinni. Guðjón Guðmundsson garðyrkju- maður: Já, ég myndi halda þaö. Þeir hugsa um lítið annað en sjálfa sig. Mór Gunnarsson starfsmannastjóri: Já, mér finnst það svona frekar. Þeir eru stoltir af landi og þjóð. Garðar Sigurðsson nemi: Já, það er engin spuming að íslendingar eru þjóðemissinnar. Þaö er mikil sam- staða í öllu. Tökum söfnunina í Súða- vík sem dæmi. Þórgunnur Guðgeirsdóttir verslun- armaður: Já, við erum þjóðemis- sinnar. Margir íslendingar hæla okkur af því að vera falleg og hrein- leg þjóð. Lesendur Landbúnaðar- mafían „Við viljum ekki lengur borga tyrir óþarfa gróðureyðingu," segir bréfritari m.a. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og form. gróðurverndarnefndar Lífs og lands, skrifar: Landbúnaðarmafían er stórt orð, en þá á ég við báknið, yfirbygging- una, sem búið er að koma upp í kringum búskapinn í landinu, aðal- lega þó sauðfjárræktina. - Hvernig gátu menn búið í landinu áður fyrr? í dag þarf heilt ráðuneyti, Búnaðar- félag, tilraunabú, rannsóknarstofn- anir, búnaðarfélög og sambönd, sölu- miðstöðvar, búnaðarþing, ráðunauta o.s.frv., o.s.frv. Eitt hundrað og þrjá- tíu milljónir í markaðsstarf, auglýs- ingar, niðurgreiðslur og tilboð til að reyna að fá fólk til að borða meira kjöt því offramleiðslan er að sökkva skútunni. - Ekki að furða þótt afurð- in sé orðin dýr. Við þessu þarf að bregðast. Land- búnaðaróráðsían virðist halda að sitt hlutverk sé að gæta sinna hagsmuna með því að halda öllu í sama gamla horfinu, í stað þess að hjálpa bænd- um til að mæta nýjum tíma og kröf- um. Minnka þarf kjötframleiðslu og neytendur krefjast þess fyrst og fremst að varan sem þeir kaupa sé vistvæn en stuðb ekki að eyðingu gróðursins í landinu. - Hver vill borga fyrir það? Rányrkja og skipulagsleysi í beitar- málum hefur skaðað ímynd bænda- stéttarinnar og ef til vill stuðlað að minni lyst á lambakjöti. Um 80% þjóðarinnar Uta á gróöureyðingu sem alvarlegasta vandamál okkar í dag. Þetta ættu bændur og öll þeirra þunga yfirbygging að taka með í reikninginn. Ræktunarbúskapur í stað rányrkju og vörsluskylda á búfé (kindur og hestar) er það eina sem við getum sætt okkur við, og er mannsæmandi fyrir þjóö sem heldur að hún geti verið fyrirmynd í umhverfismálum. - Þjóð sem tekur ekki á vanda gróð- ur- og jarðvegseyðingar til varnaðar fyrir aðra er ekki til fyrirmyndar. Við viljum ekki lengur borga fyrir óþarfa gróðureyðingu eða vanhæfar stofnanir sem standa vörð um ósóm- ann eöa hafa ekki áhuga eða getu til að bregðast við vandanum. Nýir tímar kreíjast nýrra áherslna. - Ég tek fram að þetta er skrifað til að vekja athygli á hvert stefnir meö núverandi stjórnleysi. Dagsljós á kvöldi Haraldur Guðnason skrifar: Þá er komin betri tíð með blóm í haga. - Þórður með þjóðarhaginn farinn að brosa í fjölmiðlum, Davíð hefur aflýst kreppunni og Magnús, kenndur við Eimreiðaráhald, birtist brosmildur á skjá og býður af rausn 2-3% kauphækkun. Við, þessir gömlu og óþörfu í mark- aðsþjóðfélagi, fógnum góðum hag RÚV. - Nýr maður kominn í spark- fréttaliðið, svo kannski fer það brátt að fylla tuginn. Og við fögnum end- urkomu Ómars líkt og týndum syni komnum til föðurhúsa. Dagsljósið þeirra í RÚV skín í skammdegismyrkrinu. Misskýrt þó. Áslaug hefur útgeislun og Þorfinnur fransk-íslenskan sjarma. Ágúst ómissandi, svo og „ritstjórinn". - Minnir á gamla daga þegar óvarin Ijósapera dinglaði í lofti - og þá kviknar á perunni hjá stjómandan- um. Aldeilis fínt sjónarspil. Frétt um að Radíusbræður væru á förum reyndist þvi miður röng. - Fjalar er góður spyrill en galli að samtalið er næstum búið þegar það byrjar. En meöal annarra orða: Áf hverju voru þeir ágætu fjölmiðlungar að setja Dagsljós sitt á kvöldmatartím- ann? Er þá ætlast til þess að fjöl- skyldan setjist við imbakassann með snarliö sitt til þess að missa ekki af „Ijósinu"? Lágmarkslaun og stöðugleiki Þór Ludwig Stiefel skrifar: Nú em lausir samningar. Launa- fólk gerir kröfur um launaleiðrétt- ingu og betri kjör. Viðsemjendur kyija sinn kór um stöðugleika, óða- verðbólgu og atvinnuleysi. Fram- undan er óstöðuleiki en við-viljum stöðugleika. - Athugum hvað veldur. Á dögunum var haldinn félags- fundur hjá Dagsbrún. Viðraði ég þar skoðanir mínar um 100.000 kr. lág- markslaun á mánuði. Góður rómur var gerður að sem vonlegt er. Til aö sýna fram á að ekki hafi verið um lýðskmm að ræða sé ég mig knúinn til að fylgja máli mínu eftir með ör- litlum útskýringum. Ég vil taka það skýrt fram að ég, líkt og allir hugsandi menn, vil stöð- Hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 - eða skrifið ugleika. Hann er ein meginforsenda þjóðfélagins. En hvers konar stöðug- leiki ríkir í okkar samfélagi yfirleitt? Því miöur er hann ekki til staðar og því ekki hægt að tala um varðveislu hans. Sá stöðugleiki sem launafólki er gert að varðveita er viðvarandi óstöðugleiki sem í raun er orsök ótal vandamála sem gegnsýra allt samfé- lagið. Verkföll, og kröfur um hærri laun, verðbólga og atvinnuleysi em ein- göngu birtingarform þessa óstöðug- leika sem fyrir er. Einfeldni og blekk- ing þeirra sem halda því fram aö launakröfur láglaunafólks valdi óstöðugleika er nær takmarkalaus. Að gera kröfur um jöfnun kjara er að gera kröfu um stöðugleika. Sá sjúklegi munur sem er á launum manna veldur hinum mesta óstöðug- leika og mun, ef ekkert verður að gert, leiða til hrömunar og aö lokum endaloka þjóðfélagsins. Alhr sjá aö launamunur getur ekki verið tak- markalaus og þá er bara spurningin hvar skal draga mörkin. Og sá sem eitthvað þekkir til mannlegs eðlis sér að um slíkt fæst aldrei friður. Því meiri sem misskiptingin er því meiri er óstöðugleikinn. - Okkur ber aö stefna aö stööugleika og krafa mín er 100.000 kr. lágmarkslaun. Og það er skref í átt að stöðugleikanum. Hungraðir nemendur Ásbjörn hringdi: Mér blöskraði er ég las frétt í DV um skólanemendur sem panta pitsur og láta senda sér í skólann. Jafhvel í raiðjum timum bankar sendUl upp á í skólastofu og nemandinn bregður sér fram og tekur til við átið. Þetta eru lík- lega afsprengi stofnanakynslóð- arinnar. - En hvers konar dj... þjóðfélag og ómenni erum við að ala hér upp, ég bara spyr? Og skólayfirvöld segja náttúrlega ekkert! Hvelangtá aðganga? Garðar Björgvinsson skrifar: Hve langt á Kristján Ragnars- son hjá LIÚ að fá að ganga áöur en þjóðin rís upp og mótmælir? - Nú vill þessi ágæti Kristján taka aílaheimildir af Færeyingum. Er þessi maður að verða alisráðandi í landinu? Það væri réttlætismál aö bjóða Norðmönnum að veiða hér ein 3000 tonn á línu og færi utan við 20 mílur á 30-60 tonna bátum. Ekki að 3000 tonn skipti máli fjárhagslega séö fyrir þá, heldur bara til aö sýna aö ísiend- ingar viðurkenna mistökin í Smugunni. Það má ekki leggja sjálfsvirðingu okkar í rúst, líkt og landgrunnið. SvarfráBílanausti Magnús H. Eyjólfsson versiunar- stjóri skrifar: Sem svar við bréfi Hjálmars Hlöðverssonar í DV í gær, 7. fe- brúar, vilja forsvarsmenn Bíla- nausts hf. benda á þá augljósu staöreynd sem falsaöar og inn- stæðulausar ávísanir eru því miður orðnar í þjóðfélagi okkar, og fyrirtækið hefur ekki farið varhluta af fremur en aðrir sem stunda viðskipti. - Framvísun debetkorta við greiðslu með ávís- un er trygging fyrirtækja, að þau fai ávísanir greiddar í banka, þó svo að þær séu innstæðulausar. Skilriki koma því miður ekki að sama gagni þar sem þau sýna aðeins aö viökomandi hafi skrif- að rétt naih á ávísunina. Eigend- ur og starfsmenn Bílanausts telja sig ekki þess umkomna að meta heiðarleika viðskiptavina sinna eftir útiiti, og hefur því þeirri reglu verið fylgt að tryggja skuli ávisanir með framvísun debet- korta og gildi sú regla jafnt fyrir alla viöskiptavini okkar. FordæmifráHitler Jón Vigfússon skrifar: í tilefni af umræðum um stjóm- arskrárfrumvarp sem félagamir á Alþingi lögðu fram mýlega finnst mér rétt að benda á að þetta frumvarp á sér fordæmi. Nánar tiltekið í Þýskalandi, árið 1933. Þá var það Adolf nokkur Hitler sem kom að ákvæði í þýsku stjórnarskrána sem er svo keim- líkt því sem boriö var fram hér á dögunum að maður spyr sjálfan sig hvaöan sijómarskrámefhd hafi fengið sínar hugmyndir. VerðurVRá undan? Halla skrifar: Ekki er nokkur vafi á því að nú reyna sum stéttarfélög hvað þau geta til að útkljá samninga- mál sín áður en kosningar fara fram. Þau sjá sér hag í því fyrir margra hluta sakir, og þótt ekki væri nema vegna þess að enginn veit hvaða ríkisstjórn tekur við hér. Virðist sem kapphiaup sé hafið milli stéttarféiaga um hvort eitthvert þeirra getur rutt braut- ina. VR sýnist t.d. tObúið aö hafa þarna forgöngu. Ef þaö gengur eftir verða önnur verkalýðsfélög lítilsmegandi í kröfugerðum sín- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.