Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
15
Tröllasögurnar um tollaígildin
Taumlaus undirboð hafa leitt til þess að verð á landbúnaðarafurðum
hefur hrunið og er langt undir framleiðslukostnaði, segir m.a. i greininni.
Nýi GATT-samningurinn og
framkvæmd hans hefur verið
nokkuð í umræðunni að undan-
fbrnu. Það eru einkum tollaígildin
sem kastljósin hafa beinst að. „Of-
urtollar“ og „Berlínarmúr" eru
dæmi um þau myndrænu hugtök
sem notuð hafa verið til að lýsa
gremju; gremju yfir þeirri afstöðu
stjórnvalda og þverpólitísku sam-
stöðu sem myndast hefur á Alþingi
um að heimila allt að 700% tolla á
innfluttar landbúnaðarafurðir. Þá
hefur stjómvöldum verið brigslað
um að hunsa grundvallarmarkmið
samningsins, láunþegahreyflng-
unni um að vera gengin í björg með
sérhagsmunaklíku landbúnaðar-
ins og svo mætti lengi telja.
Tollaígildin miðast við
heimsmarkaðsverð
Þeir sém gagnrýnt hafa hvað
mest þessa „ofurtolla" og beinlínis
fullyrt að með þeim séum við að
fara úr öskunni í eldinn hljóta að
vera að miða við búvöraverð eins
og við kynnumst því í verslunum
nágrannalanda okkar. Við getum
tekið smjör sem dæmi. Um 400
kr/kg er hins vegar ékki óalgengt
verð út úr búð (hjá okkur er það
336 kr/kg með VSK). Leggist 700%
tollur á þennan verðgrunn þarf
vitaskuld ekki að spyija að leiks-
lokum.
Þetta er bara ekki heimsmakaðs-
verðið sem varan yrði flutt inn á!
Heimsmarkaðsverðið á smjöri ligg-
ur í kringum 60 kr/kg; 700% á um
60 kr/kg er því raunverulega inn-
flutningsverðið. Það er ólíklegt að
þetta heimsmarkaðsverð hækki
KjaUarinn
Helga Guðrún
Jónasdóttir
forstöðum. Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins
mikið á næstunni, nú þegar mögu-
leikar á auknum útflutningi eru að
skapast. Tollaigildin eiga hins veg-
ar að lækka að meðaltali um 36%
á næstu árum eða um rúman þriðj-
ung!
Sjúkleg þróun
á heimsmarkaði
Framforsenda þess að skynja og
skilja fyrirbærið tollaígildi er að
hafa yfirsýn yfir þróun alþjóðavið-
skipta með landbúnaðarafurðir.
Þar hafa taumlaus undirboð á und-
anfömum árum og áratugum léitt
til þess að verð á landbúnaðaraf-
urðum hefur hrunið og er langt
undir framleiðslukostnaði. Þjóðir
heims hafa flestar brugðist við
þessari þróun með því að auka inn-
flutningshöft.
Til að bijótast út úr þessum víta-
hring undirboða og aukinna inn-
flutningshafta hefur verið ákveðið
að afnema núgildandi höft. í stað
þeirra komi álögur (tollar). Tolla-
ígildin kveða síðan á um hvað þess-
ar álögur mega vera miklar og era
þau reiknuð út eftir ákveðinni for-
skrift frá yfirstjórn GATT. Þetta
þýðir m.ö.o. að þessir svonefndu,
„ofurtollar" eru ekki afsprengi
ranglátrar geðþóttaákvörðunar
heldur nauðsynlegir verndartollar,
sem GATT-samningurinn heimilar
mönnum að beita gegn undirboð-
um á heimamarkaði.
íslenski skipasmiðaiðnaðurinn
er ijúkandi rúst eftir áralanga bar-
áttu við undirboð m.a. Norðmanna.
Sú lexía ætti að kenna okkur að
það er heimskúleg hagfræði að
njóta „góðs“ af erlendum niður-
greiðslum. í þetta sinn liggur ekki
ein iðngrein undir hamrinum held-
ur heill atvinnuvegur og grunnur
íslensks matvælaiðnaðar.
Pólitíski eðjuslagurinn
GATT-samningurinn er í sjálfu
sér haflnn yfir flokkapólitik, þ.e.
hans eina yfirlýsta markmið er að
breyta höftum í álögur og stíga
þannig markvisst skref í þá átt að
reisa við alþjóðaviðskipti með bú-
vörar. íslensk stjórnvöld hafa tekið
á þessu umfangsmikla máli með
svipuðum eða sama hætti og önnur
aðildarríki. Við njótum þó vafa-
samrar sérstöðu á einu sviði.
í umræðunum hér á landi hefur
samningnum beinlínis verið fagn-
að sem löggiltu leyfi fyrir upp-
skurði á landbúnaðarkerfinu og
einstöku tækifæri til að veita und-
irboðsverði inn í landið! Og þetta
er langt í frá eina sorglega dæmið
um það hvernig GATT er miskunn-
arlaust beitt í pólitíska eðjuslagn-
um um landbúnaðinn. Þetta er frá-
leitur málflutningur og jafngildir
því að stokka upp strætisvagna-
kerfi Reykjavíkurborgar eða eitt-
hvað álíka með vísan til GATT.
En á meðan sjálfskipaðir tals-
menn GATT - gegn - landbúnaðar-
vitleysunni tortryggja með öllum
ráöum eðlilega útfærslu samnings-
ins, era hin GATT-ríkin að búa
þannig um hnútana að framleið-
endur og úrvinnsluaðilar í land-
búnaði geti nýtt sér þau tækifæri
sem era að myndast á heimsmark-
aðnum. Höfum við efni á að haga
okkur svona?
Helga Guðrún Jónasdóttir
„I þetta sinn liggur ekki ein iðngrein
undir hamrinum heldur heill atvinnu-
vegur og grunnur íslensks matvæla-
iðnaðar.“
Mikilvægi lífeyrissjóðanna
Eins og önnur hagsmunasamtök
hafa mörg félög eldri borgara og
Landssamband aldraðra rætt um
kjaramál sinna félagsmanna á fund-
um og í sfjórnum félaganna að und-
anfömu og komið kröfum sínum á
framfæri hjá samtökum launþega
og stjómvöldum í landinu.
Traustasti grunnurinn
Umræðurnar hafa snúist um
grundvöll velferðarkerfisins, al-
mannatryggingarnar og lífeyris-
sjóðina. Athygli vakti hvað þeir líf-
eyrisþegar sem nú eru að koma á
eftirlaunaaldur eiga misjöfn rétt-
indi í lífeyrissjóðum og búa því við
misjöfn lífskjör.
Þegar lífskjör og réttindi eftir-
launafólks eru skoðuð er ljóst að
lífeyrissjóðakerfið er traustasti
grunnurinn að góðum kjöram og
öryggi aldraðra um næstu framtíð.
Vonir fólks um viðunandi lífskjör
og fjárhagslegt öryggi á eftirlauna-
aldrinum tengist því ótvírætt
öflugri uppbyggingu lífeyrissjóða-
kerfisins í landinu.
Landssamband aldraðra og Ör-
yrkjabandalag íslands unnu saman
að þvi á haustmánuðum að fara
yfir þau hagsmunamál sinna fé-
lagsmanna sem líklegt er að komi
til umræðu við undirbúning kjara-
samninganna í vetur. Sameiginlega
kynntu þau stærstu launþegasam-
tökunum og stjórnvöldum þau atr-
iði sem mest áhersla var lögö á.
Meðal þeirra áhersluatriða voru
hækkun skattleysismarkanna og
afnám tvísköttunar á greiðslur líf-
eyrissjóðanna, sem þegar hafa að
nokkru verið lagfærð af Alþingi við
afgreiðslu fjárlaga.
Viðræður ofangreindra samtaka
hafa haldið áfram og áhersla lögð
á aö treysta stöðu og starfsemi líf-
eyrissjóðanna og nýlega var eftir-
KjaUaiinn
Ólafur Jónsson
form. Landssambands
aldraðra
farandi samþykkt gerð:
„Landssamband aldraðra og Ör-
yrkjabandalag íslands telja tíma-
bært að við þá kjarasamninga sem
nú standa yfir viö samtök atvinnu-
rekenda og ríkisvaldið setji laun-
þegasamtökin fram kröfur um að
efla og treysta velferðarkerfið með
eftirfarandi aðgerðum:
1) Ákvæði laga um almanna-
tryggingar varðandi lífeyris-
greiðslur til aldraðra og öryrkja
verði endurskoðuð til einföldunar
og samræmd greiðslum lífeyris-
sjóðanna.
2) Sett verði hið fyrsta ramma-
löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða í
landinu og staða þeirra og hlutverk
í lífeyris- og tryggingakerfi þjóöfé-
lagsins skilgreint. Byggt verði í
aðalatriðum á því skipulagi lífeyr-
issjóðanna sem mótast hefur í sam-
starfi aöila vinnumarkaðarins við
uppbyggingu sjóðanna.
Með slíkri löggjöf verði tryggt að
allir landsmenn greiði framlag til
lífeyrissjóðs sem hefur í starfsregl-
um sínum ákvæði um samtrygg-
ingu, örorkutryggingar, fjölskyldu-
tryggingar og eftirlaunagreiðslur
til æviloka.
Greiðslur einstaklinga inn á sér-
eignarreikninga leysi engan frá
þeirri skyldu að greiða lögboðið
framlag inn í lífeyrissjóð, sem
starfar innan ramma laganna."
Aðhald og eftirlit
í greinargerð með þessari sam-
þykkt kom meðal annars fram að
nú er launafólk farið í vaxandi
mæli að horfa til lífeyrissjóðanna
sem stofnaðir voru af aðilum
vinnumarkaðarins samkvæmt
samkomulagi við gerð kjarasamn-
inga árið 1969.
Þeir lífeyrissjóðir hafa nú starfað
í nærri aldarfjórðung og eflast
mjög örugglega með hverju árinu
sem líður. Þeir voru stofnaðir til
þess að taka að sér greiðslur eftir-
launa og lífeyris til allra á hinum
almenna vinnumarkaði þegar fram
liðu stundir.
Þegar tekjutryggingin var tekin
upp með breytingum sem gerðar
voru á lögum um almannatrygg-
ingar árið 1971 var að því stefnt að
hún brúaöi bilið á meðan verið
væri að byggja upp lífeyrissjóðina,
en almennt er talið að það taki um
40 ár þar til þeir geti skilað eftir-
launum sem nema 65-85% af
vinnulaunum, eins og að var stefnt.
Stjórnvöld í landinu hafa hins
vegar ekki komið því í verk að setja
rammalöggjöf um starfsemi þess-
ara lífeyrissjóða vegna ágreinings
um nokkur viðkvæm atriði.
Því er það löngu tímabær krafa
til stjórnvalda að sett verði hiö
fyrsta löggjöf um starfsemi þessara
lífeyrissjóða vegna ágreinings um
nokkur viðkvæm atriði.
Því er það löngu tímabær krafa
til stjómvalda að sett verði hið
fyrsta löggjöf um starfsemi lífeyris-
sjóðanna og hlutverk þeirra í
tryggingakerfi þjóðfélagsins. Setja
þarf sjóðunum almennar starfs-
reglur, aðhald og eftirlit, en veita
þeim jafnframt nokkra vernd í sínu
mikilvæga uppbyggingarstarfi.
Samstarf aðila vinnumarkaðar-
ins um uppbyggingu og rekstur líf-
eyrissjóðanna hefur gengið vel og
standa þeir aðilar nú að mikilli
hagræðingu í rekstri þeirra. Ekki
er lengur teljandi ágreiningur um
skipulag eða stjórn lífeyrissjóð-
anna og ætti það að auðvelda sam-
komulag um rammalöggjöf fyrir
starfsemi þeirra.
Ólafur Jónsson
„Því er löngu tímabær krafa til stjórn-
valda að sett verði hið fyrsta löggjöf
um starfsemi lífeyrissjóðanna og hlut-
verk þeirra í tryggingakerfi þjóðfélags-
* n 66
5% lækkun á þóknun til
borgarfulltrúa
Hefurtákn-
rænt gildi
„Við ætlum
að fara i
sparnaðará-
tak og reyna
að ná niður
rekstrarút-
: gjöldumbörg-:
arinnar um
2,7 prósent
eða 260 millj-
Ónir. VÍð vilj- Ingibjörg Sólrún
um gjarnah Gí8lad°nir borgarstjóri.
eiga gott samstarf við forstööu-
menn fyrirtækja og stofnana
borgarinnar og borgarstarfs-
menn. Til þess aö leggja okkar
af mörkum og sýna að okkur er
full alvara byrjum viö á okkur
sjálfum, Þessi lækkun skiptir
engum sköpum fyrir borgarsjóð
en getur skipt hvem einstakling
máli því að alla munar um aur-
ana. Lækkunin hefur samt aðal-
lega táknrænt gildi til að skapa
samstöðu um þessar sparnaðar-
aðgerðir sem við teljum nauðsyn-
legar.
Það er ekkert sem vegur upp
lækkunina hjá mér því að ég hef
engin nefndalaun. Ég hef bara
mín fóstu laun sem borgarstjóri
og ekkert annað. Það þarf ekki
að vera að allir borgarfulltrúar
sem taka á sig lækkunina sitji í
nefnd sem hefur sérstök laun.
Yfirleitt eru þóknanir fyrir setu
í nefhdum á vegum borgarinnar
ekki háar. Hjá okkur í Reykjavík-
urlistanum eru margir sem ekki
eru borgarfulltrúar í nefndum.
Þeir verða að vísu ekki fyrir
skerðingu enda finnst mér það
ekki réttlátt. Nefndalaun hjá ein-
stökum borgarfulltrúum Reykja-
víkurlistans sem sitja í borgar-
ráði vega ósköp litið. Aðaluppi-
staðan í launum era borgarfull-
trúalaun og borgarráðsþóknun-
in.“
Snjallt útspil
„Við sam- -------------------------
þykktum
þessa tillögu
R-listansívon
um aö
heíði tákn-
rænt gildi
sýndi sparn-
aðarvilja.
Hins vegar er
alVeg IjÓSt að Árni Siglússon borgar-
hugmynd R- ,ull,rúi-
listamanna var ætlað að draga
fram athygli fjölmiðla og átti aö
vera einhvers konar snjall útleik-
ur. Þetta mál hefur snúist í hönd-
um þeirra þvi að í ljós kemur að
finnn prósenta lækkun á þóknun
er rétt um 2.000 krónur en fjölgun
hinna ýmsu skyndinefnda borg-
arráðs er það mikil að hún vegur
upp tekjutapið og vel það. Sem
dæmi get ég nefnt atvinnuátaks-
nefnd, sparnaðamefnd og nefhd
Innkaupastofnunar, auk þess
sem nefndataxti í ferðamála-
nefhd, stjórn SVR og jafnréttis-
nefnd eða mennmgarraálanefnd
hefur verið hækkaöur.
Ég undi-ast að borgarstjóri skuli
ekki lækka laun sin mcira en um
fimm prósent eftir aö hafa ráðiö
sér sérstakan aðstoðarmann sem
tekur að sér viðtöl fyrir horgar-
stjóra óg gegnir ýmsum skyldum
fyrir borgarsljóra. Ég hef áhyggj-
ur af því aö lækkun á þóknun sé
meira blekkingarleikur hjá R-
listanum en aðgerð sem hefur
táknrænt gildi. R-hstanum væri
nær aö lækka aftm- nefndataxt-
ann. Það myndi ég ekki gera at-
hugasemdir við'.“