Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 23 Fréttir Ólga innan Alþýöubandalagsins á Norðurlandi eystra: Engin tillaga um að ég víki af listanum segir Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Tilviljamr geta átt sér stað og ég varð af persónulegum ástæðum að vera i Reykjavík þegar þessi tillaga var samþykkt í bæjarmálaráði ílokksins," segir Sigríður Stefáns- dóttir, oddviti Alþýðubandalagsins á Akureyri, um það að tillaga sem gekk þvert á vilja hennar í ÚA-málinu var samþykkt aö henni fjarstaddri í bæj- armálaráðinu. Sigríöur hefur stutt áframhaldandi viðskipti Útgeröarfélags Akur- eyringa við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna en tillagan, sem samþykkt var og borin upp í bæjarstjórn, gerði ráð fyrir að kannaðir yrðu möguleik- ar á samningum um flutning höfuð- stöðva íslenskra sjávarafurða til Akureyrar og ÍS fengi ÚA-viðskiptin. „Ég þori ekkert að segja um það,“ svaraði Sigríður þeirri spurningu hvort hún teldi að tillagan hefði náð fram að ganga í bæjarmálaráðinu heíði hún veriö viðstödd. Margir hafa undrast afstööu Sigríðar í málinu og talið hana ganga erinda „Kolkrabb- ans“ margumtalaða og rætt hefur verið um að áhrifamenn innan Al- þýðubandalagsins hafi reynt að hafa áhrif á afstöðu hennar. „Steingrímur J. Sigfússon, þing- maöur ílokksins í kjördæminu, og formaður flokksins höfðu samband við mig þegar málið var sem fjörleg- ast í fjölmiðlum. Við Steingrímur fórum yfir þetta mál og ég sagði hon- um að viö myndum taka afstöðu til ÚA-málsins á heimavelli. Steingrím- ur virti það og gerði enga tilraun til aö hafa áhrif á mig. Viðræðurnar við formanninn voru meira eins og póli- tískar bollaleggingar samherja." Er ekki vonlaust fyrir Alþýðu- bandalagið að fara í kosningabaráttu eftir þetta mál með þig í 3. sætinu? „Af hverju? Mér datt aldrei í hug að fara að taka afstööu í þessu stór- máli eftir einhverjum blokkamynd- unum og leggja málið upp sem keppni á milli IS eða SH. Ég hef lýst því yfir frá upphafi að ég myndi meta málið út frá hagsmunum ÚA fyrst og fremst, það er skylda mín sem bæjarfulltrúa." Þannig að þetta breytir engu um þig í 3. sæti á lista Alþýðubandalags- ins og áháðra? „Ég er í 3. sæti á listanum. Ef breyt- ing á að verða á því verður aö koma fram tillaga um það en hún hefur ekki komið fram. En ég sóttist ekki eftir þessu sæti,“ segir Sigríður. DV-myndi Einar R. Sigurðsson, Öræfum Stálþilið á sand- inum Það stendur enn upp úr Skeiðarár- sandinum stálþilið sem gullleitar- menn skildu þar eftir 14 km fyrir vestan Ingólfshöfða á árum áður Þeg- ar fréttamaður DV var þar nýlega á ferð flaug flugvél Landhelgisgæsl- unnar rétt yfir strandlengjuna og fór reyndar hring til að vita hvort allt var lagi. Þá var myndin tekin. Ing- ólfshöfði er í baksýn. Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Argos pöntunarlistinn - vönduð vörumerki, ótrúlega lágt verð. Veró kr. 200 án buróargj. Pöntunarsími 555 2866. Verslunin Skútuvogi 1, s. 568 4422, opið mán.-fos., kl. 12-18. Listinn kost- ar kr. 200, án burðargjalds. Hornbaökör meö eöa án nuddkerfis. Hreinlætistæki, sturtuklefar og blöndunartæki. Normann, Armiíla 22, sími 813833. Opið laugardag 10-14. Verslun Stórkostlegt úrval af titrurum, titr- arasettum, margsk. spennandi olíum og kremum o.m.fl. Tækjal., kr. 500, plastfatal., kr. 500 og samfellul., kr. 500. Kynntu þér úrvaíið. Pósts. duln. um allt land. Ath. afgrfr. 2 dagar. Rómeó & Júlía, Grundarstíg 2, opið mán- fóst. 10-18, laug. 10-12, s. 91- 14448. Aukahlutir á bíla ^ BÍLPLAST ^ Bílplast, Stórhöföa 35, simi 91-878233. Brettakantar á alla jeppa og skyggni, hús og skúffa á Willys, hús á pickup og vörubílabretti, spoilerar á flutninga- bíla, toppur á Scoufjeppa. Aktu eins oq þu vilt CWUM EINS OG MENN að aðrir aki! J TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINSa? & Slysatrygging við heimilisstörf- tilkynning um trýggingaskilmála Tilkynning um tryggingaskilmála (frá 3. feb. 1995) vegna slysatryggingar við heimilisstörf, sem unnt er að óska eftir á skattframtali. Slysatryggingin nær til heimilisstarfa á Íslandi, sem unnin eru á heimili hins tryggða, í bískúr við heimili hans, í garði við heimili hans eða í sumarbústað. Undir heimilisstörf falla eftirtalin verk: Hefðbundin heimil- isstörf, svo sem matseld og þrif. Umönnun sjúkra, aldraðra og barna undir 16 ára, enda sé umönnunin ekki liður í atvinnustarfsemi hins tryggða. Venjuleg viðhaldsstarfsemi, svo sem málning og minni háttar viðgerðir og garðstörf. Þeir eru tryggðir sem merkja við í viðeigandi reit á skatt- framtali. Tryggingin gildir í 12 mánuði frá því skattfram- tali er skilað, enda sé því skilað innan skilafrests. Ekki er unnt að tryggja sig eftir að skattskýrslu hefur verið skilað. Undanskiiin slysatryggingu við heimilisstörf eru m.a. slys við meiri háttar viðhaldsframkvæmdir, svo sem múrbrot, uppsetningu innréttinga og parketlagningu. Einnig slys við daglegar athafnir t.d. við að borða eða klæða sig, svo og slys á ferðalögum í tengslum við hefðbundin heimilisstörf t.d. í tjaldi, hjólhýsi og á hóteli. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS 99»56»70 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. yf Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Þá hey.rir þú skilaboö auglýsandans ef þau eru fýrir hendi. >7 Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. >7 Þá færö þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 99:5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. ^ Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Nú færö þú aö heyra skilaboö auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. >7 Þú leggur inn skilaboð aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ Þá færö þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. ^ Þegar skilaboðin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 99-5670 og valiö 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færð þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 99*56* 70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.