Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1995, Page 24
24
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
Sviðsljós
Kærirvinsimi
fyrir fjárstuld
Fyrrum Bítíllinn George Harri-
son hefur kært Denis O’Brien,
viðskiptafélaga sinn og fram-
kvæmdastjóra síðustu tuttugu
árin, fyrir að hafa stolið af sér
umtalsveröum flárupphæðum
síðustu ár. O’Brien er talinn hafa
dregið sér stórar upphæðir úr
digrum sjóöum Harrisons og
keypt fyrir glæsihús og lysti-
snekkjur víöa um heim. Ekki er
vitað nákvæmlega hversu há
upphæðin er en rannsókn á að
leiða þaö í ljós.
George og Denis voru ekki bara
félagar í viðskiptum heldur voru
þeir einnig góðir vinir og stofn-
uðu meðal annars saman kvik-
myndafyrirtækið Hand Made
Films sem framleiddi margar
ágætar myndir, eins og Mona
Lisa, Time Bandits, Nuns on the
Run og Monthy Phyton myndina
The Life of Brian. Tekjur George
þyKja allsæmilegar þvl hann fær
enn umtalsverðar summur af
sölu Bítlaplatna.
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
' ASPRAUTUN
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64 21 41
Sími 99-1750
Verð kr. 39,90 mínútan
Dregið daglega og
gjafakort með uttekt á
þrem myndbands-
spólum frá Bónus-
vídeó fyrir þá heppnu!
Munið að svörin við
spurningunum er að
finna í blaðauka DV
um dagskrá, mynd-
bönd og kvikmyndir
sem fylgdi DV síðasta
fimmtudag.
BfiNUSVfDEt ri-r-ra
Nýbýlavegi 16 f m A M
síml 564-4733
Opið virka daga frá 10-23.30 -
L laugard. og sunnud. frá 12 • 23.30 A
LEIKURINN
9 9*11*50
Verð kr. 39,90 mín.
Dregið daglega og
stjörnumáltíð fyrir tvo frá
McDonald’s fyrir þá heppnu!
Munið að svörin við
spurningunum er að finna í
blaðaukanum DV-helgin
sem fylgdi DV síðasta
fóstudag.
Bill Clinton Bandarikjaforseti þarfnast hvíldar og hressingar eins og aðrir menn og samverustunda með fjölskyld-
unni. Hann sló því tvær flugur í einu höggi um helgina þegar hann brá sér á körfuboltaleik i háskóladeildinni
milli George Washington háskólans og háskólans í Massachusetts. Með Ciinton var dóttirin Chelsea en eitthvað
viróast þau nú þung á brúnina. Leikurinn fór fram í Washington og það var George Washington sem vann með
78 stigum gegn 75. Það var aðeins annar ósigur Massachusetts í vetur en skólinn er talinn vera með besta liðið.
Simamynd Reuter
Sharon Stone:
Bólsena
klippt
úrnýju
mynd-
• •
Sharon Stone hefur varla leikiö
svo í kvikmynd að hún hafi ekki
fækkað fötum viö fyrstu hentug-
leika og leikstjórarnir hafa ekki
hikað viö aö sýna okkur hana á
Evuklæðunum. Aö mlnnsta kosti
hingað til.
Sam Raimi heitir sfjóri nokkur
sem komst aö þeirri niðurstööu
aö rúmsena meö Sharon í nýjustu
mynd hans, The Quick and the
Dead, ætti þangað ekkert erindi
þar sem hún skipti ekki raáli fyr-
ir framvindu sögunnar. Hann
ákvaö því aö kasta fiimubútnum
í ruslið, þrátt fyrir hávær mót-
mæli yfirmanna kvikmyndavers-
ins sem ijármagnaöi myndina.
En Sammi sat viö sinn keip og
hafði sigur.
„Sextán forstjórar voru tilbúnir
aö snúa mig úr hálsliðnum,"
sagöi hann.
Sharon Stone leikur konu
nokkra sem ákveöur aö hefna
dauöa Fóður síns. En þótt hún
fari ekki úr öilum fótunum sáu
búningahönnuðirnir þó til þess
að hún yrði sexí. „Leöurbuxurn-
ar munu auövelda það mjög,“
sagði búningahönnuðurinn.
Eins og venjan er um myndir í
Hollywood var hún sýnd sérvöld-
um hópi áhorfenda sem á aö vera
þversnið af þeim sem myndin er
stíluö inn á. Sá hópur var á þvi
að rétt væri að klíppa kynlífs-
atriðið burt.
Sharon Stone er lika i fötum á
þessari mynd.
Það er ekki að sjá að hún sé orðin 39 ára gömul konan hans Davids Bowie
rokkara. Þessi stórglæsilega kona heitir Iman og er sómölsk toppfyrirsæta.
Þau Bowie giftu sig síðasta sumar. Bowie hefur verið þekktur fyrir að end-
ast ekki lengi með sömu konunni en nú þykjast menn skilja ef hverju hann
hefur verið sem límdur við Iman sina síðustu árin.
Jessica alltaf
með Sam
Kvikmyndaleikkonan Jessíca
Lange segir ekkert hæft í sögu-
sögnum um aö sambýlismaður
hennar, leikskáldiö og kvik-
myndaleikarinn Sam Shepard,
nái sér í stelpur á börum. „Hann
gerir þaö svo sannarlega ekki
þegar hann er með mér,“ segir
hún og bætir við að þau muni lík-
lega bara vera saman um aldur
og ævi.
Hepbum
elskaði Ford
Katharine Hepburn, leikkonan
ástsæla, elskaði leikstjórann
John Ford áöur en hún kynntist
Spencer Tracy. Ford var hins
vegar kvæntur maður og
rammkaþólskur að auki. Skiln-
aður var því útilokaður af hans
hálfu. í nýrri ævisögu Hepbum
kemur fram að eiginkona Fords
hafi hótað að taka barn þeirra
hjóna ef hann hiypist á brott með
leikkonunni.
Launalækkun
hjáViIla
Þrír amerískir stórleikarar,
þeir Richard Dreyfuss, Stacy
Keach og Kelsey Grammer, hafa
aihr fallist á launalækkun fyrir
þátttöku sína í uppfærslu breska
sjónvarpsins BBC á Júlíusi Sesari
Vilhjálms Shakespeares. Félag-
arnir fá aðeins fimmtán þúsund
krónur fyrir vikið. „Við höfum
ekki ráö á að greiða þeim það sem
þeir setja vepjulega upp,“ sagði
talsmaður BBC.
Drew að verða
stjama
Vestur í Hollywood er sá orð-
rómur á kreiki að barnastjaman
fyrrverandi Drew Barrymore eigi
eftir að verða stórstjarna þegar
nýjasta mynd hennar, Boys on
the Side, veröur frumsýnd. Kvik-
myndafélagið er svo visst í sinni
sök aö það hefur boðið stúlkunni
á þriðja hundrað milljónir króna
fyrir næstu mynd. Drew hefur
ekki ákveðið hvert næsta verk-
efnið veröur.