Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 5 Fréttir Landað úr Hafnarbergi í Sandgerði. Pétur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri HT: Sveitarstjórnin hafnaði skipinu - enn barist um hlutabréf fyrirtækisins „Þaö var ekkert samkomulag gert. Við buðum sveitarfélaginu forkaups- rétt að skipi og kvóta sem það nýtti sér ekki. Því var hafnað skriflega. Þetta voru venjuleg viðskipti þar sem skipið var selt ásamt kvóta og ekkert samkomulag í kringum það viö sveit- arstjórn," segir Pétur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf., vegna þeirra um- mæla Finns Péturssonar, hrepps- nefndarmanns á Tálknafirði, í DV að samkomulag hefði verið gert við hreppinn um að hluti kvóta Tálkn- firðings yrði áfram á staðnum. - Svo virðist sem misskilnings gæti í málinu þar sem yfirlýsingar Péturs og Finns fara engan veginn saman. Nú er barist um hlutabréf Valfells- systkina í frystihúsinu og hefur Tálknaíj arðarhreppu r boðið í bréfin auk Péturs Þorsteinssonar og Vestra hf. á Patreksfirði. Samkvæmt heim- ildum DV liggur verð bréfanna á bil- inu 70 til 80 milljónir. -rt Stykkishólmur: Kosið á ný samhliða alþingiskosningunum Amheiður Ólafedóttir, DV, Stykkfehólmi: Bæjarstjórn Stykkishólms hefur ákveðið að endurtekning á sveitar- stjómarkosningunum fari fram sam- hliða kosningunum til Alþingis 8. apríl en samkvæmt úrskurði félags- málaráðuneytisins og dómi hæsta- réttar frá 8. desember sl. verða Stykkishólmsbúar og Helgfellingar að kjósa aftur um sameiningu þess- ara tveggja sveitarfélaga. Félagsmálaráðuneytið hefur í sam- ráði við ríkislögmann gefiö út það álit að ef sameining sveitarfélaganna verður samþykkt í þessum kosning- um muni ekki vera þörf á að kjósa aftur til bæjarstjómar. Þorskaf linn eins og í gamla daga Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég man ekki eftir öðra eins fiskiríi síðan 1970. Það er allt fuftt af fisk hér í. kring - stór og fallegur þorskur eins og í gamla daga,“ sagði Tómas Sæ- mundsson, skipstjóri á Hafnarberg- inu frá Sandgerði, en hann var þá að landa 30 tonnum af þorski þar. „Allir bátar sem eru á þessari slóð eru að rótfiska en það eru allir í vandræðum með kvótann. Það fer að styttast í að þetta sé búið hjá okk- ur nema við fáum aukakvóta. Það er fullt af fiski alveg frá Reykjanesi og norður undir Stafnesið þó fiski- fræðingar segi annað. Þaö er stað- reynd að ekki hefur verið svona mik- ið af fiski í fjöldamörg ár,“ sagði Tómas. DV-mynd Ægir Már : FRABÆRT VERÐ 1.097.974 - á götuna kr. án vsk. Hyundai Grace er mjög rúmgóður og aflmikill sendibíll sem hefur vakið athygli um allan heim og fengið góðar viðtökur á íslandi. Bnda ekki furða því verðið skapar honum algjöra sérstöðu á markaðinum. Vél.............2,4 lítra Hestöfl..............122 Lengd............4,74 m Hæð.............. 1,97 m Breidd........... 1,69 m Flutningsrými... 5,8 m3 Burðargeta .... 1,275 kg Ath! í boði er 3 sæta bekkur og vsk. grind á 70.000,-kr. Fáanlegur með bensín- eða díselvél. HYUilOni ...til framtiðar IB» ÁSMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: S53 12 36 , sem heima ■ nam a ___ Æmr V rr PT itt £ fryrT ■ ■ ♦ ■ í byqqinqum Háskóla Islands, í hósi listaskólanna í Lauqarnesi oq í húsi Iðnskólans í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.