Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995
31
Merming
Lára Stefánsdóttir ásamt Per Jonsson.
Örkuflæði
Skyldi ekki vera tímabært að nota norræna kúltúr-
peninga einu sinni til skipulagningar á mikilli norr-
ænni danshátíð hér á landi, þar sem helstu dansarar
og danshópar fengju tækifæri til að láta ljós sín skína
og meta stöðu sína? Það fmnst a.m.k. þeim sem þetta
skrifar, hafandi fengið einum of brotakennda nasasjón
af norrænni dansmennt til þessa.
Þangað til verðum við að sætta okkur viö strjálar
danssendingar á borð við þær sem hingað berast í til-
efni af Sólstöfum, norrænu menningarhátíðinni. Þetta
eru út af fyrir sig þakkarverðar sendingar en æsa upp
í manni áhuga á viðameiri uppfærslum frænda vorra.
Á þriðjudagskvöldið voru íjögur dansverk flutt í
Þjóðleikhúsinu í tilefni af áðurnefndum Sólstöfum, tvö
dönsk, eitt sænskt og eitt íslenskt. Fulltrúi Dana var
Granhoj dansleikhúsið sem látið hefur til sín taka á
þeim vettvangi þar sem mætast klassískur dans, til-
raunadans, gjörningar og hreyfilist. Fyrra verk dans-
leikhússins á dagskránni var hreyfilistaverk í naum-
ari kantinum þar sem megindramað átti sér stað í
bakvöðvum fjögurra ungra kvenna sem sneru nöktum
bökum í áhorfendur meðan þær léku kammerverk
eftir Aulis Sallinen. Gegnt þeim stóð hins vegar ábúð-
armikill karlmaður, fetti sig og bretti og veifaði örm-
um, ýmist í takt við tónlistina eða á skjön við hana.
Áhugaverð en ekki stórbrotin hugmynd sem mér skilst
að gangi út á „orkuflæði".
Adam og Eva
Síðara verkið frá Palle Granhoj minnti mig á brand-
arann um Adam og Evu sem ekki uppgötvuðu ástríö-
una fyrr en þau voru alklædd; voru þá fljót að tína
af sér leppana og fallast í faðma. Þetta var eins konar
„pas de deux“, réttara sagt „assisted pas-de-deux“, þar
sem „stjórnandi" á sviöinu reynir ýmist að koma til
nöktu pari eða varna því að njótast. Eftir hæga byrjun
þróaðist verkið upp í spennandi tvídans, framkvæmd-
Ballett
Aðalsteinn Ingólfsson
an af verulegri ástríðu og hugkvæmni, þar sem brotin
voru upp ýmis viðtekin „dansræn" mynstur. Þetta
reyndist besta dansverk kvöldsins.
Sænski dansarinn Per Jonsson er maður mikiila
vídda og mikilla tilfmninga eins og sást í verki hans
Vindar frá Merkúr sem íslenski dansflokkurinn flutti
fyrir nokkrum árum. Til Láru, tileinkað flytjandanum,
Láru Stefánsdóttur, er vissulega samið fyrir mikla
yfirferð á sviði og sterkar kenndir (og.trumbur) en
það er eins og fléttan í því sé hvergi til lykta leidd
heldur leysist einhvem veginn upp í frumeiningar sín-
ar þrátt fyrir hetjulega frammistöðu dansarans. Sem
sagt, áhrifaminna en efni stóðu til.
Loks var á dagskrá gamall kunmngi, Euridice eftir
Nönnu Ólafsdóttur, sem elst hefur býsna vel. Það er
að koma æ betur í ljós hvílíkur happafengur David
Greenall er, bæði íslenska dansflokknum og yngri
kynslóð íslenskra dansara. Að öðrum ólöstuðum hélt
hann uppi þessum flutningi á Euridice með tígulega
demónískum dansi sínum.
Sólstalir
Palle Granhoj Dansteater, Per Jonsson, íslenski dansflokkur-
inn
Þjóóleikhúsiö 7.3.1995
Jessie Kleemann í Gerðubergi:
Grænlensk gjörningalist
Þing Norðurlandaráðs hefur fært okkur heilmikla
hstahátíð - Sólstafi - en vart annað hægt en að koma
einhveiju veglegu upp meðan stórmenni frændþjóða
okkar eru hér í heimsókn svo að þau haldi ekki að
við séum bara menningarsnauðir launaþrælar sem
hugsum ekki um annað en sjónvarpsdagskrána; við
getum snúið okkur aftur að henni þegar gestimir eru
farnir.
Einn listviðburðanna á Sólstafa-hátíðinni er koma
grænlensku listakonunnar Jessie Kleemann í Gerðu-
berg. Við opnun sýningarinna flutti hstakonan sjálf
gjörning, en síðan hefur sýningin fahst í myndbands-
sýningu af danslist hennar. Viðfangsefnið er græn-
lensk hefð, goðmögn og saga. Bakgrunnur verkanna
er fenginn úr ævafornum helgisiðum Grænlendinga
og aöferðin er blanda af hefðbundnum austur-græn-
lenskum grímudansi og nýrri aðferðum úr gjömingal-
ist. Temað er samruni anda og náttúru og að nokkm
leyti örlög uppmnalegrar menningar í nútímanum.
Margt í list Jessie Kleemann hlýtur að koma flestum
íslendingum ókunnuglega fyrir sjónir enda eruni við
skammarlega lítið kunnug þessum næstu nágrönnum
okkar. Hefðimar sem hér er vísað til eru líka á undan-
haldi, líkt og fornar hefðir alls staðar.
Sjálf segist listakonan vilja draga fram minni hefðar-
innar og feha þau inn í danshefð nútímans. Þetta er
vissulega ein leiðin til að bjarga víkjandi hefð forfeðr-
anna frá því að verða aðeins viðfangsefni fræði-
manna, líkt og hefðir útdauðra menningarþjóða. Allri
nýsköpun er nauðsynlegt að tengjast því sem á undan
Myndlist
Jón Proppé
hefur farið og í listsköpun nútímans lifa ótal aöferðir
og minni úr grárri fortíð okkar. Það er vissulega
ástæða til að harma dauða fornra menningarhefða,
en það er engin leið til að halda lífi í þeim þegar samfé-
lagslegar og hugmyndafræðilegar forsendur þeirra eru
brostnar - sé það reynt er riær öruggt að afraksturinn
verður aðeins leikur eða eins konar skrípamynd af
því sem eitt sinn var veruleiki fólksins. Aðferö Jessie
er mun vænlegri til árangurs og myndar hhðstæðu
við ýmislegt sem íslenskir hstamenn hafa verið að
fást við út frá þjóðlegum minnum og hefðum - Birgir
Andrésson, svo aðeins sé einn nefndur. Brýnt er að
gerð verði ítarlegri úttekt á þessu viöfangsefni en það
verður enn aö bíða betri tíma.
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður fasteignin Freyjugata 10,
risíbúð, þingl. eign Sigríðar Guðrúnar Magnúsdóttur, seld á vanefndaupp-
boði sem haldið verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 14. mars 1995 kl.
14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ingvar Helgason hf. og Trygging hf.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
9 9 • 1 7 • 0 0
Verö aðeins 39,90 mín.
1 j Læknavaktin
Í2j Apótek
31 Gengi
Fimmtudagur
9. mars
Þorkell Kristinsson, Jörfabakka 6,109 R.
(ABC hraðsuðukanna)
Helga Valdís Jónsdóttir, Hörpugötu 1,101R.
(AIWA vasadiskó með útvarpi)
Gunnlaugur Olafsson, Reyrengi 10,112 R.
(Armbandsúr)
Þóra Marteinsdóttir, Þingholtsstræti 14,101R.
(SEVERIN Espresso kafBvél)
Jórunn Jónsdóttir, Ferjuvogi 17,104 R.
(Fataúttekt í Blu di Blu)
1 Vinningar verda
sendir til vinningshafa
AR
BK-LEIKURINN er skemmtilegur leikur þar sem
þátttakendur eiga þess kost á að vinna Ijúffenga
vinninga frá Boston kjúklingi, Grensávegi 5. Það eina
sem þú þarft aö gera er aö hringja í síma 99-1750 og
svara fimm laufléttum spurningum. Svörin við
spurningunum er að finna í blaðaukarium DV-helgin
sem fylgir DV á föstudögum.
Fjölskylduveisla handa fjórum
þátttakendum í viku hverri!!!
Fimmtudagana 9., 16., 23. og 30. mars verða fjórir
heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa
þeir fjölskylduveislu fyrir sex frá Boston kjúklingi,
Grensávegi 5.
Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í
pottinn í hverri viku!
Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helginni föstudaginn
eftir útdrátt.
Grensásvegi 5
S. 588-8585