Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MA'RS 1995 Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalarfyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, mennta- málaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvals- stofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dóm- kirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið; Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og mið- ast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í París- arborg og er nú Fr. frankar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um af- not listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1995 til 31. júlí 1996. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvals- stofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í Upplýsingum á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 29. mars 1995. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu Hringiðan Felix Bergsson leikur annað aöal- hlutverkið í söngleiknum West Side Story sem frumsýndur var á laugar- daginn. Ef marka má það blómahaf sem honum barst eftir sýninguna hefur hann staðið sig frábærlega vel. DV-mynd GVA Ógleyrrianleg saga um konu sem borin er í leynum og alin upp í einangrun. I einu vetfangi er hún hrifin úr þessu verndaða umhverfi og þeytt inn í hóp ókunnugra sem geta ekki komið sér saman um hvort hún sé dýr eða engill - eða hvort tveggja. ^Coster hefur verið tilnefhd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í samnefndri kvi r ^hrífflmiKU sAgn og ko&tur cibeína kr. á næsta sölustað - og ennþó minna í ós BI^KBÆKUR Félagarnir Birgir Pétursson og Sævar Guðmundssonfylgdust með keppn- inni um titilinn „fegurðardrottning Norðurlands" í Sjallanum á Akureyri um helgina. DV-myndgk Þeir Vignir Víkingsson og Júlíus Björnssonfylgdust spenntir með þegar fegursta stúlka Norðurlands var kjörin í Sjallanum á Akureyri um helgina. DV-mynd gk Meiming__________________________ Jessie Kleemann í Gerðubergi: Grænlensk gjörningalist Þing Norðurlandaráös hefur fært okkur heilmikla listahátíð - Sólstafi - vart annað hægt en að koma einhveiju veglegu upp meðan stórmenni frændþjóða okkar eru hér í heimsókn svo að þau haldi ekki að við séum bara menningarsnauðir launaþrælar sem hugsum ekki um annað en sjón- varpsdagskrána; við getum snúið okkur aftur að henni þegar gestirnir eru famir. Einn listviðburðanna á Sólstafa-hátíðinni er koma grænlensku lista- konunnar Jessie Kleemann 1 Gerðuberg. Viö opnun sýningarinna flutti listakonan sjálf gjörning en síðan hefur sýningin falist í myndbandssýn- ingu af danshst hennar. Viðfangsefnið er grænlensk hefð, goðmögn og saga. Bakgrunnur verkanna er fenginn úr ævafornum helgisiðum Græn- lendinga og aðferðin er blanda af hefðbundnum austur-grænlenskum grímudansi og nýrri aðferðum úr gjörningahst. Temað er samruni anda og náttúru og að nokkru leyti örlög upprunalegrar menningar í nútíman- um. Margt í hst Jessie Kleemann hlýtur að koma flestum íslendingum ókunnuglega fyrir sjónir, enda erum við skammarlega lítið kunnug þess- um næstu nágrönnum okkar. Hefðirnar, sem hér er vísað til, eru líka á undanhaldi, líkt og fornar hefðir alls staðar. Sjálf segist listakonan vilja draga fram minni hefðarinnar og fella þau Myndlist Jón Proppé inn í danshefð nútímans. Þetta er vissulega ein leiðin til að bjarga víkj- andi hefð forfeöranna frá því aö verða aðeins viðfangsefni fræðimanna, líkt og hefðir útdauðra menningarþjóða. Ahri nýsköpun er nauðsynlegt að tengjast því sem á undan hefur farið og í hstsköpun nútímans lifa ótal aðferðir og minni úr grárri fortíð okkar. Það er vissulega ástæða th að harma dauða fomra menningarhefða en það er engin leið til að halda lífi í þeim þegar samfélagslegar og hugmyndafræðilegár forsendur þeirra er brostnar - sé það reynt er nær öruggt að afraksturinn veröur aðeins leikur, eða eins konar skrípamynd af því sem eitt sinn var veruleiki fólks- ins. Aðferð Jessie er mun vænlegri th árangurs og myndar hhðstæðu við ýhiislegt sem íslenskir listamenn hafa verið að fást við út frá þjóðlegum minnum og hefðum - Birgir Andrésson, svo að aðeins sé einn nefndur. Brýnt er að gerð verði ítarlegri úttekt á þessu viðfangsefni en það verður enn að bíða betri tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.