Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 16
16 Íþróttir__________________ PéturogJónkeppa Pétur Guðmundsson og Jón Arnar Magnússon taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhuss sem fram fer í Barcelona á Spáni um helgina. Pétur keppir í kúluvarpi og Jón Arnar í langstökki. Undanrásir hófust í þessum greinum í morg- un en úrslit í kúluvarpinu eru síödegis í dag og úrslitin í lang- stökki á morgun. Valsmenntöpudu Valur tapaöi fyrir fmnsku bik- armeisturunum TPS Turku, 2-0, í fyrsta leik sínum á æfmgamóti í knattspyrnu sem nú stendur yfir á Kýpur. Maraþon í Mosf ellsbæ Sunddeild Aftureldingar stend- ur fyrir maraþonsundi á laugar- dag og sunnudag. SundfólMð i félaginu skiptir með sér aö synda i boðsundi í einn sólarhring sam- fleytt í sundlauginni að Varmá. Stefnt er að því að synda minnst 100 km. Sundiö hefst klukkan 12 á morgun og lýkur sólarhring síð- ar. Nýbúið er aö opna laugina eftir endurbætur og í tilefni þess er bæjarbúum boðið frítt í sund um helgina. Sigur hjá Svíum Svíar og Norðmenn sigruðu i leíkjum sínum á Lottó-mótinu í handknattleik sem hófst í Noregi í fyrrakvöld. Svíar lögðu Hollend- inga að velli, 24-16, en i hálfleik var munurinn eitt mark, 11-10. Ola Lindgren og Robert Anders- son voru markahæstir h)á Svium meö 5 mörk hvor. Noregur sigr- aði Austurriki, 20-19, en Norð- menn höíðu yfir i hálíleik, 10-6. Oystein Havang var markahæst- ur Norðmanna með 7 mörk. Baggio kominn á ról Roberto Baggio lék sinn fyrsta leik með Juventus í 14 vikur þeg- ar liðið vann 0-1 sigur á Lazio i fyrri leik liðanna í undanúrslit- um ítölsku bikarkeppninnar. Baggio, sem hefur veriö frá vegna meiðsla, lék allan tímann og lagði sigurmarkið í leiknum. Amokachi óánægður Nígeríski landsliðsmaðurinn i knattspyrnu, Daniel Amokachi, vill komast burt frá Everton en félagið keypti hann í haust frá Club Brugge. Amokachi missti stöðu sína í Everton liðinu eftir að Joe Royle tók við hðinu af Mike Walker. Hann segist nú leggjast á bæn á hverjum degi um að eitthvert félag kaupi hann frá Everton. Preud’homme hættur Michel Preud’homme, lands- liösmarkvörður Belga í knatt- spyrnu til margra ára.'lýsti því yfir í gær aö hann væri hættur í landsliðinu. „Ég held að þetta sé rétti tímlnn,“ sagði Preud’homme sem er orðinn 36 ára gamall og hefur 57 leiki fyrir Belgiu. Eftir HM í sumar var hann útnefndur besti markvörður keppninnar en Preud’homme leikur með Benfica í Portúgal. Smirnovfékkgull Vladimir Smimov frá Kazak- hstan hlaut fyrsta gullið á heims- meistaramótinu i norrænum greinum skíðaíþrótta sem hófst i Thunder Bay í Kanada í gær. Smirnov sigraði í 30 km skiða- göngu og varð minútu á undan Birni Dæhiie frá Noregi sem Iilaut silfrið. Alexei Prokurorov frá Rússlandi varð þriðji. Jafntefli á ítaliu Foggia og Parma skildu jöfn, 1-1, i fyr ri leik liðanna í undanúr- slitum ítölsku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöldi. Luigi Di Biagio kom Foggia yfir en Fernando Couto jafnaði. FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 MIN SKOÐUN Peningar Peningar era farnir að leika stærra og stærra hlutverk í íslensku íþróttalífi. Auðvitað em peningar og verða snar þáttur í daglegu lífi fólks. Nú er svo komið að peningar standa eðlilegum framgangi mála innan íþróttanna fyrir þrifum. Sér- staklega á þetta við í knattspyrnu og handknattleik. Uppákomurnar í handknatt- leiknum undanfarið eiga fyrst og fremst rætur að rekja til peninga. Leikmenn og þjálfarar eru á háum launum. Góður árangur getur síð- an haft áhrif á laun manna til veru- legrar hækkunar, svokallaðar „bónusgreiðslur“. Þetta er ástæðan fyrir taugaveiklun og gífuryrtum yfirlýsingum sem fallið hafa síð- ustu dagana. Framferði leikmanna og þjálfara smitar síðan út frá sér og gerir áhorfendur viti sínu fiær. Það er kannski ekki mjög skrítið að þessi staða sé komin upp þegar menn eru farnir að verðleggja eitt lítið aukakast í handknattleiknum á milljónir. Síðan em menn hissa á því að upp úr sjóði í mestum hita leiksins þegar komið er að úrslita- keppni og „bónusgreiðslurnar" eru í augsýn. Dómarar eiga mjög htla sök á stöðu mála. Grundvallará- stæðan er að mínu mati fiármálaó- reiða félaganna, skipulagsleysi forráðamanna þeirra í fiármálum og skortur á peningaviti. Hve lang- an tíma tæki það fyrir venjulegt íslenskt heimili að steypa sér í gjaldþrot ef beitt væri sömu stjórn í peningamálum og viðgengst hjá íslenskum íþróttafélögum? Michael Jordan hefur æft með sín- um gömlu félögum í Chicago Bulls tvo síðustu daga og sterkur orðróm- ur er uppi um að þessi fræknasti körfuknattleiksmaður allra tíma æth að byija að spila með liðinu á ný. Jordan hefur einnig skoðað leiki liðs- í knattspyrnunni eru menn vart farnir að geta sparkað skammlaust í bolta þegar launakröfur gera vart við sig. Ef ekki um beinar peninga- greiðslur þá uih alla mögulega fyr- irgreiðslu sem auðvitað kostar fé- lögin ekkert annað en peninga. Félögin hafa neyðst th að taka þátt í þessum skrípaleik þrátt fyrir inn- stæðulíth eða innstæðulaus ávís- anahefti. Baráttan um leikmennina gerist æ harðari og þau félög sem sitja eftir og sýna ofurhtla ábyrgð í peningamálum ná einfaldlega ekki árangri. Laun þjálfara eru há og þess eru dæmi að þjálfarar lítilla liða í neðri eða jafnvel neðstu deild- um hafi hundruö þúsunda í laun fyrir eitt tímabil. Hvað hafa þá þjálf- arar 1. deildar liðanna í laun? í körfuknattleiknum em félögin með dýra erlenda leikmenn á sínum snærum. Minna ber á beinum greiðslum til íslenskra leikmanna en þjálfarar eru flestir á góðum launum. Minna ber þó á taugaveikl- un, fjármálaóreiðu og skömmum í garð dómara í körfuknattleiknum en öðrum íþróttagreinum. Körfu- knattleikurinn er þó kominn út á mjög hættulega braut þegar gólf leikvalla eru að stórum hluta þakin auglýsingum eins og gerðist í leik Njarðvíkur og KR í úrslitakeppninni í fyrrakvöld. Risastórar myndir af frambjóðendum til komandi alþing- iskosninga vöktu mesta undrun mína og hncykslan. Hvar enda þessi ósköp? Mega áhorfendur í Njarðvík og ef til vill víðar eiga von á því í framtíðinni að frambjóðendurnir sitji uppi á körfuspjöldunum í næsta leik? Stefán Kristjánsson ins af myndbandi ásamt Phil Jackson þjálfara en Jackson segist ekki hafa hugmynd um hvað Jordan æthst fyr- ir. Hann er leikmaður með hafna- boltahðinu White Sox en sú íþrcH liggur nú niðri í Bandaríkjunui vegna verkfalls. Mikill áhugi hjáTV-4 Sænska sjónvarpsstöðin TV-4 hefur sýnt HM mikinn áhuga. Sjö manna hópur verður hér á meðan á mótinu stendur og daglegar sjónvarpssendingar (fyrir utan sænsku leikjanna). TV-4 hefur þegar beðið um fréttamyndir af 16-18 leikjum mótsins (fyrir utan sænsku leikina). 5 frá Danmark Radio Danska ríkissjónvarpið, Dan- marks Radio, er með mikinn við- búnað vegna mótsins og verða 5 starfsmenn fyrirtækisins hér á meðan á mótinu stenur. Sérsend- ingar verða til Danmerkur laust fyrir klukkan 17 á hverjum degi þar sem sagt er frá ýmsu sem gerist utan leikvaharins og brugðið upp svipmyndum af ís- lensku þjóðlífi. Kúveitar í limósíum Eitt fiölmennesta sjónvarpslið- ið á HM kemur frá Kúveit en þaðan er reiknað með 10 sjón- varpsmönnum. Reyndar er sagt að ekki séu allir í þeim hópi bein- línis vanir menn í slíkum málum, en kunni vel að meta skemmtun- ina sem heimsmeistaramótum fylgir einatt. Frést hefur aö þeir ætli sér einkum að ferðast í lí- mósíum hér á landi enda flestir vanir slíkum farartækjum heim- an aö. DSF kemur með 6 bíla Þýska íþróttastöðin DSF áætlar að senda a.m.k. 25-30 klukku- stundir frá HM. 25 starfsmenn verða á vegum stöðvarinnar og þeir taka með sér margvíslegan tækjabúnað syo seni 6 bha (upp- tökubíl, skrifstofubh, 2 „mini bus“, bíl með gervihnattarstöð og bíl sem inniheldur fullkomna klippisamstæðu. NBA Elliot hel Karfa frá Sean Elhot einni sekúndu fyr- ir leikslok tryggði SA Spurs sigur á Cleve- land í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Spurs fékk innkast þegar ein sek- únda var eftir. Doc Rivers kastaði boltan- um til Elliots, sem stóð undir körfunni, og hann skoraði um leið og flautan gall. Spurs vann þar með níunda leik sinn í síðustu 10 leikjum. Úrslitin í nótt: Miami-Portland................. 90-99 Thorpe 22 - Robinson 16. Charlotte-Seattle..............112-99 Mourning 35, Curry 22 - Gill 23/11. Cleveland-SA Spurs............ 98-100 Brandon 24 - Robinson 26. Sacramento-Indiana............ 94-109 Rithmond 21 - Miller 30. Þrettán af 35 stigum Alonzo Mourning komu i síðasta leikhluta og Charlotte vann sinn fjórða leik í síðustu fimm leikjum. Dell Curry var heitur í þriggja stiga skotun- um í liði Charlotte en hann skoraði sex slík- Jordan með? Líttu þér nær, Guðmu - Stefán Arnaldsson, milliríkjadómari í handknattleik, svarar ummælum DV hefur borist eftirfarandi bréf frá Stefáni Arnaldssyni handknattleiks- dómara vegna ummæla Guðmundar Karlssonar, þjálfara FH, í fiölmiðlum í kjölfar leiks Aftureldingar og FH í 8 liða úrslitum íslandsmótsins: Þegar menn æða fram á ritvöllinn, svekktir og sárir yfir eigin framgöngu á handknattleiksvelhnum og bregða fyrir sig ósannindum þá sé ég mig til- neyddan að svara fyrir mig og félaga minn. Ég er ekki vanur að standa í dehum við menn, hvorki í heimi handknattleiksins né annars staöar. Sem betur fer. Ég get ekki orða bund- ist yfir ummælum Guðmundar Karls- sonar, þjálfara FH, sem hann viðhaföi í Morgunblaðinu þann 4. mars sl. Manninum er greinilega ekki sjálf- rátt. Við dómaramir tókum frá hon- um og leikmönnum hans sigurinn gegn UMFA. Samt segir hann að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig fór. Hvaða endemis bull er þetta? Dæmd var leiktöf á lið FH, segir Guðmundur. Þaö er alveg hárrétt hjá honum. Þjálfarinn segist hafa komið th mín eftir leik og spurt á hvað við Rögnvald hefðum verið að dæma. Það er ósatt. Hann segist þá hafa farið til félaga míns og spurt hann. Það er einnig ósatt. Guömundur kom aldrei að máli við okkur dómarana eftir leik og hefur ekki gert það enn. Það skal tekið hér fram að einungis Guðjón Árnason, fyrirliði FH, kom að máli við Rögnvald eftir leikinn og spurði á hvað hefði verið dæmt. Svaraði félagi minn um hæl að dæmd hefði verið leiktöf. Guðmundur segir þennan dóm út í hött. Hann má hafa þaö fyrir sjálfan sig ef það friðar samvisku hans. Að bera á borð ósannindi fyrir alþjóð er ansi aumt og sýnir kannski best lágkúruna sem sum tapliðin sýna þessa dagana. Allt sem miður fer hjá þjálfurum og hðunum er að sjálfsögðu einhverjum öðrum að kenna en þeim sjálfum. En leikmenn og lið sem ekki nota gott marktækifæri og ætla að freista þess aö halda knettinum til enda leiks komist einfaldlega ekki upp með slíkt. Það vita þeir sem gjörla þekkja þessa íþrótt að handknattleikur geng- ur í stómm dráttum út á það að sækja að marki andstæðinga sinna og skora mörk. Það sjá ahir að snúa frá marki í góðu færi er algjör andstæða við hugmyndafræði handknattleiksins. Svo einfalt er það nú. Við vorum með unninn leik, segir Guðmundur. Leik- ur er aldrei unninn fyrr en lokaflaut- ið gellur. Af hverju nýtti Sigurður Sveinsson ekki færið sem hann fékk og reyndi aö klára leikinn fyrir FH? Nei, hann lék frá marki og þar féhuð þið á éigin bragði. Það er svo dómur- unum að kenna - hvaö annað. Þá að aukakastinu sem Bergsveinn framkvæmdi eftir að milljóna króna aukakastio var dæmt eins og Guð- mundur kemst að orði í umræddri grein. Þegar leikmenn eru lengst frá marki andstæðinga sinna má vera um þriggja metra frávik frá þeim stað sem brot átti sér stað þegar aukakast er framkvæmt. Það teljum við dómar- arnir að hafi verið og aukakastið því á ahan hátt löglegt. Það veit Guð- mundur líka, í það minnsta innst inni. Það er bara svo auövelt að kenna öðr- um um þegar sett takmörk nást ekki. En líttu þér nær. Áhorfendur og fylg- ismenn handboltans eru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum shka framkomu sumra þjálfara, að kenna öðrum um. Það er fremur brosað en hitt. Þá kemur sá ótrúlegi kafh hjá Guð- mundi er varðar ódrengilega fram- komu félaga míns í garð FH eftir að þeim lenti saman eftir leik Vals og FH 25. október 1994. í þeim leik gaf Rögn- vald fyrirhða FH rautt spjald. Þvíhk lágkúra að setja annað eins á blað. Ég á vart.orð yfir slíkum tilhæfulaus- um ummælum. Ég get fullyrt það, að félagi minn ber alls engan kala til leik- manna eða forystumanna FH. Síður en svo. Þess má geta að leikmenn FH hafa á ahan hátt verið th fyrirmyndar í þeim leikjum sem við höfum dæmt hjá þeim í vetur. Guðmundur segir í umræddri grein að Rögnvald hafi dæmt þrjú vítaköst á lið FH og rekið tvo leikmenn hans af leikvelli með vafas'ömum dómum undir lokin. Guð- mundur, þér er ekki sjálfrátt. Ég dæmdi tvö af þessum vítum ef hægt er aö segja að annar dómarinn fram- kvæmi eitthvaö upp á sitt eindæmi. Við Rögnvald erum ákaflega samstiga og geram hlutina saman. Á því bygg- ist m.a. góður árangur okkar hér heima og erlendis. Hvað sem hver segir. Og þetta með brottvísanirnar. Jú, það er rétt að Rögnvald var fyrri til með þá brottvísun sem Sigurður Sveinsson fékk en það kom aldrei annað til greina hjá mér en að gera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.