Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 Utlönd Stuttar fréttir Grálúöustríð Kanada og Evrópusambandsins fer harðnandi við Nýfundnaland: Vopnaðir dátar taka spænskan veiðiþjóf Vopnaðir kanadískir strandgæslu- liðar fóru um borð í spænska togar- ann Estai eftir mikinn eltingaleik utan 200 mílna lögsögu Kanada í gær, handtóku skipstjórann og tóku stefnuna í land. Aður hafði kana- díska strandgæslan skotið íjórum viðvörunarskotum aö spænska tog- aranum sem var að grálúðuveiðum undan austurströnd Kanada. Kanadísk stjórnvöld réttlættu að- gerðir sínar utan eigin lögsögu með því að þau væru að reyna að vernda grálúðustofninn, einn síðasta nytja- stofninn í hafmu á þessum slóðum. 60 daga veiðibann „Kanada verður að grípa í taumana til að vernda stofninn," sagði Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, í gærkvöldi. „Ríkisstjórn Kanada er að framfylgja sextíu daga grálúðuveiðibanni sem hefur verið Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, sendir ESB tóninn. sett á skip Evrópusambandsins, nán- ar tiltekið skip frá Spáni.“ Tobin sagði að verið væri aö draga spænska fiskiskipið til hafnar þar sem ákæra yrði lögð fram. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í Madríd að þau hefðu sent herskip á veiðislóðina til að vernda fiskiskip sín. Fyrr um daginn hafði fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins sakað Kanadamenn um sjórán og sagt að aðgerðir þeirra væru brot á alþjóðalögum. Tobin hét því að strandgæslan mundi taka hvert einasta skip Evr- ópusambandsins sem væri að grá- lúðuveiðum nærri tvö hundruð mílna lögsögumörkunum. Skömmtuðu sér einhliða Fiskveiðideila Kanada og Evrópu- sambandsins blossaði upp eftir að ESB hafnaði grálúðukvótanum sem Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráð- ið (NAFO) úthlutaöi því og skammt- aði sér einhliða miklu hærri kvóta. Heildarkvótinn sem NAFO ákvarð- aöi nam 27 þúsund tonnum og fékk ESB aðeins 3400 tonn. Veiðibannið nær til grálúðu, bæði innan og utan tvö hundruð mílna lögsögunnar á svokölluðum Mikla- banka undan strönd Nýfundnalands. Kanadísk stjórnvöld kölluðu sendi- herra ESB-landanna fimmtán á sinn fund í gærkvöldi þar sem Gordon Smith aðstoðarutanríkisráöherra harmaði að grípa heföi þurft til þess ráðs að taka spænska skipið. Á fund- in ítrekaði Smith að Kanadamenn vildu viðræður við ESB til aö komast að pólitískri lausn deilunnar. „Það verður erfitt fyrir ESB að hafast ekkert að þegar gripið er til aðgerða gegn einu skipa þess. Ég fæ ekki séö að við getum fallist á ein- hhða veiðibann á alþjóðlegu haf- svæði,“ sagði John Beck, sendiherra ESB í Kanada. Reuter Gestir i skemmtigarði t Sydney í Ástralíu virða fyrir sér kínverska kvenmúmiu sem talin er vera tæplega fjögur þúsund ára gömul. Múmia þessi er ein af sex sem til sýnis eru í Sydney og koma frá náttúrugripasafninu i Shanghaí í Kína. Fjórar múmíanna eru ekta en hinar tvær eru eftirlíkingar. Múmíur þessar voru grafnar upp á ýmsum stöðum i Kína. Þetta er i fyrsta sinn sem þær eru sendar á sýningu utan Kina. Simamynd Reuter O.J. Simpson: 44% vissir umsekthans Nýleg skoð- anakönnun sýnir að afstaða Bandaríkja- manna U1 þess hvortruðnings- hetjan O.J. Simpsonsések- urumaðmyröa eiginkonu sína eða ekki mótast mjög af litarhætti manna. 50% hvítra telja hann sekan en aðeíns 7% svartra. Sama könnun sýnir að ef bandaríska þjóðin er tekin sem heild þá eru 44% vissir um að O.J. hafi stungið konu sína til bana, 21% töldu hann saklausan og 35% voru ekki vissir. Hærra hlutfall svartra fylgist eirtnig með réttarhöldunum yfir O.J. heldur en hvítra. Reuter Ný landsstjóm mynduö á Grænlandi: Samsteypustjórn um ef nahagsmálin Tveggja flokka samsteypustjórn var mynduð á Grænlandi í gær og verður helsta verkefni hennar að tryggja efnahagslegar framfarir í landinu. Samstarfsflokkamir eru Siumut-flokkurinn og Atassut-flokk- urinn. Litiö er á þetta samstarf sem sögulegt í grænlenskum stjórnmál- um því þessir flokkar hafa ekki getað starfað saman fram að þessu. Sium- ut-flokkurinn, sem er krataflokkur, var áður í stjóm með Inúíta-flokkn- um og lengi vel var búist við að það samstarf héldi áfram en ekki náðist samkomulag um skiptingu stjórnar- stólanna. Atassut-flokkurinn er frjálslyndur flokkur til hægri. Eins og áður sagði eru efnahags- máhn aðalmál þessa samstarfs. Því er meðal annars lofaö að afgreiða fjárlög með afgangi svo hægt verði aö greiða niður skuldir landsins í útlöndum. Ekki á heldur aö hækka skatta, draga á úr kostnaöi viö fyrir- tæki sem rekin eru á vegum lands- stjómarinnar. Lækka á verð á raf- magni, hita og vatni og gera sérstakt átak til að skapa ný störf. Á tíu ára tímabili skal koma atvinnuleysinu niður í þrjúprósent. Ekki verða gerð- ar neinar breytingar á sambandinu við Dani og sama stefna gagnvart Evrópusambandinu verður áfram. Meirihluti flokkanna í landsþing- inu er mjög tryggur. Til samans hafa þeir 71 prósent á bak við sig, hafa 22 af 31 sæti í þinginu. Lars Emil Johansen, formaður Siumut-flokksins, verður áfram formaöur landsstjómarinnar en flokkur hans er stóri sigurvegarinn í kosningunum. Benedikte Þorsteins- son, sem gift er íslendingnum Guð- mundi Þorsteinssyni, mun stjóma félagsmálunum í landsstjóminni. Aukinsjálfstjórn ísrael og PLO stefna að því aö Palestínumenn fái aukna sjálf- stjórn 1. júlí í sumar. Aðhaldsaðgerðir Mexikóstjóm kynnti hertar að- haldsaðgerðir til að ná tökum á efnahagsvanda þjóðarinnar. Vill kcsningar Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovét- leiðtogi, sakaði rússnesku stjórnina um að frsyta efhahgs- og félagslegar umbætur og.................. hvatti til þess aö kosningum yrði flýtt. Hitti fjölskylduna Bankamaðurinn Nick Leeson fékk konu sína og fjölskyldu í heimsókn í fangelsið í gær. Skotið á þorp Rússneskar sveitir skutu úr stórbyssum sínum á þorp upp- reisnarmanna í Tsjetsjeníu. Kaupa eigin þyrlur Breski herinn ætlar að kaupa breskar þyrlur fyrir á annað hundrað mihjarða króna. Úrtísku Hjónabandiö nýtur síminnk- andi vinsælda meðal ungs fólks í Frakklandi. Chirac í stórsókn Jacques Cliirac, borgar- stjóriParísarog forsetafram- bjóðandi, er í stórsókn og nýtur nú meira fylgis meðal kjösenda en hinir frambjóðendurnir, sam- kvæmt nýrri könnun. Sjónvarpbannað Stjórnvöld í íran hafa bannað móttöku gervihnattasjónvarps í landinu frá 21. mars og fá diska- eigendur mánuö til að skila bún- aöi sínum. Misheppnuð ráðstef na Framkvæmdastjóri danska Rauða krossins segir félagsmála- ráðstefnu S.Þ. i Kaupmahhahöfn vera „fiaskó". ESB-landmæri í Noregi Stórar likur eru á aö Noregur gæti landamæra ESB í norðri í framtíðinni, þrátt fyrir að vera ekki aðili. Ekkert vitað um kaf ara Ekkert hefur skýrst í rnálinu um kafarana sem danskur iög- reglumaður telur sig hafa skotið á rétt; hjá Kastrup-flugvelli. Vemdardollarann Robert Rubin, fjarmálaráð- hen’a Banda- ríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru staðráðin íaðgeradollar- ann að eins konar griðastað í efnahagslegum ólgusjó. Kvikmynd um Estoniu Ákveðið hefur veríð að gera kvikmynd um hiö hörmulega slys þegar feijan Estonia fórst á Eystrasalti. Adamsvill viðræður Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, vill viðræður viö Breta um brottflutning vopna frá Norður- írlandL Reutcr/Ritzau/NTIl/TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.