Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 Iþróttir 8-liða úrslit 1 körfuknattleiknum: Sigurganga ÍR stöðvuð í Seljaskóla - Skallagrímur skellti ÍR í framlengdum leik Jón Kristján Sigurðsson skrifar: Baráttu Skallagrímsmanna í leikn- um gegn ÍR í gærkvöldi verður varla lýst í orðum, hún var satt best að segja engu lík á köflum. Skallagríms- menn mættu fullir sjálfstrausts í Seljaskólann í gærkvöldi, vígi ÍR- inga sem fá lið hafa riðið feitum hesti frá í eitt og hálft ár. Ósigraðir ÍR- ingar á heimavelli í vetur í úrvals- deildinni höfðu ekki margir trú á Borgnesingum í þessum leik. Annað kom á daginn. Leikurinn var lengst- um í jafnvægi, ef undan er skilinn upphafskaflinn í síðari hálfleik þar sem ÍR-ingar virtust ætla að gera út um leikinn. Nú má segja fullum fet- um að pressan sé á ÍR-ingum fyrir síðari leikinn í Borgamesi sem verð- ur á sunnudaginn kemur. Borgnes- ingar sigruðu, 84-86, eftir framlengd- an leik. ÍR-ingar skoraðu fyrstu 11 stigin í síðari hálfleik en það sló ekki „Skall- ana“ út af laginu. Smám saman réttu Skallagrímsmenn úr kútnum og komust upp að hiið ÍR með ægilegri baráttu. Lokamínútur leiksins voru dramatískar; Herbert Arnarsson skoraöi þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir en Alexander Ermolinskij jafnaði með sama hætti á ævintýralegan hátt þegar leik- tíminn var að íjara út. ÍR byijaði framlenginguna betur en enn og aft- ur komst Skallagrímur inn í leikinn og tryggði sér glæstan sigur. Herbert Arnarsson hélt ÍR-ingum á floti með frábærri hittni. Aðrir náðu sér ekki á strik og það reið bagga- muninn. Það vantaði samt ekki mik- ið upp á að Herbert ynni leikinn fyr- ir ÍR á einstaklingsframtakinu. ÍR- ingar verða að gera miklu betur í Borgarnesi ef þeir ætla sér að verða áfram í baráttunni. Borgnesingar eiga skilið að fá 10 fyrir seigluna og baráttuna sem fleytti þeim alla leið. Ermolinskij átti stórkostlegan leik, örugglega einn sinn besta fyrir félagið. Liðsheildin fær einnig prik fyrir frammistöðuna og sömuleiðis áhangendur liðsins sem fjölmenntu og voru engum líkir. „Þetta var ætlunarverk okkar. Við ætluðum að leggja ÍR að velli hér og það tókst. Það var þrennt sem skóp þennan sigur: vörnin, Ermolinskji og stuðningsmenn okkar sem era þeir bestu í deildinni. Núna er press- an á ÍR-ingum en með sama vamar- leiknum forum við áfram,“ sagði Sveinbjörn Sigurðsson við DV eftir leikinn. ÍR - Skallagrímur (37-34) (75-75) 84-86 2-2, 6-2, 10-16, 23-27, 32-31, (37-34). 48-34, 54-45, 61-53, 68-64, 70-68, 72-72, 75-72, 75-75. Framl. 83-78, 83-81, 84-86. .. • Stig ÍR: Herbert Amarsson 31, Jón Örn Guðmundsson 17, John Rhodes 13, Halldór Kristmannsson 11, Eiríkur Önundarson 6, Björn Stephensen 2, Eggert Garðarsson 2, Guöni Einarsson 2. • Stig Skailagríms: Alexander Ermolinskij 33, Henning Henningsson 13, Tómas Holton 12, Sigmar Egilsson 6, Sveinbjörn Sígurðsson 6, Arí Gunnars- son 6, Grétar Guðlaugsson 6, Gunnar Þorsteinsson 4. Fráköst: ÍR, vörn 25, sókn 15. Skallagrímur, vöm 22, sókn 12. 3ja stiga körfur: ÍR 5, Skallagrimur 5. Vitanýting: ÍR 19/15, Skallagrímur 26/17 Villur: {R 25, SkaUagrímur 20. Dómarar: Kristinn Albertsson og Heigi Bragason, dæmdu vel. Áhoriendur: Fuilt hús, 600 manns. Maður leiksins: Alexander Ermolinskij, Skallagrími. Alexander Ermolinskij og John Rhodes í einvígi um frákast í Seljaskólanum i gærkvöldi og má ekki á milli sjá hvor hefur betur._______________ DV-myndJAK Kef lavík á toppn- um á réttum tíma - vann Þórsara af miklu öryggi, 95-83 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Aðalatriðið var að minnka skor Konráðs og halda Kristni vel niðri og það tókst mjög vel. Þetta var með betri leikjum okkar í vetur og það er mjög jákvætt að ná því í úrshta- keppninni. Við gerðum þá slaka með góðum vamarleik. Leikurinn fyrir norðan verður mjög erfiður og þar verður barátta fram á síðustu mín- útu,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaöur Keflvíkinga, eftir ótrú- lega léttan sigur á Þór, 95-83, í 8-liða úrslitunum í Keflavík í gærkvöldi. Þórsarar fóra hamfóram í 3ja stiga skotunum til að byrja með og skor- uðu úr 7 slíkum á fyrstu 10 mínútun- um. Leikurinn breyttist þegar Böðv- ar Kristjánsson kom inn á í liö Kefl- víkinga og stal boltanum af Þórsur- um hvað eftir annað með hraða sín- um. Keflvíkingar snera leiknum sér í hag og gerðu svo endanlega út um hann með frábærum leikkafla í upp- hafi síðari hálfleiks. Keflvíkingar virðast vera á toppn- um á réttum tíma og leikur þeirra var stórkostlegur á köflum. Albert Óskarsson sannaði enn einu sinni hve góður vamarmaður hann er og sóknarleikurinn var ekki síðri hjá honum. Lenear Burns var sterkur og þar hitti Sandy Anderson hjá Þór ofjarl sinn að þessu sinni. Davíð Gris- som er að komast í mikinn ham og þáttur Böðvars í fyrri hálfleik var dýrmætur. Annars var liðsheild Keflavíkur góð. Þórsarar þurfa að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla ekki að verða sér til skammar í næsta leik. Ein- staklingsframtak þeirra dugar ekki gegn sterku liði eins og Keflavík. Allir lykilmenn liðsins léku langt undir getu. Örvar Erlendsson var skásti leikmaður Þórs og eins átti Einar Valbergsson góðan leik í upp- hafl þegar hann gerði 5 þriggja stiga körfur. „Við vorum mjög slakir. Á fyrstu mínútunum héldum við okkur á floti með ótrúlegri hittni og röðuðum 3ja stiga skotunum niður en þaö gengur aldrei heilan leik. Við voram ekki í réttum takti; við komum kiukkutíma of seint í leikinn og menn verða spenntir við slíkar aðstæður. Þetta hefur allt áhrif og svo léku Keflvík- ingarnir vel. Við lékum einn slakasta leik okkar í langan tíma og það þurfti endilega að vera í úrslitakeppninni," sagði Hrannar Hólm, þjáifari Þórs. Keflavík - Þór (58-50) 95-83 6-0, 9-3, 9-11, 17-14, 21-27, 29-27, 37-34, 45-34, 53-42, (58-50), 64-53, 75-53, 83-59, 87-74, 93-80, 95-83. • Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 26, Davíð Grissom 22, Lenear Burns 16, Jón Kr. Gíslason 10, Böðvar Kristjánsson 7, Sigurður Ingimundarson 6, Sverrir Þór Sverrisson 5, Einar Eínarsson 3, • Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 21, Sandy Anderson 16, Einar Valbergs- son 15, Örvar Erlendsson 10, Konráð Óskarsson 9, Birgir Birgisson 6, Haf- steinn Lúðvíksson 4, Björn Sveínsson 2. Fráköst: Keflavik, 28 vörn, 14 sókn (Burns 14). Þór 21 vörn, 16 sókn (Anderson 14). 3ja stiga körfur: Keflavík 5, Þór 8. Vítanýting: Keílavík 6/4, Þór 26/21. Dóraarar: Kristján Möiler og Einar Þór Skarphéöins- son, skiluöu sínu hlutverki meö stakri prýði. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Albert Óskarsson, Keflavík. Böðvar Kristjánsson stóð sig vel með Keflviklngum í gærkvöldi. Ráðast úrslitin um helgina? Um helgina gæti ráðist hvaða fjögur lið komast 1 undanúrsht Islandsmótsins í körfuknattleik. Skallagrímur fær tækifæri til þess að klára dæmið á heimavelli gegn ÍR á sunnudaginn en í hin- um þremur leikjunum geta heimaliðin jafnað metin. KR tek- ur á móti Njarðvík á morgun og Haukar fá Grindavík í heimsókn en Þór og Keflavík leika á Akur- eyri á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.