Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ BLAÐAAFGREIOSLA OG ÁSKRIFT ER OPIK: 562 «2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGRFIQfiLII- Sfia 2777 ■ RITSTiÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREiFING: 563 27001 MrunEivokUi ooo ai i i KL. 6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMDRGNA Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995. Skoðanakönnunin: ríkisstjórnina - segir Ólafur Ragnar „Þessi könnun staðfestir fylgissókn G-listanna, Alþýðubandalagsins og óháðra. Hún sýnir skýrt það sem við höfum fundið að fólk vill fella ríkis- stjórnina og breyta til. Það treystir Alþýðubandalaginu og óháðum best til þess að knýja fram þá stefnubreyt- ingu,“ sagði Olafur Ragnar Gríms- son, formaður Alþýðubandalagsins. „Mér sýnist augljóst að ef svo fer fram sem horfir þurfi Alþýðuflokk- urinn ekki að kvíða úrslitum kosn- inganna og ég minni á að það er öll kosningabaráttan eftir,“ sagði Guð- mundur Árni Stefánsson, varafor- maður Alþýðuflokksins. __^ „Ég fagna því aö skoðanakannanir, sem fyrst og fremst eru vísbending- ar, sýna að Þjóðvaki er á uppleið. Það er raunar í samræmi viö þá tilfinn- ingu sem ég og fleiri hafa haft að undanförnu, að vindarnir væru farn- ir að blása með okkur,“ sagði Svan- fríður Jónasdóttir, varaformaður Þjóðvaka. „Þetta er ekki nógu góð útkoma fyrir Kvennalistann. Við höfum trú á því að við séum á uppleið og ætlum að sækja í okkur veðrið á næstu vik- um,“ sagði Kristin Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennahstans. „Könnunin sýnir að staða okkar er góð og að ríkisstjórnin er fallin. Það er það sem við viljum fá út úr kosningunum," sagði Guðmundur Bjarnason, varaformaöur Fram- sóknarflokksins. „Mér sýnist þetta svipuð niður- staða og í öðrum könnunum. Meira en þriðjungur kjósenda skilar auðu. Mér sýnist staða Sjálfstæðisflokksins vera nokkuð sterk," sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. Bolungarvlk: Bakkifærum- boð 60 hluthafa „Það er aðeins eitt mál á dagskrá, kauptilboð Bakka hf. í hlutabréf bæj- arins í Ósvör," segir Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, um bæjarstjórnarfund sem þar verð- ur haldinn í dag. Ágúst segir að fyrra tilboð Bakka um kaup á meirihluta í Ósvör sé fall- ið úr gildi. Hann segir að þetta nýja tilboð sé byggt á því að einstakir hlut- hafar myndi meirihluta með Bakka. Samkvæmt heimildum DV er um að ræða 60 hluthafa í Ósvör sem tóku höndum saman um að tryggja Bakka meirihlutann og tóku þar með völdin af framkvæmdastjóranum. Gangi 'jíessi kaup eftir er Ijóst að Bolvíking- Björgunarsveitarmenn í Björgunarsveit Slysavarnafélags íslands á Patreksfirði urðu fyrir því óhappi að beltið fór ar eru þar með orðnir gjaldgengir til út af á snjóbíl þeirra. Þeir settu bílinn á hliðina til að lagfæra beltið. Þeir voru þá að koma frá því að ferja Bretana að fá 80 milljóna Vestfjarðaaðstoö. -rt fjóra á fjöll og voru staddir i Vandardal upp af bænum Hnjóti í Örlygshöfn. DV-mynd Þröstur Veðrið á morgun: frostmarki Austan til á landinu verður norðvestlæg átt, stinningskaldi eða aUhvasst en hægari breytileg átt vestan tíl. á norðausturhom- inu verður slydda eða snjókoma, léttskýjað suðaustanlands en él annars staðar. Hiti verður nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 36 Hiti nálægt LOKI Er ekki rétt að senda sér- stakan hestageðlækni með í næstu ferð til Svíþjóðar? / n /i • / Geðheilsa ís- lensku hestanna sögðíhættu CJísli Kristjánsson, DV, Osló: „Að minu viti er það míög slæmt fyrir andlega heilsu hestanna að fara með þá um stóra flughöfn með miklum skarkala og látum. Þeir þurfa ró og næði eftir langt flug frá Islandi," segir Per-Erik Berg- strand, flugvallarstjóri í Vásterás í Svíþjóð. Hann gekk í gær fram fyr- ir skjöldu í viðtali við Dagens Ny- heter og gagnrýndi harðlega að 89 hestar frá Islandi skyldu fluttir til Arlanda-flugvaUar í staö Vásterás á miðvikudaginn. Á síðasta ári var komið upp sér- stakri aðstöðu í Vasterás tíl að taka á móti innfluttum hestum, einkum frá íslandi. Nú gera nýjar reglur Evrópusambandsins um eftirht meö innflutningi dýra það að verk- um að hestar á leið tU Sviþjóöar verða aö fara í gegnum toU á Ar- landaflugveUi. Þar er þó ekki sér- stök aðstaða til hestamóttöku. Á Arlanda vísuðu menn gagnrýn- inni á bug of fuUyrtu að innflytj- endurnir frá Islandi hefðu yfirgefið flugvölhnn við hestaheUsu - bæði andlega og líkamlega - eftir toU- skoðun. Dýralæknirinn Lars Wadás sagði að íslensku hestarnir væru í eöU sínu hjarðdýr og nytu þess vegna andlegs styrks hver frá öðrum. Smávegis skarkaU kæmi þeim ekki úr jaihvægi. GeðheUsu íslensku hestanna voru gerð góð skU í Dagens Nyhet- er. Prýddi mynd af þeím sex dálka á forsíðu þessa stærsta blaðs Sví- þjóðar. Var ekki annað að sjá en „reiðskjótarnir knáu frá Sögueyj- unni“ tækju lífinu meö ró. Var þess getið aö þeir heföu fremur virst forvitnir en geðtruflaðir. Líkur á Siglu- fjarðarlista Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er rétt að ég hef komið að þessari umræðu. Óánægjan hér á Siglufirði með sitjandi alþingismenn kjördæmisins er geysileg, meiri en ég hefði getað ímyndað mér. Eins og staðan er núna eru góðar líkur á að af þessu þverpólitíska framboði verði en það mun skýrast um helgina,“ segir Freyr Sigurðsson, varabæjar- fuUtrúi Framsóknarflokksins á SigluFirði. Margt bendir því tU þess að Sigl- firðingar muni sameinast um þver- pólitískan framboðslista fyrir kosn- ingamar til Alþingis. „Þungavigtar- menn“ úr öUum flokkum á Siglufirði eru nefndir tU sögunnar varðandi þetta framboð, menn eins og Björn Valdimarsson bæjarstjóri, Hörður Júlíusson, bæjarfulltrúi óháðra, Val- bjöm Steingrímsson og Ólafur Birg- isson Sjálfstæðisflokki og Kristján Möller, Alþýðuflokki. „Það er varla aö menn ræði annað hér en þetta mál enda Siglfirðingar búnir að fá meira en nóg af afskipta- leysi þingmannanna," sagði Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar. á tveim dögum Lögreglan í Kópavogi, T samvinnu viö flkniefnadeUd lögreglunnar, handtók í gær tvo karlmenn, annan um sextugt og hinn um tvítugt, um leið og hún lokaði bruggverksmiðju í verksmiðjuhúsnæði í austurbæ Kópavogs í gær. Er þetta þriðja bruggverksmiöjan sem lokað er á höfuðborgarsvæðinu á tveimur dög- um. Þá stöðvaði lögreglan í Hafnar- firði ólöglega áfengisgerð í heima- húsi í gær. Einni verksmiðjunni var lokað eft- ir ábendingu sem barst forsvars- mönnum átaksins Stöðvum ungl- ingadrykkju. „Auðvitað fógnum við því að þessi árangur skuh hafa náðst þegar," seg- ir Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri átaksins Stöðvum unghngadrykkju. -pp Fjórtán ára íárekstri Harður árekstur tveggja bíla varð á mótum Njarðargötu og Hring- brautar klukkan hálftvö í nótt. Öku- maður annars bílsins var 14 ára, próflaus að sjálfsögðu, og hafði hann tekið fjölskyldubílinn í leyflsleysi. Flytja þurfti báða bílana af vett- vangimeðkranabíl. -pp kúlulegur VauMsen SuAuriandsbraut 10. S. 686489. ÞREFALDUR1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.