Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. MARS 1995 9 Utlönd Smábærinn Allentown í Pennsylvaníu í Bandaríkj unum: Tvennir foreldrar myrtir á viku Eins og DV greindi frá í gær myrtu bræðurnir David og Bryan Freeman foreldra sína og lítinn bróður í smá- bænum Allentown í Pennsylvaníu sl. sunnudag. Bræðurnir, sem eru 16 og 17 ára, eru nýnasistar og djöíladýrk- endur. Þeir voru orðnir þreyttir á sífelldum tilraunum foreldranna til að fá þá til að gefa hugmyndafræöi nýnasistanna upp á bátinn og misstu endanlega þolinmæðina þegar for- eldrarnir seldu bíiinn sem þeir voru vanir að nota til að komast á fundi nýnasista. Þá ákváðu þeir að drepa foreldra sína og frömdu ódæðið að- faranótt sl. mánudags. Þeir flúðu síð- an en náðust í Michigan og hafa nú verið framseldir til Pennsylvaníu og bíða dóms. Nokkrum dögum eftir þetta drap unglingur í Allentown einnig for- eldra sína. Sá bjó ekki langt frá Free- man-fjölskyldunni. Engin tengsl virðast þó vera milh þessara tveggja morðmála. Jeffrey skildi hins vegar eftir sig miða á heimili sínu þar sem hann sagði að hann vildi að gerð yrði um sig kvikmynd „þegar ég er búinn að drepa alla“. íbúar í Allentown eru almennt vel stætt millistéttarfólk en David og Bryan voru ekki ánægðir og gerðu uppreisn gegn ströngu uppeldi for- eldranna sem voru Vottar Jehóva. Bræðurnir höfðu oft hótað að lífláta foreldrana. Þeir réðu yfir allveglegu vopnabúri og mættu alltaf einu sinni í viku á skotæfingar með hinum ný- nasistunum. í Bandaríkjunum myrða að jafnaði 300 unglingar for- eldrasínaáárihverju. NTB/Reuter Carol Shaya-Castro, lögreglukonan brottrekna frá New York, segir fréttamönnum sínar farir ekki sléttar. Simamynd Reuter Nakta lögreglukonan 1 New York: Kref st 600 milljóna króna í skaðabætur og vinnuna aftur Carol Shaya-Castro, lögreglukon- an í New York sem var rekin fyrir að láta taka af sér nektarmyndir fyr- ir karlaritið Playboy, krafðist rúm- lega sex hundruð milljóna króna skaðabóta í gær og réttlætis. „Ég gerði ekki neitt glæpsamlegt," sagði Shaya-Castro á fundi með fréttamönnum, klædd í níðþröngar bláar gailabuxur, skærbleika blússu og svartan íeðurjakka, með fullt af silfurarmböndum, bleikan varalit og súr á svipinn. Hún sagðist ekki eiga það skihð að vera rekin og að karl- löggur hefðu gerst sekar um verri hluti en þetta. Dominick Barbara, lögfræðingur lögreglukonunnar, sagði að brottreksturinn væri ein- göngu byggður á kynferði. Wihiam Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði þegar hann rak Shaya-Castro, sem á myndunum var ahsnakin nema hvað hún var með kylfuna sína og handjámin á sér, að orðspor lögreglunnar væri ekki til sölu. Þá gagnrýndi hann stúlkuna fyrir að handtaka aðeins þrjá menn á fjórum árum. „Ég var þjónn innan dehdarinnar. Ég var bhstjóri varðstjórans, bílstjóri lögregluforingjans. Ég vélritaði. Ég hefði farið í eftirhtsferðir ef ég hefði mátt ráða en ég fékk engu ráðið,“ sagði hin 25 ára gamla Carol sem flutti til Bandaríkjanna frá ísrael þegar hún var fjögurra ára. Reuter UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Þjóðbraut 13, Akranesi, föstudag- inn 17. mars 1995 kl. 14.00: GD-066 GD-493 GE-162 GP-098 HB-657 HL-646 IE-282 IÖ-998 IS-296 IT-887 MT-058 TF-718 Þá verður þar og boðið upp eftirtalið lausafé: Funai sjónvarpstæki, Ignis frystikista, Finluxsjónvarpstæki, Kenwood hljóm- tækjasamstæða með hátölurum, dökkur tvöfaldur stofuskápur, tveggja pósta bílalyfta, árgerð 1988, og Alltest mótorstillitölva, árgerð 1989. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 57, Akranesi, þriðjudaginn 14. mars 1995 kl. 11.00, á eftirtöldum eign- um: Presthúsabraut 35. Gerðarþoli Hjalti Bjömsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og íslandsbanki hf. Skólabraut 18, neðri hæð. Gerðarþoli Alfreð W. Gunnarsson, gerðarbeið- andi Búnaðarbanki íslands. Sóleyjargata 4, neðri hæð. Gerðarþol- ar Anna Amardóttir og Egill Guðna- son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð- m- ríkisins, Sparisjóður Mýrasýslu og Vogue hf. Ægisbraut 11. Gerðarþoli Björgvin Eyþórsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, Landsbanki íslands og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Vallholt 1 (endi að Vesturgötu), 1/2 hús. Gerðarþoli Eiríkur Óskarsson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Bárugata 15. Gerðarþoli Halldór Júl- íusson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og tollstjórinn í Reykja- vík. Garðabraut _ 45, 01.02. Gerðarþolar Haraldur Asmundsson og María Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Byggingarsjóður verkamanna og Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar. Húsbréf ■ ^ Utdráttur húsbréfa Nú hefurfarið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -18. útdráttur 1. flokki 1990 -15. útdráttur 2. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1991 -12. útdráttur 3. flokki 1992 - 7. útdráttur 2. flokki 1993 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 10. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.