Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 . 13 Menning Fréttir Ármann Helgason klarinettleikari og Peter Máté pianóleikari. Bíldudalur: Fiskveiðasjóður fékk frystihúsið - brottfluttir buðu á móti Fiskveiðasjóöi Islands var slegið frystihús Sæfrosts á Bíldudal á upp- boði í síðustu viku fyrir 24 milljónir. Einhver áhugi virðist vera á eigninni þar sem boðið var á móti sjóðnum í húsiö. Bjöm Jónsson lögfræðingur bauð í frystihúsið í eigin nafni. Sam- kvæmt heimildum DV bauð hann fyrir hönd hóps brottíluttra Bílddæl- inga og var nafn Höskuldar Skarp- héðinssonar, skipherra hjá Land- helgisgæslunni, nefnt í því sam- bandi. Engin vinnsla hefur verið í húsinu síðan í haust þegar Oddi hf. á Pat- reksfirði hætti vinnslu á Rússafiski. Sæfrost hf. sem átti húsið síðast var lýst gjaldþrota í febrúar sl. Háskóla- tónleikar Smáauglýsingar DV skila árangri! Tónlist Áskell Másson Þeir Peter Máté píanóleikari og Ármann Helgason klarínettleikari komu fram á Háskólatónleikum sl. miðvikudag í Norræna húsinu. Fyrst á efnis- skrá þeirra félaga og raunar aðaluppistaða tónleikanna var Sónata í f- moll op. 120 nr. 1 eftir Johannes Brahms. Þessi merka sónata er meðal síðustu verka meistarans, samin á árinu 1894 og frumflutt snemma árs 1895. Verkið er í fjórum þáttum, er laust við allt prjál og er hreinn og tær skáldskapur. Það er meðal homsteinanna í klarínettbókmenntunum og endalaus uppspretta verkefna fyrir ___ klarínettleikara. Brahms hafði ákveðið að hætta tónsmíðum á ár- inu 1890 en heyrði þá, þegar hann . var staddur í Meiningen, klarínett- leikarann Richard Muhlfeld leika _____________________________________ konsert Mozarts. Snilld þessa klarí- nettleikara heillaði Brahms svo mjög að hann skrifaði fyrst klarínetttríó- ið, síðan kvartettinn og að lokum tvær sónötur fyrir klarínett og píanó og haföi Muhlfeld í huga við flutning allra þessara verka. Öll eru þau meðal merkustu verka Brahms. Flutningur þessa ágæta verks var örlítið misjafn hjá þeim Ármanni og Peter. Þrátt fyrir að fara vel af stað bar aðeins á einbeitingarleysi, einkum í síðari hluta fyrsta þáttarins hjá þeim báðum og síðar einnig á tón Ár- manns. Hins vegar fór allt að leika í höndum þeirra þegar komið var í fjórða þáttinn og var verkið á heildina litið vel leikið og skýrt fram sett þrátt fyrir áðumefnda smáhnökra. Tónleikamir enduðu á Sex rúmenskum dönsum eftir Béla Bartók. Þessa örstuttu dansa léku þeir Ármann og Peter geysiskemmtilega, af næmri tilfmningu fyrir hryn og af leiftrandi gleði. Ánægjulegt var að sjá að salur- inn var sneisafullur af fólki og vonandi veröur hann svo einnig á þeim tónleikum sem eftir eru af þeirri ágætu tónleikaröð sem Háskólinn stend- ur fyrir að þessu sinni. Hringdu núna síminn et 563-2700 AUGLÝSINGAR Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum W MAGNARI \ * 2x60W 240W P.M.P.O Matrix Surround Extra bassi 5 banda elektrónískur tónjafnari með föstum stillingum ÚTVARP 30 stöðva minni FM/MW Klukka „Smart Program" minni KASSETTUTÆKI Auto Reverse, Dolby B High Speed Dubbing ofl. GEISLASPILARI 1 bita og 8x oversampling k 20 laga minni ofl. . Heimilistæki hf RAOGREIOSLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.