Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 VINNIN LAUGA (T)( (25 GSTÖLUR RDAGINN 11.3.1995 y® vD VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 8.923.433 r\ 4 af 5 r~ Plús ^ ÍP 100.710 3. 4af 5 171 7.110 4. 3af 5 5.494 510 Heildarvinningsupphæð: 13.646.153 m BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Taktu þátt. Þú gætir unnið ijúffenga fjölskyldu- veislu fyrir sex. Muniö aö svörin viö spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV síðasta föstudag. Sviðsljós Demi Moore er ekki bara falleg: Bæði vel gefin og hæfileikarík Demi Moore er sko enginn aukvisi þegar kemur að heilastarfseminni. Ef fegurðin væri það eina sem þyrfti til þess að verða súperstjama í kvikmyndunum gæti hver einasta fyrirsæta sem verið hefði á forsíðum tískublaðanna orðið stjama í Holly- wood. En svo er auðvitað alls ekki. Það em aðeins nokkrar leikkonur í Hollywood nú um stundir sem taldar eru geta „horið uppi mynd“ ef svo má að oröi komast. Ein þeirra er Demi Moore en hún er eftirsóttasta leikkonan í Hollywood um þessar mundir. Síðasta mynd hennar nefnist Dis- closure, eða Afhjúpun eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Þar þykir Demi fara á kostum. Menn eru almennt sammála um það að Demi Moore sé mjög vel gefin kona og það skíni vel í gegn í hlutverkum henn- ar. Hún þykir auk þess mjög snjöll viö að velja sér hlutverk. Hún leikur aldrei gálur, eða það sem Kaninn kallar „bimbos", heldur leikur hún alltaf snjallar konur sem standa jafn- fætis körlunum eða eru þeim fremri. Þetta hefur orðið til þess að karl- menn um víða veröld hreinlega elska Demi. Demi Moore fæddist þann 11. nóv- ember árið 1962 og var skírð Demetr- ia Guynes. Foreldrar hennar voru vart annaö en unglingar þegar Demi fæddist. Þau voru hálfgert vand- ræðafólk og Demi haföi flutt búferl- um 48 sinnum áöur en hún flutti endanlega frá foreldrum sínum sext- án ára gömul. Fimm árum seinna fékk hún sitt fyrsta leikarahlutverk í sápuóperunni „General Hospital“. Fyrsta kvikmyndahlutverkið hennar var hins vegar í myndinni Blame it on Rio þar sem hún lék á móti Micha- el Caine. Sú mynd hlaut hins vegar ekki sérstaklega góða dóma gagnrýn- enda. Ein af fyrstu myndum hennar var líka myndin St. Elmos Fire en sú varð mjög vinsæl. Það var eins konar unglingamynd og Demi var jafnan flokkuð með ungum leikurum sem þóttu efnilegir á þeim ‘tíma svo sem Molly Ringwald, Emiho Estevez, Anthony Michael Hall og Rob Lowe. Ljóst er að Demi er nú búin að stinga þessi öll af hvað vinsældir og vel- gengni varðar. Demi Moore sló þó ekki almenni- lega í gegn fyrr en með myndinni Ghost frá árinu 1991 en þar lék hún á móti Patrick Swayze. Myndin varð metsölumynd um allan heim. Strax áriö eftir lék hún í myndinni A Few Good Men ásamt Jack Nicholson og Tom Cruise. Frá og með þeirri mynd hefur Moore leikið „sterkar konur“. í nýjustu mynd sinni, „Disclosure“, leikur Demi hörkukvendi sem fer illa meðMichael greyið Douglas og kvik- myndaframleiðendur keppast nú viö að bjóða í hana. MARMARIS 99-1750 Glæsilegir ferðavinningar \ boði fyrir heppna þátttakendkr! Sólarleikur Úrval-Útsýn er skemmtilegur leikur þar sem þú getur unniö glæsilega vinninga. Þaö eina sem þarf aö gera er að hringja í síma 99-1750 og svara þremur laufléttum spurningum um sumar og sól. Svörin viö spurningunum er að finna í feröabæklingi Úrvals-Útsýnar „Sumarsól". Bæklinginn getur þú fengið hjá feröaskrifstofunni Úrval-Útsýn og umboösmönnum. Verö 39.90 mín. Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars verður einn heppinn þátttakandi dreginn úr pottinum og hlýtur hann 5000 kr. innborgun fyrir tvo inn á ferö til hins glæsilega sólarbæjar Marmaris í Tyrklandi. Heildarverömæti hvers vinnings er því kr. 10.000. Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku og einnig f aðalpottinn. 1. apríl kemur f Ijós hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferö fyrir tvo f tvær vikur til lands ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólrfka staö Marmaris við Miðjaröarhafið. Heildarverðmasti aðaí- vinninge er kr. 150.000!!! Alltaf í fararbroddi þegar ævintýrin gerast erlendis! Björk Guðmundsdóttir lét sig ekki vanta þegar tískuhönnuöurinn Hussein Chalayan sýndi haust- og vetrartísku sína i London á sunnudag. Hún virðist í uppáhaldi meðal breskra Ijósmyndara sem flykktust að henni í áhorfenda- hópnum. Ný plata er annars i burðarliðnum hjá Björk en hún er nýkomin frá Bahamaeyjum þar sem hún lauk upptökum. Elísabet Englandsdrottning hefur látið setja sérstaka örsmáa tölvukubba inn undir feldinn á hundunum sinum, að undirlagi bresku dýraverndarsamtakanna. Með skanna er síðan auðvelt að lesa upplýsingar um eigendur hundanna ef þeir kynnu nú að hætta sér of fjarri heimili sínu og rötuðu ekki heim aftur. Ella alein í ellinni Bandaríska djasssöngkonan Ella Fitzgerald eyðir elliárum sínum í heldur dapurlegri ein- angrun í húsi sínu i Beverly Hills. Hún þjáist af sykursýki og hafa læknar þurft að taka af henni báða fótleggi þar sem drep var komið i þá. Ofan á það bætist að Ella er nú nær alveg blind. Eina manneskjan sem þessi mikla söngkona hefur samband við er þjónustustúlkan hennar. Karolma í heimsókn Karólína prinsessa af Mónakó ætlar að bregöa sér bæjarleið í maí og heimsækja Bretland. AUt frá því hún missti móður sína, Grace prinsessu, og síðar eigin- manninn, Stefano Casiraghi, hef- ur prinsessan haft hægt um sig og varið mestum tíma sínum með börnunum þremur, þeim Pétri, Karlottu og Andreu. í London ætlar hún að horfa á Mónakóball- ettinn. Prins Filippus drottningarmaður af Englandi vissi ekki hvað hann átti að gera við fingraskálina sem sett var á borðið fyrir framan hann hér endur fyrir löngu. Hann lét þjóninn sinn hella vatninu úr henni og fyllti hana síðan af berj- um sem voru í eftirmat. Þjónn kjaftaði nýlega frá þessu Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.