Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 11 Fréttir Opinberir starfsmenn: Kjarasamningar í kyrrstöðu - beðið niðurstöðu kennaradeilunnar „Þaö hefur nánast ekkert gerst. Haldinn hefur verið einn og einn fundur meö félögunum svona meira til aö uppfylla skyldur en til að semja. Ég held aö fólk hafi það á til- finningunni aö ekki verði samið við BSRB-félögin á undan kennurum," sagði Svanhildur Halldórsdóttir hjá BSRB í samtali við DV í gær. Hún sagði að BSRB sem slíkt kæmi ekki að samningunum. Það gerðu félögin hvert fyrir sig. Sama er upp á teningnum um það hjá BHMR. Birgir Björn Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri bandalags- ins, sagði að þar færi hvert félag fyr- ir sig með samningsréttinn. Hann sagði að í síðustu viku hefðu nokkur félög innan BHMR fengið sína fyrstu fundi með samninganefnd ríkisins og þar gefist kostur á að kynna kröf- ur sínar. Fleiri félög ættu von á fund- um í þessari viku. Birgir Björn benti á að sú stefnubreyting samninga- nefndar ríkisins í síðustu viku að hefja viðræður við fleiri félög en kennarafélögin benti ef til vill til þess að ekki yrði endilega beðiö eftir því að samningar tækjust við kennara áður en samið yrði við önnur félög. Kristin Stefánsdóttir, 19 ára Kópavogsbúi, auglýsti eftir búslóð og barna- dóti gefins í október og svo aftur eftir ibúð til leigu í smáauglýsingum DV i haust. Svörunin var mjög góð og þau voru búin að fá húsgögn og íbúð eftir nokkra daga. Kristín segist hiklaust geta mælt með smáauglýsingum DV. DV-mynd GVA Smáauglýsingar DV skila árangri: Fengu búslóð á nokkrum dögum „Viö áttum ekkert svo við settum auglýsingu í blaðið og óskuðum eftir öllu í búið ódýrt eöa gefins. Við feng- um hjónarúm, barnarúm og svefn- sófa, þvottavél og margt fleira - allt gefins. Við auglýstum eftir íbúð og fengum fbúð. Svo þurftum við að leigja íbúðina okkar út og ég aug- lýsti eftir leigjendum í DV. Svo seldi ég allt dótið sem við áttum um dag- inn. Það var hringt löngu eftir að ég var búin að selja allt. Ef við hefðum átt meira hefði ég getað selt meira," segir Kristín Stefánsdóttir, 19 ára Kópavogsbúi. í október á síöasta ári ákváðu Kristín og kærastinn hennar að fara að búa en þau eiga von á sínu fyrsta barni eftir mánuð. Þar sem þau áttu lítið í búið ákváðu þau að auglýsa í DV, fyrst eftir búslóð og dóti fyrir barniö og svo eftir íbúð til leigu. Kristín segir að svörunin hafi verið mjög góð. Þau hafi verið búin að fá fullt af dóti og verið flutt inn í íbúð- ina eftir þrjá eða fjóra daga frá því að auglýsingin birtist. Kristín segist mæla hiklaust með smáauglýsingum DV. „Við seldum gamalh konu í Árbæ glerborð fyrir þúsundkall og ég bauðst til að keyra það til hennar. Hún var svo ánægð þegar ég kom með það og var búin að búa til falleg- an dúk á það. Ég vildi gefa henni borðið en hún vildi að ég tæki þús- undkall í bensín. Og svo til að kóróna allt vorum viö dregin út í smáauglýs- ingapotti DV og unnum gufustrau- jám fyrir nokkrum vikum,“ segir Kristín að lokum. ALVÖRU HLJÓMUR! TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minnum • 100 watta magnari • Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum • Geislaspilari • Tvöfait Dolby segulband • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema • Fullkomin fjarstýring • Surround-hljóðkerfi • 100w hátalarar FULLKOMIN SURROUND-HUÓMTÆKI nvzirpsmiðstöi SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90 MX-92 Rykmælir fótrofi INNDRAGANLEG SNÚRA GEYMSLA fyrir fylgihluti KRAFTMIKILL 1200 WATTA mótor Styllanlegur sogkraftur breytilegur haus fyrir hörð gólf og teppi létt og meðfærileg (4,9kg)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.