Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1995, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995
Fréttir
Maðurinn sem sat inni vegna Skeljungsránsins laus:
Handtakan var
algerlega
ástæðulaus
- telur lögregluna eiga erfitt með að viðurkenna mistök
„Ég er mjög ósáttur við þessa
handtöku sem ég tel aö hafi verið
algjörlega ástæðulaus," segir 32 ára
maður sem lögreglan handtók á leið
til Amsterdam, stuttu eftir Skelj-
ungsránið. Manninum var haldið í
gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi í
tíu daga án þess að lögreglan hefði
sannanir gegn honum. Manninum
var sleppt á fóstudag og hyggst hann
nú kæra lögregluna vegna þessarar
handtöku.
„Ég var tíu ár í miklu rugli, var
fíkniefnaneytandi og lenti oft í af-
brotum. Ég hef margoft setið inni og
er því þekktur hjá lögreglunni. Und-
anfarin fimm ár hef ég hins vegar
verið þuir og hef ekki brotið neitt
af mér. Ég er búinn að gjörbreyta
lífi mínu og hef verið í fuUri vinnu.
Árið 1989 var ég nær dauða vegna
ofneyslu og lenti þá á sjúkrahúsi fár-
veikur. Síðan fór ég í ellefu mánaða
meðferð og hef ekki smakkað vin eða
fíkniefni síðan. Mér finnst það mjög
hart að lenda í þessu þar sem ég
mátti ekki við þvi að við mannorði
mínu væri hróflað. Til dæmis birti
Morgunpósturinn nafn mitt og ég
mun kæra hann fyrir það. Menn eru
ekki sekir fyrr en sekt þeirra er sönn-
uð,“ segir maöurinn.
Peningar mínir koma
lögreglunni ekki við
Hann segist hafa verið í fuUri vinnu
undanfarin ár og hafi lagt peninga
tíl hhðar til íbúðarkaupa síðar. „Mig
langaði að bjóða vinkonu minni með
mér í skemmtiferð, ætlaöi að taka
mér bílaleigubU og keyra um Holl-
and. Auk þess langaöi mig að kaupa
gömui húsgögn enda vita aUir að það
er hægt að hagnast vel á slíkum við-
skiptum. Ég var þess vegna með alla
þessa peninga á mér. Annars skU ég
ekki hvað lögreglunni kemur við
þótt ég sé með peninga á mér. Það
eru alUr með mikla peninga á sér á
leið tíl útlanda og ég hef ekki Visa-
kort,“ segir maðurinn enn fremur.
Hann segist ekki hafa munaö
fyrstu dagana í gæsluvarðhaldinu
hvar hann hafi verið á mánudags-
morgninum enda hafi hann verið
yfirspenntur vegna handtökunnar
og með slæmt minni vegna langvar-
andi neyslu. „Ég veit hins vegar að
rannsóknarlögreglunni var vel
kunnugt um ferðir mínar en hún gaf
mér engin stikkorð tU aö rifja upp.
Þegar ég loksins mundi að ég haíöi
t.d. verið að versla í HeimUistækjum
þennan morgun ásamt vini mínum
sögðu þeir: Loksins manstu þetta.
Eg hefði aldrei látið mér detta í hug
að kaupa farseðla tíl útlanda ef ég
hefði verið viðriðinn eitthvert rán,
svo vitlaus er ég ekki. Auk þess
kenndi lögreglan mér um sprenju-
hótunina sem var alls ekki mitt verk.
Ég hélt að ég hefði gleymt farseðlun-
um mínum heima og sneri því við
og þess vegna var ég orðinn alltof
seinn. Ég talaði við kunningja minn
og sagði honum að ég væri að missa
af vélinni en hann sagðist ætla að
bjarga því. Ég hafði ekki hugmynd
um að hann ætlaöi að nota þessa
aðferð tíl þess og það kom mér mjög
á óvart,“ segir maðurinn.
„Það er alveg ljóst að Rannsóknar-
lögregla ríkisins er ekki nógu góð að
leysa erfið glæpamál. Hún kíkir í
gömlu bófaskrána og leitar að nöfn-
um en ef hún finnur engan í henni
getur hún ekki neitt. Auk þess á hún
mjög erfitt með að viðurkenna mis-
tök eins og í mínu tilfelli."
Deilt um aukningu skulda á Akranesi
Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Skuldir Akranesbæjar aukast um
40 mUljónir króna á árinu sam-
kvæmt fjárhagsáætlun sem bæjar-
stjóm samþykkti á dögunum. Bæjar-
fulltrúar Framsóknarflokksins
deildu á meirihluta bæjarstjórnar
vegna skuldaaukningarinnar og
greiddu áætluninni ekki atkvæði sitt.
BæjarfuUtrúar meirihlutans töldu
hins vegar eðlUegt að bærinn héldi
uppi framkvæmdum í erfiðu árferði
eins og nú er og því væri ekki rétti
tíminn til að greiða niður skuldir.
Atvinnuleysi var 9% á Akranesi í
janúar.
Húsið við Suðuriandsbraut, sem brann fyrir tveimur vikum, var hreinsað
af grunni sínum um helgina. Húsið gereyðilagðist í brunanum og tugmiilj-
ónatjón varð. Rannsókn er lokið og reyndist ekki unnt að upplýsa upptök
eldsins þar sem allt brann sem brunnið gat innandyra. Á myndinni virða
starfsmenn verktaka fyrir sér stórvirkar vinnuvélar brjóta niður rústirnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Stofnfundur Sjávamytja:
Vilja stuðla að
skynsamlegri
nýtingu hvala
„Það hefur oröið mjög mikil fjölg-
un á hval og það kallar á auknar
rannsóknir. Vísindamenn eru nú
famir að viðurkenna að hvalir éti
fisk. Það þarf að finna út hversu
mikið hvalurinn étur og hvaða hlut-
verki hann gegnir í lífkeðjunni. Til-
gangur þessara samtaka er að stuðla
að skynsamlegri nýtingu þessara
dýra,“ segir Birgir Stefánsson stýri-
maður sem ásamt Þórði Hjartarsyni
stendur fyrir stofnun samtaka sem
hafa það að markmiði að stuðla að
skynsamlegri nýtingu á sjávarspen-
dýrum. Auk þeirra félaga standa sel-
veiðimenn að samtökunum.
„Við bendum á að Norðmenn hafa
veitt hrefnu í þijú ár án þess að það
komi niður á mörkuðum þeirra.
Þvert á móti hafa þeir aukið útflutn-
ingsverðmæti sjávarafurða um 17
milljarða," segir Þórður.
Að sögn þeirra félaga heita samtök-
in tilvonandi Sjávamytjar og verður
stofnfundur þeirra á Hótel Sögu í
kvöld. Fundarstjóri verður Bjami
Grímsson fiskimálastjóri.
-rt
Þar sem kosningar til Alþingis
fara fram innan mánaðar taldi
Dagfari víst að stjórnmálaflokk-
amir væm fyrir löngu búnir að
móta og kynna stefnuskrár sínar.
Það kom honum því mjög á óvart
þegar Framsóknarflokkurinn kall-
aði fréttamenn á sinn fund rétt fyr-
ir helgi til að kynna stefnuskrá
flokksins. Þetta kom líka nokkuð
flatt upp á þá fréttamenn sem sóttu
stefnuskrárfundinn. Þeir vom
sömuleiðis hissa á því að ekki væri
minnst á sjávarútvegsstefnu í þess-
ari stefnuskrá og höfðu orð á því
við Halldór formann.
Halldór Ásgrímsson upplýsti þá
að ekki væri verið að kynna stefnu-
skrá Framsóknarflokksins heldur
væri þetta kosningastefnuskrá
flokksins. Það væri íjallað um sjáv-
arútvegsmálin í hinni eiginlegu
stefnuskrá sem hefði verið sam-
þykkt á flokksþinginu í vetur. Mál
dagsins snerist hins vegar um
kosningastefnuna. Þetta er auðvit-
að hárrétt þjá Halldóri. Vitaskuld
þurfa flokkamir sérstaka kosn-
ingastefnuskrá. Þeir þurfa að vera
með sérstaka stefnu fyrir kosning-
ar til þess að Kjósendur haldi ekki
að sú stefna sem gefin er út á lands-
fundum gildi. í þessari kosninga-
stefnuskrá Framsóknarflokksins
! er til dæmis lögö áhersla á að næsta
! ríkisstjóm verði mynduð undir for-
Isæti Halldórs. Það er auðvitaö
I nauðsynlegt að setja svona ákvæði
I í kosningastefnuna því annars
! kynnu einhveijir kjósendur að
standa í þeirri trú að HaUdór vildi
ekki í stól Davíðs. í kosningastefn-
unni er líka komist að þeirri gagn-
merku niðurstöðu að aukin ríkisaf-
skipti leiði ekki til verðmætasköp-
unar. Mun þetta ákvæði byggt á
rannsóknum á þeirri reynslu sem
fékkst af ríkisafskiptum framsókn-
armanna í ríkisstjómum undan-
farna áratugi.
Aðrir flokkar hafa ekki hóað i
blaðamenn til að kynna kosninga-
stefnur sínar. En stefna þeirra
virðist samt skýr. Jón Baldvin vill
í stjóm og að við sækjum um inn-
göngu í ESB. Dayíö vill í stjórn án
aðildar að ESB. Ólafur Ragnar vfil
í stjórn til að mynda geysilega
öflugt bandalag með Asíubúum þar
sem kraftvélar efnahagslífsins
ganga hvað hraðast. Jóhanna hefur
þá stefnu að fara ekki í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum og hafnar
ESB og Asíuleiðinni. KvennaUst-
inn hefur þá stefnu að fara í stjórn
með hveijum sem er, hvar sem er,
hvenær sem er og hvað sem það
kostar. HaUdór hefur þá stefnu aö
mynda stjórn eftir kosningar sem
skipti sér ekki af efnahags- eða at-
vinnumálum en kanni tvíhUða viö-
ræður við ESB, Noreg, Kína og
Japan.
Ef viö reynum að einfalda þetta
svolítið verður útkoman sú að þeir
sem vUja ESB kjósa Jón Baldvin.
Þeir sem vUja Asíuleiðina kjósa
Ólaf Ragnar. Þeir sem-vilja hvorugt
kjósa Davíð. Þeir sem vUja ekki
bera ábyrgð á ríkisstjóm kjósa Jó-
hönnu og þeir sem telja HaUdór
góöan forystusauð kjósa hann. Þeir
sem vUja hvaða leið sem er og
hvaða stjórn sem er kjósa Kvenna-
Ustann. Og ef einhveijir era ekki
ánægðir með þessa kosti geta þeir
bara setið heima á kjördag eða skil-
að auðu. Svo era alltaf tíl nöldrarar
sem vísa í svikin kosningaloforð
allra flokka á liðnum árum. Það er
fóUdð sem skilur ekki stjómmál,
stefnur eða kosningastefnur.
Dagfari