Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 Neytendur_____________________________________________ Verðkönnun í sjö matvöruverslunum á Norðurlandi eystra: Rúmlega 300% verð- muniir á sumum vörum Páskaisinn frá Kjörís. ámarkað Þingey bauð lægsta verð á 95 vörutegundum af 160 1.200 kr. 1.000 Verðmunur á Norðurlandi eystra 800 600 400 200 Egils Arlel Kínakál appelsín 21. future color Wasa frukost Gúrkur Lambalæri Kartöflur Pampers Milupa glrl maxi barnamatur DV Verslunin Þingey á Húsavík bauö lægsta verðið í langflestum tilvikum, eða í 95 tilfellum af 160, í nýlegri verð- könnun Verkalýðsfélags Þórshafnar á Norðurlandi eystra. Mestur verð- munur reyndist vera á Egils appel- síni í tveggja lítra flöskum, eða 334%, en minnstur var verðmunurinn hins vegar á Milupa bamamat og Nescafé mokka í 100 g umbúðum, eða 2%. Könnunin náði til sex verslana áuk Þingeyjar: Bakka á Kópaskeri, Laugaverslunar, KÞ, Fosshóli, Mat- bæjar á Húsavík, verslunarinnar Búrfells á Húsavík og KL á Þórshöfn. Ekkert tillit var tekið til gæða. Hagkvæmast að versla í Þingey í niðurstöðum verðkönnunarinnar kemur fram að næst á eftir Þingey var Matbær með lægsta verðið í 31 tilviki, Fosshóll í 7 tilvikum, Bakki í 5 tilvikum, KL í 4 tilvikum, Búrfell í þremur og Laugaverslun í þremur tilvikum. Það má því segja að þegar á heildina er litiö sé hagkvæmast að versla í Þingey. Að einhverju leytí. má e.t.v. rekja hinn mikla verðmun í könnuninni til mismunandi vörugæða. Til að mynda var tekið niður verð á ódýr- asta kínakálinu á hveijum stað þar sem munurinn á hæsta og lægsta verðinu var 276% og á hvítkáh þar sem verðmunurinn var 117%. Einnig var tekið niður lægsta verð- ið á kartöflum í 2 kg pokum þar sem verðmunur reyndist vera 182% og á gúrkum þar sem verðmunurinn var 121%. Erfiöara er hins vegar að finna skýringar á 334% verðmun á Egils appelsíni, 286% verðmun á Ariel þvottaefni og 143% verðmun á Wasa hrökkbrauði. „Við erum aö setja á markaö nýjan ís fyrir páskana sem heitir Páskais. Hann er ætlaöur sælker- um en þetta er vanilluís með karamelluristuðum pecanhnet- um og karamellusósu," sagði Margrét Reynisdóttir, markaðs- stjóri hjá Kjörís, í samtali við neytendasiðuna. ísinn fæst í eins lítra umbúðum og er þegar kom- inn í flestar verslanir. Nýkryddblanda Pottagaldra Nú hefur þrettánda krydd- blanda Pottagaldra litíö dagsins Ijós en það er ítölsk hvítlauks- blanda sem sögð er henta til hvaða matargerðar sem er, í pastarétti, kjöt- ogfiskrétti, græn- metisrétti, til sósugerðar og til að útbúa góöa kryddolíu. Allar kryddblöndur Potta- galdra eru án aukefna og án salts og pipars. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nú hafi Hag- kaup hafið sölu á tveimur lamba- kjötsréttum sem kryddaöir eru með verðlaunakryddi Potta- galdra frá árinu 1992 en þá unnu 3 kryddblöndur fyrirtækisins til verðlauna um besta lambakjöts- réttinn í kjötborðum verslana. KRAKKAR! SVARIÐ SPURNIN6UNUM HÉR Af) NEOAN 06 SKILIÐ SVÖRUNUM ÁSAMT SVÖRUM, SEM BIRTAST MIÐVIKUDACINN 12. APRÍL Oíi MYNDINNI SEM BIRTIST í DV LAUGARDA6INN 8. APRÍL, TIL VIDEOHALLARINNAR, LÁCMÚLA 7, FYRIR 24. APRÍL. i ciæsiuc v£RelAu^7 S 20 heppnir krakkar fá[P%n'lðSt°ðinnL ý hePP"ir krakkar fá the FHntt L.. HVAD HEITIR BESTI VINUR FRED FLINTSTONE? □ barney Djohnny □leo HVAÐ HEITIR BÆRINN SEM FRED FLINTSTONE 06 FÉLAOAR BÚA í? □ WILMA □BEDROCK □fLINTSTONE NAFN: HEIMILISFANG: ALDUR:______ PÓSTNÚMER:__ SÍMANÚMER: 7'' VI DEOHÖLMN bSLT-idt -'_ Páskaegg án mjólkur og fyrir sykursjúka: Einkennilegt bragð - sögðu matgæðingar DV í gæðakönnun Þegar matgæöingar DV komu sam- an í síðustu viku til að smakka á og bera saman páskaegg bárum við í lokin fyrir þá tvær tegundir af páska- eggjum, merktar D1 og El, og báðum þá að gefa þeim einkunn frá 1-5 (1 = tíjög vont, 2=vont, 3 = sæmilegt, 4=gott, 5=ipjög gott). Það sem þeir Dröfn fer varlega f aö bragða á páskaegginu enda líkaöi henni ekki bragðið. DV-mynd ÞÖK ekki vissu var að þetta voru páska- eggin sem Móna framleiðir sérstak- lega fyrir sykursjúka og þá sem hafa mjólkuróþol. Matgæðingamir okkar, þau Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur frökkum, Dröfn Farestveit hússtjómarkennari og Sigmar B. Hauksson, áhugamaður um matar- gerðarlist, mátu eggin því eins og um venjuleg egg væri að ræða og voru ekki hrifin. Eftir á sögðu þau aö þau hefðu verið mildari í dómum sínum ef þau hefðu vitað hvers kyns var. Hræðilegt óbragð Eggið fyrir sykursjúka fékk 5 stig af 15 mögulegum. Úlfar og Dröfn gáfu því 2 en Sigmar 1. „Þetta er alveg hræðilegt óbragð,“ sagði Dröfn og Sigmari fannst bragðið hræðilegt „eins og af skemmdri mjólk." Úlfar sagði: „Bragð einkennilegt, útlit þokkalegt.“ Dröfn fannst eggið án mjólkur hins vegar „fallega gljáandi og gott á bragðið fyrir þá sem líkar dökkt súkkulaði." Hún gaf því 4 en Úlfar og Sigmar gáfu því 2. Sigmar sagði: „Mikið og gott súkkulaðibragð og er súkkulaðið vel sætt en eftirbragðið ekki gott.“ Úlfar sagði: „Þeim sem finnst dökkt egg gott, þeir um það. Mér finnst þetta ekki bragðgott." Eggið fékk samtals 8 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.