Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
Spnmingin
Hvað finnst þér um hækk-
unina á gjaldskrá Bíla-
stæðasjóðs?
Lúðvík Davíðsson, starfsmaður hjá
RARIK: Ég er á móti öllum hækkun-
um.
Guðmundur Ólafsson húsfaðir: Mér
finnst hún slæm.
Bragi Haraldsson silkiprentari: Ég á
ekki bíl og hef því ekkert spáð í það.
Stefán Sigurðsson, atvinnulaus: Ég
er aldrei á bíl og pæli því ekkert í
þessu.
Kolbrún Hauksdóttir húsmóðir og
Egill Guðjohnsen: Mér finnst hún
ekki nógu góð.
Ragna S. Ragnarsdóttir þroskaþjálfi:
Mér finnst hún afleit.
Lesendur
Suðurlandsskjálfti
- varúðarráðstafanir
Ragnar S. Halldórsson skrifar:
Sem dyggur lesandi DV frá fyrsta
útgáfudegi blaðsins hlýt ég að þakka
lofsverða árvekni ykkar DV-manna,
einkum í því fólgna aö þið eruð jafn-
an í fararbroddi - fyrstir með frétt-
irnar, þegar þið vekið athygli á ein-
hverju sem til framfara horfir í ör-
yggismálum. Nýlega bendið þið í efn-
isyfirliti á forsíðu blaðsins á - með
tilvísun í baksíðufrétt - sjálfsagðar
varúðarráðstafanir garðyrkjubænda stíenda einnig
á Suðurlandi í ljósi þeirrar stað^ brautaskóla S
reyndar aö Suðurlandsskjálfti hinn
meiri er yfirvofandi samkvæmt
venjulega áreiðanlegum spám Veð-
urstofu íslands, nánar tiltekið
skjálftadeildar hennar.
I þessari mjög svo tímabæru bak-
síðufrétt er réttilega bent á að garð-
yrkjubændum, sem taka lífið í eigin
hendur á degi hveijum með því að
sinna daglegmn störfum undir u.þ.b.
7.000 ferm. hallandi glerþökum, hef-
ur verið ráðlagt að nota öryggis-
hjálma við þá iðju sína.
Þetta er sannarlega timabær
ábending. Ég hlýt að vonast fastlega
eftir þvi að" í framhaldinu - einkum
þar sem éfeila kennara við skattgreið-
endurhefur nú verið leyst, að venju
á kqsrtnaö hinna síðamefndu - verði
látið undir höfuð leggjast að
nemendum í Fjöl-
Suðurlands á að gera
slíkt hið sama í húsi skólans á Sel-
fossi. Hönnuöur hússins er hinn
kunni dr. Maggi Jónsson arkitekt.
Hinn stórkostulegi, hallandi suður-
gluggi hússins er að sögn bygginga-
fróðra manna sá stærsti í Evrópu,
a.m.k. noröan Alpafjalla. Dr. Maggi
fékk verðlaun ykkar á DV nýverið
fyrir listræna fyrirmyndarhönnun
þessa húss og þar með gluggans.
Risaglugginn hlýtur að vera hannað-
ur með hag skattborgara að sérstöku
leiðarljósi og er það vel því að gler
er afar viðhaldslétt byggingarefni
eins og kunnugt er.
Ég tel víst að unglingamir, sem
njóta þeirra forréttinda að hljóta
menntun sína í þessari verðlaunuðu
skólabyggingu, telji ekki eftir sér að
dást að verki listamannsins með ör-
yggishjálm á höíði. Ekki síður fyrir
þá staðreynd að þeir em, að sögn,
og kennaramir reyndar líka, mjög
ánægðir með að fá að dvelja í skóla-
byggingunni við nám (störf) og leik
vegna margra góðra kosta hennar
sem vinnustaðar, og það reyndar
áður en þá grunaði að arkitekt bygg-
ingarinnar yrði sæmdur heiðursvið-
urkenningu ykkar DV-manna.
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi. - Upp með öryggishjálmana!
Flýgur Þorleífur?
- andsvar við svari Þorleifs Haukssonar við ritdómi
örn Ólafsson skrifar:
Ég sagðist hafa séð í Stílfræðinni
sömu dæmi tekin úr bókmennta-
verkum og ég hafði gert í mínum rit-
um, „tfl að draga svipaðar niðurstöð-
ur og ég gerði. Þá er regla að vitna
tfl fyrri umfjöliunar en það er ekki
gert hér.“ - A bls. 565 er sama dænú
frá Gesti Pálssyni og ég tók í Rauðu
pennarnir bls. 104; á bls. 151, sama
dæmi úr Ofurefli Einars Kvaran og
ég tók í Kóralforspil hafsins, bls. 183;
á bls. 541 er sama dæmi úr „Vonir“
sama höfundar, og ég tók (s.r.bls.185.
Vissulega er umfjöflun Stflfræðinnar
ítarlegri um síðasttalda dæmið, en
þetta verður þó aö átelja. - Og varla
fengu mín rit sérmeðferö?
í aðfinnslum mínum fólst ekki
ásökun um að Þ.H. eigni sér rit ann-
arra, heldur þvert á móti, að hann
hefði ekki notað nægflega umfjöllun
annarra um rit Halldórs Laxness. í
K.h. (bls. 211-213) og í R.p. (bls.
117-119) rakti ég t.d. hvemig sögu-
maöur HKL aðgreinist frá söguper-
sónum í þekkingu, viðhorfum og
málfari. Þaö tengist markvissum stfl-
rofum HKL, en m.a. með þeim gekk
Halldór í berhögg viö svokallaða
„realíska" skáldsagnahefð allt frá
Vefaranum mikla. En Hallberg var
svo hefllaður af þeirri ríkjandi hefð,
að hann vildi bera þetta af Halldóri.
Og Þorleifur er of fylgisspakur Hall-
berg, af því leiðir umræddan vand-
ræöagang (t.d. bls. 659), og firruna
(bls. 665-6): „í Heimsljósi má sjá
skopgervingu í fyrsta sinni á höfund-
arverki Halldórs."
Læknirinn, kennarinn, prófastur-
inn, söölasmiðurinn, kadettinn og
Tobba trunta í Sölku Völku, eru þetta
ekki skrípamyndir? Það mætti halda
lengi áfram, en mergurinn málsins
er sá, að persónur HKL eru ævinlega
ýktar, týpiskar, eins og Kristinn E.
Andrésson rakti í greininni sem ég
benti á. Vegna þessara mikilvægu
samkenna er mjög villandi að segja
(bls. 666): „Sögur Halldórs eru geró-
líkar innbyrðis." - Að sjálfsögðu er
ég ekki að segja að Þorleifi beri að
vera sammála mér eða Kristni. En í
fræðiriti ber honum sem öðrum að
takast á við framkomnar röksemdir
gegn túlkunum sem hann fylgir.
Höfum við ekki sóst eftir erlendum fjárfestum til Islands?
þeirra hér á landi. - Þetta gerir þó
stjómarformaður Olíufélagsins hf. í
Morgunblaðinu fyrir nokkru og
ásakar blaðiö í leiðinni fyrir „hjá-
róma rödd“ leiðarahöfundar þess og
„útlendingadekur" í leiðinni.
Allt málið snýst að sjálfsögðu um
það að kanadíska fyrirtækið Irving
Oil hefur ákveðið aö koma hér á fót
olíuviðskiptum. Það hefur fengið já-
kvæða umsögn opinberra aðila, þ.á
m. borgaryfirvalda. - Er það „útlend-
ingadekiu-"? Hafa íslendingar ekki
verið að sækjast eftir erlendum fjár-
festum og framkvæmdum hingað?
Ein og ein úrtölurödd í þessu máh
skiptir ekki sköpum. - Verst er þegar
hún kemur frá aðilum sem ættu að
vera í fremstu fylkingu þeirra sem
styðja samkeppni og grósku í við-
skiptum, hvaðan sem þau koma og
hveijir sem að þeim standa.
Er það „útlendingadekur"?
Ragnar skrifar:
Það er mjög fátítt nú á dögum að
menn láti frá sér fara ummæli sem
sérstaklega eru ætluð til að innræta
hugsunarhátt sem er löngu liðinn
undir lok - nefnilega hræðslu við
útlendinga eða veru eða starfsemi
Ríkisútvarpið
árið1930
- fyrir fr amsækna
Gyða hringdi:
Ég las grein fiármálastjóra Rík-
isútvarpsins í DV 7. apríl sl. -
„Hvers vegna Ríkisútvarp?"
Hann segir að forsendur séu þær
sömu nú fyrir rekstri RÚV og
voru árið 1930. Jæja, segi ég nú
bara, það er eklci annað. Þeir hjá
RÚV geta vist ekki auglýst eins
og eitt matvælafyrirtækið mál-
tíðir sínar, en það notar slagorðin
„fyrir framsækna íslendinga". -
íslendingar hafa áreiðanlega ver-
ið framsæknari árið 1930 er þeir
stofnuðu RÚV en i dag en nú eru
engár forsendur lengur fyrir
stofnuninni.
HM’95-sameig-
miegútsending
Magnús Guðmundsson hringdi:
Míg langar að varpa fram þeirri
hugmynd hvort Sjónvarpið og
Stöð 2 geti ekki sameinast um
eina íþróttarás tfl að sýna alla
leiki HM ’95 og beindu þar með
þessum sérstöku útsendingum út
úr hinni hefðbundnu dagskrá. -
Skipting auglýsingatekna gætu
orðið helmingaskipti í þessu eina
tiltekna máli. Þetta yrði auk þess
mikfll sparnaður fyrir báðar
stöðvarnar og mikill léttir fyrir
íþróttaunnendur og svo hina sem
ekki þola „þessar sífelldu íþrótt-
Flugmaðurinn
ogeldfærin
Hörður Jónsson hringdi:
Mér brá ónotalega víð aö lesa
bréf í DV sl. föstudag frá flug-
manni einum sem leggur til að
tóbak og eldfæri verði gerð upp-
tæk hjá farþegum áður en þeir
fara um borð í flugvélar Flug-
leiða. Reykingamenn- þetta ann-
ars flokks fólk - skal ekki sæta
neinni miskunn og ætti auk þess
að greiða eins konar tóbaksleitar-
gjald tfl framdráttar Leifsstöð!
Hvílíkt ofstæki! Maöur gæti hald-
ið aö þetta væri mælt af manni
sem hefði þurft aö sæta meðferð
vegna tóbaks- eða áfengisfíknar.
Þeir verða oft svona ofstækisfull-
ir að lokinni meðferð.
Einnmaður-
eittatkvæði
Elh hringdi:
Ég trúi ekki öðru en kjósendur
seu sér þéss meðvitandi að þótt
þeir fari á kjörstað hafa þeir í
raim ekki neinn kosnhigarétt.
Það verður ekki fyrr en komið
verður á því kosningakerfi sem
sumir nefna einn maður eitt at-
kvæði. Ég er hka á því að landið
verði að vera eitt kjördæmi. Eins
og kosningalögin eru í dag má
; líkja þeim við hreinan skrípaleik
og hann þarf að afnema hið
fyrsta. Ég skora á nýja ríkisstjóm
aö láta verða af því fyrir næstu
kosningar. Fólk mun ekki sætta
sig viö óbreytt ástand.
Moldviðri um
séraJön
Sigurður Einarsson hringdi:
I Hveragerði hefur verið mikfl
úlfúö og moldviðri út af því að
„kahaöur var“ tfl embættis nýr
prestur í bæinn. Þetta er orðiö
aðhlátursefni hjá þorra fólks.
Ekki var mikið moldviðrið þegar
séra Pálmi var „kahaður til emb-
ættis“ í Bústaðasókn þar sem
núverandi höfuö þjóðkirkjunnar
var að risa upp úr sæti sínu.
Auðvitað sjá allir að i Hveragerði
er moldviörí af mannavöldum af
engu tflefni. Nú sést líka vel aö
ekki er alltaf samasemmerki á
mihi Jóns og séra Jóns, þótt nú
sé deilt um séra Jón. En mold-
viðri skal það vera.