Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995
Merming
Magnús Tómasson á Kjarvalsstöðum:
Náttúran beisluð
innan dyra
Myndlist
Höggmyndalistin hefur tekiö miklum breytingum á þeim þijátíu árum
sem liðin eru frá því SÚM-hópurinn kom fram með ný viðhorf tU listarinn-
ar; hugmyndalist, nýdadaisma, fluxus o.fl. Upphaflega var það upphafn-
ing hins hversdaglega hlutar og ljóöræn afstaða til listarinnar sem ein-
kenndi umbreytingu höggmyndar-
innar á sjöunda áratugnum, en til
lengdar hefur samþáttun listar og
umhverfis orðið að meginþætti
hinnar breyttu sýnar á eðli högg-
myndarinnar. Magnús Tómasson,
sem var einn af stofnendum SÚM-
hópsins, hefur í gegnum árin þróað verk sín frá ljóðrænum smámyndum
þar sem fundnir hlutir hafa veriö í fyrirrúmi til meiriháttar umhverfis-
verka sem taka mið af umhverfi sínu jafnt í efni sem formi. Á meðal
slikra verka má nefna Þotuhreiðrið við Leifsstöð og verk á lóð Vesturbæj-
arskólans þar sem hornum úr ryðfríu stáli hefur verið komið fyrir á
þremur stórum steinum. Um helgina var opnuð á Kjarvalsstöðum sýning
á nýjum verkum Magnúsar sem voru ekki hugsuð með eitt tiltekið rými
Olafur J. Engilbertsson
Myndlr Bobs Flannagan á Mokka:
Hver er perrí?
Sýningin sem nú hengir á Mokka
er svo ólík þeim skreytingum sem
kafflhúsagestir eiga að venjast að
aðstandendum hennar hefur ekki
þótt óhætt annað en að ganga þann-
ig frá að aðeins þeir sem eftir því
sækjast fái htið myndimar. Fyrir
hverri mynd hangir svart tjald sem
áhorfandinn þarf að draga til hlið-
ar til að skoða ljósmyndina sem
bak við það er falin en þeir sem
hætta sér bak við tjöldin fá að sjá
myndir sem er ólíkt meira krass-
andi en það sem alla jafna er hyllt
sem erótík í myndlist. Bob er masó-
kisti og fer ekki fínt með það. í staö
þess að fara í felur með kenndir
sínar eða veita þeim aðeins útrás í
lokuðum hópi vina hefur hann
steypt þeim í ist og birtir nú mynd-
ir af sér í ástarleik út um alla ver-
öld. Þetta hefur honum tekist svo
vel að tímaritið Re-search hefur
gefið út sérrit um hann, en það
tímarit gefur tóninn fyrir margt
það sem mest er „in“ vestanhafs
um þessar mundir (þetta er tíma-
ritið sem hratt af stað b-myndaæð-
inu, gerði „götun“ og húðristur að
tískufyrirbæri og iðnaðartónlist að söluvöru).
Verk Bobs má kannski skoða sem gagnlega kynningu á þeim neöanjarð-
arkúitúr sem sprottið hefur upp kringum masókismann, þótt útbreiðsla
hans sé nú orðin slík að það er vart þörf á að kynna hann lengur fyrir
öðrum en þeim allra íhaldssömustu. En það skemmtilegasta við starf
Bobs er að honum hefur í einhveijum skilningi tekist að gera kynlif sitt
að fullu starfl en í þvi fylgir hann reyndar fordæmi allmargra annarra
listamanna í Bandaríkjunum þar sem listsýningar snúast í æ ríkara
mæli um typpi og píkur hstamannanna.
Sýningin á Mokkar er vissulega skemmtileg og þörf að því leyti að hér
á landi hefur áfskaplega htið borið á umræðu eða sýningum úr þessum
geira hsta- og kynlífsins - það hefur einkum verið á Mokka að þessi angi
Ameríkuhstarinnar hefur fengið inni. Og þótt sumum kunni kannski að
finnast sýning af þessu tagi vera sér óviðkomandi er líklega öhum hollt
að kíkja bak við tjöldin á Mokka. Við erum jú öll perrar inn við beinið.
Unnendur masókisma geta
notið sýningar Bobs Flanagans á
Mokka.
Myndlist
Jón Proppé
MagnúsTómasson við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum.
DV-mynd ÞÖK
eða umhverfi sem viðmið en bera samt sem áður sterk höfundareinkenni
hstamannsins.
Erlend og innlend goðsagnaminni
Á sýningu Magnúsar eru ahs sjö verk og hefur þeim verið komið fyrir
í miðrými Kjarvalsstaða þar sem útibirtu nýtur. Að minu mati hefði þó
farið mun betur á því að koma einhveijum verkanna fyrir utan dyra,
sérstaklega verkum á borð við Ódysseif I-II, sem virðast gerð sem útihsta-
verk. Vel mætti hugsa sér að nýta útirýmið sunnan miðrýmisins th
skúlptúrsýninga, enda er hægt að ganga þangað beint út úr miðrýminu
og horfa þangað í gegnum gler úr þremur áttum. Fyrrnefnd verk tileink-
uð goðsögninni um Ódysseif hljóta að teljast þau viðamestu og um leið
eftirtektarverðustu á sýningunni. Verkin vekja raunar ekki síður hu-
grenningatengsl við innlend goðsagnaminni eins og súlur Ingólfs og þar
er þjóðlegu efni s.s. rekavið og stuðlabergi teflt á móti mótuðum strýtum
úr málmi sem hvíla í rétthymdu vatnskeri.
Innihúmor gegn útikrafti
Að mínu mati kalla verk jiessi beinhnis á það að vera sett upp utandyra
í grennd við vatn eöa sjó. I þeim birtast vel höfundareinkenni Magnúsar
þar sem hrárri óreiðu náttúrunnar er teflt gegn efni mótuðu af listamann-
inum, gjaman shpuðu ryðfríu stáh. í ágætlega hannaðri sýningarskrá fer
Ólafur Gíslason nokkrum orðum um þetta einkenni á hst Magnúsar og
hvemig hst hans hefur smátt og smátt þróast í átt til umhverfisskúlptúrs.
í raun má segja að sýningin skiptist í tvennt; skúlptúra á borö við hina
fyrmefndu sem nytu sín betur utan dyra og svo húmorísk og ljóðrænni
verk sem njóta sín ágætlega í miðrými Kjarvalsstaða. Lúðraþytur er
t.a.m. slíkt verk, en þar teygja svanur og lúður álkur sínar upp úr hrúg-
um úr möl og silfurbergi. Verk sem þessi eru gerólík hinum stórbrotnu
náttúmkraftauppstihingum hstamannsins og sýning þessi hefði án efa
verið sterkari ef verkunum hefði verið skipt upp í úti- og inniverk og þau
síðan látin kahast á í gegnum glerið. Er vonandi að hugað verði að slíkum
möguleikum á Kjarvalsstöðum í framtíðinni. Sýningin á verkum Magnús-
ar Tómassonar stendur út maí.
Norskur djass á kosningakvoldi
Fyrir milhgöngu norska sendiráðsins
kom norskt djasstríó hingað tíl lands um síðustu
helgi. Tríóið lék á Jazzbamum í Lækjargötu á
fóstudagskvöldið og komu þar einnig fram ís-
lenskir djassmenn. Á laugardagskvöldið var
tríóið hins vegar í Djúpinu við Hafnarstræti.
Þó nokkuð var af fólki þar og gerður var góður
rómur að leik þeirra félaga. Ásbjöm Johannes-
sen lék á saxófóna, Vigleik Storas á píanó og
Bjöm Aalterhaug á kontrabassa. Efnisskráin
samanstóð af fmmsömdum verkum Vigleiks og
Bjöms ásamt verkum eftir aðra norræna höf-
unda.
Fyrsta verkið, „Kyria“, eftir Bjöm, sem
hummaði laglínuna með saxófóninum, var
byggt á þjóðlagi og mjög grípandi. Það er ekki
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
að spyrja að því hvað þeir em alltaf þjóölegir,
Norsaramir.
Vigleik átti svo tvö verk og var annað þeirra
afar fín bahaða. Flutningur tríósins var kyrrlát-
ur en ekki um of, góð sveifla í gangi og slag-
verks htið saknað. Allir þrír eru mjög frambæri-
legir hljóðfæraleikarar og heldur meira en það.
Reyndar er Vigleik Storas ný stjarna í norsku
djasslífi og leikur m.a. með Karin Krog, John
Surman og Terje Rypdal í Norræna kvartettin-
um á samnefndri splunkunýrri plötu, Nordic
Quartet.
Það var gaman að fá svona sýnishom af norsk-
um djassi og ekki spihtu ljósmyndir (unnar í
grafík) listakonunnar Silje af hljóöfæraleikur-
um við iðju sína en þær skreyttu veggi veitinga-
staöarins.
Upplýsingamið-
stttð myndlistar
Menntamálaráðuneytið hefur
gert samstarfssamning viö Sam-
band íslenskra myndhstarmamia
og Myndstef, höfundarréttarsam-
tök myndlistarmanna, um stofti-
un Upplýsingamiðstöðvar mynd-
listar. í sanmingnum, sem er tii
fjögurra ára, er kveðið á um skip-
un verkefnisstjómar sem vhmi
að uppbyggingu miðstöðvarinnar
og fjármögnun verkefnisins. Á
næstu fjórum árum er miðað við
að menntamálaráöuneytið leggi
til samtals 10 milljónir til Upplýs-
ingamiðstöðvarinnar.
Hlutverk miðstöðvarinnar
verður að efla kynningu á ís-
lenskri myndlist. Verkefnisstjórn
er skipuö þeim Þórunni J. Haf-
stein, deildarstjóra í mennta-
málaráðuneytinu, Sólveigu Egg-
ertsdóttur frá Sambandi is-
lenskra myndhstarmanna og
Knúti Bruun hrl. frá Myndstefi.
Finnskursjón-
varpsþáttur
meðíslenskri
Ijóðlist
Finnska sjónvarpið er um þess-
ar mundir að vinná þátt um is-
land i máh og myndum. Texti
þáttarins er að meginstofni til
byggður á Ijóðum íslenskra
skálda sem birtust í hausthefti
finnsk-sænska menningartíma-
ritsins Horisont i þýöingu og rit-
stjórn skáldanna Lárusar Más
Björnssonar og Martins Enckehs.
Þetta er þemahefti um íslenska
samtímaljóðlist og hefur hlotið
góða dóma í finnskum og sænsk-
um blöðum.
Þátturinn hefst og honum lýkur
jafnframt með Ijóði Elísabetar
Jökulsdóttur, Ertu sögnin að
fljúga? Önnur skáld sem eiga Ijóð
I þættinum eru Árni Ibsen, Bald-
ur Óskarsson, Gyrðir Elíasson,
Ingimar Erlendur Sigurðsson,
Jóhann Hjálmarsson, Kristín
Ómarsdóttir, Lárus Már Bjöms-
son og Linda Vilhjálmsdóttir.
annajðasýnir
íGalleríiGreip
Myndlistarkonan Anna Jó-
hannsdóttir, eða anna jóa, opnar
sýningu á u.þ.b. 10 olíumálverk-
um í Gaherí Greip laugardaginn
15. apríl nk. kl. 16. Sýningin nefn-
ist Málverk tíleinkuð Esjunni og
stendur til 30. apríl. Hún verður
opin um páskana frá kl. 14-18.
Þetta er önnur einkasýning
önnu jóu hér á landi en hún er
við framhaldsnám i París og kom
sérstaklega til íslands th að setja
upp sýninguna. anna jóa er fædd
i Reykjavík 1969, útskrifaðist frá
MR 1989 og frá Myndlista- og
handíðaskólanum vorið 1993.
„Kveikjan aö sýningunni í Gallerí
Greip er Esjumynd máluö haust-
iö 1993. Síðan hafa orðið til fleiri
Esjumyndir þar sem gætir nýrra
áhrifa sem eiga rætur sínar að
rekja til stuttrar teiknimyndar
sem ég er að vinna að,“ sagði
anna jóa í saratah við DV.