Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1995, Blaðsíða 32
 FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA GG ÁSKRIFT ER OPiN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL.6-8 LAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMORGNA ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995. Ríkisstjómarmyndunin: Sjálfstæðis* menn vilja f leiri ráðherra Eftir samtöl við stjómarþingmenn í gær er ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn mun krefjast 6 ráðherraembætta af níu ef núverandi stjómarflokkar halda áfram stjómarsamstarfi. Al- þýöuflokkurinn er ekki með nema 7 þingmenn og getur ekki sett sig upp á móti þessari kröfur samstarfs- flokksins. Þurfi Alþýðuflokkurinn að fækka ráðhermm um einn er það annað- hvort Rannveig Guðmundsdóttir eða Össur Skarphéðinsson sem munu víkja. Fleiri hallast að því að það verði Ránnveig sem víki eftir slæma útkomu flokksins í Reykjaneskjör- ' dæmi þar sem hún leiddi hsta flokks- ins. Innan Sjálfstæðisflokksins er hætt viö hörðum átökum um ráðherra- embættin. Ýmsir hafa nefnt að Ólaf- ur G. Einarsson muni hætta sem ráðherra og verða forseti Alþingis. Ef svo færi væm tvö ráðherraemb- ætti laus hjá flokknum. Þeir sem tíð- ast eru nefndir í þau embætti eru Björn Bjamason, Geir H. Haarde og Sturla Böðvarsson. Ef svo færi að Kvennalistinn kæmi - Jnn í ríkisstjórnina er talað um að fjölga ráðherrum upp í 10 og að Kvennalistinn fái einn ráðherra í ríkisstjóminni. Trúlegt er talið að þar yrði Kristín Ástgeirsdóttir fyrir vaiinu. Fundur hjá sáttasemjara Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í dag með Sjómannafélagi Reykjavíkur og Vinnuveitandasam- bandi íslands. Sjómenn hafa boðað viku verkfall á kaupskipum frá miö- nætti 16. aprfl semjist ekki fyrir þann tíma. Jónas Garðarsson, formaður V -"'Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að stærsta krafan snúist um hærri grunnkaupshækkun og hún gangi jafnt upp launastigann. Ríkissáttasemjari hefur boðað Sleipni, félag langferðabflstjóra, til fundar með vinnuveitendum í dag ogflugfreyjurámorgun. -rt Dómsmálaráðuneytið: Köllun heimil „Það er lögfæðfleg túlkun að sókn- amefnd hafi verið heimflt að gera þetta svona,“ segir Hjalti Zóphónías- son, skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins, vegna þess að sóknamefnd kallaði séra Jón Ragnarsson til emb- ættissóknarprestsíHveragerði. -rt. Rafeindamerkjum komið fyrir í þorskum sjavar Vílhjálmur með merkl sem er sam- svarandi þeim merkjum sem kom- ið var fyrir 124 þorskum. Fiskunum var steppt fyrir sunnan land og merkin i þeim geta safnað uppiýs- ingum i atlt að ár, eða meöan raf- hlaðan endist. DV-mynd ÞÖK „Þetta er upphaf að verkefni þar sem farið er út í að nota rafeinda- merki. Merkin taka niður upplýs- ingar um hitastig og dýpi. Við verð- um að fá merkin til baka til að ná upplýsingunum," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, fiskifræöingur hjá Hafrannsóknastofnun, vegna merkinga á þorski sem stofnunin hefur gert. Hafrannsóknastofnun sleppti 24. þorskum fyrir helgi á Selvogs- banka og við Þjórsárósa. Fiskarnir voru merktir, en þó ekki á hefð- bundinn hátt heldur með rafeinda- merkjum sem safna upplýsingum um botndýpi og hitasög sjávar með 6 tíma millibfli. Rafhlöðumar i merkinu duga í allt að eitt ár. „Þetta er það fyrsta sem við reyn- um hér viö land. Við leggjum áherslu á gagnasöfnunarmerki sem felst í því að merkið safnar í sig upplýsingum. Það eru tvær stefnur í þessu; annars vegar eru það merki sera senda frá sér upp- lýsingar og þeim þarf að fylgjast með. Hins vegar eru það þessi merki sem safna upplýsingum sjálf. Við völdum síðari kostimi og stólum á að sjómennirnir skili merkjunum," segir hann. Vilhjálmur segir aö merkinu, sem er á stærð við fingurbjörg, sé komíð fyrir í kviðarholi fisksins með skurðaögerð og frá því liggi gulur leiöari út úr honum. „Ég fór á námskeið hjá dýralækn- um þar sem ég lærði að sauma og skera og má segja að ég sé orðinn sérfræðingur í því. „Við vitum hvar við sleppum fiskinum og hvar hann veiðist aftur. Þá vitum við á hvaða dýpi hann fer um og hvert hitastigið er á þeim slóðum sem hann fer um. Merkið les hita og dýpi á sex tíma fresti,“ segir Vil- hjáhnur. Hann segir að í framtíðinni verði farið út í þessa tækni í auktium mæh og þá verði trúlega liægt aö kortleggja feröir þorsksins, auk þess að fá upplýsingar um dýpi og hitastig. „Ég á von á því að um aldamót verðum við komnir með þannig merki aö við getum staðsett fisk í tíma og rúmi. Ég hef verið að skoða þessi mál síöan 1993 og það er mín skoðun að menn fái stóran hluta þeirra upplýsínga um fiskstofha með þessum hætti,“ segir Vilhjálm- ur. -rt Fagnaðarfundir urðu á Alþingi I gær þegar alþingismenn hittust aftur eftir kosningar og nýliðarnir komu í fyrsta skipti inn í þingið. Systkinin Ingibjörg Pálmadóttir, alþingismaður af Vesturlandi, og ísólfur Gylfi Pálmason gátu ekki stillt sig um góðan koss enda er ísólfur Gylfi annar þingmaður Framsóknar á Suðurlandi. DV-mynd GVA SVR: Ráðið í 2 stöður Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, SVR, hefur ákveðið að mæla með því að Jóhannes Sigurðsson iðnrekstrar- fræðingur verði ráðinn í starf for- stöðumanns þjónustusviðs SVR og Þórhallur Arnar Guðlaugsson mark- aðs- og tæknifræðingur verði ráðinn í starf forstöðumanns markaðs- og þróunarsviðs. Ráðningarmáhn verða fljótlega tekin fyrir í borgar- ráði og síðan í borgarstjóm. „Við mæltum með ráðningu Víg- lundar Víglundssonar verkfræðings á þjónustusvið en hann er eini mað- urinn á landinu meö framhaldsnám á sviði flutninga og Sverri Arngríms- syni aðstoðarforstjóra í hitt starfið. Við töldum að meirihlutinn væri að svíkja gefin loforð með því aö ráða ekki Sverri. Ólínu vantaöi á fimdinn. Hún hefur eflaust ekki viljað svíkja sín loforð," segir Þorbergur Aðal- steinsson í stjórn SVR. Ekki náðist í Ólínu Þorvarðardótt- ur. -GHS wm • « m -- mmmím_„lil.... LOKI Bara að maður gleypi ekki fíniríið með plokkfiskinuml .. Veðriðámorgun: Víða nokkuð hvasst Á morgun verður suðvestanátt víðast hvar á landinu - nokkuð hvöss við suður- og suðvestur- ströndina en hægari í öðmm landshlutum. Sunnan- og vestan- lands verða skúrir eða slydduél. Veðrið 1 dag er á bls. 28 brother PT-3000 Merkivél aðeinskr. 13.995 Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 K I N G L»m alltaf á Miövikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.